Morgunblaðið - 21.07.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 21.07.1998, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnaldur ATONAL Future hefur valið á efnisskrá sína íslensk verk og frumflyt- ur jafnframt tvö verk eftir meðlimi hópsins. Islensk tónlist í eina öld TÓNLISTARHÓPINN Atonal Fut- ure skipa átta ungir tónlistarmenn og -konur, sem leika munu á tónleik- um í Iðnó annaðkvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Meðlimir Atonal Future eru á aldrinum 17-24 ára og eru ým- ist að ljúka tónlistarnámi í Reykja- vík eða hefja framhaldsnám erlend- is. Á efnisskrá hópsins eru eingöngu íslensk verk, sem eiga að sýna þver- skurð af tónlistarsögu aldarinnar. Leikin verða Rímnadansar op. 14 eftir Jón Leifs í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar, IV. kafli úr Tríói í e-moll eftir Sveinbjöm Svein- björnsson, For Better Or Worse eft- ir Þorkel Sigurbjömsson, Together With You eftir Atla Heimi Sveins- son, Myndefni, sem verður frumflutt eftir Gunnar Andreas Kristinsson, einn meðlim Atonal Future, I. kafli úr Tríói í A-dúr eftir Victor Ur- bancic, Vink 2 eftir Atla Ingólfsson og Popplag í d, sem verður frumflutt eftir Áka Ásgeirsson, annan meðlim Atonal Future. Listamenn á bæjarvinnukaupi Tónlistarhópurinn varð til í vor þegar meðlimir hans ákváðu að láta reyna á það hvort gerlegt væri að iðka tónlist að sumarlagi á launum. Hitt húsið átti síðan milligöngu um að fá fjárhagsstuðning frá ITR til að hrinda hugmynd tónlistarfólksins í framkvæmd og á miðvikudaginn lýkur átta vikna samningi sem fól í sér vel þegna umbun fyrir æfíngar og tónsmíðar. „Þetta er mjög gott tækifæri til að stunda tónlist að sumri til í stað þess að fara í hefð- bundna sumarvinnu sem annars hefði legið fyrir okkur sem öðram námsmönnum og fyrir það eram við þakklát," segir Áki Ásgeirsson, ann- að tveggja tónskálda Atonal Future. Leiðbeinendumir Guðni Franzson klarínettuleikari og Kolbeinn Bjamason flautuleikarari úr Caput- hópnum hafa litið til með tónlistar- fólkinu og gefið þeim holl ráð, en að Orgeltón- leikar í Dóm- kirkjunni EINS og undanfarna miðvikudaga verða hádegistónleikar í Dómkirkj- unni miðvikudaginn 22. júlí og hefj- ast kl. 11.30. Við orgelið er að þessu sinni Kjartan Sigur- jónsson, sem gegnir störfum dómorganista í fjarveru hans. Á efnisskránni eru orgelverk eft- ir Gabrieli, Rhein- berger, Buxtehude og Bach. Aðgangur er ókeypis. Kl. 12.10 er svo bænaguðsþjónusta í kirkj- unni. öðra leyti hefur hópurinn unnið sjálfstætt. Þau segjast með efnis- skránni vilja efla framgang íslenskr- ar tónlistar og draga í því skyni fram lítið þekkt verk eftir Svein- bjöm Sveinbjörnsson og Victor Ur- bancic. „Bæði þessi verk finnst okk- ur vera hrein gæðatónlist og þau hafa lítið verið leikin,“ segir Berg- lind María Tómasdóttir flautuleik- ari. „Eftir heimildavinnu hefur mér ekki tekist að sýna fram á að Tríóið eftir Urbancic hafi yfir höfuð verið flutt, en ef svo er, þá er langt um lið- ið,“ segir hún. „Þó að Victors Ur- bancic sé minnst sem mikils fram- kvöðuls í íslensku tónlistariífi þá hefur hann ekki notið sannmælis sem tónskáld." Pogplag í d, sem framflutt verður eftir Áka, er samið að sögn höfundar með tilvísun í það frelsi undan for- skrift, sem ríkir nú um stundir í tón- listarheiminum þar sem ekki er neitt kennivald sem leggur línumar um hvers konar tóniist eigi að semja. „Þetta er klassísk samsetn- ing sem spilar á köflum poppkennda tónlist," segir Áki. Auk hefðbund- innar hljóðfæraskipunai' er leikið á rafmagnsbassa og hljóðgervil í verk- inu. Um verk sitt Myndverk sagði Gunnar Andreas að það byggðist á átta tóna samhverfum skala, en að inntaki væri það samsett úr hug- myndum sem hefðu fæðst á starfs- ferli tónlistarhópsins í sumar. „Það má segja að verkið snúist um að halda jafnvægi út frá ákveðinni miðju,“ segir Gunnar, sem fer á ann- að ár í tónfræðideild Tónlistarskól- ans í