Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 43

Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 43 ATVINNUAUGLÝSINGAR Vegna aukins sjálfstæöis þarf Staðlaráð (slands að ráða 2 starfsmenn: Bókara Starfssvið: Umsjón með bókhaldi Staðlaráðs og skyldra aðila, einkum fjárhagsfærslum, reikningagerð, fylgiskjölum, tímafærslum starfsmanna, launakeyrslum, skilagreinum, innheimtu og greiðslu reikninga. Einnig aðstoð við gerð áætlana og uppgjörs. Kröfur: Verslunarpróf eða sambærileg þekking. Tölvufærni, nákvæmni og hæfileikartil að vinna sjálfstætt. Reynsla af svipuðum störfum er æskileg. Þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október, helst fyrr. Ritara Starfssvið: Almenn ritarastörf, svo sem Ijósrit- un, vistun, símavarsla, gagnaskráning, umbrot og aðstoð við sölu. Kröfur: Góð almenn menntun, enskukunnátta og tölvufærni. Reynsla af umbrotsvinnu er æskileg. Þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október. í boði er góður starfsandi, nýtt bókhaldskerfi og tæki- færi til að taka þátt í uppbyggingu nýrrar þjón- ustumiðstöðvar fyrir atvinnulífið sem verður staðsett í Holtagörðum. Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorvarður K. Ólafsson í síma 5707150. Umsóknir sendist til Staðlaráðs íslands, Keldnaholti, 112 Reykja- vík, eigi síðar en 27. júlí. Staölaráð islands er vettvangur þeirra sem hagsmuna eiga að gæta af stöðlun. Ráðið sér um útgáfu séríslenskra staðla og á aðild að alþjóðlegum og evrópskum staðlasamtökum. Til þessa hefur ráðið staðfest um 7000 Evrópustaðla sem íslenska staðla. ÖLFUSHREPPUR Leikskólakennarar óskast að leikskólanum Bergheimum, Þorlákshöfn Ölfushreppur auglýsir eftir leikskólakennurum eða öðrum uppeldismenntuðum starfsmönn- um til starfa á leikskólanum Bergheimum Þor- lákshöfn. Leikskólinn Bergheimar er í dag 3ja deilda leikskóli og nýlega voru teknar í notkun tvær deildir, um 210 fm. Þorlákshöfn er vel í sveit sett á þéttbýlasta svæöi Suöurlands í aöeins 50 km fjarlægð frá Reykjavík. íbúar eru um 1300. Á staðnum er einset- inn góöur skóli, skólaathvarf, gott íþróttahús, sundlaug o.fl. Aðstoöaö veröur við útvegun húsnæðis. Allar frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri Ölfushrepps í síma 483 3800 eða leikskólastjóri í síma 483 3462. Umsóknum um starfið skal skila á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn, fyrir 1. ágúst nk. Sveitarstjóri Ölfushrepps. Grillhúsið Tryggva- götu og Sprengisandi Erum að leita að hressu og duglegu fólki til að vinna með okkur, bæði í fullt starf og aukavinnu. Ekki yngri en 18 ára. Upplýsingar í Grillhúsinu Sprengisandi í dag milli kl. 14.30 og 16.30 - Helga. Trésmiðir Óskum að ráða trésmiði strax. Mikil vinna. Friðjón og Viðar ehf., símar 565 3854/893 4335 og 854 2968. I I I I I ! UMSJÓNARMAÐUR TÖLVUKERFIS Tölvu- og upplýsingasvið Kaupþings hf. vinnur að uppbyggingu og viðhaldi á upplýsingakerfi fyrirtækisins. Upplýsingakerfið er byggt á nýjustu tækni frá Microsoft og felur m.a. í sér beinlínutengingar við alla helstu markaði heims og upplýsingaflæði frá viðskiptagólfi til bókhalds. Byggt er á skilgreindu verkflæði sem vinnur í Microsoft BackOffice umhverfi og NT-stýrikerfi. Nú leitar Kaupþing hf. að umsjónarmanni á Tölvu- og upplýsingasviðið. Um er að ræða starf þar sem miklar kröfur eru gerðar um áhuga á að nota nýjustu tækni frá Microsoft við upplýsingamiðlun. Starfið felur í sér forritun á COM-hlutum sem vistaðir eru undir MTS og notaðir með aðstoð DCOM fyrir viðmótslag sem getur verið vefskoðari jafnt sem Microsoft Outlook Form, ásamt gagnavinnslu í gegnum SQL-fyrirspurnir með hjálp forritunar/ADO, Access eða Crystal Reports. Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi sem vill starfa á reyklausum vinnustað, hefur metnað í starfi og mikinn áhuga á nýjustu tækni. Menntun: Tæknifræði, verkfræði, tölvunarfræði eða kerfisfræði TVÍ. Við bjóðum tæknilegt umhverfi með NT-stýrikerfi fyrir þjóna (Server) og vinnustöðvar. Gagnagrunnar eru SQL Server - NT Enterprise Cluster „Wolfpack" útgáfa, Exchange Server. Aðrir þjónar eru IIS (Internet Information Server), MTS (Microsoft Transaction Server) og MSSQL (Microsoft Messagequeue Server). Verkfæri eru Visual Studio, Visual Basic, Office PRO, Crystal Reports og FrontPage. Tækni: COM/DCOM, ASP, MTS og MSSQL ADO/OLEDB. Umsóknir berist til Ásgríms Skarphéðinssonar, forstöðumanns Tækni- og upplýsingasviðs, fyrir 4. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Kaupþing hf. Ármúla 13A, Reykjavík sími 515 1500 fax 515 1509 www.kaupthing.is KAUPÞING HF SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Störf á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar á gjör- gæsludeild og vöknun SHR. Einnig eru lausar stöður sjúkraliða og hjúkrunarritara frá 1. sept- ember nk. Allir sem hefja störf á deildinni, fá skipulagða einstaklingshæfða aðlögun undir handleiðslu áhugasamra starfsmanna. í haust erfyrirhugað námskeið í gjörgæsluhjúkrun fyrir alla nýja hjúkrunarfræðinga á deildinni. Fyrirhugað námskeiðsform: • Fyrirlestrar og umræður. • Sýnikennsla og þjálfun. Gjörgæsludeildin ertvískipt, með 9 rúm fyrir gjörgæslu og 13 fyrir vöknun. Hjúkrun á gjör- gæsludeild SHR mótast mjög af því hlutverki spítalans að vera aðal slysa- og bráðasjúkra- hús landsins og verkefnin því fjölbreytt, áhuga- verð og krefjandi. Kynnið ykkur möguleikana hjá Kristínu Gunn- arsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á gjörgæslu- deild, í síma 525 1083 eða Gyðu Halldórsdótt- ur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, í síma 525 1305 (kalltæki 1305). Við ráðningar í störf vilja þorgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja það kynið, sem er í minnihluta i viðkomandi starfsgrein, til að sækja um. Grunnskólakennarar — tónlistarkennarar Finnst þér erill þéttbýlisins þreytandi? — Hef- urðu fengið nóg af of stórum bekkjardeildum, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og stofnanalegu yfirbragði? — Eða langar þig bara til að setjast að í fögru umhverfi í íslensku strjálbýli og takast á við spennandi verkefni í fámennum skóla? Þá ættirðu ad kynna þér þetta: Við bjóðum störf og búsetu í rólegu og fallegu umhverfi, þar sem andi þingeyskrar menningar er enn við lýði. Við bjóðum kennslu í fámenn- um aldursblönduðum bekkjardeildum, þar sem eru prúðir og skemmtilegir nemendur í ein- setnum fámennum skóla. Við bjóðum starfsað- stöðu í einum best búna skóla á landsbyggð- inni þar sem vinnuaðstaða kennara er sérlega góð. Við bjóðum heimilislegt andrúmsloft, þar sem nemendur og kennarar hafa aðgang að góðu skólamötuneyti og kennurum býðst ódýrt og gott íbúðarhúsnæði í skólanum. Okkur vantar deildarstjóra tónlist- ardeildar og grunn- skólakennara í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði vantar okkur grunnskólakennara sem t.d. gæti hugsað sér að kenna einhverjar eftirtal- inna námsgreina: Dönsku, ensku, íþróttir, stærðfræði í eldri bekkjum og tölvunotkun. Okkur vantar líka tónlistarkennara til að veita forstöðu tónlistardeild skólans og til að sjá um hljóðfærakennslu. Viðkomandi þarf einnig að kenna tónmennt. Þetta eru störf sem virkilega er vert ad spyrjast fyrir um. Umsóknarfrestur framlengist til 7. ágúst. Nánari upplýsingar veita Ólafur Arngrímsson, skólastjóri, í símum 464 3356 og 464 3220 og Þórhallur Bragason, aðstoðarskólastjóri, í síma 464 3308.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.