Morgunblaðið - 21.07.1998, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Vinnuskóli Reykjavíkur veitir þúsundum ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára atvinnu á hverju sumri og
hefur gert í áratugi. María Hrönn Gunnarsdóttir spjallaði við Arnfínn U. Jónsson skólastjóra um
starfsemi vlnnuskólans sem m.a. hefur stuðlað að sífellt snyrtilegri borg og skógi vöxnum heiðum.
• Unglingar á vegum vinnuskólans
plöntuðu drjúgum hluta þeirra rúmlega
10 milljóna trjáplantna sem gróðursett-
ar hafa verið á heiðum í nágrenni
Reykjavíkur og 1 Heiðmörk
• Ymiss konar fræðsla og tómstunda-
iðkun stendur unglingunum til boða
utan vinnutíma.
VINNUSKÓLI Reykjavík-
ur er enginn venjulegur
vinnustaður. Yfír vetrar-
mánuðina starfa þar tveir
menn, skólastjórinn og annar sem
sinnir m.a. viðhaldi tækja og verk-
færa, en á sumrin færist heldur
betur líf í tuskurnar þegar um og
yfir þrjú þúsund unglingar bætast
á launaskrá fyrirtækisins. I annarri
viku júnímánaðar ár hvert hefjast
unglingar á aldrinum 14 til 16 ára
handa meðal annars við að fegra
götur og garða borgarinnar og
gróðursetja trjáplöntur á heiðum
og útivistarsvæðum í nágrenni
hennar með þeim árangri að melar
verða skógi vaxnir, göngustígar
kurli þaktir og borgin breytir um
svip. Únglingar á vegum vinnuskól-
ans gróðursettu drjúgan hluta
þeirra 10 milljóna trjáplantna sem
hefur verið plantað í Heiðmörk og á
heiðum í næsta nágrenni borgar-
innar og lagt í Heiðmörk einni um
30 km af göngustígum frá því
vinnuskólinn var stofnaður fyrir
tæpum fimmtíu árum.
Vinnuskólasöngur
í morgunsárið
„Vinnuskólar eru séríslenskir,"
segir Amfinnur U. Jónsson, skóla-
stjóri vinnuskólans. „Það markast
fyrst og fremst af því að skólastarf
er styttra hér en víðast hvar annars
staðar. A Islandi er líka rík hefð
fyrir þátttöku unglinga í atvinnulífi.
Hún hefur breyst með aukinni
tækni og þess vegna eru vinnuskól-
ar mikilvægir - að minnsta kosti á
meðan skólatíminn lengist ekki.
Síðan er svo margt sem þarf að
gerast hér vegna þess hversu stutt
sumarið er,“ segir hann og minnir
þar með á að þess vegna veiti ekki
af liðsauka unglinganna.
„Aðdragandinn að stofnun
Vinnuskóla Reykjavíkur nær allt til
ársins 1937 en þá hafði bæjarstjórn
Reykjavíkur áhyggjur af unglings-
piltum sem höfðu ekkert íyrir
stafni. Þeim var boðin vinna í Jós-
epsdal við að grjóthreinsa skíða-
brekkur. Þar bjuggu þeir í tjöldum
og unnu undir miklum aga. Þeir
voru vaktir fyrir allar aldir og síðan
var fáni hylltur og vinnuskólasöng-
urinn sunginn við lag Öxar við
ána,“ segir Amfinnur. Því miður er
texti vinnuskólasöngsins glataður
en hann var eftir Jakob J. Smára.
Hlé varð á starfseminni, allt þar
til á stríðáranum að svokölluð
Bretavinna bauðst fulltíða karl-
mönnum. Var þá tekið til þess
bragðs að ráða unglingspilta til að
leggja hitaveitu í Reykjavík en á
því hafði verið byrjað nokkra áður.
Það var þó ekki fyrr en á árinu
1951 sem Vinnuskóli Reykjavíkur
var stofnaður, að tilllögu vinnu-
skólanefndar sem sett hafði verið á
laggimar nokkru áður. „Síðan hef-
ur skólinn verið starfræktur lítið
breyttur fyrir utan að reynt hefur
verið að fylgja breyttum tíðar-
anda,“ segir Arnfinnur.
Annað og meira
en unglingavinna
Að sögn Arnfinns er vinnuskól-
inn annað og meira en unglinga-
vinna því eitt meginmarkmið skól-
ans er að unglingarnir fái tilsögn og
leiðbeiningar um hvernig æskilegt
sé að haga vinnu sinni auk þess sem
þeim er boðið upp á iðkun ýmiss
konar tómstundastarfa.
,Áður fyrr vandist unga fólkið
við vinnu snemma, svo sem sveita-
störf og fiskvinnslu. Nú er það liðin
tíð og þess vegna leggjum við ríka
áherslu á að undirbúa leiðbeinend-
ur vinnuskólans vel áður en ung-
lingarnir koma til vinnu.“ Fyrstu
vikunni í júní era því haldin fjöl-
breytt námskeið fyrir leiðbeinend-
ur, meðal annars í skyndihjálp,
stjórnun, um öryggi á vinnustöðum
og um rétta líkamsbeitingu við
vinnu. Leiðbeinendur hafa allir náð
ÖNNUM kafnir unglingar í Hljómskálagarðinum.
