Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ >40 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR Framkvæmdavald á villigötum Á DÖGUNUM lét forsætisráðherra þess getið, að sér geðjaðist ekkert betur að einok- un einstaklinga en ein- okun ríkisins. Að vísu hefír hann ekki haft umboð fóstra síns Hólmsteins til að gefa slíka yfirlýsingu, enda er ráðherrann þarna í ,orði en ekki á borði. Á borði ber hann nú einna þyngsta ábjrrgð á því, að örfáir þegnar þjóðfélagsins fái einok- að auðlind Islands, fiskimiðin við strendur landsins, í eigin þágu og rakað saman ótrúlegum einka- gróða í skjóli þeirrar einokunar. Það er vægt til orða tekið að nefna það framferði gripdeild, enda brot á lögum, sem kveða á um að fiskimið- in skuli vera sameign þjóðarinnar. Bætir ekki úr skák að gripdeildin skuli framin beinlínis í skjóli fram- kvæmdavaldsins. Það er mikið áhyggjuefni hvernig framkvæmdavaldið leyfir sér að fót- um troða lög og reglur, sem því ber augljóslega að fara eftir. Raunar á slík gagm-ýni beint erindi við lög- gjafarvaldið í hvers umboði fram- kvæmdavaldið starfar. Allir, sem nærri löggjöf hafa komið, og eins þeir sem lög túlka, vita fullvel að yfírlýsingar og útlist- anir, sem fylgja lagafrumvörpum, öðlast lagaígildi þegar frumvarp verður að lögum. Til laganna og skýringa sem þeim fylgir, nær um- ^fíoð framkvæmdavaldsins - en lengra ekki. Við setningu laga um einkavæð- ingu ríkisbankanna lýsti banka- málaráðherra þvi yfir, fyi'ir hönd ríkisstjórnarinnar, að bankarnir myndu verða í eigu ríkisins a.m.k. næstu fjögur ár. Fleiri yfirlýsingar voru gefnar, s.s. eins og um samráð við starfsmenn bank- anna o.fl. Blekið var vart þornað á undirskrift bankamálaráðherrans undir lögin, þegar hann sendi mann út af örkinni til Svíþjóðar að ræða við Wallenberga um kaup SE-bankans á „ráðandi hlut“ í Landsbanka íslands, eins og það var orðað. Forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann teldi „glapræði“ að hefja ekki slíkar við- ræður. Og varaforsæt- isráðherra, Halldór Ásgrímsson, lýsti yfír fullu samþykki sínu við svo „gagnlegar“ viðræður. Þá rauk íslandsbanki upp til Öll meðferð bankamála undanfarna mánuði, segir Sverrir Her- mannsson, er ömur- legt klúður manna, sem kunna ekki til verka, en sjást ekki fyrir í valdabrölti sínu. handa og fóta og vildi fá keyptan Búnaðarbankann. Bankamálaráð- herra leizt kannski ekki eins vel á það, af öðrum ástæðum, en til- nefndi strax menn í samningavið- ræður. Nú liggur það fyrir, deginum ljós- ara, að bankamálaráðherra hafði ekkert umboð til fyrrgreindra at- hafna, né heldur aðrir ríkisstjórnar- menn. Þvert á móti voru þeir að brjóta lög, eða ígildi laga, með fram- Sverrir Hermannsson ferði sínu. Gagnvart Alþingi verða þetta að teljast umboðssvik og myndi ráðherra í venjulegu lýðræð- isríki samstundis leystur frá störf- um fyrir slík afglöp, sem í þessu falli eru raunar afbrot af ráðnum hug. Meðferð ríkisstjórnarinnar á bankamálum síðustu mánuði er skrípaleik líkust. Lög og lagaígildi frá Alþingi eru virt að vettugi og gengið yfír þau á skítugum Fram- sóknarskóm, sem forsætisráðherr- ann reynir jafnóðum að pússa. Þegar á því hefir gengið lengi, til- kynnir ríkisstjórnin að hún hafi komið sér ásamt um nýja stefnu í bankamálum. Og bankamálaráð- herra setur ábúðarmikill blaða- mannafund og tilkynnir um niður- stöðu: Ríkisstjórnin hefir ákveðið að taka upp sömu stefnu í banka- málum og mörkuð var með laga- setningu sl. vor! Og hverfa þar með frá hinni stefnunni sem hún hafði tekið í blóra við vilja Alþing- is! Nema að einu leyti, og þar hrapar ríkisstjórnin á ný í sömu vilpuna: Ákveðið er að selja allan Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins, tilkynnir bankamálaráðherra. Nú vill svo til að skýi', ný lög kveða svo á að heimilt skuli að selja 49% hlutafjár Fjárfestingabankans. Af þeim lögum takmai'kast umboð framkvæmdavaldsins og breytir í engu þótt stoppa þurfi í fjárlagagat með andvirði bankans. 