Morgunblaðið - 21.07.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.07.1998, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 Auglýsendur Pantanatími auglýsinga er fyrir kl. 16.00 á þriðjudögum. 8 I s j JtttrgmiiiMa&ife AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Foreman og Holmes í hringinn ► AFARNIR og fyrrverandi þungavigtarmeistararnir í hnefaleikum, Larry Holmes og George Foreman, voru kampa- kátir á blaðamannafundi þar sem tilkynntu að þeir hyggðust etja kappi saman í hringnum 23. janúar árið 1999. Holmes verður 49 ára í nóvember og Foreman verður fímmtugur skömmu fyrir bardagann. Skipuleggjendur hafa enn ekki K™™ Blöndunartæki Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora sænsk gæðavara Philips Spark GSM Stærð: 139x56x18 mm, 169 g. Rafhlaðan endist í 85 klst. í biðstöðu en 120 mín. i notkun. f kr. stgr. 17.900 kr. stgr. SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Heimilistæki hf Stærð: 147x56x19 mm, 169 g. Rafhlaðan endlst í 85 klst. í biðstöðu en 120 mín. í notkun. Bosch GSM 607 Stærð: 134x53x17 mm, 187 g. Rafhlaðan endist í 80 klst. í biðstöðu en 200 mín. í notkun. Reiknivél. 19.900 kr. stgr. FÓLK í FRÉTTUM ákveðið hvar bardaginn fer um 300 milljónir króna og For- fram en ljóst er að Holmes fær eman rúmar 700 milljónir. Konungsríki alþýðunnar ÞÁ ER stórum almannatíðind- um lokið í bili. Áður þótti helst frétta að konungar dóu eða tóku við ríkjum. Þá settust sagnaþulir niður úti á Islandi og skráðu tíðindin, mismunandi gömul eftir því hvernig stóð á skipaferðum. I dag heyrist lítið af konungum, en því meiri há- vaði frá konungsríki alþýðunn- ar - fótboltanum. Fréttamiðlar, þeirra á meðal sjónvarp, sem þykjast vera fjórða aflið í þjóð- félaginu, gleyma þessu hlut- verki þegar konungsríki alþýð- unnar er annars vegar. Þá breytast þessar stofnanir í þjónustumiðstöðvar og tafsa þrisvar eða fjórum sinnum á hverju sparki sem framið er á vellinum, eins og heimssann- leikurinn sjálfur sé í veði. Eldra fólk, sem hefur vanist því að fá fréttir á réttum tíma og varðar minna um fótbolta en fréttir og frásagnir, staðhæfir að ekki nema um 10% þjóðarinnar hafí horft á fótboltann, sem kostaði stórfellda röskun t.d. á flutningi sjónvarpsefnis. Aðrir sem horfðu hafí fengið sitt heims- meistaramót í gegnum erlendar stöðvar. Fjórða valdinu var allt í einu ýtt til hliðar og mátti stíga til hliðar í brókarhafti fá- ránleikans. Minna fór fyrir íslenskri keppni í yfírskyggðum huldudal fyrir norðan um næstsíðustu helgi. Þar heitir á Melgerðis- melum, sem hafa verið ræktaðir að nokkru en voru áður flug- völlur á stríðsárunum, sem síð- an var notaður fyrir innan- landsflug. Bretar létu gera þar flugvöll og vann margt manna við þá vallargerð við að moka möl á bíla. Svifflug var oft æft þar af kappi og má segja að risaflugfélagið Atlanta hafi stigið þar fyrstu sporin. For- stjórinn man a.m.k. til þeirra daga, enda skírt flugvél í höfuð eins félagans frá þessum árum. En nú hefur verið skipt um reiðskjóta á Melgerðismelum. Um næstsíðustu helgi var teflt fram því besta sem landið hefur upp á að bjóða af kynbættum hrossum og það var bæði mikil og fögur sjón, sem blasti við augum á keppnisbrautum hins gamla flugvallarsvæðis. Ríkis- kassinn sýndi frá þessu kon- ungsríki hestins af hófsemd án þess að missa af mikilsverðum atriðum eða nauðga annarri dagskrá. Mættu gaparnir í fót- boltadeildinni nokkuð af því læra. Tekist hefur giftusamlega með ræktun íslenska hestsins. Það er vitað að hann er mikið skyldleikaræktaður. Hefur það, hjá sumum ættflokkum dýra, reynst illa en hvað hestinn varð- ar þykir það hafa heppnast vel. Gamla reglan var að vel byggð- ur hestur skyldi hafa bratta lend, stuttan hrygg og háan herðakamb. Þá skyldi brjóst vera framstætt og ennið slétt. Eg þekkti hestamenn sem vildu ekki hesta með merarskál, en svo var það kallað þegar enni hestsins var kúpt. Eflaust voru þetta kerlingabækur, en margir góðir hestar komu úr höndum þessara manna. Nú hafa hestar átt nokkra ræktunarsögu og skráð hana fallega. Það sást best á Melgerðismelum um næstsíðustu helgi. Ég held að óhætt sé að segja að hvergi hafi viðlíka alúð verið lögð við rækt- un góðhesta og hér á landi hin síðari ár, þótt eflaust megi und- anskilja arabíska hestinn og stöku hestakyn í Rússlandi. Þótt dvalið hafi verið hér við tvennar sendingar ríkiskassans um næstsíðustu helgi bar þó á útsendingum, bæði hjá Stöð 2 og Sýn, sem voru vel þess virði að horft væri á þær. Má þar nefna þátt eins og Hunter á Sýn og 60 mínútur á Stöð 2. Fleiri framhaldsþætti mætti nefna. En sá vandi er á höndum, að all- ir og kannski mest eldra fólk, sem hefur góðan tíma til að horfa á sjónvarp, veigrar sér við að gerast áskrifendur að öðrum stöðvum en ríkiskassanum. Enn er ekki um venjulega sam- keppni stöðvanna að ræða og hefur ríkiskassinn yfirhöndina og neytir þess eins og sjá mátti á linnulausum sparksýningum á kostnað annars efnis. En sú tíð kemur að ríkisútvarpið verður hrifíð úr höndum spark- þursanna og pólitísku þursanna, sem í raun ráða yfír þessu sterka áróðurstæki. Indriði G. Þorsteinsson www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.