Morgunblaðið/Golli
Vakið athygli erlendis
Vinnuskólamir á íslandi hafa
vakið athygli víða utan landstein-
anna og segir Arnfinnur að tekið sé
á móti erlendum gestum sem koma
til að kynna sér starfsemina nánast
á hverju ári. Um þessar mundir eru
staddir hér 35 unglingar frá Þýska-
landi að vinna ásamt jafnöldrum
sínum í vinnuskólanum við að
planta trjám, leggja göngustíga og
dreifa áburði í Vinaskógi. Þá segir
hann að í Finnlandi sé á döfinni að
stofna vinnuskóla að íslenskri fyrir-
mynd fyrir unglinga sem hafa
flosnað upp úr námi en hafa ekki
fengið atvinnu.
Morgunblaðið/Jim Smart
VINNUSKÓLARNIR á íslandi hafa vakið athygli víða erlendis, að sögn Arnfinns.
22 ára aldri og stunda flestir há-
skólanám á vetuma.
Vinnudagur unglinganna er mis-
langur eftir því á hvaða aldri þeir
era. „Þeir sem era 14 ára vinna í
314 tíma á dag í 6 vikur, 15 ára ung-
lingar vinna í 7 tíma á dag í jafn-
langan tíma en þeir elstu í 7 tíma á
dag í 7 vikur. Heildarfjöldi vikna er
þó vikunni lengri hjá þeim öllum
þar sem þeim er skylt að taka sér
einnar viku frí einhvern tíma á
tímabilinu,“ segir Amfinnur og út-
skýrir það aðeins nánar með bros á
vör: „Grasið hættir ekki að spretta í
bytjun ágúst og þess vegna reynum
við að lengja starfstímann. Síðan
vilja margir fara í ferðalag með for-
eldram sínum eða á vegum íþrótta-
félaga og við viljum gefa þeim færi
á því.“
Eiga rétt á sumarfríi
Fyrir þremur áram var vinnuvik-
um vinnuskólans fækkað í það horf
sem nú er. Segir Amfinnur að sú
ákvörðun hafi verið tekin bæði til
að það fé sem lagt er til vinnuskól-
ans dygði til að allir sem óskuðu
eftir vinnu fengju hana og vegna
reglna Evrópusambandsins um
vinnu barna og unglinga. „Nám í
skóla er auðvitað ekkert annað en
vinna og nú er litið svo á að ung-
lingarnir eigi rétt á að taka sér frí
frá vinnu eins og annað fólk. Maður
heyrir og veit að þeir vildu geta
haft meiri tekjur en þeir hafa hér
og margir þeirra bæta við sig
vinnu, t.d. við að bera út blöð.“
Ymiss konar fræðsla og tóm-
stundagaman stendur unglingunum
til boða á vegum vinnuskólans utan
vinnutíma auk þess sem fjórum
vinnudögum er varið til þess ein-
göngu. Tveir fræðslustjórar og
tómstundafulltrúi starfa hjá vinnu-
skólanum og hafa þeir umsjón með
þessum þætti starfseminnar. Meðal
þess sem er í boði er fjallahjólaferð,
golf, klettaklifur, ljósmyndanám-
skeið, skákmót, skylmingar, út-
varpsnámskeið, jóga og hugleiðsla.
Starfsmenn eru óhræddir að
brydda upp á nýjungum í starfinu
og „við prófuðum meðal annars að
vera með bókmenntaklúbb í sum-
ar,“ segir Arnfinnur ánægður með
viðtökurnar, en uppundir tíu manns
skráðu sig í hann.
-Hvaða verkefnum sinna ung-
lingamir í vinnuskólanum í vinnu-
tímanum?
„Verkefnin fylgja árgöngunum.
Þeir 14 ára vinna almennt við að
snyrta og fegra umhverfi og við létt
viðhald, fyrst og fremst við skóla og
íþróttasvæði. Þeir sem eru 15 ára
vinna í þrjár vikur utan borgar-
marka, t.d. í Heiðmörk og við
Nesjavelli, að gróðursetningu og
landgræðsluverkefnum,“ segir
Arnfinnur og bætir stoltur við að
starf unglinganna við Nesjavelli
hafi hlotið landgræðsluverðlaun
forseta Islands árið 1994. „Hinar
þrjár vikurnar vinna þeir í borginni
við að snyrta garða eftirlaunaþega.
I sumar starfa t.d. 33 vinnuflokkar
við að snyrta um 750 garða. Öll
vinna 16 ára unglinga er í samvinnu
við gatna- og garðyrkjudeild borg-
arverkfræðings. Um það bil helm-
ingur þeirra vinnur við ýmis
hreinsunar- og viðhaldsstörf á
stofnanalóðum borgarinnar en hinn
hópurinn starfar utan borgar-
marka, t.d uppi á Hólmsheiði og
Reynisásheiði en þar er skógrækt
nokkuð skemur á veg komin en í
Heiðmörk."
Enginn
venjulegur
vinnustaður