Morgunblaðið - 21.08.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 37*
ásamt Róbert litla og starfaði hún
hjá Morgunblaðinu eftir það. Þau
voru ekki mörg árin sem þessi litla
fjölskylda fékk að vera saman en
víst hafa þau verið dýrmæt.
Nú eru hljómamir þagnaðir. Eft-
ir stöndum við og kveðjum unga
konu sem olli hlutverki sínu vel.
Guð blessi minningu hennar.
Anna og Kristinn.
Við Olga urðum vinkonur í
menntaskóla, þegar við settumst í
sama bekk. Námið var þó ekki það
sem batt okkur tryggðarböndum,
heldur frístundirnar. Af þeim var
nóg á þessum árum. Eins og
menntaskólanemum sæmir sátum
við gjarnan á kaffíhúsum og rædd-
um landsins gagn og nauðsynjar.
Stundum voru þessir fundir okkar á
þeim tíma, sem við hefðum með
réttu átt að hlýða á lærimeistara
okkar, en það varð ekki við öllu séð.
Á lokaárinu urðu kaffíhúsaheim-
sóknir enn fleiri en ella og svo
rammt kvað að þessum fjarvistum
okkar í einu fagi, að um vorið fórum
við og keyptum námsbækurnar og
frumlásum fyrir prófíð. Olga fékk
auðvitað toppeinkunn, en lélegri
námsmaður áttaði sig full seint á
hve erfítt var að fylgja í fótspor
hennar að því leyti.
Ég fylgdi þó með ánægju í fót-
spor hennar í Grikklandsför okkar
fyrir réttu 21 ári. Flestir 17 ára
krakkar hefðu látið sér nægja að
vappa milli verslana og liggja í sól-
baði, en ekki Olga. Hún hljóp við fót
milli safna og rústa og gerði sitt
besta til að mennta vinkonu sína.
Það reyndi hún líka í tónlistinni, þar
sem hún hlustaði á klassíkina, á
meðan fáfróðari vinkona tók upp
poppþætti í útvarpinu.
Eftii' menntaskólann fór Olga til
Strassborgar, en ég til Heidelberg,
svo við gátum haldið áfram að hitt-
ast af og tiL Næstu árin vorum við
hins vegar sjaldan á sama stað á
sama tíma, en það skipti litlu, fjar-
vistimar höfðu engin áhrif á vinátt-
una.
Fyrir nokkrum árum hitti ég
Olgu hér á landi og sá Alexander og
Róbert litla í fyrsta skipti. Ég vissi
þá af veikindunum, sem hún barðist
við, en eins og allir vonaði ég að
uppstytta yrði, svo hún fengi lengur
notið samvistanna við þá feðga. Það
átti ekld að verða.
Ég naut gestrisni Olgu og Alex-
anders í Stokkhólmi um páskana á
síðasta ári, þegar við Hanna Katrín
heimsóttum þau og soninn. Þá var
augljóst það mikla ástríki er bjó í
litlu fjölskyldunni, sem þurfti að
horfast í augu við erfiðleika og
óréttlæti.
Olga og Alexander ákváðu á síð-
asta ári að flytja til íslands. Hérna
vildi Olga vera síðustu ævidagana,
þótt enn ríkti sú von að hún næði að
sigrast á krabbameininu. Alexander
studdi konu sína í þessu sem öðru.
Leiðir okkar Olgu lágu aftur sam-
an, því nú urðum við starfsfélagar á
Morgunblaðinu, þar sem hún vann
við greina- og myndasafnið. Hún
eignaðist fljótt vináttu og virðingu
starfsfélaga sinna og ég veit að
samstarfskonur hennar á greina- og
myndasafninu sakna sárt vinar í
stað. Sjálf sótti hún ánægju og
styrk í vinnuna.
Minningar sækja að á þessari
sáru stundu og söknuðurinn hefur
fundið sér varanlegan bústað. Fátt
kann ég til huggunar eiginmanni
sem missir heittelskaða konu sína,
sex ára syni sem reynir að skilja af
hverju mamma er farin, og móður
sem missir einkabarn sitt. Megi
minningin um Olgu styrkja þau öll.
Ragnhildur Sverrisdóttir.
Olga vinkona okkar er nú fallin
frá langt um aldur fram. Hún háði,
með hléum, erfíða baráttu við
krabbamein síðustu ár ævi sinnar
og sýndi hún á þeim tíma baráttu-
vilja, styrk, æðruleysi og ekki síst
mannlega reisn. Olga naut dyggs og
kærleiksríks stuðnings sinna nán-
ustu. Samheldni þeirra, samvinna
og elskusemi á árum veikindanna
og endranær bera þeim fagurt vitni
sem ekki gleymist.
Á kveðjustund leyfum við minn-
ingum um vinkonu okkar að
streyma fram í hugann. Þær eru all-
ar góðar, eins og smyrsl á óumflýj-
anlegan söknuð sem tíminn á eftir
að milda.
