Morgunblaðið - 21.07.1998, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Hinn auðmjúki
meistari
Kvikmynda- og leikhúsjöfurinn Ingmar
Bergman varð áttræður á bastilludaginn
14. júlí. Hann hafnaði því að láta hylla
sig sem þjóðskáld, en sænskir fjölmiðlar
gerðu honum góð skil, eins og Sigrún
Davíðsdóttir greinir frá.
ENGINN núlifandi nor-
rænn menningarpáfi hef-
ur á jafnríkan hátt mótað
menningarlega ímynd
Svía og um leið Norðurlandanna
allra og leikstjórinn Ingmar Berg-
man. Um árabil voru þungar, tor-
ræðar og táknhlaðnar myndir hans
hin eðlilega birtingarmynd hins
dulda, þunglynda og bælda nor-
ræna eðlis. Með tímanum birti til og
gleðin kom í ljós í Fanny og Alex-
ander, einni af mörgum myndum
hans, sem innblásin er af fjölskyldu-
sögu hans. Á afmælisdegi sínum
birtist Bergman löndum sínum í 90
mínútna samtali við finnska rithöf-
undinn Jöm Donner, fyrrverandi
framkvæmdastjóra sænsku kvik-
myndastofnunarinnar. Á eftir var
skiijanlegt að Donner hefði sagst
vera svo „djöfull ánægður með ár-
angurinn". Hógværð var óþarfi.
Þarna birtist fallegur áttræður
maður, sem virtist unglegri og
bjartari yfirlitum en hann var á ár-
um áður og ólíkt mildari.
Æskan: Ekki bara helvíti
Eins og allir Bergman-aðdáendur
og líka þeir, sem ekki hrífast af hon-
um, vita, fæddist Bergman inn í
prestfjölskyldu. Faðir hans var
prestur í Stokkhólmi og mjög
áhrifamikill sem slíkur. „Pabbi vildi
mér hið besta,“ sagði öldungurinn
og svo var sýnt atriðið úr Fanny og
Alexander, þar sem faðirinn lætur
Alexander draga niður um sig bux-
urnar til að taka við hýðingu. Faðir-
inn gleymir ekki að láta drenginn
kyssa á hönd sér og minnir á að
refsing sé honum fyrir bestu.
En öldungurinn er fyrir löngu bú-
inn að fyrirgefa foreldrum sínum
uppeldið, þó mikill hluti lífs hans
hafi, að sögn hans, farið í að hreinsa
uppeldið úr sér. „Þetta var ekki
bara helvíti. Það var líka gaman.
Hugmyndafiugið fékk að njóta sín,
það var gleði og gestir, leikhús og
vinir.“ Hann fékk að leika sér með
dúkkuleikhús og fara í leikhús viku-
lega. Skugginn yfir þessu öllu var
faðirinn, sem var haldinn geð-
hvarfasýki. „Þegar hann var glaður
var enginn glaðari en hann. For-
VÍSA
21.7. 1998
Nr
VAKORT
Eítirlýst kort nr.:
4543-3700-0031-0683
4543-3700-0022-1781
Afgreiðslufóik, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest.
VISA ISLAND
Álfabakka 16,109 Rvik.
Sími 525 2000.
eldrar mínir gerðu eins vel og þeir
gátu. Þeir vildu vel,“ og ýjar að titli
kvikmyndarinnar, sem hann skrif-
aði handritið að og Bille August
leikstýrði, þar sem æskan og fjöl-
skyldan kom fyrir.
En faðirinn var strangur, óskilj-
anlega strangur í huga drengsins.
„Ég slapp því ég laug og smeygði
mér undan. Ég var óskaplegur lyg-
ari og hélt því áfram löngu eftir að
ég flutti að heiman. Bróðir minn
skaddaðist fyrir lífstíð, því hann
gerði uppreisn og bauð pabba birg-
inn.“ Fáorð lýsing á heimil-
ins í Fanny og Alexander. En
hvenær börnin hans eru fædd eða
annað úr eigin lífi sem fullorðins
man hann ekki nema í tengslum við
myndh’ sínar og sviðsetningar.
Æskan er hins vegar í fersku minni.
„Allt sem ég hef gert og sem er ein-
hvers virði á rætur í æsku minni.
Oll verk mín eru samtal mitt við
æskuna," segir hann hugsandi og af
yfirvegun.
