Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 17

Morgunblaðið - 21.08.1998, Page 17
MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 17 Forstjóri Kaupþings hf. um afkomu fyrirtækisins Mikilvægt að skila góð- um hagnaði Verkefnastaða prýðileg og ytri skilyrði áfram góð SIGURÐUR Einarsson forstjóri Kaupþings hf. segir að afkoma Kaupþings hafi verið betri á fyrstu sex mánuðum þessa árs en áætl- anir hafi gert ráð fyrir og sé það mörgum samverkandþ þáttum að þakka. Hann segir þó að menn verði að vera vakandi. „Ég er mjög ánægður með afkomuna, og það er gott að hagnast, en menn verða að muna það að samkeppnin er að harðna og því er mikilvægt að skila góðum hagnaði núna. Umhverfið versnar og verður erfiðara. E»ví er nauðsynlegt að búa núna í haginn til hörðu áranna,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. 19 Kaupþing hf B BB&k Úr milliuppgjöri 30/6 1998, samstæða Rekstrarreikningur mnónir króna 30/6 1998 30/6 1997 Breyting Vaxtatekjur 380,5 124,8 +205% Vaxtagjöld 345,9 98,6 +251% Hreinar vaxtatekjur 34jTj 26,2 +32% Aðrar rekstrartekjur 585,1 426,1 +37% Hreinar rekstrartekjur 619,6 452,3 +37% Önnur rekstrargjöld 402,3 256,1 +57% Hagnaður fyrir skatta 217,4 196,3 +11% Tekju- og eignaskattar 74,1 73,7 +0,5% Hagnaður tímabilsins 143,3 122,5 +17% Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12 '97 Breyiing L Eignir: \ Milljónir króna Kröfur á lánastofnanir 1.445,1 1.746,2 -17% Útlántil viðskiptamanna 595,8 1.061,8 -44% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 11.267,7 4.769,6 +136% Aðrar eignir 649,7 554,8 +17% Eignir samtals 13.958,3 8.132,4 +72% 1 Sku/d/r og eigið fé; \ Skuldir við lánastofnanir 8.643,8 5.198,5 +66% Lántaka 2.595,8 888,9 +192% Aðrar skuldir 1.380,4 989,9 +39% Tekjuskattsskuldbinding 103,9 75,9 +37% Víkjandi lán 404,3 302,0 +34% Eigiðfé 830,0 677,1 +23% Skuldir og eigið fé samtals 13.958,3 8.132,4 +72% Hagnaður Kaupþings hf. og dótturfélaga varð 143 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins miðað við rúmar 122 m.kr. á sama tímabili í fyrra. „Ytri skilyrði voru hagstæð og höfðu áhrif og síðan má segja að fyrirtækið hafi stækkað á öllum vígstöðvum. Eignastýring hefur aukist mikið, bæði hjá verðbréfa- sjóðnum hér og í Lúxemborg, og gjaldeyrisviðskiptin hafa aukist að umfangi og það sama má einnig segja um afleiðuviðskipti," sagði Sigurður um helstu ástæður góðr- ar afkomu Kaupþings hf á fyrri helmingi ársins. Útlitið á síðari hluta ársins er nokkuð gott að sögn Sigurðar. Verkefnastaðan er prýðileg að hans sögn og hann segist búast við að ytri skilyrði verði áfram góð. Aðspurður um hugsanlega sam- einingu FBA og Kaupþings hf. með kaupum Sparisjóðanna á FBA, segir hann að ef svo fari komi allt önnur mynd á fyrirtækið og mjög spennandi. Tímamótastarf í tækni- og upplýsingaþróun Um helstu verkefni á næstunni segir hann að verið sé að vinna tímamótastarf hjá fyrirtækinu. „Hér er verið að vinna tímamóta- starf í tækni- og upplýsingaþróun fyrirtækisins og ég reikna með að stærstu verkefnin á síðari hluta ársins verði að koma nýjum kerf- um í gagnið." Hann sagði t.d. að verið væri að taka í gagnið ný upplýsingakerfi bæði hvað varðar eignastýringu, verðbréfamiðlun, bókhald og bak- vinnslu. „Fyrirtækið mun verða í stakk búið til að auka verulega við sig viðskiptamagnið, með svipuðum mannskap og er hjá fyrirtækinu í dag.