Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.08.1998, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 MORGUNB L AÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndir/Sambíóin og Stjörnubíó hafa tekið til sýninga stórmyndina Godzilla með Matthew Broderick og Jean Reno. Godzilla er nýjasta afsprengi leikstjórans Ronalds Emmerich og framleiðandans Deans Devlin. Godzilla kallar eyðileggingu og ringulreið yfir New York borg. Stærsta ófreskj- an snýr aftur sem við notuðum frá upphaflegu myndinni. Svo spurðum við okkur sjálfa hvað við myndum gera í dag til þess að vinna ófreskjumynd úr sögu á borð við þessa. Hvað er ógn- vekjandi fyrir fólk núna, hvað er nýtt? Godzilla raskar lífinu í fjölmennri stórborg en það sem gerir hana ógnvekjandi er að hún hagar sér eins og dýr sem lendir í gildru og er að reyna að lifa af. Ógn- in stafar af því að menn eru að fást við risa- stórt, óútreiknanlegr dýr.“ Þótt ófreskjan Goidzilla sé eigin- lega í aðalhlut- verki leika mennskir leikar- ar stórt hlut- í Jé verk, einkum W Matthew Broderick úr Ferris Bueller’s Day Off og Cable Guy og hinn franski Jean Reno, sem er þekktur úr Leon, La Femme Nikita og Les Visiteurs I og II. Emmerich og Devlin, sem auk þess að leikstýra og framleiða tóku þátt í að skrifa handritið sem mynd- in byggist á, segjast lengi hafa verið aðdáendur Brodencks og Reno. Godzilla hafi gefið þeim tækifæri til þess að vinna loksins með þessum hæfileikamönnum enda segjast þeir hafa skrifað hlutverk þeirra með þá í huga. Persónunni sem Broderick leikur var svo gefið nafnið dr. Nick Tatopoilos í höfuðið á og til heiðurs brellumeistara myndarinnar, sem heitir Patrick Tatopoulos og skap- aði hina óhugnanlegu Godzilla, ár- gerð 1998. JAFNVEL sjóaði upptökumað- urinn Animal (Hank Azaria) getur ekki leynt skelfingu sinni og hryllingi þegar hann kemst í návfgi við Godzillu. ÞEGAR voidug skip hverfa skyndi- lega í hafdjúpin með manni og mús á svipuðum tíma og risastór fótspor eftir óþekkta lífveru finnast í Panama, Tahiti og Jamaica verður ijóst að menn standa frammi fyrir mikilli ráðgátu. I ljós kemur að risastór skepna, um 130 metra há, er á ferð um jörð- ina og virðist á leið að einum þétt- býlasta byggðarkjarna jarðarinnar, Manhattaneyju. Hvar sem hún kemur skilur hún eftir slóð ótrú- legrar eyðileggingar og ringulreið- ar. Sundurleitur hópur sem í eru sjónvarpsfréttamaður, myndatöku- maður, vísindamaður og dularfullur franskur rannsóknarmaður frá tryggingafélagi tekur saman hönd- um við bandaríska herinn og mynd- ar bandalag til þess að uppiýsa leyndarmálið sem býr að baki þess- ari skepnu og koma í veg fyrir að það maii mestu stórborg jarðarinn- ar mélinu smærra. Myndir um ófreskjuna Godzilla eiga sér um það bil 45 ára gamla sögu, sem byrjaði í Japan með frumsýningu myndarinnar Gojira árið 1954. Tveimur árum síðar var myndin endurgerð í Bandaríkjun- um með Raymond Bun-, best þekkt- an sem Perry Mason og Ironside, í aðalhlutverkinu. Síðan þá hefur Godzilla leikið lausum hana í 22 kvikmyndum og er ein þekktasta og langlífasta ófreskja kvikmyndasögunnar. Aðalleikarar myndarinnar, Jean Reno, (Philippe Roaché) og Matthew Broderick ( dr. Nick Tatopoulos) á tali við Ieikstjórann Roland Emmerich. Mennirnir sem nú hafa vakið þessa 130 metra háu ófreskju til lífsins eru leikstjórinn Ronald Emmerich og framleiðandinn Dean Devlin, sem saman gerðu myndina Independence Day fyrir þremur ár- um og þar áður Stargate. Independence Day er meðal mest sóttu mynda allra tíma og þegar þeir félagar voru að leita að verk- efni til þess að halda samstarfi sínu áfram varð Godzilla fyrir valinu. Emmerich segir að Godzilla sé hin fullkomna ófreskjumynd. „Við viijum reyna að þenja öll takmörk brellumeistaranna til hins ýtrasta, segir hann. „Tæknin er alltaf að breytast og í hverri mynd eru not- uð ný tækni. Að mörgu leyti var þessi mynd flóknari í gerð en Independence Day. Hún var meiriháttar verkefni." Emmerich segir að þótt hann hafi haft gaman af upprunalegu Godzilla myndunum hafi hann alls ekki ætlað sér að endurgera þær. „Við tókum þann hluta upphaflegu myndarinnar að ófreskjan verður til vegna geislunar. Það er það eina Danskir dagar í Stykkishólmi Herskáir heima- menn EFLING Stykkishólms stóð fyrir dönskum dögum í fimmta skipti um síðustu helgi. Fjölbreytt dag- skrá var í boði. Á föstudagskvöld var grillveisla niður við höfn og bryggjuball þar sem hljómsveitin Stykk spilaði. Á iaugardag voru ýmis leik- tæki fyrir börn og á grasflötinni við slökkvistöðina var stórt sölu- tjald þar sem fram fór skemmti- dagskrá, leikfélagið Grímnir flutti m.a. leikþætti. Þá vekja uppboð Lionsmanna jafnan mikla athygli og skemmtan. Þar eru boðnir upp notaðir munir sem Lionsmenn eru ekki vandræðum að finna notagildi á. Mikill mannfjöldi tók þátt í dönskum dögum að þessu sinni og ljölgar gestum á hveiju ári. Morgunblaðið/Gunnlaugur SETT var upp bæjarhlið á Dönskum dögum í Stykkishólmi. Allir gest- ir sem komu til bæjarins voru stoppaðir, þeir voru boðnir velkomnir og boðin dagskráin. Það eru Gunnar Már Gestsson og Þorsteinn Eyþórsson sem standa vörð við bæjarhliðið. Mikið er um að gamlir Hólmarar komi í heimsókn til ættingja og vina og skapast þá gott tækifæri að hitta gamla kunningja og rifja upp árin í Hólminum. Fótgönguliðar úr búðum leikfélagsins Grímnis mættu á staðinn og tóku æfingu. Þeir virtust ekki vera í góðri þjálfun, en svipurinn var herskár. MÆÐGURNAR Unnur Jónasdóttir og Dagbjört Níelsdóttir. Dagbjört er orðin 92 ára gömul og þrátt fyrir háan aldur lét hún sig ekki vanta og fylgdist með dagskránni og mannlífinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.