Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 29

Morgunblaðið - 21.07.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 29 HESTAR fslandsmót 1 hestaíþróttum Metskráning á Æðarodda Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FÉLAGAR í Dreyra hafa haldið opin mót á Æðarodda um árabil og eru komnir með góða æfingu í stór- mótahaldi. Myndin er frá einu af Islandsbankamótunum þar sem fer Dreyrafélaginn Jakob Sigurðsson á Rökkva frá Eystra-Fíflholti með hesthúsahverfið í baksýn og fána Dreyra við hún. ENN einu sinni er metþátttaka í Islandsmóti í hestaíþróttum sem nú er haldið á Æðarodda við Akra- nes en það er hestamannafélagið Dreyri sem sér um um mótið að þessu sinni. Skráningar eru 708 en knapar eru vel á þriðja hundraðið sem þátt taka í mótinu. Þessi mikla þátttaka kemur vissulega á óvart en þar veldur öðru fremur vel heppnuð íslandsbankamót sem Dreyri hefur staðið fyrir um árabil. Þá má ætla að nálægð við nýafstað- ið landsmót eigi hlut að máli, mörg hross í góðri þjálfun um þessar mundir. Flestir fremstu knapar landsins mæta til leiks og má gera ráð fyrir að keppnin verði spenn- andi eins og alltaf hefur verið á þessum mótum. Heiðursgestur og verndari móts- ins verður Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og mun hún ásamt fleiri góðum gestum vera við- stödd sérstaka hátíðarstund sem verður klukkan hálfeitt á sunnudag. Með mótinu verður nýtt og end- urbætt mótssvæði Dreyra vígt en félagið gerði framkvæmdasamning við Akranesbæ árið 1994 og segir í fréttatilkynningu að framlag bæjar- ins sé til eftirbreytni fyrir önnur sveitarfélög. Keppt verður á tveim- ur hringvöllum auk þess sem ný skeiðbraut verður tekin í notkun. Þá verður sú nýbreytni viðhöfð að ritarar úti á velli verða með forrit- aðar tölvm- þannig að engin bið verður á að dómarar geti rétt upp einkunnaspjöld. Keppendum verður boðið upp á að hafa hross sín á húsi eða setja upp rafmagnsgirðingar í nágrenni svæðisins og hafa hross sín í þeim meðan á mótinu stendur. Til staðar verður þun-hey fyrir þá sem það vilja. Athygli vekur að meðan á keppni stendur verður öll meðferð áfengra drykkja bönnuð á svæðinu en þess er getið í fréttatilkynningunni að hjá Iþróttabandalagi Akraness sem Dreyri er aðili að er lögð sérstök áhersla á vímulausar íþróttir og íþróttauppeldi æskufólks. Um úrslit í einstökum greinum er efítt að spá en þess má þó geta að núverandi íslandsmeistari í tölti Sigurður Sigurðarson er ekki skráður til leiks með Kringlu frá Ki-inglumýri en mætir þess í stað með alhliða gæðinginn Skafl frá Norðurhvammi í töltið. Af öðrum sem telja má líklega í töltinu má nefna Hans F. Kjerúlf sem mætir með Laufa frá Kolluleiru, Sigur- björn mætir með Odd frá Blönduósi og Hafliði Halldórsson er skráður með Valiant frá Hreggstöðum. Á pappírnum virðast þessir sterkastir en auðvitað getur allt gerst. Hulda Gústafsdóttir, íslands- meistari í fimmgangi, er ekki skráð til leiks svo ljóst er að þar mun nýr meistari koma fram á sjónarsviðið. Ásgeir Svan og Farsæll frá Arnar- hóli mæta í fjórganginn og freista þess að vinna titilinn í fjórða skipti í röð. Ætla má að þeir Hafliði, Hans og Sigurbjörn geri harða hríð að Ásgeiri og Farsæl og vafalaust koma fleiri þar við sögu. Þannig má lengi velta upp möguleikum hverjir komi til með raða sér í úrslitin en best er að mæta á Æðarodda og fylgjast með hverjir komi til með að hampa bikurum og titlum. Valdimar Kristinsson Otrúlegl hvað hest- arnir eru góðir MICHELLE Foot er ein af þessum ástríðu- fullu aðdáendum ís- lenska hestsins og var að sjálfsögðu mætt á landsmót hestamanna á Melgerðismelum. Hún býr í Dorset í Suður-Englandi og ræktar þar íslenska hesta ásamt manni sín- um Nick.og gefur út fréttabréf um íslenska hesta sem ber heitið Set the Pace. Hún hef- ur auk þess keppt á heimsmeistaramótum og unnið að kynningu íslenska hestsins í Bretlandi. „Það er ótrúlegt hvað hestarnir eru góðir og staðallinn hár hérna,“ sagði Michelle þegar hún var innt álits á mótinu og hestunum sem hún hafði séð. „Ég hélt að