“ Vaxtarsjóð- urinn tapar 8 m.kr. TAP Vaxtarsjóðsins fyrstu 6 mán- uði ársins 1998 nam 8.404 mkr. en hagnaður um 3.989 m.kr. varð fyrstu sex mánuði ársins 1997. Heildareignir sjóðsins nema 306 m.kr. en voru 346 mkr. um sl. ára- mót, að því er fram kemur í árs- hlutareikningi sjóðsins. Bjöm Jónsson forstöðumaður hjá VÍB, bendir á að munurinn á þess- um sjóði og almennum hlutabréfa- sjóðum sé sá að Vaxtarsjóðurinn fjárfesti einungis í hlutabréfum á meðan hinir leggja mest um 65% eigna sinna í hlutabréf en restina í skuldabréf og erlend verðbréf sem geta dregið úr sveiflum í ávöxtun. Bjöm segir meginástæðuna fyrir tapi sjóðsins felast í því að eftir stofnun hans í nóvember 1996, óx hann hratt í hálfan milljarð króna á sama tíma og hlutabréfaverð á inn- lendum markaði hækkaði: „Öllum þessum fjármunum hefur verið var- ið til kaupa á hlutabréfum sem tóku að lækka í maí sl. og þar af leiðandi sýnir milliuppgjörið nú taprekstur". Björn bendir á að ákveðið hafi verið að gera ákveðnar breytingar á fjárfestingastefnu sjóðsins vegna breyttra aðstæðna á markaði: „í stað þess að kaupa eingöngu hluta- bréf hér innanlands eins og hingað til hefur verið gert, þá mun stjórn sjóðsins framvegis horfa á fjárfest- ingarmöguleika á erlendum mörk- uðum og nýta þannig öll tækifæri, hvar sem þau gefast: „Við emm bjartsýnir á að hækkandi gengi hlutabréfa og breyttar áherslur í fjárfestingarstefnu og eignarstýr- ingu sjóðsins muni skila okkur betri afkomu á síðari hluta ársins", segir Björn. Viðskiptasendi- nefnd til Hali- fax í nóvember Kynning á íslenskum vörum og þjónustu FINNUR Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra fer ásamt við- skiptanefnd til Halifax í Nova Scotia 2.-5. nóvember næstkom- andi. í nefndinni verða fulltrúar ís- lenskra útflutnings- og innflutn- ingsfyrirtækja, sem fá þannig tækifæri til að kynna vöm sína og þjónustu og afla viðskiptatækifæra í Nova Scotia. Útflutningsráð og Fjárfestingar- stofan standa að ferðinni auk við- skipta- og iðnaðarráðuneytisins en Eimskip og Flugleiðir taka einnig þátt í verkefninu. Ferðin er farin í kjölfar viljayfirlýsingar sem iðnað- ar- og viðskiptaráðherra skrifaði undir ásamt starfsbróður sínum í Nova Scotia fyrr á þessu ári um að efla samskipti og viðskipti. Ferðin hefur hlotið vinnuheitið Halifax ‘98. Stökkpallur til Kanada Þorgeir Pálsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs, segir að Halifax ‘98 sé í raun kaup- stefna þar sem sýndar verða ís- lenskar vörur og þjónusta verður kynnt. „Skipulagðir verða fundir með kanadískum fyrirtækjum fyr- ir íslensku þátttakendurna og farið í fyrirtækjaheimsóknir. í heildina verður lögð áhersla á að skapa já- kvætt og óformlegt andrúmsloft, þar sem viðskiptamöguleikar ís- lensku þátttakendanna eru í fyrir- rúmi. Nova Scotia er ákjósanlegur markaður fyrir íslensk fyrirtæki, ekki síst í sjávarútvegi og iðnaði tengdum honum, hugbúnaði og þjónustu. Fótfesta á þessum mark- aði gæti nýst þeim sem stökkpall- ur inn á enn stærri markað, Kanada.“ Þorgeir segir að nokkur íslensk fyrirtæki eigi nú þegar viðskipti á svæðinu og vitað sé um önnur fyr- irtæki sem hafi áhuga á að þreifa fyrir sér þar. „Þá hef ég orðið var við mikinn áhuga fyrirtækja í Nova Scotia á að koma á viðsldptasam- böndum við Islendinga," segir Þor- geir. Þau fyrirtæki, sem áhuga hafa á að verða með í för, geta fengið nán- ari upplýsingar hjá Útflutningsráði en kynningarfundur vegna ferðar- innar verður haldinn á fimmtudag- inn í næstu viku. BRIDGE blandað sælgæti Tllboðin gilda til 27. ágúst HAGKAUP Alttaf betri kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.