Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn EPLASAFI í ómerktu íláti, karamellur og friðarboðskapur í plastpoka frá Heimsfriðarsambandi fjólskyldna. Friðarboðskapur í formi eplasafa og sælgætis borinn í hús Tákn um gagn- kvæma tryggð í hjónabandinu ALLMARGIR íbúar í Grafarvogi, á Akureyri og víðar hafa á síðustu dögum fengið inn um bréfalúguna hjá sér lítinn plastpoka með þremur karamellum og drykk í litlu lokuðu íláti. Með í pokanum fylgja skilaboð á miða, þar sem segir m.a.: „Gjörið svo vel að deila þessum drykk með maka þínum og þessum molum með börnum ykkar sem tákn um gagnkvæma tryggð í hjónabandi ykkar.“ Á miðanum er fjallað um fjöl- skylduna sem skóla kærleika og sameiningar og minnt á ábyrgð foreldra gagnvart börnum sínum og maka. Fyrir sendingunni stendur Heimsfriðarsamband fjölskyldna. Pauline Sch. Thor- steinsson hjá íslandsdeild Heimsfriðarsambándsins segir hugmyndina vera að hvetja fjöl- skyldur til þess að standa saman. Það að neyta drykkjarins og sæl- gætisins saman eigi að vera tákn- ræn athöfn til staðfestingar gagnkvæmri tryggð, eins konar sakramenti. Hún segir hugmynd- ina um að senda eplasafann komna frá félögum í Heimsfrið- arsambandi fjölskyldna í Þýska- landi, en eins og nafnið gefur til kynna er sambandið alþjóðlegt. Með þessari nýstárlegu leið til að koma friðarboðskapnum á framfæri kveðst Pauline vonast til þess að ná til fólks úti í samfé- laginu. „Við vonum að fólk muni hafa samband við okkur, þvi við viljum mynda net fólks sem trúir á fjölskylduna," segir hún. Til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti í drykkjan'látinu er eplasafl, að sögn Pauline, en engar merk- ingar eru á því og innihaldsins er heldur ekki getið á miðanum, svo viðtakandinn hefur enga hug- mynd um hvað í ílátinu er. Sam- kvæmt reglugerð um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla frá 1993 skal merkja öll matvæli með nafni vöru, framleiðanda og „best fyrir“-dagsetningu. Sýnis- horn hefur verið sent Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur, sem mun taka sendinguna til skoðunar og athuga hvort um brot á fyrr- nefndri reglugerð sé að ræða. Flutningur Landmælinga Sýknudómi áfrýj- að til Hæstaréttar Dauði hrossanna um borð í Norrænu Skýrsla verður send dómsmálaráðuneytinu SÝKNUDÓMI Héraðsdóms Reykjavíkur yflr umhverfisráð- herra vegna flutnings Landmælinga Islands til Akraness hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Frá áfrýjun málsins, sem María G. Hafsteinsdóttir, starfsmaður Landmælinga höfðaði, er sagt í nýjasta tölublaði BHM-tíðinda. Þar segir að trúnaðarmenn starfsmanna Landmælinga og for- ystumenn BHM, BSRB og Félags íslenskra nátturufræðinga hafi rætt niðurstöðu héraðsdóms á fundi með Ragnari H. Hall, lög- manni Maríu. „Þar kom m.a. fram að með dómnum væri ráðherravald styrkt verulega - sem hreint ekki væri á bætandi. Útilokað væri að láta Héraðsdóm Reykjavíkur hafa síðasta orðið í þessu máli,“ segir í fréttabréfinu, þar sem fram kemur að málið muni fá flýtimeðferð fyrir Hæstarétti, líkt og fyrir héraðs- dómi, og verði það því væntanlega flutt í haust. SKÝRSLUR sem lögregluyfirvöld í Danmörku og sýslumaðurinn á Seyðisfírði tóku af gæslumanni hrossanna níu sem drápust um borð í ferjunni Non-ænu í síðustu viku verða sendar dómsmálaráðuneytinu sem hefur forræði yflr málinu. Samkvæmt lögum þarf ákvörðun dómsmálaráðhena ef rannsaka á mál sem varða atburði sem gerast um borð í skipum við strendm- lands- ins eða hvar sem er. Sýslumanns- embættið á Seyðisfirði fékk beiðni frá tryggingafélaginu sem tryggði hrossin um að gera ákveðnar athug- námskeið hefst 26. ágúst • Kennt á rútu, vörubíl og leigubí! • Kennt á vörubíl með tengivagni • Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi) ® Kennt samkvæmt námsskrá • Sérmenntaðir kennarar ® Fagleg kennsla - bókleg og verkleg ® Fullkomin kennsluaðstaða ® Góðir kennslubílar ® Námsgögn verða eign nemenda ® Góður námsárangur staðfestir metnað skólans •• Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík. UPPLÝSINGAR/BÓKANIR I SIIVIA 567-0-300 Fífa • Skátabúðin • Krakkakerrur sími562-9589 anir og segir Lárus Bjai'nason sýslu- maður að hann hefði ekki séð ástæðu til annars en að verða við því. Málið í höndum dómsmálaráðuneytis „Rannsóknin fólst í því að skoða bílinn og taka skýrslu af gæslu- manni hestanna. Framhald málsins verður svo væntanlega það að við sendum málið dómsmálaráðherra til ákvörðunar samkvæmt 4. gi'ein al- mennra hegningarlaga því reglan er sú að við höfum ekki forræði yfir málinu til rannsóknar," segir Lárus. Hann segir að danska lögreglan hafi strax hafið rannsókn á málinu og tekið skýrslu af gæslumanni hrossanna. „í frumkönnun okkar kemur það fram að sá eini maður sem við gátum tekið skýrslu af gef- ur það til kynna að ábyrgðin liggi annars staðar en hjá honum,“ segir Lárus. Það er svo á valdi dómsmálaráðu- neytisins hvort það ákveður að frek- ari rannsókn fari fram. Lárus segir að gæslumaður hrossanna hafi verið tekinn fyrir sem vitni þar sem engin kæra liggi fyrir. www.mbl.is Úrvnl «f frönskum buxnmlrögtum Opiö virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. Neðst við Dunhaga, sfmi 562 2230. /Ý // & • r m LA BAGUETTE Glæsibæ og Tryggvagötu 14, áður Stélið Kaupið 1 pk. af súkkilaðiboll- um eða 1 pk. af snúðum og fáið 5 smjörhorn frítt á meðan birgðir endast. LA BAGUETTE Glæsibæ og Tryggvagöfu 14 (áður Stélið). Opið frá kl. 1 2-1 8 virka daga, lau. frá kl. 12-14 í Glæsibæ og frá kl. 12-17 í Tryggvagötu 14 : OTs ölunni lýkur á laugardaginn ÚTSALAN Seljum síðustu stígvélin á þessu frábæra verði. Útsölunni lýkur á laugardaginn kl. 16. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Rvfk, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugaid. 22/8 kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.