hestarn- ir heima væru ágætir, en eftir þetta veit ég ekki hvað mér finnst um þá. Maður vissi ekki við hverju maður mátti búast vegna veikinn- ar, en mér finnst landsmótið svo sannarlega hafa tekist vel. Og það er greinilega stöðug framför í ræktuninni og hesta- mennskunni hér á ís- landi. Önnur ástæða fyrir því hve gaman er að koma á hestamanna- mót hér á íslandi er mannlífíð. í gegnum ár- in hefur maður kynnst fjölda manns í tengsl- um við íslenska hestinn og hér hittir maður ótrúlega marga þeirra. Mér finnst reyndar oft eins og ég sé komin heim þegar ég kem til íslands." Michelle gekk í félag eigenda íslenskra hesta í Bretlandi árið 1988, hálfu ári eftir stofnun þess, og hefur um skeið gefið út fréttabréfið Set the Pace. Hún seg- ist selja það í áskrift og eru áskrif- endur 150 talsins víða um heim. Aðspurð hvort hún hafi komið til landsins til að kaupa hross segir hún það ekki hafa verið tilganginn þótt hún sé alltaf að líta í kringum sig. Hún sé bara í vikufríi að þessu sinni og það noti hún til að vera á landsmótinu og ríða út. Michelle Foot Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SPENNAN í kappreiðum hefur aukist á undanförnum vikum og hart barist um sigurinn þegar góð verðlaun eru í boði. Sjaldséðir hvítir hnakkar GESTIR á landsmótinu notuðu margir hverjir tækifærið þegar hlé varð á milli atriða til að skoða sig um í sölubásunum sem komið var upp á brúninni fyrir ofan áhorfendabrekkuna. Þar voru á boðstólnum ýmsar vörur allt frá harðfiski upp í hestakerrur. Hvítur hnakkur vakti athygli margra í sölubás Hnakkvirkis á Akureyri, en auk hans voru þar hnakkar f mörgurn litum til sölu. Kolbrún Júliusdóttir hjá Hnakk- virki sagði að tískusveiflur væru farnar að hafa áhrif á það hvernig fólk vildi hafa hnakkana sina á lit- inn. Undir það tók Anfinn Heinesen sem sagði að Islendingar hefðu þó helst viljað hafa hnakk- ana sína svarta hin síðari ár. Fyr- irspurnir hefðu hins vegar komið frá erlendum viðskiptavinum þeirra hvort ekki væri hægt að fá brúna eða drapplitaða hnakka og sáu þau því ekkert til fyrirstöðu að verða við óskum þeirra. Aðspurð um hvort einhverjir hvítir hnakkar hefðu selst sögðu þau að þau hefðu aðeins látið smíða tvo hvíta hnakka. Annar þeirra var til sýnis á landsmótinu en hinn fór Baldvin Ari Guðlaugs- son með til Ameríku, keppti á honum, en sfðan var hann seldur þar úti. Langflestir viðskiptavinir Hnakkvirkis eru útlendingar og er mest selt til Norðurlanda, Bandaríkjanna og Þýskalands. ?< \Jil^r ’ \\S> W/ vB I 111 Morgunblaðið/Ásdís ANFINN Heinesen, Einar Ingi Egilsson og Kolbrún Júlíusdóttir með sýnishorn af hnökkum Iiuakkvirkis á Akureyri. Yeðbanki starfræktur í fyrsta sinn á landsmóti KAPPREIÐAR hófust á Lands- mótinu í gær og gengu þær fljótt og vel fyrir sig. Keppt var í 21 riðli, 13 í 150 m skeiði, 4 í 250 m skeiði og 4 í 300 m stökki og tók aðeins klukku- stund og fimmtán mínútur að ljúka þessum fyrri sprettum. Seinni sprettir í skeiði og úrslit í 300 m stökki fara fram í dag. Besta tíma í 150 m skeiði hlaut Lúta frá Ytra-Dalsgerði, 14,21 sek. Knapi á Lútu er Þórður Þorgeirs- son. I 250 m skeiði var Bendill frá Sauðafelli fýrstur á 27,61 sek. Knapi á honum er Ragnar Hinriksson. I 300 m stökki var Kósi frá Efri- Þverá fyrstur á 22,61 sek. Hestamannafélagið Fákur var fengið til að halda kappreiðarnar á Landsmótinu. Þar sem félagið hefur leyfi til að halda veðreiðar var ákveðið að starfrækja veðbanka á mótinu. Fákur flutti því bæði starfs- fólk og startbása norður og áður en fyrri sprettimir í kappreiðunum hófust var fólk strax byrjað að veðja. Að sögn Hjartar Bergstað, um- sjónarmanns veðbankans, fóru veð- málin hægt af stað, en eftir því sem á leið lifnaði yfir þeim. Hjörtur sagði að eftir að byrjað var að sjónvarpa kappreiðum og starfsemi veðbanka endurvakin hefði áhugi almennings á kappreið- um aukist til muna. Nú væri gerð tilraun til að starfrækja veðbanka á landsmóti og réðist framhaldið ef- laust af því hvernig til tækist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.