Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsvarsmenn FH og Básafells ánægðir með samstarfíð við Clearwater í Kanada
ST. ANTHONY á Nýfundnalandi, þar sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. og Básafell hyggjast reisa rækju-
verksmiðju í samstarfi við kanadískt fyrirtæki.
Gæti skilað auknu
hráefni til vinnslu
hérlendis
Forsvarsmenn Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur
hf. og Básafells hf. á
Isafírði segja samvinnu
við kanadíska fyrirtæk-
ið Clearwater Fine
Foods Inc. arðvænlega
fjárfestingu sem muni
styrkja stöðu fyrirtækj-
anna. Markaðsþekking
þeirra muni nýtast báð-
um aðilum og þeir telja
möguleika á að sam-
starfíð geti skilað
auknu hráefni til
rækjuvinnslu fyrirtækj-
anna hérlendis.
FISKIÐJUSAMLAG Húsa-
víkur og Básafell hf. hyggj-
ast reisa fullkomna rækju-
verksmiðju í St. Anthony á
Nýfundnalandi í samvinnu við Cle-
arwater, sem er geysilega öflugt
fyrirtæki og hefur haslað sér völl
víða um heim.
Clearwater Fine Foods Inc. rekur
starfsemi víða í Kanada en höfuð-
stöðvar fyrirtækisins eru í Halifax á
Nova Scotia. Það selur sjávarafurðir
víða um heim, s.s. til Asíu, N-Amer-
íku og Evrópu, og var meðal annars
frumkvöðull í að markaðssetja lif-
andi humar í Evrópu og Japan og
var um tíma stærsti kaupandi og
seljandi humars í heimi. Clearwater
hefur 87,5% af humarkvóta Kanada,
2/3 af skelfískkvótanum, þriðjung af
hörpuskelkvótanum og 18% af
rækjukvótanum. í öllum tilvikum er
um að ræða úthafskvóta.
Möguleiki á auknu hráefni
til vinnslu hérlendis
Skip Fiskiðjusamlags Húsavíkur
og Básafells hafa verið við veiðar á
Flæmingjagrunni, en forsvarsmenn
íyrirtækjanna segja að skip fyrir-
tækjanna muni ekki afla rækju-
vinnslunni í St. Anthony hráefnis.
Aftur á móti séu talsverðir mögu-
Ieikar á að fyrirtækin geti fengið
hráefni að utan til vinnslu hér
heima. Reyndar hafí gilt mismun-
andi reglur í Nova Scotia og
Nýfundnalandi. Stjórnvöld þar hafí
gripið til þess ráðs að banna tíma-
bundið útflutning á rækju ef skort-
ur er á hráefni. Hins vegar hafi ekki
verið hráefnisskortur hjá rækju-
verksmiðjum þar ytra undanfarið,
þvert á móti hafí þær 10 til 15 verk-
smiðjur sem enn eru starfræktar
átt fullt í fangi með að anna því hrá-
efni sem berst að Iandi. „Með því að
vera í þessari samvinnu við fyrir-
tæki þarna úti hljótum við að eiga
möguleika á að taka við þeirri
rækju sem verksmiðjurnar ráða
ekki við, svo framarlega sem það
verður leyft,“ segir Einar Svansson,
framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags
Húsavíkur.
Byggja rækjuvinnsluna
á strandveiðiflotanum
Opinber stefna stjórnvalda í
Kanada er að halda fískveiðum og -
vinnslu aðskildum. Það gildir hins
vegar ekki um úthafsrækjuveiðar.
