Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 46

Morgunblaðið - 21.07.1998, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens \StTTV-5lTTV/\ ! f i p\ i ' 1 (l, ( VE/STU£KK/4Ð~þÖ j GETVíZ EKK/ k£NA/r >5 \ 6Ö/HLUA16NýVÐ5I7J/)? | (t*K 'JXuLu-w Grettir Voff Voff Kannski er hann ekki heima... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Nýr Framsóknar- flokkur Frá Guðmundi Bergssyni: MIKIÐ var um að vera fyrstu helgi í júlí hjá Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalagi þegar unnið var að sam- eiginlegu framboði í komandi alþing- iskosningum. Margar ræður voru fluttar og sitt sýndist hverjum en endir varð sá að formaður Alþýðu- bandalagsins fékk meirihlutasam- þykkt fyrir tillögu sinni þó að ekki hafi allir verið ánægðir að fundi loknum og formaður flokksins orðaði það svo að nú hefði loks ræst ára- tuga draumur um sameiningu vinstriaflanna. Eftir því sem formaður Alþýðu- bandalags sagði í sjónvarpi var nauðsyn að gera þessa samþykkt núna strax til að koma í veg fyrir að Alþýðuflokkur gengi til liðs við Sjálfstæðisflokk án þess að hún færði nokkur rök fyrii’ því eða skýrði það á nokkum hátt, en kannski hefur hún hlerað það ein- hvers staðar að það stæði til að Al- þýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætluðu í sameiginlegt framboð ef Al- þýðubandalag ætlaði ekki að vera með þeim. Hún gat þess svona í leið- inni að þetta yrði á vinstrikantinum í stjórnmálum en kannski ekki alveg vinstriflokkur. Hér áður fyrr þegar dansaðir voru gömlu dansamir var sungið með eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri og þann veg á það að vera til að ná samstöðu í sameiginlegu framboði, að flokkamir verða að stíga eitt skref hvor, annar til hægri en hinn til vinstri. Ekki hefur heyrst eitt orð um stefnuna eða að þeir hafi komið sér saman um nokkum hlut annan en að bjóða fram sameiginlega í næstu kosningum en það má vel vera að eitt- hvað hafi verið rætt í þá átt á fundin- um þó svo þess væri ekki getið. Eftir að samþykkt Alþýðubanda- lagsins lá fyrir var haldinn skínandi fundur hjá krötum og samþykkt með húrrahrópum að hefjast handa með sameininguna og vora allir með bros á vör eftir myndum að dæma nema Guðmundur Ami, honum stökk ekki bros. Jafnvel Jóhanna sá ástæðu til að standa upp og senda vængjaða vinakveðju vestur um haf til Jóns Baldvins. Nú þegar Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur og Þjóðvaki vora komn- ir í eitt, vantaði fjórða hjólið undir kosningavagninn, bauð sig þá fram Guðný sem kosin var á þing fyrir Kvennalista og gerðist fjórða hjól undir vagninum en hún var kosin á þing fyrir þremur árum og hefur ekki afrekað neitt annað en kljúfa Kvennalistann og nú að leggja hann niður, en það er afrek út af fyrir sig og kannski tímabært en það era þeirra mál. Guðný gat þess líka í út- varpi að það væri ekki nein hægri sveifla, en það myndi ganga betur að sameina eftii- að vera laus við vinstraliðið. Svo mörg voru þau orð. Það er athyglivert að aðeins þrír þingmenn samþykktu tillöguna í liði Alþýðubandalags og allt voru það konur sem það gerðu og vekur það gransemdir um að eitthvað verði af- brigðilegt á þessu síðasta þingi Al- þýðubandalags eins og allt stefnir í. Það er ekki þörf fyrir að stíga eitt skref til hægri þar sem tveir hægri flokkar fara með öll völdin í landinu. Það er því nauðsyn að vinstrafólk snúist til vamar því allt tal um góðæri sem kannski er til hjá einhveijum hefur ekki náð til allra í þjóðfélaginu. Hjörleifur er maður sem ekki hik- ar, enda sagði hann sig úr Alþýðu- bandalaginu um leið og samþykktin hafði verið gjörð á flokksþinginu. Steingrímur fór í sitt kjördæmi og nú koma þær fréttir þaðan að hann hafi sagt sig úr flokknum og ekki nóg með það, allir flokksbundnir menn, yfir 30 sögðu sig úr flokknum sem segir þá sögu að ekki þarf mörg orð um að hafa hverju formaður Al- þýðubandalags hefur komið í verk á einum degi á ný afstöðnum fundi. Oft var þörf en nú er nauðsyn að allt vinstrisinnað fólk taki höndum saman, ekki í nýja Alþýðubandalag- inu heldur í þjóðarflokk til að berjast við hægri öflin sem nú era að tröllríða þjóðfélaginu. Eg minni bara á að Ög- mundur er óháður og þarf því ekki að ganga úr Alþýðubandalaginu eins og hinir og ekki veit ég hvort hann er til í baráttu, en það era nú bara nokkrir dagar síðan fundinum lauk, þetta skýrist. Hefja þarf sókn til sigurs. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Hefur þú lesið um nikótín? Frá Guðjóni Bergmann: EINS OG fram hefur komið í grein- um mínum til þessa er ég, sem fyrr- verandi reykingamaður og nám- skeiðahaldari, alfarið á móti notkun nikótínlyfja til þess að hætta að reykja. Þessi skoðun mín er byggð á þeim staðreyndum að nikótín er efni sem fer mjög hratt úr líkamanum, á mest þremur vikum, og sá sem hættir að reykja þarf fyrr eða síðar að takast á við fráhvarfseinkennin sem lýsa sér líkamlega eins og væg svengdar eða tómleikatilfinning. Hvers vegna að framlengja það sem er óumflýjanlegt með inntöku nikótínlyfja. Enn styrktist þessi skoðun mín þegar ég las um aukaverkanir nikótínlyfja í auglýsingu frá Pharmacó fyrir stuttu: „...getur vald- ið aukaverkunum eins og hósta, ert- ingu í munni og hálsi. Höfuðverkur, bijóstsviði, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöðrur í munni geta einnig komið fram. Við samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfj'um getur, eins og við reykingar, verið aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdið bráðum eitran- um þjá bömum og efnið því alls ekki ætlað bömum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Gæta skal varúðar þjá þeim sem hafa hjarta- og æða- sjúkdóma. Þungaðar konur og konur með bam á bijósti ættu ekki að nota lyfið nema í samráði við lækni.“ Þarf að segja meira? GUÐJÓN BERGMANN, ritstjóri og námskeiðahaldari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.