Morgunblaðið - 21.07.1998, Qupperneq 35
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 35
f
MORGUNBLAÐIÐ
,J
I
Það veit enginn fyrr en reynir, hve
erfítt það er fyrir listakokk og mat-
gæðing eins og Össa að glíma við
sykursýki, æðakölkun og nýrnabil-
un. Enda þótt Bakkus hafí verið
löngu gersigraður, voru þetta Akk-
illesarhælar Össa. Undanfarin ár
varð hann æ veikari. Hvert áfallið á
fætur öðru dundi yfir og ný mein
hrönnuðust upp. Hver vonbrigðin á
fætur öðrum. Samt hafði baráttu-
andinn, lífslöngunin og bjartsýnin
yfirhöndina til æviloka, þrátt fyrir
ótnilega ei'fiðar og fjölþættar sjúk-
dómsmyndir, er gerðu kröfur til
flókinnar og erfiðrar fjöllyfjameð-
ferðar. Öllu þessu andstreymi tók
Össi þó með óbilandi kjarki og jafn-
aðargeði. Að lokum hlaut þó eitt-
hvað að bresta, og þar með lauk
áratugalangri og erfiðri þrauta-
göngu. Kallið kom á heimili þeirra
Össa og Maríu, er hjarta hans
stöðvaðist og ekki varð aftur snúið.
Við þykjumst vita að Össi hlýðir nú
hanagali morguns í nýrri veröld,
þar sem hinstu lækningu er að
finna.
Ég hef oft sagt, að auk góðra for-
eldra hafi fátt orðið mér gæfuríkara
en góðir tengdaforeldrar, bæði fyrr
og síðar. Það fæst seint fullþakkað.
En í dag er stundin runnin upp að
þakka Óssa fyrir samfylgd hans og
ástúð. Ég kveð kæran vin og
tengdaföður með þakklæti og sökn-
uði. Megi hann njóta Guðs friðar á
nýrri strönd í nýju landi. Þess óskar
elskandi vinur og tengdasonur,
Sigurður Örn Hektorsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið samæ-
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(ÚrHávamálum)
Mig langar, með nokkrum orðum,
að minnast Arnar Ingólfssonar, sem
látinn er langt fyrir aldur fram, að-
eins 59 ára gamall.
Ég á margar góðar minningar
tengdar Emi. Margar þeirra tengj-
ast heimsóknum mínum niður á
Ingólfsbilljard til hans og Gúggu,
móðursystur minnar. Þegar ég var
yngri voru heimsóknirnar þangað
stórar stundir í lífi mínu og þeim
fylgdi mikil tilhlökkun og eftir-
vænting. Ég taldi sjálfri mér trú
um að ég gerði mikið gagn með
hjálpsemi minni, en líklega hef ég
bara þvælst fyrir. Þegar ég varð
eldri varð ég þess fljótt áskynja að
margir af strákunum sem voru
fastagestir á billjardstofunni báru
mikla virðingu fyrir Erni, þeir litu á
hann sem vin sinn og félaga, þó svo
að mörg ár og jafnvel áratugir hafi
skilið þá að í aldri. Enda varð það
svo að margir þeirra litu stundum
aðeins við á stofunni bara til að
spjalla við Örn, en ekkert endilega
til þess að spila billjard og ef þeir
komu ekki auga á Örn um leið og
þeir komu inn á stofuna, þá sögðu
þeir gjarnan: „Jæja, hvar er karl-
inn?“
Öm var skemmtilegur maður og
það var gaman að spjalla við hann.
Hann fylgdist vel með því sem var
að gerast hjá manni og sýndi því
áhuga, hvort sem það var skólinn,
vinnan eða eitthvað annað sem var
efst á baugi hjá manni í það og það
skiptið. Mér er minnisstætt eitt at-
vik frá því í vetur, skömmu eftir
andlát Herfríðai', móðm- Amar, þá
sagðist hann vilja verðlauna mig
fyrir ákveðinn áfanga sem ég hafði
þá nýlega náð, með því að gefa mér
lítið ker sem móðir hans hafði átt.
Þessu litla keri fylgdu hlý orð frá
Erni sem mér þótti mjög vænt um.
Þetta fannst mér sýna glöggt
hversu góður og hlýr Örn var og
núna er þetta litla ker mér mjög
mikils virði og ég mun alltaf geyma
það til minningar um hann.
Síðustu ár voru Erni erfið vegna
alvarlegra veikinda, þar sem bilið
milli lífs og dauða var oft stutt, og
þó að sjúkrahúsið hafi undir það síð-
asta verið orðið hans annað heimili,
þá var aldrei langt í góða skapið hjá
honum og alltaf var hann jákvæður
og bjartsýnn þrátt fyrir að vera fár-
veikur.