Clearwater Fine Foods Inc. á tvö
skip með um 11 þúsund tonna út-
hafsrækjukvóta. Hluti af afia þess-
ara skipa er iðnaðarrækja sem
verður unnin í hinni nýju rækju-
verksmiðju í St. Anthony, ásamt því
sem keypt verður rækja af öðrum
frystiskipum. Vinnslan verður hins
vegar einkum byggð á þeirri rækju
sem veidd er af strandveiðiflotan-
um, sem landar að stórum hluta í
St. Anthony. Að sögn Einars eru vel
yfír 200 bátar í strandveiðunum,
sem helst mætti líkja við innfjarðar-
rækjuveiðar við Island. „Besta
kvótaúthlutunarsvæðið í rækjunni í
Kanada er undan ströndum St. Ant-
hony, en þar eru veidd um 40 þús-
und tonn á hverju ári. Þessir bátar
landa flestir á þessu svæði og við
höfum þegar hafið viðræður við út-
gerðir bátanna um að kaupa af þeim
hráefnið. Við munum nota það hrá-
efni beint inn í verksmiðjuna en síð-
an munum við einnig frysta hluta
þess og nota á dauðum tímum,“ seg-
ir Einar.
Rækjustofninn við Kanada er
stærsti kaldsjávarrækjustofn í
heimi í dag og kvótinn þar um 100
þúsund tonn. Það helgast einkum af
lítilli þorskgengd á svæðinu og
minnkandi grálúðuveiði. Veiði á tog-
tíma hefur aukist ár frá ári og hafa
fiskifræðingar sagt að rækjustofn-
inn gæti verið enn stærri en áætlan-
ir segja til um. „Það hefur verið
gríðarleg aukning í rækjuveiði við
Kanada. Rækjuveiðarnar og -
vinnslan koma að sjálfsögðu til með
að keppa við okkur hér á Islandi,
hvort sem við tökum þátt í því eða
ekki. Við teljum stöðu okkar hins
vegar sterkari ef við tökum þátt í
því að vinna þessa rækju og selja
frekar en að fylgjast með úr fjar-
lægð,“ segir Arnar Kristinsson,
framkvæmdastjóri Básafells hf.
Þarf að leyfa tvíflöggun
Clearwater hefur fengið úthlutað
dögum á Flæmingjagrunni frá
kanadískum stjórnvöldum og segir
Einar ekki útilokað að íslensku
skipin geti nýtt þá. „Þessi mál hafa
ekki verið rædd en ef við á annað
borð íhugum að skipta um flagg á
skipinu ættum við að geta nýtt
þessa daga eins og hverja aðra,“
segir Arnar. „Vandamálið er hins
vegar að tvíflöggun er ekki leyfð á
íslenskum skipum og að mínu mati
háir það framförum í greininni. Það
væri stór hagur fyrir íslenskan sjáv-
arútveg ef útgerðum væri heimilt
að flagga til dæmis út skipi í hálft ár
og nýta daga eða kvóta sem þennan.
Islensk stjórnvöld hafa hins vegar
verið mjög treg til að leyfa slíkt með
þeim hætti sem gerir þetta mögu-
legt,“ segir Arnar.
Mynda öflugt sölunet
Fyi-irtækin þrjú sem standa að
hinni nýju rækjuverksmiðju munu
skipta á milli sín markaðsstarfsem-
inni. Clearwater mun taka að sér að
selja afurðir á Asíumarkað, enda
hefur fyrirtækið mikla reynslu af
sölu á humri og skelfiski þangað.
FH og Básafell munu á hinn bóginn
leiða sölu afurða í Evrópu. Öll fyrir-
tækin þrjú munu síðan sjá um sölu
á Ameríkumarkað. Forsvarsmenn
FH og Básafells töldu að við þetta
myndaðist geysilega sterkt sölunet
þar sem verið væri að nýta það
sterkasta úr markaðsþekkingu fyr-
iitækjanna. Helstu viðskiptavinir
íslensku fyrirtækjanna í Evrópu
hafí sýnt mikinn áhuga á að kaupa
rækju af verksmiðjunni í St. Ant-
hony, enda verði hún í sama gæða-
flokki og verksmiðjurnar sem þeir
þekki frá Islandi. Þeir eru sammála
um að með samvinnunni komi fyrir-
tækin einna sterkast út markaðs-
lega. Samanlagt selja fyrirtækin
þrjú um 40 þúsund tonn af kaldsjáv-
arrækju, sem er um 14% af allri
kaldsjávarrækju sem veidd er í
heiminum á ári. „Það styrkir okkur
einnig á Evrópumarkaði að hafa
möguleika á að selja rækjuna frá
Kanada, því hún er heldur stærri en
rækjan hér heima og skipting í
stærðarflokka því önnur,“ segir
Einar.