Einstök afköst, bæði hvað varð-
ar fjölda og innihald
Úr foreldrahúsum tók hann strax
stefnuna á leikhúsið og 1944 varð
hann leikhússtjóri í Helsingborg,
síðan lá leiðin til Gautaborgar,
Málmeyjar og svo til Stokkhólms,-
þar sem hann varð leikhússtjóri
þjóðleikhússins sænska, Dramaten,
1963-1966. Með leikhússtarfinu
gerði hann kvikmyndir. Fyrstu
kvikmyndina gerði hann 1946, Móð-
urhjartað. Þar voru strax slegnir
þeir tónar, sem áttu eftir
Ingmar Bergman
__ T,rsta blaðamannafundisínumi
'bERGMAN k^^ar^^tneÍSnunS^an,
Svíþjóð í « þCfröur leikstyrt Fyrir nuðju
andi <
islífinu, sem óneitanlega kallaði
fram gæsahúð hjá áhorfandanum.
Hann man vel, en bara sumt.
Ibúð ömmu sinnar man hann vel.
Enn getur hann í huganum gengið
herbergi úr herbergi og virt fyrir
sér hvern einstakan hlut. Þessi íbúð
varð honum síðan hluti umhverfis-
að einkenna myndir hans síðar:
Næm tilfinning fyrir kvenpersón-
um, illskan, togstreita sálar og lík-
ama. Síðan fylgdu myndir í stríðum
straumum, svo alls hefur hann gert
um fimmtíu kvikmyndir, sem eru
byggðar á hans eigin handritum,
skrifað tuttugu handrit fyi-ir aðra
og leikstýrt um 120 sviðsetningum.
Bara afköstin ein gera hann ein-
stakan, en innihaldið auðvitað ekki
síður.
Slík firnaaíköst útheimta aga og
sjálfur segir Bergman að líf sitt hafi
alla tíð verið barátta gegn óreið-
unni. Hann hefur verið agaður í
vinnu sinni, nákvæmur og vakinn og
sofinn yfir viðfangsefni sínu. Þegar
Donner nefnir að Bergman hafi lif-
að bóhemlífi tekur hann því fjarri.
Vinnan var agi, en það gafst enginn
tími til að lifa venjulegu borgara-
legu lífi. Hann reyndi að stofna
venjulegt heimili með fjórðu konu
sinni, sem var píanóleikari, en það
tókst ekki. Hann gat aldrei skrifað
heima. Það var ekki fyrr en hann
eignaðist hús á Förö að honum
fannst hann eignast heimili og fór
að vinna þar.
Hann er hættur að gera kvik-
myndir, en hann skrifar handrit og
leikstýrir enn, nú síðast á Dramaten
leikriti P.O. Enqvists, „Bild-
makarna“, sem fjallar um Selmu
Lagerlöv. Nýlega kom hann fram á
blaðamannafundi, þeim fyrsta í Svi-
þjóð í nokkra áratugi, þar sem hann
sagði frá því að hann væri að gera
handrit að mynd, sem Liv Ullman,
leikkona og leikstjóri og fyrrver-
andi eiginkona Bergmans, leikstýr-
ir.
Og það er í leikhúsinu, sem
hjarta hans gleðst mest. Kvik-
myndir eru svo umsvifamikil fyr-
irtæki, leikhúsið lætur minna yfir
sér. Um Bergman sem leikstjóra
hefur danska leikkonana Ghita
Norby sagt að starf hans ein-
kennist af einfaldleik og strang-
leik „og kröfum til okkar, svo
við urðum öll miklu betri en við
eiginlega vorum“.
Hann er sér líka meðvitandi
um að það sé ein helsta krafa
til leikstjóra að hann mæti
glaður til verks og skapi gott
andrúmsloft og öryggi. „Þetta
skildi ég ekki þegar ég var
ungur, heldur dró með mér
hjónabandsvandræði og
annað á æfingar og skapaði
óþægilegt andrúmsloft."
Én andrúmslofið má heldur
ekki vera drepandi nota-
legt, svo Bergman reiðist
með hvelli ef með þarf. „Leikararn-
ir þurfa að vita að starfið snýst um
líf og dauða.“ Hraðinn skiptir máli.
Ef æfing á að byrja kl. 10 þá á að
byrja kl. 10 og ekki með því að leik-
stjórinn sé að útkljá mál við ein-
staka leikara eða annað, sem engum
kemur við. Allt sem tefur æfinguna
verður að liggja utan hennar. „Og
svo verða púkarnir að vera með í
för,“ bætir Bergman við skelmis-
lega.