Nú þegar Örn hefur kvatt þetta
líf er mér efst í huga þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast honum og
ég bið Guð um að blessa og varð-
veita minningu hans og að gefa
Gúggu og bömum hans styrk til að
takast á við sorgina.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, a<5 þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran, Ör Spámanninum).
Björg Kristjana.
Eftir allt sem gerðist, hélt ég
samt að hann myndi lifa þetta af,
hann gerði það í þessi síðustu tvö
skipti. Ég er enn að jafna mig eftir
þetta mikla áfall. Tilhugsunin um
að afi sé dáinn er enn svo skrýtin.
Ég er ekki alveg búin að átta mig á
þessu. Ég á eftir að sakna hans svo
mikið. Nú á enginn eftir að stinga
upp á því að elda beikon eða bjúgu
handa okkur tveimur á daginn.
Hann var svo mikill sælkeri, þess
vegna var svo leiðinlegt að hann
mátti ekki borða það sem honum
fannst svo gott. Maður á líka eftir
að sakna neftóbaksins sem var úti
um allt og lyktarinnar af tóbakinu
sem einkenndi hann. Ég á aldrei
eftir að gleyma hvað það var gott
að leggjast í heita afaholu þegar
hann gat ekki sofið lengur á morgn-
ana. Afi var alltaf svo góður við mig
og það er amma líka. Þau hafa
alltaf verið eins og aðrir foreldrar
mínir. Einu sinni þegar ég fór í
þrjár vikur til útlanda bað ég afa
um að passa gullfiskana mína. Afa
fannst það nú alveg sjálfsagt. Jæja,
þrjár vikur voru liðnar og ég kom
heim. Afi hafði hugsað svo vel um
fiskana, réttara sagt einum of vel
að einn fiskur var dáinn og hinir
frekar slappir. Þá hafði afi alltaf
verið að gefa þeim því hann hélt að
þeim fyndist svo gott að borða eins
og honum. Afa fannst þetta svo
leiðinlegt, hann reyndi að hugsa svo
vel um þá. Ég man einu sinni þegar
afi fór til útlanda fyrir Billiardsam-
bandið, þá bað ég afa um að tína
fyrir mig laufblöð af því ég ætlaði
að þurrka þau og safna þeim í bók.
Afi kom með svo falleg laufblöð
sem ég hafði ekki séð fyrr, því auð-
vitað hafði hann munað eftir að
gera eins og ég bað hann um. Það
eiga allir sem hafa þekkt afa eftir
að sakna hans, hann var þannig
persóna, sérstaklega einn lítill sem
býr heima, litla barnið hans, hann
Tryggur. Afi var alltaf svo góður
við hann.
Ég á eftir að sakna afa mjög mik-
ið, og á ekki eftir að eiga neitt nema
góðar minningar um hann. Guð
geymi þig, elsku afi minn. Ég elska
þig alltaf.
Þín
María
Örn Ingólfsson er látinn. Við sem
sóttum Ingólfsbilljarð minnumst
góðs drengs og félaga.
Á föðurarfleifð sinni Ingólfsbillj-
arð stóð Öm vaktina frá tólf til tólf,
alla daga vikunnar, ár, eftir ár. Þar
gat maður gengið að traustum borð-
um, nýstraujuðum dúkum og góðu
rennsli vísu, því að Örn Ingólfsson
hélt sínum borðum við uppá 147.
Öm upplifði þróun íþróttarinnar
frá því að hafa á sér þann stimpil að
vera „skálkaskjól" gæfusnauðra
óreglumanna er féflettu hver annan
í það að verða ein vinsælasta sjón-
varpsíþrótt í heimi, leikin af af-
burðamönnum í kjól og hvítu. Ekki
upp á hálfflösku af brennivíni held-
ur milljónatugi.
Örn tók virkan þátt í að efla
íþróttina og átti þátt í þeim um-
skiptum sem urðu í íþróttinni hin
síðari ár. Með andláti Amar Ing-
ólfssonar lýkur kafla í sögu knatt-
borðsleiks á íslandi. Ef spakir
menn skrifa íþróttasögu aldarinnar
þá verður þar að finna nöfnin Örn
Ingólfsson og Ingólfsbilljarð.
María, þú átt samúð okkar og við
þökkum þér og Erni fyrir hlýtt við-
mót og skemmtileg kynni í gegnum
tíðina. Minnumst hinna gömlu sann-
inda að „glaður og reifur skyli
gumna hver“ - uns svarta kúlan
fellur og leik lýkur.
Sverrir Björasson, Halldór
Guðmundsson.
