Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 11

Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Landhelgisgæslan sækir tvo Þjóðverja á Hornstrandir Slæmt talstöðvarsam band úr neyðarskýli Aðeins eitt jafnlangt sjúkraflug SJÓMAÐURINN sem áhöfn þyrluLandhelgisgæsIunnat', TF-LÍF, sótti á loðnumiðin lang-t norður af landinu sl. föstudag er á góðum batavegi, að sögn Garðars Guðmundsson- ar, sérfræðings á heila- og taugadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Hann segir það hafa skipt sköpum að maðurinn var með hjálm á höfði við vinnu sína þegar slysið varð. Sjúkraflugið tókst mjög vel, en að sögn Helga Hallvarðsson- ar, yfírmanns gæslufram- kvæmda, hefur þyrla Landhelg- isgæslunnar aðeins einu sinni áður farið í jafnlangt sjúkra- flug. Það var 9. mars 1997 þeg- ar Dísarfellið sökk um 100 sjó- mflur suðsuðaustur af Horna- fírði. Það sjúkraflug var alls 570 sjómflur, eins og flugið á miðin fyrir norðan land á föstu- daginn. VARÐSKIPIÐ Týr sótti aðfaranótt laugardags tvo Þjóðverja sem lent höfðu í ógöngum á Hornströndum. Annar mannanna hafði misst af sér annan skóinn þegar hann var að vaða yfir Hrollleifsvíkurá og treysti sér því ekki til að halda áfram. Hinn hélt að Horn- bjargsvita og hugðist þar sækja aðstoð eða skó handa félaga sínum. Þar voru öll hús læst, nema útihús og því litla björg að fá. Hann hélt því yfir í Barðsvík þar sem hann vissi af björgunarskýli Slysavarna- félagsins. Maðurinn sendi hjálpar- beiðni með talstöðinni í skýlinu. Neyðarkallið heyrðist ekki hjá Siglufjarðarradíói, en báturinn Gunnbjörn IS sem var fyrir utan nam kallið. Bátsverjar fóru inn í víkina til að kanna málið, en of mikið brim var við ströndina til að þeir gætu komist til mannsins, og að sömu niðurstöðu komst Slysa- varnafélagið. Akveðið var að leita til Landhelg- isgæslunnar, en varðskipið Týr var þá einmitt statt úti fyrir Vestfjörð- um. Varðskipsmönnum tókst að lokum að finna stað þar sem hægt var að lenda og sóttu Þjóðverjana. @texti: Helgi Hallvarðsson, yfir- maður gæsluframkvæmda, segir að nauðsynlegt sé að hafa meiri þjón- ustu við ferðamenn á svæðinu, og bæta talstöðvarsamband í neyðar- skýlinu. Þór Magnússon, deildarstjóri í björgunardeild Slysavarnafélags Islands, segir að vegna staðsetn- ingar skýlisins sé ekki hægt að ná sambandi við Siglufjarðarradíó eftir að hætt var að nota milli- bylgjusvið, og því hafi verið treyst á að hægt væri að ná til skipa á sjó fyrir utan. „Til að ná sambandi við Siglu- fjörð þyrfti að hafa skýlið hinum megin við víkina, en það er illa farið og ekki svarar kostnaði að flytja það. Það kostar um eina milljón króna að byggja nýtt skýli, en við höfum ekki haft fjármagn til þess, enda er þetta ekki fremst í okkar forgangsröð,“ segir Þór. ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI vökva/veltistýri • 2 loftpúðar • rafmagn í rúðum og speglum • aflmikil 16 ventla vél • vindkljúfur með hemlaljósi • styrktarbitar í hurðum • samlitaðir stuðarar hæðarstillanleg kippibelti • upphituð framsæti fij, ÖtSKYLDUB^ rtití t SUMAfi/ BALENO EXCLUSIVE 4X4 1.595.000 kr. $: SUZUKI SUZUKI SÖLUUM80Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 4E2 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. fsafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is NÝR, ENN RlKULEGAR ÚTBÚINN SUZUKIWAGON BALENO £***Srf*~4X4]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.