Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLABIÐ_________ ERLENT Reuters ÆTTINGJAR Geraldine Breslin, eins fórnarlamba sprengingar- innar í Omagh sl. laugardag, fylgdu henni til grafar í gær. Alls létu 28 manns lífið í sprengingunni, sem er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið sl. þrjátíu ár á Norður-Ir- landi. Einn klofningshópa úr IRA, „Hinn sanni IRA“, hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. IRA hefur margklofnað sl. 30 ár Fámennir en hættulegir hóp- ar öfgamanna „HINN sanni írski lýðveldis- her (IRA)“ (The Real IRA) er nú alræmdur um allan heim eftir að hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna blóðbaðsins í Omagh síð- astliðinn laugardag sem kostaði 28 manns lífið. Samtökin urðu til við klofning í IRA síðastliðið haust og er það ekki í fyrsta skipti sem klofningur á sér stað innan IRA. Ef sjónum er einung- is beint að átökum síðustu 30 ára þá hefur klofningur átt sér stað fjórum sinnum í það minnsta. Innbyrðis deilur • I kjölfar þess að upp úr sauð í samskiptum kaþólikka og stjórnvalda kom IRA aftur fram á sjónarsviðið árið. 1969 og hófust þegar innbyrðis deilur um stefnu og markmið. Klofnuðu samtökin árið 1971 í „hið opinbera IRA“ (Official IRA) og „bráðabirgða- 1RA“ (Provisional IRA, PIRA). Fyrrnefndi hluti samtakanna er enn á kreiki og hefur jafnvel yfir- ráð í sumum hverfum Belfast- borgar. Þau hafa hins vegar ekki staðið fyrir alþjóðlegri sprengju- herferð líkt og PIRA sem eru þau samtök sem við þekkjum ein- faldlega sem IRA. • Árið 1975 urðu til samtökin Þjóðfrelsisher Irlands (INLA) undir stjórn Seamus Costello, fyrrverandi foringja í IRA. Sam- tökin eru vinstrisinnaðri en IRA og leggur stjórnmálaarmur þeirra, Flokkur jafnaðarsinnaðra lýðveldissinna (IRSP), áherslu á að sameina Irland og stjórna því síðan sem marxísku ríki. INLA er einna þekktast fyrir inn- byrðis hjaðningavíg og var Costello t.d. myrtur af eigin vopnabræðrum árið 1977. Talið er að IRA hafi á stundum fengið INLA til að fremja „skítverk" sín en helsta „afrek“ INLA er morð- ið á Airey Neave, talsmanni breska Ihaldsflokksins í N-ír- landsmálum og einkavini Mar- grétar Thatcher, árið 1979. IRSP fór í fyrradag fram á það við INLA að vopnahléi yrði lýst yfir en yfirlýsing þess efnis lætur enn bíða eftir sér. • Eftir átök innan Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, um póli- tíska stefnu flokksins höfðu IRA klofnað fjórum sinnum á 30 árum Gerry Adams og bandamenn hans sigur og hrökklaðist Ruairi 0 Bradaigh, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, úr flokknum og stofn- aði stjórnmálaaflið „Lýðveldis- hreyfing Sinn Féin“ (Republican Sinn Féin) árið 1986. Flokkurinn er fámennur og hefur lítinn stuðning en eftir að IRA lýsti fyrst yfir vopnahléi árið 1994 kom hann sér upp hernaðar- væng, samtökunum „framhald IRA“ (Continuity IRA, CIRA). Sökum fámennis og auraleysis hafa aðgerðir CIRA ekki enn valdið manntjóni. • „Hið sanna IRA“ varð til í október síðastliðinn þegar fjöldi manna sögðu skilið við IRA. Því er haldið fram að samtökin telji um 100 manns sem margir séu reyndir sprengjumenn úr IRA. Stjórnmálaaflið „fullveldisnefnd allra 32 sýslna írlands" (32 County Sovereignty Committee) er talinn stjórnmálarmur hersins en því neitaði talsmaður flokks- ins, Bernadette Sands McKevitt, á mánudag þótt athygli veki að hún er gift Michael McKevitt sem nafngreindur hefur verið sem höfuðpaur „Hins sanna IRA“. IRA beitti þrýstingi Grunur leikur á að INLA, CIRA og „Hið sanna IRA“ hafi undanfarna mánuði haft sam- starf, eftir að IRA lýsti yfir öðru vopnahléi í fyrra. Eftir ódæðið í ----------- Omagh virðist hins vegar sem þrýstingur á þessi samtök um að hætta aðgerðum og virða vilja almennings á N-írlandi, sem ljós varð í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí, hafi aukist gífurlega. Það sem mestu máli skiptir hinsvegar, enda hafa hryðju- verkasamtök svo sem ekki alltaf virt vilja almennings mikils, er að „stóri bróðir", yfirstjórn IRA, hefur beitt gífurlegum þrýstingi eftir Omagh-ódæðið. Fulltrúar Sinn Féin munu nefnilega taka sæti á nýju þingi í september, og jafnvel einnig í ríkisstjórn, og ör- uggt er að þeir munu ekki þegj- andi og hljóðalaust leyfa fyrri bandamönnum að skemma fyrir sér þetta tækifæri til að hafa bein áhrif á stjórnun N-írlands. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.