GUÐRÚN
BRYNJÓLFSDÓTTIR
+ Guðrún Brynj-
ólfsdóttir var
fædd í Ólafsfirði 23.
janúar 1948. Hún
lést á Landsspítal-
anum 14. júlí síðast-
liðinn. Hún lætur
eftir sig einn son,
Brynjólf Svein Birg-
isson, (f. 1983). For-
eldrar hennar voru
Bryiyólfur Sveins-
son póstmeistari í
Ólafsfirði (f. 1914,
d. 1981) og kona
hans Sigurbjörg
Helgadóttir (f.
1919), sem nú dvelur á Horn-
brekku í Ólafsfirði. Guðrún var
elst íjögurra systkina. Hin eru:
1) Ragnheiður, tölvukennari í
Reykjavík, f. 1949. Börn hennar
eru: Björn Brynjar Gíslason (f.
1968, d. 1987), Silja Bára
Ómarsdóttir (f. 1971) og
Brynjólfur Ómarsson (f. 1974).
2) Helga Pálína (f. 1953) textíl-
hönnuður og aðstoðarskóla-
stjóri MHI. Maki hennar er Jón
Gauti Jónsson, landfræðingur
(f. 1952). 3) Sveinn Ragnar (f.
1955), skipulags-
arkitekt á Akur-
eyri, en hann lést
1994. Ekkja hans er
Sigrún H. Guðjóns-
dóttir, hjúkrunar-
fræðingur á Akur-
eyri (f. 1955). Börn
þeirrar eru:
Brynjólfur (f. 1975),
Sandra Hrönn (f.
1979) og Birkir
Guðjón (f. 1989).
Guðrún Brynj-
ólfsdóttir lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1968 og kennaraprófi
frá Kennaraskóla íslands ári
síðar. Hún stundaði framhalds-
nám við Kennaraháskóla ís-
lands 1994-1995.
Guðrún starfaði mest við
kennslu og uppeldisstörf á veg-
um ríkis og Reykjavíkurborgar
og síðustu árin var hún for-
stöðukona skólasels Háteigs-
skóla.
Útför Guðrúnar fer frain frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Stikurnar varða
veginn sem þú gengur
ogveriðhefurþér
vegurinn heim.
í brjósti þínu
brestur veikur strengur.
Þú veist að bráðum
verðurðu horfrnn þeim
og þessi vegur
varðar þig ekki lengur.
(Erlingur Sig. frá Grænavatni)
Gunna Binna hefur lagt að baki
sinn varðaða veg. Komin á leiðar-
enda. Heim. Vegurinn hennar varð
of stuttur. AHtof stuttur. Hún átti
svo margt ógert en það mest þó að
leiða soninn Brynjólf frá tánings-
aldri til fullorðinsára. Það tók hana
sárast að geta ekki þegar hún fann
að hverju dró. Síminn hringdi að
kvöldi hins 5. nóvember 1996. Það
var Gunna. Hafði verið slöpp upp á
síðkastið og farið til læknis 18. októ-
ber og þá lögð inn á spítala tafar-
laust, greind með bráðahvítblæði og
einungis þrjár vikur eftir ólifaðar ef
ekki yrði að gert. Mig undraði
hversu róleg og yfirveguð hún var.
Vissi að hún gat stundum komist úr
jafnvægi af litlu tilefni. Hér var hins
vegar tilefnið ærið en tekið með
ótrúlegu jafnaðargeði. Hún sagðist
vera á námskeiði og læra mikið,
ekki sjálfviljug þó. Gunna hafði ekki
það sem kalla má létta lund en
kímnigáfu og hugkvæmni átti hún í
ríkum mæli og dugði henni vel í erf-
iðri meðferð sem virtist vinna á
sjúkdómnum og færði henni meira
að segja vinnuþrek á ný. Það var
henni ákaflega mikils virði. Stolt
hennar var að líta yfir Iiðinn dag og
sjá að hún hafði skilað góðu dags-
verki.
Hinn 9. mars 1997 sæmdi hún
okkur „Bakkaorðunni“ fyrir
„trygga vináttu og hlustun". Skrif-
leg fyrirmæli fylgdu þess efnis að
orðuna skyldi setja á bakka þegar
stjanað væri við einhvern í fjöl-
skyldu orðuþega. Þá bauð „Græni
nálapúðinn ehf‘ til 50. árshátíðar
sinnar föstudaginn 23. janúar 1998.
Því miður gátum við ekld þegið
boðið og fengið að sjá allar stung-
umar, en vissum að þær voru
býsna margar orðnar og ekki sárs-
aukalausar þó slegið væri á létta
strengi.
