Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT Quebec-fylki í Kanada Aðskiln- aður ólöglegur Ottawa. Reuters. HÆSTIRÉTTUR í Kanada úrskurð- aði í gær einróma að Quebec-fylki, þar sem franska er móðurmál flestra íbúa, hefði ekki lagalegan rétt til að lýsa einhliða yfir aðskilnaði frá Kanada. Rétturinn komst ennfremur að þeh-ri niðurstöðu að kanadísk yfirvöld yi’ðu að ganga til viðræðna við Quebec ef aðskilnaður yrði samþykktur í al- mennri atkvæðagreiðslu í fylkinu. Alríkisstjómin lagði þrjár spurn- ingar fyrir réttinn. I fyrsta lagi hvort kanadísk lög heimiluðu Quebec að segja sig einhliða úr sambandi við Kanada; í öðru lagi hvort alþjóðleg lög leyfðu slíkt; og í þriðja lagi, hvort bæri yfirvöldum að fara að landslög- um eða alþjóðalögum ef ósamræmi væri á milli? I úrskurði réttarins segir að hvorki kanadíska stjórnarskráin né alþjóðleg lög veiti Quebec rétt til ein- hliða aðskilnaðar, en ef „afgerandi meirihluti" íbúa fylkisins samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu gætu hin fylk- in og alríkisstjórnin ekki neitað fylk- isstjóm Quebec um samningavið- ræður um aðskilnað. -------------- Heilsu Suu Kyi hrakar Rangún. Reuters. HÓPUR stjórnarandstæðinga, sem sneri úr pólitískri útlegð til Búrma fyrr í vikunni, hvetur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Lýðræðis- hreyfingarinnar (NLD), til þess að sýna sveigjanleika í samskiptum við herforingjastjórnina í Búrma. Suu Kyi þraukar enn á 10. degi mótmælasetu í bifreið sinni. For- mælendur NLD greindu frá því í gær að þeir hefðu áhyggjur af bágri heilsu leiðtogans og kváðu hana mundu hætta setunni ef heils- an versnaði. Fresturinn, sem NLD gaf stjóm- völdum til þess að kalla saman þing samkvæmt niðurstöðum kosninga árið 1990, rennur út í dag. Stjórn- völd boðuðu til blaðamannafundar í gær með nokkrum stjórnarand- stæðingum sem snem úr útlegð í Japan fyiT í vikunni. Þeirra á meðal var Win Naing sem sagðist hafa snúið heim vegna breyttrar og betri stefnu herforingjastjómar- innar. Aðrir stjómarandstæðingar hafa gagnrýnt heimkomu félaga sinna sem lélegt bragð. Reuters Fórnar- lömbunum fjölgar MINNINGARATHÖFN var haldin í gær um þá sem létu lífíð í sprengingunni í Na- irobi fyrir tveimur vikum en fórnarlömbum sprengingar- innar hefur fjölgað úr 247 í 253 og tveir þeirra sem slös- uðust eru enn í lífshættu. Þá hafa að minnsta kosti fimm- tíu manns misst sjdnina. Tíu manns fórust í sprengingu er varð á sama tíma í Dar es Salaam í Tansaníu. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna tilræðisins þar. Tvennum sögum fer af því hversu mikilvæg sönnunar- gögnin hafí verið, sem fund- ust við rannsókn kenýsku og bandarísku lögreglunnar á lióteli í Nairobi í fyrradag. Talið er að sprengjan kunni að hafa verið sett saman á hótelinu. Embættismenn vilja hins vegar ekkert segja annað en að Jórdaníumaður að nafni Mohammed Saddiq Odeh sé í haldi en að hann neiti aðild að tilræðinu. Reuters Mótmæla olíuleit ÁTTA félagar í umhverfís- verndarsamtökunum Green- peace réðust í gær til uppgöngu á olíuborpall um 120 km vestur af Kristiansund í Noregi. Með þessu vildi fólkið mótmæla leit Norðmanna að nýjum olíu- og gaslindum neðansjávar. Leiðtogafund- ur vegna átak- anna í Kongó Jdhannesarborg, Brazzaville, Kinshasa, París. Reuters. NELSON Mandela, for- seti Suður-Afríku, hvatti í gær uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Lýðveld- inu Kongó til þess að leggja niður vopn. Mand- ela hyggst kalla saman fund leiðtoga í Suður- og Mið-Afríku til þess að ræða friðsamlega lausn deilunnar. Robert Muga- be, forseti Zimbabwe, gagnrýndi hins vegar Mandela og friðarum- leitanir hans harðlega á blaða- mannafundi í gær og lagði til að ríki í suðurhluta Afríku beittu her- valdi til þess að binda enda á bar- dagana í Lýðveldinu Kongó. Utanríkisráðherra Frakklands, Hubert Vedrine, vill að efnt verði til alþjóðlegrar friðarráðstefnu um ástandið í Mið-Afríku. „Uppreisnin í Lýðveldinu Kongó varðar öll löndin í Mið-Afríku og skilyrði þeirra til friðsamlegra samskipta," sagði utanríkisráðherrann. Ostaðfestar fréttir herma að skæruliðar hafi náð bænum Mbanza Ng- unu, sem er í 120 km fjar- lægð frá höfuðborginni Kinshasa, á sitt vald og ráði þar með veginum til Kinshasa, en stjórnvöld segja það af og frá. Sögu- sagnir eru einnig á kreiki um að Laurent Kabila forseti hyggist kljúfa lýðveldið og lýsa yf- ir sjálfstæði heimahéraðs síns, Shaba, sem er miðstöð námaiðnað- ar í landinu. Rúmlega hundrað sjóliðar úr breska hernum eru komnir til Ma- ya-Maya flugvallarins í Brazzaville. Þeim er ætlað að aðstoða breska ríkisborgara við að komast frá Kinshasa, en höfuðborgimar liggja hvor sínum megin við Kongó-fljót. 