011 er meðferð bankamála und- anfarna mánuði ömurlegt klúður manna, sem kunna ekki til verka, en sjást ekki fyrir í valdabrölti sínu. Það er gróflega dapurlegt til þess að hugsa að formaður Sjálf- stæðisflokksins skuli hafa samið um framhaldslíf núverandi banka- málaráðherra í embætti, ef núver- andi stjórnarflokkar halda meiri- hluta á Alþingi í næstu þingkosn- ingum. Tæplega verða allir kjós- endur Sjálfstæðisflokksins með hýrri há þegar rennur upp fyrir þeim að til þess muni afl atkvæða þeirra verða notað ef forystunni gefst færi. Höfundur er fv. bnnkastjóri. Rfldsstyrkt tímaskekkja ? MÁLEFNI Útflutn- ingsráðs Islands hafa verið til umíjöllunar í fjölmiðlum að undan- fömu. Deildar mein- ingar era um starf- semi ráðsins og starfs- hætti, sem og fjár- mögnun. Enginn dreg- ur í efa nauðsyn öfl- ugrar kynningarstarf- semi fyrir íslensk fyr- irtæki og íslenska framleiðslu. Menn greinir hins vegar á um þau formerki sem notuð eru og afskipti '' Útflutningsráðs af þeim greinum þar sem hörð samkeppni ríkir milli fyrir- tækja. Um meinta mismunun Útflutn- ingsráðs má nefna mörg dæmi. Mismunun sem felst í því að ein- stök fyrirtæki eru sniðgengin og beint eða óbeint unnið gegn hags- munum þeirra í samkeppni við aðra útflytjendur. Undirritaður hefur um árabil stundað útflutn- ing sjávarafurða, þar á meðal til Japans, og einnig nokkuð til Taí- - vans. Fyrir þremur árum kom hingað til lands sendinefnd fisk- kaupenda frá Japan, ég frétti af þessari sendinefnd fyrir tilviljun og því að efnt yrði til sérstaks fundar þeirra og helstu útflytj- enda til Japans. Þegar ég hafði samband við Útflutningsráð og ___yildi vita hvers vegna ég hefði ekki verið látinn vita um þetta, varð fátt um svör, en mér var síðan bætt inn í hópinn á sein- ustu stundu. Sama var uppi á teningnum þegar sendinefnd kom ný- lega frá Taívan, ég frétti fyrst að hún væri komin til lands- ins í fjölmiðlum. Þeg- ar leitað var til Út- flutningsráðs um hugsanleg tækifæri til að hitta nefndar- menn, var svarið það, að dagskráin væri fullskipuð og að ekki væri hægt að bæta fleiri fundum við, en ég gæti sent bæklinga á hótelherbergin þeirra, mér tókst þó að lokum, með því að hafa samband beint við einn full- trúann, að fá fund með honum snemma á sunnudagsmorgni, rétt áður en þeir fóru af landi brott. Mér þætti frqðlegt að vita hvernig Úí velur þau fyrirtæki sem fá að hitta þær sendinefndir sem koma hingað til lands. Það er löngu tímabært að skil- greina að nýju hlutverk Útflutn- ingsráðs íslands. Undanfarin ár hefur starfsemin æ meira færst yfir í þann farveg að vinna beint með einstökum fyrirtækjum og þannig farið niður á samkeppnis- og sölusviðið sem er viðfangsefni atvinnulífsins. Þessi starfsemi er að stærstum hluta fjármögnuð með veltuskatti, svonefndu mark- Einar Guðbjörnsson Ríkisstyrkt kynningar- starf sem mismunar einstökum fyrirtækj- um, segir Einar Guð- björnsson, er ekki viðeigandi í nútíma- samfélagi. aðsgjaldi, sem leggst jafnt á öll fyrirtæki, án tillits til þess hvort þau stundi úftlutning eða hvort þau njóta þjónustu Úí. Stjórn ráðsins er skipuð fulltrúum ein- stakra fyrirtækja, að öllu jöfnu þeirra stærstu á sínu sviði. Það eitt býður upp á beina hagsmuna- árekstra. Enginn dregur í efa gildi öfl- ugrar og skipulagðrar kynningar fyrir land og þjóð, enda verja flestar þjóðir umtalsverðum fjár- munum í slíka starfsemi. Það starf á hins vegar að vera undir almennum formerkjum og þannig að allir njóti góðs af. Eðlilegast væri að starfsemi ÚI félli beint undir utanríkisþjónustuna. Hlut- verk þess ætti að vera að sinna al- mennri kynningu á íslensku at- vinnulífi og einstökum útflutn- ingsgreinum án beinna tengsla við ákveðin fyrirtæki. Á því sviði er mikið starf óunnið. Slíka starf- semi ber að fjármagna með beinu framlagi á íjárlögum, enda til- gangurinn sá að kynningin komi öllum til góða. Ríkisstyrkt kynn- ingarstarf sem mismunar einstök- um fyrirtækjum er ekki viðeig- andi í nútímasamfélagi. Það er tímaskekkja. Höfundur er framkviemdastjóri Sameinaðra útflytjenda og situr í stjórn Samtaka verslunarinnar. HESTAR Haustbeit MIKILVÆGT er að hestar komist í loðna og helst óbitna haga á haustin, hafi nóg skjól og vatn og hafi þurrt undir