Gunna hringdi síðast til okkar 8.
júní. Sjúkdómurinn hafði tekið sig
upp. Það varð þó ekki aðalumræðu-
efnið heldur hitt að hún var nýkom-
in frá því að hitta samstúdenta frá
MA austur á Klaustri. Hún hafði
skemmt sér vel, dansað og spjallað
við skólafélagana. Þrátt fyrir allt
var hún glöð.
Eftir að Gunna fluttist frá Ólafs-
firði til Reykjavíkur urðu heimsókn-
ir færri en vináttan söm. Fyrir
löngu gaf hún okkur hvítan, hjarta-
laga teljósastjaka með rauðum
hjörtum á hliðum. Hér á heimilinu
hefur hann alltaf verið kallaður
„hjartað hennar Gunnu“. Núna
stendur hann undir fjóluvendi á
borðinu. Kyrr loginn brennur í
minningu góðs vinar. Við vottum
aldraðri móður, ungum syni og öðr-
um ættingjum innilega samúð.
Þórir og Aðalbjörg.
MINNINGAR- OG
TÆKIFÆRISKORT
Segðu hug þinn um leið
og þú lætur gott af þér
g 5614400 lc,6a
HiÁlMISTOmUN
\QTj KIRKiUNNJUt
LEGSTEINAR
Guðmundur JL Jónsson fj F. 14.11.1807 i D. 21.3.1865
^, í tSP7 r
=4 1 SÍMI: gp Qraníí T HELLUHRAUN 14 1 220 HAFNARFJÖRÐUR 565 2707 FAX: 565 2629
Persónuteg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
Elsku Gunna mín, þetta er bara
allt of fijótt fyrir okkur öll. Eftir erf-
ið veikindi síðustu daga birti til og
allt virtist á uppleið en þá varstu
skyndilega tekin í burtu frá okkur.
Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess'Kf
að ég muni ekki framar líta inn hjá
þér og fá rótsterkt kaffi og kíkja í
nýjustu dönsku blöðin, að við mun-
um ekki framar hlæja saman í sept-
ember yfir yfirfullum skápum hjá
þér af jólagjöfum sem þú varst búin
að kaupa, enda þótt þú segðist nú
aldrei gefa jólagjafir, þetta væri nú
bara meira svona tækifærisgjafir -
og að við munum ekki framar undir-
búa kalkúnaveislu á aðfangadag fyr-
ir litlu aristókratana okkar. Við full-
orðna fólkið erum líklega aldrei und-
irbúin fyrir það að einhver okkur ná- v
kominn deyi, hvað þá börnin okkar.
Þetta eru búnir að vera erfiðir
dagar og vikur fyrir Binna þinn, en
eins og venjulega er hann búinn að
standa sig alveg ótrúlega vel, ábyrg-
ur og duglegur. Við sem eftir erum
munum gera það sem í okkar valdi
stendur til að aðstoða og hjálpa hon-
um á þessari erfiðu stund í lífi hans.
Elsku Gunna mín, ég veit að
Denni og Oddný munu taka á móti
þér í nýjum heimkynnum. Hvíldu í
friði, elsku vinkona. Ég vil að lokum
senda Binna, Helgu Pálínu, Röggu
og fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elsku Binni minn, megi guð og
gæfa fylgja þér um ókomna tíð.
Þín
Díana.
Margar minningar komu fram í
hugann er ég frétti lát þitt. Þegar
ég kvaddi þig kvöldið áður hélt ég
að ég myndi hitta þig aftur. í janúar
þegar þú bauðst til veislu í tilefni af
50 ára afmæli þínu og varst hrókur
alls fagnaðar vonuðum við að þú
værir komin yfir veikindi þín. í
ágúst 1994 var skóladagheimili sem
við höfum starfað saman á og átt^
margar stundir saman í góðum hópi
lagt niður. Þá lést þú þig ekki muna
um að takast á við krefjandi verk-
efni og fórst í framhaldsnám í
Kennaraháskóla íslands. Þar varst
þú á réttum vettvangi, vel lesin,
skapandi og áttir gott með að koma
hugmyndum þínum í framkvæmd.
I vinnu þinni með börnum áttir
þú auðvelt með að hrífa þau í
skemmtileg og um leið lærdómsrík
verkefni.
Elsku Binni, missir þinn er mikill,
megi Guð styrkja þig til að takast á
við þennan erfiða tíma.
Við sem störfuðum með Guðrúnu
á skóladagheimilinu Mánahlíð kveðj-
um hana hinstu kveðju með þakklæti
fyrir samfylgdina. Og sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
Brynjólfs og fjölskyldunnar.
Anna María.
• Fleiri minningargreinur um
Guðrúnu Brynjólfsdóttur bfða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
ZT v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
Legsteinar
Lundi