Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 14

Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Hallfríður SMIÐIRNIR á myndinni eru (f.v.) Björgvin Kristjánsson og Hólmar Karl Þorvaldsson. Hafnarhúsið á Reyðar- fjarðarhöfn stækkað Sumarhátíð í Grundarfirði ! Reyðarfirði - Byggingafyrirtækið Trévangur vinnur nú við að stækka hafnarhúsið á Reyðarfirði. Byggt er glerhýsi framan á núverandi hús sem auðveldar hafnarverði að fylgj- ast með allri umferð um höfnina. Að sögn Aðalbjöms Schevings, sem nú leysir hafnarvörðinn, Rúnar Sigur- jónsson, af kemur þetta sér sérstak- lega vel þegar verið er að vigta. Grundarfirði - Stofnuð hafa verið ný samtök í Grundarfirði er hafa það markmið að efla byggðina. Samtök þessi bera nafnið Félag at- vinnulífsins í Grundarfirði. Starf- semin fer fram í nokkrum ráðum þar sem hvert ráð hefur sitt svið: menningarráð, sjávarútvegsráð, umhverfisráð, verslunarráð og tækifæraráð. Margir aðilar standa að þessum samtökum sem hafa skammstöfunina FAG. Gunnar Kristjánsson er starfsmaður FAG í hlutastarfi. Á vegum FAG haf verið skipu- lögð hátíðahöld á þessu sumri og verða þau helgina 24.-26. júlí. Há- tíðahöldin bera yfirskriftina „Á góðri stund í Grundarfirði“ með undirtitilinn „Fjörðurinn, fjöllin, fólkið." Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt og þar er að finna eitthvað við allra hæfi. Tónleikar, sýningar, siglingar, sérstök dagskrá á hafn- arsvæði, keppni í íþróttum og síð- an má nefna harmonikkuball á föstudagskvöldi, unglingadansleik og stórdansleik á laugar- dagskveldi. Á sunnudeginum verður sérstök dagskrá þar sem Jón Böðvarsson mun ganga á söguslóðir Eyr- byggju á Eyrarodda við Urthvala- fjörð sem nú heitir Kolgrafarljörð- ur. Á meðan Jón Ieiðir menn um þennan vettvang Eyrbyggju verð- ur sérstök dagskrá fyrir börnin, leikir og jafnvel verður þeim boðið að fara á hestbak. Þá verður sr. Karl V. Matthíasson með helgi- stund í tengslum við fræðslu Jóns, en þarna er að finna rústir einnar elstu kirkju í íslenskri kristni. Há- tíðinni lýkur svo með varðeldi þar sem allir eiga saman ánægjulega stund. Héraðshátíð V-Húnvetninga Bjartar nætur í Hrútafirði Hvammstanga - Einn þáttur Hér- aðshátíðar Vestur-Húnvetninga, Bjartar nætur, fór fram í Hrúta- firði á sunnudagiun. Gestum var boðið upp á siglingu á björgunar- bát út í Hrútey, sem liggur skammt norðan Reykjaskóla. Rifj- aðar voru upp gamlar heyverkun- araðferðir við Byggðasafnið, sleg- ið með orfi og ljá, rakað í garða, saxað upp og borið í sátur og bundið til flutnings á hesti. Þarna mátti sjá kunnugleg og fumlaus handtök eldri bænda og fylgdist yngra fólkið vel með. Hesturinn virtist ekki sáttur við aðferðina, en róaðist brátt og gekk um meðal áhorfenda með spekingssvip. I Byggðasafninu söng kvennahópur- inn Sandlóur nokkur lög við harm- onikkuundirleik. Kaffihlaðborð var einnig í Staðarskála. Þetta er fimmta sumarið sem Bjartar nætur eru haldnar. Ymis- legt hefur verið í boði þetta sumar, hlaðborð, grillveisla, tónlistarhátíð heila helgi með myndasýningum og að áliðnum ágúst verður Grettis- vaka og Hálandaleikar í Miðfirði. Framkvæmdanefndin hefur gefið út einskonar viðburðadagatal frá vori til hausts fyrir héraðið og er það nýmæli og hefur mælst vel fyrir. Legsteinn á leiði sr. Vig- fúsar Bene- diktssonar Hnausum - Halldóra Gunnarsdóttir og Gísli Jóhannsson settu nýlega legstein á leiði sr. Vigfúsar Bene- diktssonar, forföður Halldóru, sem var jarðaður hér við Langholts- kirkju. Sr. Vigfús var prestur á Stað í Aðalvík, Einholti á Mýrum og Kálfafellsstað í Suðursveit. Sam- kvæmt þjóðsögum átti sr. Vigfús að vera göldróttur og þá ekki síður kona hans, Málfríður Jónsdóttir. Hefur líklega ekki þótt einleikið að sleppa lifandi úr harðbýli Horn- stranda. Sr. Vigfús Benediktsson