Olga var traust vinkona og ein-
staklega hugulsöm og kom það
glöggt fram í góðum móttökum og
gestrisni sem hún veitti okkur. Það
var sama hvort var hér heima, á
hlýjum sumardögum í Stokkhólmi
með tilheyrandi ferðum um áhuga-
verða staði borgarinnar eða á
frostköldum vetrarkvöldum í
Helsinki, Olga gerði komu manns
og dvöl eftirminnilega og ljúfa. Olga
var falleg kona og glæsileg á sinn
látlausa hátt. Hún var létt í lund og
félagslynd og kunni vel að meta
stundir í góðra vina hópi, sem ein-
hvem veginn urðu svo fágaðar í ná-
vist hennar. Við minnumst sérstak-
lega kvöldstundar sem við áttum
saman, þegar Alexander töfraði
fram dýrindis máltíð sem við nutum
í sameiningu við kertaljós og tónlist.
Olga var smekkvís og bar næmt
skynbragð á listir og nutu þeir eig-
inleikar sín vel þegar hún starfaði
við menningarmiðstöðina Sveaborg.
Fleiri sóttust eftir einstökum
starfskröftum hennar jafnt til vinnu
og í þágu félagsstarfa enda var hún
greind. Gáfur hennar birtust meðal
annars í því hvað hún náði auðveld-
lega valdi á hinum ólíkustu tungu-
málum. Hún var ábyrgðarfull og
ki'öfuhörð í eigin garð og lagði
metnað í verk sín en lét lítið yfir
sér. Hún var sjálfstæð og ákveðin í
skoðunum en virti jafnframt skoð-
anir annarra. Olga hafði gott skop-
skyn. Dillandi hlátur hennar hljóm-
aði gjarnan þegar hugmyndum um
óáþreifanlega hluti var að hennar
mati skotið yfir markið. Þessi hlý-
legi, glettni hlátur rétti hugmynd-
irnar af á einkar þægilegan hátt og
honum fylgdi fallegt bros. Þessi
hlátur lifir í hugskoti okkar.
Olga bjó mörg ár erlendis við
nám og störf: í Frakklandi, Finn-
landi og Svíþjóð, en í Stokkhólmi
kynntist hún eiginmanni sínum,
Alexander Serna Marchán og þar ól
hún son þeirra, Róbert Alexander.
Um mitt ár 1997 fluttu þau svo til
Islands. Olga lagði ásamt Alexander
mikla alúð við uppeldi Róberts.
Hann ber umhyggju þeirra og góðu
uppeldi glöggt vitni; þar fer hug-
myndaríkt, opið, líflegt og skynugt
barn. Þótt Olgu njóti ekki lengur
við mun Róbert ávallt búa að þeim
mikilvægu mótunarárum sem hann
hefur þegar lifað með móður sinni.
Við gætum lengi áfram borist
með straumi minninganna en þetta
brot af þeirri miklu og fallegu mynd
sem kemur upp í hugann þegar
Olgu er minnst látum við nægja.
Iiynni okkar af henni hafa auðgað
líf okkar og fyinr það erum við
hjartanlega þakklátar. Blessuð sé
minning Olgu Harðardóttur.
Við vottum móður hennar, eigin-
manni og syni okkar dýpstu samúð
og biðjum Guð að styrkja þau og
blessa.
Ragna og Bjargey.
Kæra Olga. Kynni okkar tveggja
hófust ekki almennilega fyrr en í
Finnlandi árið 1985 þó að við hefð-
um lengi vitað hvor af annarri, hist
reglulega í barnaafmælum hjá sam-
eiginlegum frændsystkinum og átt
stutta samleið í menntaskóla. Nei,
kynni okkar og vinátta hófust í
Finnlandi veturinn 1985 þegar við
vorum þar báðar við nám og urðum
nágrannar. Við vissum það ekki þá
hve samgangur okkar átti eftir að
verða mikill og hve vænt okkur
Friðriki átti eftir að þykja um vin-
áttu þína.
Vináttan var notaleg veturinn
1985 þegar órejmdur græningi, svo
til mállaus með skóladönskuna sína
og enskuna í landi þar sem fínnska
er töluð, gat leitað til jafnmikillar
málamanneskju og þú varst. I sam-
anburðinum varstu sigld, hafði áður
búið erlendis og að auki verið nægi-
lega forsjál að leggja stund á
finnsku í háskólanum hér heima áð-
ur en þú fluttir til Finnlands. Þú
gast bjargað þér hvar sem var og
hvenær sem var í þessu fallega
landi. Um tíma bjuggum við í sömu
blokk og jafnvel í sama stigagangi
og það var lítið mál að koma til
hjálpar þegar vandræðin bönkuðu
upp á.