Ævibirgðir: 800 gular blokkir
Frægðin kom að gagni þegar
Bergman var sæmdur franskri
heiðursnafnbót úr hendi Mitterands
forseta, því að athöfninni lokinni
þuifti hann að komast út á flugvöll
að vörmu spori. Þá var hann keyrð-
ur út á völl í einkabíl forsetans með
blikkandi sírenum og löggum á und-
an og eftir. I starfinu skiptir frægð-
in engu máli. Hvert verk þarf að
standa fyrir sínu, vera gott. Viður-
kenningar gleðja, en skipta samt
engu í vinnunni. Af viðurkenningum
má yiefna þrjár Óskarstilnefningar
og Óskar fyrir Fanny og Alexander.
Þegar hann fór að vinna við að
skrifa handrit hjá sænsku kvik-
myndastofnuninni fékk hann gula
blokk. Við hana tók hann ástfóstri,
svo þegar stefndi í að hætt yrði að
framleiða þær fyrir um tuttugu ár-
um keypti hann 800 stykki, á enn
nokkrar eftir og býst við að þær
endist sér. Svo notar hann sérstak-
an kúlupenna til að skrifa handritin.
„Mér finnst gaman að skrifa, það
fylgir því ákveðin fullnæging.“ Það
skemmtilegasta er þó að skrifa
vinnubókina áður en ég skrifa hand-
ritin.“ Vinnubókin er óskiljanleg öll-
um nema honum og þar safnast
hugmyndirnar saman.
Hann vaknar snemma á morgn-
ana, fer út að ganga og snýr sér síð-
an að skriftum. Skrifborðið verður
að vera hreint og allt í röð og reglu.
„Ég þoli ekki óreiðu,“ segir hann.
Síðan vinnur hann í þrjá tíma,
aldrei meir. Skrifar í 45 mínútur,
gengur um í fimmtán og svo koll af
kolli.
Hinn stolti handverksmaður
„Ég var alltaf að gifta mig,“ verð-
ur Bergman að orði, en 1971 giftist
hann Ingrid von Rosen, sem dó
1995. Þegar hún veiktist hélt hann
að hann gæti ekki skrifað meir, en
hún hvatti hann. Er hún lést hélt
hann að hann ætti ekki eftir að
vinna meir. Hann gat ekki skrifað.
En þegar hann sat frammi fyrir
hópi af leikurum fóru hlutirnar að
gerast. „Það er annað að sitja einn
og reyna að skrifa en að hafa tíu
leikara fyrir framan sig, sem biðja
um að láta segja sér til. Það var mér
lækning að hafa leikhúsið." Og svo
tókst honum líka að lokka sjálfan
sig til að fara að skrifa aftur, en það
var erfitt því tungumálið var orðið
ryðgað og steingert.
„Við vorum mjög náin hvort
öðru,“ segir Bergman, þegar talið
berst að hinni látnu eiginkonu. „Að
missa hana var eins og að verða
bæklaður, hafa misst útlim. Missir
hennar er mér stöðugur sársauki,
sem ég hef lært að lifa með -
nokkurn veginn." Lækningin var
vinna. Nú kýs hann að búa einn, vill
helst ekki hitta fólk, en talar gjarn-
an við fjölskyldu og vini í síma.
Hræðsluna við dauðann hefur hann
löngu yfirunnið, en rósemd gagn-
vart dauðanum stríðir nú á móti
kvölum yfir að hann að hann skuli
aldrei eiga eftir að hitta Ingrid aft-
ur. Á eyjunni finnst honum hún
vera nálæg sér. Það er truflandi að
vera í Stokkhólmi. Auk skrifta og
gönguferða horfir hann á kvik-
myndir í bíósalnum sínum. Reglu-
lega berast kassar með kvikmynd-
um frá kvikmyndastofnuninni.
Hann ber með sér frið, en
hræðslan við að missa hæfileikann
til að blása lífi í hluti býr enn með
honum. „Hverri æfingu fylgir
hræðslan við að það sem ég geri
lifni ekki við, heldur sé steindautt."
Um eftirmæli sín kærir hann sig
kollóttan. „Ég er handverksmaður,
sem geri nytjahluti, hluti til að nota
og það væri dapurlegt ef hlutir mín-
ir væru ekki notaðir. Handverkið
getur fyllt mig stolti."