fæddist á Felli 1731 og dó 1822 á Hnausum í Meðallandi, hjá sr. Jóni Jónssyni bróður Steingríms biskups, hefur sennilega dáið þar í fjósinu, sem er enn uppistandandi. Aðalíbúðarhúsið var þá skáli, rifinn 1927, en á fjósloftinu var unnið við tóvinnuna, þar var nógur hiti. Niðri er fjósið eins og það var, Morgunblaðið/Vilhjálmur HALLDÓRA Gunnarsdóttir og Gísli Jóhannsson við leiði sr. Galdra-Fúsa, sem svo var nefndur í þjóðsögunum. engir stallar og var gefið í básana. Engin súð var á þekju, aðeins raftur og melur, sem var tyrft yfir. Sex rúðu gluggi var á framstafni en fjögra á gaflhlaði. Pallur (gólf) var yfir fjósinu og þiljað upp að brúnás- um. Rúm voru vestanmegin og eitt að austan, innst. Að lokinni kvöld- göngu treysti gamalt og lasburða fólk sér ekki til að fara í köld bæjar- húsin, til að sofa, og það dó þarna í gamla fjósinu, allt fram á þessa öld. Og margir Strandamenn munu hafa notið þar hlýjunnar í þessu eld- gamla húsi sem enginn veit aldur á. En hin lága sandströnd Meðal- landsins var mesti strandstaður ís- lands, þar til sjálfvirki dýptarmælir- inn kom, á fjórða tug þessarar ald- ar. Morgunblaðið/Alfons SKIPSTJÓRINN á Blika SH, Guðmundur Kristjónsson ásamt áhöfn sinni hampar hér golþorskum. Áhöfnina skipuðu Stefán R. Haf- steins, Kristín Þorgeirsdóttir og Hildur Eðvaldsdóttir, sem veiddi stærsta þorskinn á mótinu sem vó 18,2 kg. Fjölmenm a opnu Sjóstangaveiði- móti í Olafsvík Ólafsvík - Árlegt opið mót Sjó- stangaveiðifélags Snæfellsness var haldið í Ólafsvík 16.-18. júlí sl. Þátttakendur voru 63 frá átta fé- lögum víðsvegar af landinu. Var ró- ið á 18 litlum bátum og var afli alls 15,6 tonn eftir báða dagana. Aflahæsti einstaklingur mótsins var Skarphéðinn Asbjörnsson úr Sjóstangaveiðifélagi Siglufjarðar og veiddi hann 644 kg. I kvenna- flokki sigraði Sigurbjörg Kristjáns- dóttir, Sjóstangaveiðifélagi Snæ- fellsness og var jafnframt aflahæsti innanfélagsmaður úr Sjósnæ. Hún veiddi 498 kg. í sveitakeppni kvenna sigraði sveit Sigurbjargar Kristjánsdóttur, Sjósnæ, en í karla- flokki sveit Þorsteins Jóhannesson- ar, Sjósigl. Hæsti meðalafli á stöng, 485 kg var á bátnum Geisla HS, skipstjóri Hjörleifur Guðmundsson. Stærsta fisk mótsins veiddi Hild- ur Eðvarðsdóttir frá Sjóskip, Akra- nesi og var það þorskur sem vó 18,2 kg. Sólveig Guðlaugsdóttir, Sjósnæ, mun samkvæmt upplýsingum fróðra manna hafa veitt fisk af teg- und sem ekki hefur áður veiðst á stöng við Island og heitir lýr. Fisk- ur þessi hefur einkenni sem minna sterklega á ufsa og ýsu. Hann vó 3,7 kg. Veður mátti heita gott báða daga mótsins þó nokkur vindbára væri fyrri daginn en á móti kemur að hér er ekki langt til miða. Svokölluð makaferð var farin á ms Brimrúnu til hvalaskoðunar og tókst hún vel. Þá var boðið til grill- veislu í Fiskmarkaði Snæfellsness og Útvarp Sjósnæ var starfrækt báða dagana. Mótinu lauk svo með glæsilegu lokahófí í Félagsheimilinu Klifi þar sem vel var vandað til alls. Sigurð- ur Arnfjörð, formaður Sjósnæ, og mótsstjóri afhenti þar verðlaun en veislustjóri var sr. Friðrik J. Hjart- ar, félagi í Sjósnæ, sem hafði tekið þátt í mótinu og fiskað 420 kg. Er skemmst frá því að segja að á svið- inu á Klifi dró sr. Friðrik hlátra- sköll og lófaklapp á bæði borð svo sem vænta mátti af honum. Þátttakendur og gestir þeirra luku lofsorði á framkvæmd móts- ins. Þetta mót er fastur liður í bæj- arlífinu og gestirnir setja mikinn svip á bæinn og eru kærkomnir. Margir keppendur koma hingað ár eftir ár og eiga orðið marga kunn- ingja, t.d. í hópi skipstjóranna á bátunum. Sjóstangaveiðifélagið hefur átt gott samstarf við eigend- ur bátanna en án þess góða sam- starfs yrði mótið ekki svo gott sem raun ber vitni. ) ) ) ) ) | ) ) ) í * ) í I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.