Um tíma leigðir þú svo skammt
frá okkur Friðriki í Utnesi og þar
varð samgangurinn enn nánari. Á
þessum árum var áhyggjuleysi há-
skólaáranna notið til hins ítrasta og
ýmislegt brallað og rætt. Söknuður-
inn var því mikill þegar þú fluttir til
Svíþjóðar en lífið heldur áfram. Vin-
áttunni var ekki lokið. Þú gistir í
íbúðinni okkar þegar þú ski-appst í
heimsókn til Finnlands og við feng-
um að gista í íbúðinni ykkar Alex-
anders í Stokkhólmi þegar við flutt-
um alfarið heim til íslands vorið
1991. Þar sagðir þú okkur frá Alex-
ander í fyrsta skipti og okkur sárn-
aði það óréttlæti að jafnyndislegur
og vel menntaður læknir gæti ekki
fengið lækningaleyfi og það á sjálf-
um Norðurlöndunum.
Síðustu árin hefur sambandið því
miður ekki verið jafnmikið og við
hefðum viljað. Við höfum talað sam-
an í síma og alltaf hefur verið mein-
ingin að hittast en því miður ekkert
orðið úr því. Við eigum eftir að hitt-
ast aftur en þangað til það verður,
biðjum við guð að styrkja og vernda
Róbert Alexander, Alexander og
Sigrúnu, móður þína. Megi guð og
gæfan fylgja þeim.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
Hún Olga okkar er dáin. Hún lést
snemma morguns 11. ágúst síðast-
liðinn. Litli drengurinn hennar
rumskaði af værum svefni og leitaði
í hlýju ókunnugs rúms vinafólks.
Staldraði stutt og hvarf aftur í sitt.
Sú hugsun hvarflar að að mamma
hafi kvatt litla augasteininn sinn.
Olga Harðardóttir bættist í vina-
hópinn á Finnlandsárum 1984-1988.
Hún var við finnskunám og vann
hjá Norrænu listamiðstöðinni á
Sveaborg. Vinátta okkar efldist og í
hópinn bættust eiginmaður á Sví-
þjóðarárum og móðir hennar Sig-
rún. Og vinátuböndin styi'ktust enn
frekar við heimkomu beggja aftur
til íslands um miðjan þennan ára-
tug. Olga var jafnan í góðum vina-
hópi hrókur alls fagnaðar, hlý í við-
móti við alla og ávallt vinsæl. Þegar
veikindin steðjuðu að eftir 1990 kom
styrkur hennar í ljós. Olga var sterk
kona, vaxin úr góðum jarðvegi
þessa harðbýla lands. Og nú er hún
horfin sjónum yfir móðuna miklu.
Eiginmaður sonur og móðir hafa
mikils misst. Erfitt verður að fylla
skarð þessa góða vinar okkar, en
hlýjar minningar um hana fylgja
okkur ævilangt. Á þessari erfiðu
stund vottum við Alexander, Róbert
litla og Sigi'únu okkar innilegustu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja þau um ókomin ár. Vinirnir
eru margir og munu gera allt
sem þeim er unnt til að létta sporin.
Sólveig Pétursdóttir
og Borgþór S. Kjærnested.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns,
FRIÐFINNS GÍSLASONAR,
Sæborg, Glerárhverfi,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar
F.S.A. fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingunn Helga Hallgrímsdóttir.
t
Okkar ástkæri,
STEINAR BENJAMÍNSSON,
Lóurima 7,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 18. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Lilja Dóra Hjörleifsdóttir,
Hjörleifur H. Steinarsson, Katrín Brynjarsdóttir,
Benjamín Steinarsson, Dagný Baldursdóttir,
Guðlaugur I. Steinarsson,
Guðlaug B. Steinarsdóttir,
Inga Rós Steinarsdóttir,
Sigurður V. Benjamínsson, Steinunn Marinósdóttir,
Elsa Benjamínsdóttir, Ólafur Gunnarsson,
Hjörleifur Guðnason, Inga J. Halldórsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
LEIFUR SIGURÐSSON
rafvirkjameistari,
Akurgerði 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 19. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
María Auður Guðnadóttir,
Sólveig Leifsdóttir, Gísli Blöndal,
Halla Leifsdóttir, Jón Pétur Guðbjörnson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÖF ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR,
Lágabergi 5,
Reykjavík,
andaðist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
að morgni fimmtudagsins 20. ágúst sl.
Haraldur Lýðsson,
Haraldur D. Haraldsson, Hanne Fisker,
Friðgeir S. Haraldson, Ragna Rut Garðarsdóttir,
Inga Þóra Haraldsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Goðatúni 7,
Garðabæ,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn
18. ágúst.
Halldóra Gunnarsdóttir,
Grettir Gunnarsson,
Rakel Eva Gunnarsdót-
tir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Vinur okkar og frændi,
HALLDÓR JÓNSSON
frá Teigi,
síðast til heimilis að Miðsitju,
andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks mánudaginn 17. ágúst.
Jarðsett verður frá Viðvíkurkirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Sólveig Stefánsdóttir, Jóhann Þorsteinsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar,
BENEDIKTS KRISTJÁNSSONAR,
f. 21. ágúst 1910, d. 2. júlí 1998,
fyrrum sjómanns og verkamanns
frá Bolungarvík,
elliheimilinu Grund,
áður Barmahlíð 55, Reykjavík
Kristján Benediktsson,
Friðgerður Sigríður Benediktsdóttir,
Ársæll Benediktsson.