250 franskir hermenn eru fyrir á flugvellinum í Brazzaville. Ósætti fyrir stofn- un Norðurheim- skautsráðsins London. Reuters. ÓSÆTTI er á milli nokkurra að- ildarþjóða Norðm'heimskautsráðs- ins en stofnsáttmála þess á að und- irrita á fundi í Iqualuit 17.-18. september nk. Enn liggja ekki fyr- ir drög að sáttmálanum, þrátt fyrir að aðeins sé tæpur mánuður til stefnu. Ástæðan er sögð vera deila tveggja stærstu stofnþjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada, um hvort ráðinu beri að setja sér skamm- eða langtímamarkmið til að leysa vanda frumbyggjaþjóða, svo sem inúíta og sama. Undfrbúningsfundi fyrir stofn- un ráðsins lauk í London í gær án þess að samkomulag næðist um þetta atriði. Embættismenn á fundinum sögðu Kanadamenn vilja setja ráðinu langtímamark- mið en Bandaríkjamenn vildu að ráðið einbeitti sér frekar að skammtímalausnum. „Banda- ríkjamenn vilja ekki undirrita neitt sem kynni að hafa áhrif á fullveldi þeirra og þeir hafa áhyggjur af kostnaði við setningu langtímamarkmiða, þar sem lík- legt hlýtur að teljast að þeir yrðu að greiða stóran hluta hans,“ sagði ónefndur embættismaður í samtali við Reuters. Auk Bandaríkjanna eiga Sví- þjóð, Finnland, Noregur, ísland, Rússland og Danmörk aðild að ráðinu. Á meðal þess sem ráðinu er ætlað að fjalla um, eru vanda- mál íbúa á norðurslóðum, svo sem mengun, ekki síst í sjó, og alvar- leg félagsleg vandamál á borð við áfengissýki. Þá á að reyna að ýta undir viðskipti og samvinnu á ýmsum sviðum á milli aðildar- þjóðanna. Rannsókn á fjáröflun fyrir bandarísku forsetakosningarnar Minnisblað stang- ast á við orð Gores New York. Reuters. BANDARÍSKA dómsmálaráðuneyt- ið hefur komist yfir minnisblað úr Hvíta húsinu, sem virðist stangast á við lýsingu Als Gores varaforseta á því hvernig staðið var að fjáröflun fyrir síðustu forsetakosningar, að þvi er segir í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Á blaðinu er lýst umræðum hóps manna er stýrðu kosningabaráttu demókrata um hvernig beina megi háum framlögum í kosningasjóð flokksins beint til kosningabaráttu Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Gores. Rannsókn á fjáröflun fyrir for- setakosningarnar 1996 hefur staðið í nokkurn tíma og hafa pólitískfr and- stæðingar forsetans fullyrt að hvorki hann né varaforsetinn hafi farið að lögum. Hefur gagnrýnin einkum beinst að Gore en meðal þess sem fullyrt er, er að Gore hafi hringt úr síma Hvíta hússins til að biðja fjársterka stuðningsmenn flokksins um fjárframlög til endur- kjörs síns og forsetans. Hann segist hins vegar hafa talið að framlögin hafi átt að renna til demókrata- flokksins. Reno í vanda Heimildarmenn blaðsins vildu ekki sýna minnisblaðið, sem þeir segja að ónafngreindur, háttsettur aðstoðarmaður vai-aforetans hafi skrifað. Þá vildu þeir ekki gera ná- kvæmlega grein fyrir vitneskju Gor- es um hvert framlögin áttu að renna. Sögðu þeir blaðamönnum New York Times að minnisblaðið væri ekki full- nægjandi sönnun þess að Gore hafi vitað um þessar tilfærslur á fjár- munum milli kosningasjóða, þótt það benti til þess. Málið er afar snúið fyi'ir dóms- málaráðheirann Janet Reno, sem lýsti því yfir á síðasta ári að hefðu Gore og Clinton beðið beint um framlög til endurkjörsbaráttu sinn- ar, úr símum embættanna, væri það brot á alríkislögum. Ráðuneyti henn- ar rannsakaði málið og í desember sl. lýsti hún því yfir að Gore lægi ekki lengur undir grun um misferli, þar sem ekki hefðu fundist sönnun- argögn til að styðja það. Heimildarmenn NYT innan dóms- málaráðuneytisins segja mjög skipt- ar skoðanir um mikilvægi minnis- blaðsins. Rannsókn á hringingum Gores hefur verið tekin upp að nýju og hefur Reno verið hvött til þess að skipa óháðan saksóknara í málinu. Hún hefur hins vegai' ekki enn tekið ákvörðun um það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.