fótum. Loðnir hagar, þurrt land, gott skjól og vatn ÞRÁTT fyrir gott veður að undan- fórnu er það staðreynd að haustið er framundan. Hefð hefur verið fyrir því hér á landi að hestamenn taka sér frí og sleppa hrossunum á haust- beit. Þeir sem stunda hestamennsk- una af kappi, vetur, vor og sumar hlaða batteríin íyrir næstu vertíð og vafalaust er fríið ekki síður kærkom- ið hestunum. Ásdís Haraldsdóttir bendir hér á nokkur mikilvæg atriði í sambandi við haustbeit hrossa. Þegar hestunum er sleppt í haust- hagana þarf fyrst að huga að tvennu. Nauðsynlegt er að draga undan þeim og gefa ormalyf. Grundvallar- atriði ei' að landið sé loðið og nógu stórt. Þar þarf að vera gott vatn og góð skjól. Ef skjól eru ekki frá nátt- úrunnar hendi verður að útbúa ein- hvers konar skýli fyrir hrossin þar sem þau geta staðið af sér illviðri. Slæmt að vera á blautu landi Mjög slæmt er fyrir hross að ganga á blautu landi á haustin og ber að hafa í huga að mýrlendi sem ekki virðist blautt á sumrin getur tekið stakkaskiptum í rigningatíð. Það getur verið í lagi að hafa hross á slíku landi ef þau hafa jafnframt að- gang að þurrlendi. Ef hross standa lengi í bleytu er hætta á að þau fái holdhnjóska. Ef það gerist eiga þau erfitt með að halda holdum, sérstak- lega í slæmri tíð. Ef öllum þessum atriðum er fylgt ætti ekki að væsa um hrossin, en nauðsynlegt er að hafa gott eftirlit með þeim. Hross eru mjög misjöfn í hárafari og misdugleg að bjarga sér. Því er gott að heilsa upp á þau öðru hverju og taka á þeim til að kanna holdafarið og ekki síður hárafarið. Ef holdhnjóskar finnast í hrossum verður að gera ráðstafanir enda geta þau hrunið niður á nokki'um dögum í vondu veðri sé ekkert að gert. Borgar sig ekki að spara beitina Að sögn Olafs Dýi'mundssonar landnýtingan'áðunautar hjá Bænda- samtökunum hafa margh' hesta sína á snöggu landi á sumrin til að halda holdsöfnun í skefjum. Hann segir það afai' mikilvægt að þessum hross- um sé sleppt á vel loðna haga á haustinn. „Ef gert er ráð fyrir 1 ha. vel gróins lands á hross yfir sumarið verður að reikna með að bæta öðrum hektara við fyrir haustbeitina. Land- ið verður að vera vel loðið, helst óbit- ið. Gróður hættir að spretta og það gengur á hann,“ segir hann. „Ef ekki er hugað að þessu lendir fólk í vandræðum. Hrossin fara að leggja af í stað þess að safna holdum, eins og þau eiga að gera á þessum tíma, og það verður jafnvel að taka þau inn og byrja að gefa þeim. Oft getur tekið marga mánuði að ná hrossi upp ef það lendir í aflögn. Það er því engum greiði gerður við að spara beitina við hrossin á haustin, hvorki hrossunum, né mönnunum." Skjótt skipast veður Þótt veðrið sé milt um þessar mundir skipast skjótt veður í lofti á íslandi eins og allir vita. Oftast er hægt að hafa hross á haustbeit til áramóta, en þó kemur fyrir að vet- urinn byrjar snemma og hefur kom- ið fyrir á undanförnum árum að jarðbönn hafa verið í nóvember. Hestaeigendur verða því að gera ráð fyrir þessu og vera viðbúnir því að þurfa að byrja að gefa hrossun- um út snemma eða taka þau inn. Frægir garpar á meistaramóti And- vara um helgina ALLS bárust 230 skráningar á opna meistaramótið sem Andvari heldur á Kjóavöllum um helgina og eru for- svarsmenn mótsins að vonum ánægðh'. Mótið hefst klukkan 16 í dag með keppni í B-flokki. Þeir eru ekki af lakari endanum hestarnir sem taka þátt í mótinu. Sem dæmi má nefna að í 150 m skeiði keppir nýbakaður Islands- meistari, Neisti frá Miðey, auk Áka frá Laugarvatni og fleiri. í 250 m skeiði keppa m.a. Glaður frá Sigríð- arstöðum, Bendill frá Sauðafelli og Snarfari frá Kjalarlandi. Siguivegai'inn í tölti á íslandsmót- inu á Æðarodda, Laufi frá Kollaleiru, mætir í töltkeppnina og að sjálfsögðu Oddur frá Blönduósi. Aðra fræga töltara má nefna, svo sem Ás frá Brekkum og Geysi frá Gerðum. I B-flokki verður keppt á beinni braut og þar keppa meðal annai'ra stóðhestarnir Kjarkur frá Egils- staðabæ og Víkingur frá Voðmúla- stöðum. Vali frá Nýja-bæ og Klakk- ur frá Búlandi eru meðal þeirra sem keppa í A-flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.