Möguleikar á
frekari samvinnu
Clearwater hefur einnig verið í
bolfiskvinnslu og segir Einar alls
ekki útilokað að samvinna í tengsl-
um við bolfískvinnslu verði rædd
þegar fram líða stundir. „Þeir hafa
til dæmis reynslu í vinnslu á ala-
skaufsa, sem við höfum ekki. Það
má jafnvel fínna einhverja fleti á
samvinnu í slíkri vinnslu. Mín til-
finning er sú að ef vel tekst til með
rekstur á þessari verksmiðju geti
það verið byijunin á einhverju
stærra fyrir þessi fyrirtæki," segir
Einar.
Vestfírðingar mótmæla
lokun loftskeytastöðvar
STJÓRN Björgunarbátasjóðs
SVFI á Vestfjörðum hefur harðlega
mótmæt fyrirhugaðri lokun Lands-
símans á loftskeytastöðinni á ísa-
firði í haust.
Að sögn Halldórs Halldórssonar
formanns sjóðsins vegur þar
þyngst þekking starfsmanna á
staðháttum en hún geti ráðið úrslit-
um á örlagastund fyrir öryggi sjó-
farenda. Með lokuninni sé þessu ör-
yggi teflt í hættu og líkur aukist á
því að loftskeytastöð sem staðsett
er annars staðar á landinu gefí
rangar leiðbeiningar. „Við þekkjum
dæmi þess að björgunarbáti var
stefnt í rangan fjörð sökum ókunn-
ugleika," sagði Halldór sem bætti
því við að fjarskiptaskilyrði væru
lakari þegar stöðin á Siglufirði væri
í notkun en hún hefur séð um fjar-
skipti um kvöld og um helgar síð-
ustu misseri.
Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur,
blaðafulltrúa Landssímans hf., kem-
ur breytingin á starfsemi loft-
skeytastöðvarinnar til af því tapi
sem verið hefur af rekstri strandar-
stöðvanna en það megi m.a. rekja til
minni notkunar sjómanna á símtöl-
um í gegnum þær.
„Ég vil þó taka fram að aðeins er
verið að loka afgreiðslu stöðvarinn-
ar en allur sá fjarskiptabúnaður
sem notaður hefur verið verður hins
vegar áfram í notkun." Hún bætti
því við að ný tækni kallaði á breytta
starfshætti og ætti það ekki síst við
á þessum vettvangi. Að auki sé ör-
yggi í boðskiptum nú mun meira en
áður og staðsetning þess starfs-
manns sem taki við þeim skipti sí-
fellt minna máli. Þá muni það starf
sem tengist tilkynningaskyldunni
breytast verulega á næsta ári með
tilkomu sjálfvirkrar tilkynninga-
skyldu skipa.
„Með breytingunum er ekki verið
að gera lítið úr gagnsemi þess að
þekkja vel til staðhátta en það veg-
ur hins vegar óneitanlega þungt að
við verðum að grípa til róttækra að-
gerða vegna þess mikla taps sem er
á rekstri strandarstöðvanna," sagði
Hrefna. Um lokanir fleiri loft-
skeytastöðva sagði hún að rekstur
Landssímans væri í sífelldri endur-
skoðun og leitast væri við að gera
hann sem hagkvæmastan. „Við höf-
um enn ekki tekið ákvarðanir um
rekstur þeirra stöðva sem eftir eru
en við ætlum að sjá hvernig málin
þróast fram á næsta ár.“
Loftskeytastöðvar á íslandi árið 1970
Morgunblaðið
FRÁ árinu 1970 hefur loftskeytastöðvum fækkað ár frá ári og eftir
breytingar á fyrirkomulagi afgreiðslunnar á Isafirði verða aðeins
mannaðar stöðvar í Reykjavík, á Siglufirði og í Vestmannaeyjum.
c
S
i
i
(
i
s
I
I
I
I
f
I
I
I