Reykjavík á hausti komanda. Það er ekki eingöngu bæjarvinnu- kaupið, sem er ný reynsla fyrir unga fólkið í Atonal Future, heldur upplifa þau nú í fyrsta skipti hvemig það er að vinna með tónskáldum að verkum til framflutnings. „Það er alveg nýtt fyrir okkur að vinna með tónverk beint frá tónskáldum og vinna jafn- framt með þeim sjálfum og geta tek- ið þátt í að móta verkin," segir Berg- lind María. Þau segjast að lokum vonast til að þetta framtak gefi öðru ungu tónlistarfólki fordæmi fyrir því að leita til Hins hússins með áþekkar hugmyndir svo fleiri njóti þess skiln- ings og velvildar sem þau hafa orðið aðnjótandi þaðan. Á tónleikana í Iðnó er aðgangur ókeypis. Síðdegissýning á Grease SÖNGLEIKURINN Grease heftir verið á fjölum Borgarleikhússins síð- an í byrjun júlí. Uppselt hefur verið á allar sýningar og hefur Leikfélag Reylgavíkur sem stendur að upp- setningunni ákveðið að fjölga sýn- ingum og um leið ákveðið að koma til móts við yngstu aðdáenduma sem ekki treysta sér á kvöldsýningar. Sunnudaginn 26. júlí verður sett upp sérstök eftirmiðdagssýning og hefst hún kl. 15. Kjartan Siguijónsson Þverflauta og píanó í Hafnarborg MAGNEA Ámadóttir flautuleikari leikur á tónleikum í Hafnarborg í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 ásamt píanóleikaranum Deborah De Wolf Emery. Á efnisskrá þeirra er Sónata í G-dúr WQ 86 eftir Carl Philip Emanuel Bach, Fantasía eftir George Hue, Dúó fyrir þverflautu og píanó eftir Aaron Copland, Kramrna- vísa eftir Misti Þorkelsdóttur, Rómansa eftir Saint-Saéns og Sónata fyrir þverflautu og píanó eft- ir Taktakishvili. Magnea lauk meistaraprófi frá Boston University í fyrravor, en áð- ur hafði hún numið hjá Jósefi Magn- ússyni í Tónmenntaskóla Reykjavík- ur og Bemharði Wilkinson í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Efnisskrá kvöldsins ber nokkur merki þjóð- lagastemninga eins og heyra má í verkum Coplands, Taktakishvilis og Mistar. „Krammavísu fékk ég í út- skriftargjöf í fyrra frá Misti þegar ég lauk námi frá Boston," segir Magnea. „I verkinu er fléttað í kringum stefið „Kramrni svaf í klettagjá“. Þarna bregður fyrir nú- tímatækni eins og þeirri að nota hljóma í flautuleiknum og vængja- sláttur krumma er tjáður í tónmáli og ekki er laust við að einnig megi lesa heimþrána milli línanna í verk- inu,“ segir hún, en þess má geta að þær Mist námu við sama skóla í Boston. Taktakishvili var Georgíubúi og dó fyrir tæpum áratug og segir Magnea að Sónata hans, sem hún leikur í kvöld heyrist sjaldan, en sé einkar áheyrilegt verk. „Það má merkja líð- an þjóðar hans frá þeim tíma er Sta- lín hélt Sovétríkjunum í járngreip sinni. Það er einnig stutt í þjóð- lagastemningar í mörgum verka hans án þess þó að hægt sé að nafn- MAGNEA Árnadóttir flautuleikari. greina ákveðin þjóðlög í því tilliti og sama má segja um bandaríska tón- skáldið Copland, sem í verkum sín- um var trúr sínum þjóðbundnu ein- kennum með túlkun á amerískri víð- áttustemningu og byssuhasar svo tekin séu dæmi,“ segir Magnea Meðleikai-i Magneu í kvöld, De- borah De Wolf er kunnur undirleik- ari í Bandaríkjunum og starfar með Boston Symphony Orchestra undir stjórn Seijis Ozawas. Kristín Geirs- dóttir sýnir í Brussel NÚ stendur yfir myndlistarsýning Kristínar Geirsdóttur í EFTA- byggingunni í Brussel. í EFTA- byggingunni sýna listamenn frá að- ildarríkjum EFTA í boði EFTA Art Committee. Kristín sýnir þar sjö olíumálverk og sjö pastelmyndir. Myndimar eru unnar á áranum 1997-98. „Kristín sækir áhrifin í list sinni til náttúrunnar, töfra ljóssins, breyti- leg birtuskil tímans. Hún umbreyt- ir náttúruformum í abstrakt þar sem athugun á möguleikum lita og rýmis í formunum eru í fyrirrúmi," segir í kynningu. Kristín útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1989. Þetta er tíunda EITT verka Kristínar. Eldfjall, 85x110 sm, olía á striga. einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Magnús Ólafsson skrifstofustjóri hjá EFTA opnaði sýninguna. Sýningunni lýkur í þessari viku. Þriðj udagstónleikar í Sigurjónssafni ÖRN Magnússon HILDIGUNNUR píanóleikari. Halldórsdóttir fiðluleikari. ÖRN Magnússon pí- anóleikari og Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari koma fram á fjórðu tónleikum sumartón- leikaraðar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudags- kvöld 21. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra er Sónata í F- dúr eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson, Rómansa í F-dúr op. 72 nr. 2 eftir Jean Si- belius og sónata í F- dúr op. 8 eftir Ed- ward Grieg. „Það var fyrir jólin að okkur var boðið að leika á tónleikaröð Sigur- jónssafns,“ segir Hildigunnur. „Efnisskráin er því sérhönnuð fyr- ir kvöldið í kvöld, sumarleg og björt, full af lífskrafti og norrænni rómantík.“ Verkin á efnisskránni heyrast ekki oft á tónleikum og segja listamennirnir að því fylgi ákveðið frelsi að takast á við sjald- heyrð verk. „Það er heilmikið af góðri tónlist sem er ekki haldið á lofti og vinsælu verkin eru oft bundin sterkri túlkunarhefð þannig að nálgunin við þau er tals- vert öðruvísi,“ segir Örn. Fiðlu- sónata Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar í F-dúr, sem legið hefur í gleymsku í áratugi hefur sannar- lega hlotið uppreisn æru því eftir að hún var flutt í Norræna húsinu síðastliðinn vetur var hún flutt á Björtum sumarnóttum í Hvera- gerði í júní og nú í Sigurjónssafni. „Sónata Sveinbjörns, sem við hljóðrituðum fyrir RÚV síðastliðið sumar, er full af fölskvalausri gleði yfir tilverunni," segir Örn. „Hún er ekki dramatískt tónverk. Áð formi til er hún frjáls og svipar til spuna.“ Rómansan í F-dúr eftir Sibelius segja þau Örn og Hildigunnur að sé ljóðræn og stutt og þar kveði við annan og höfugri tón. „Við settum Rómönsuna á efnisskrána milli sónatanna tveggja og það er sérstaklega gott að hafa hana á undan þungaviktarverki kvölds- ins, F-dúr sónötu Griegs, sem er eitt æskuverka hans,“ segja þau Örn og Hildigunnur. Hildigunnur er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Islands og leikur jafnframt með Caput hópn- um og Cammerartica. Örn hefur helgað sig íslenskri tónlist og sam- hliða tónleikahaldi heima og er- lendis hefur hann nýlega gefið út geisladiska með píanóverkum Páls Isólfssonar og Jóns Leifs. Nýjar bækur • BÓK um hvali og hvalaskoðun við Island er nýkomin út á ensku og þýsku og kemur innan skamms út á íslensku. Höfundurinn er Mark Garwardine. í kynningu segir: „í bókinni er að finna margar stórbrotnar myndir af þessum risaskepnum sjávarins, kraftmikil og stílhrein bók. Þarna haldast í hendur ein- stakt myndefni og hnitmiðaður og fróðlegur texti um helstu tegundir hvala í okkar hafsvæði, einkenni þeirra og hegðun. I bókinni eru myndir af þeim öllum og sumar mjög nýstárlegar. Hún er í miðl- ungsbroti og í hönnun er áhersla lögð á myndspennu og einfalda framsetningu, sem þjónar efninu vel.“ Á ensku heitir bókin „Whales and Whale Watching in Iceland, á þýsku ber hún titilinn Wale, Bei Island Hautnah Erleben. Innan skamms kemur hún einnig út á ís- lensku á vegum Vöku-Helgafells og ber heitið Hvalir við ísland Ris- ar hafdjúpanna í máli og myndum. Höfundur bókarinnar, Mark Carwardine, er Breti sem er þekktur fyrir náttúraþætti í út- varpi og sjónvarpi BBC, skrif um náttúruefni í blöð svo og störf á sviði umhverfismála á vegum Sa- meinuðu þjóðanna og fleiri sam- taka. Hann hefur m.a. skrifað yfir 30 bækur um ferðamál, dýralíf og náttúruvemd. Þær hafa komið út á 21 tungumáli og selst í milljónum eintaka um allan heim. Mark er hálft árið á ferðalögum og hefur farið til meira en 80 landa. Fyrsta Islandsferðin hans var 1981 og síðan hefur hann kom- ið hingað yfir 50 sinnum. Þessi nýja hvalabók í útgáfu Iceland Review kostar 1.992 kr. í bókabúðum. Bókin er prentuð í Odda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.