Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 17

Morgunblaðið - 08.10.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 17 Svæðisskipulag Landsbankans treyst í sessi Fjölbreytt þjónusta á Norðurlandi SVÆÐISSKIPULAG Landsbanka Islands hefur í samræmi við nýtt stjórnskipulag verið treyst í sessi og svæðin gerð að sjálfstæðari og öflugri einingum. Á fundi fyrir helgi fór Sigurður Sigurgeirsson svæðisstjóri bank- ans á Norðurlandi yfir umfang starfseminnar á svæðinu, en alls eru á því starfrækt átta útibú og afgreiðslur. Þau eru á Akureyri, þar sem eru útibú eða afgreiðslur á þremur stöðum, Skagaströnd, Sauðárkróki, Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Samtals eru starfsmenn 89 í 76 stöðugildum, langflestir á Akureyri, eða 61 í 52 stöðugildum. Viðskiptastofa var stofnuð í byijun þessa árs og sinn- ir hún fjölbreyttum verkefnum m.a. fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og stofnanafjárfesta. Víðtæk fjármálaþjónusta er í boði á Akureyri, bæði við einstaklinga og fyrirtæki, en að sögn Sigurðar er útibú bankans á Akureyri hið eina sem sinnir svo fjölbreyttri starfsemi. Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR Sigurgeirsson, svæðisstjóri Landsbanka Islands á Norð- urlandi, ræðir við Dan Jens Brynjarsson framkvæmdastjóra fjármála- sviðs Akureyrarbæjar. 20% lægra verð Vítamín og steinefni úr ríki náttúrunnar Náttúrlegt og Sími 562 6950, fax 552 6666 Útilífssýn- ingin Vetr- arsport ‘99 EYFIRSKIR vélsleðamenn hafa um árabil staðið fyrir veglegri útilífssýningu á Akureyri og svo verður einnig nú, en sýningin Vetr- arsport ‘99 verður haldin í Iþrótta- höllinni á Akureyri dagana 5. og 6. desember næstkomandi. Markmið sýningarinnar er ekki síst að opna augu fólks fyrir þeim fjölmörgu möguleikum sem það hef- ur til að njóta íslenska vetrarins í stað þess að hírast inni og bíða sum- arsins. Allt á einum stað Á sýningunni verður á einum stað allt sem viðkemur vélsleðamennsku, jeppasporti og almennri útivist að vetrarlagi. Auk ökutækjanna verð- ur það nýjasta í fatnaði, fjarskipta- búnaði, siglingatækjum, öryggis- búnaði og fleiru. Sýning þessi hefur undanfarin ár verið í janúar en er nú færð fram fyrir jól og áramót vegna óska fjölmargra sýnenda. Það er einnig í samræmi við sambærilegar fagsýn- ingar erlendis sem að jafnaði eru haldnar í október eða nóvember. Kosturinn fyrir gesti sýningarinnar er ekki síst sá að nú geta þeir fengið jólagjafir fyrir útilífsfólkið á einum stað. Undirbúningur sýningarinnar stendur nú sem hæst, en mikil vinna liggur að baki slíku sýningarhaldi. Auk framlags sjálboðaliða í hópi vélsleðafólks var fyrirtækið Fremri kynningarþjónusta fengið til að annast undirbúning, enda sýningar- haldið orðið svo umfangsmikið að útilokað er að sinna því eingöngu í sjálfboðavinnu. AKSJON 8. oktober, fímmtudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15Þ-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndm' kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og 20.45. 21 .OOÞDagstofanUmræðuþátt- ur í samvinnu við Dag. www.mbl.is NÚ EBU AOS HEMLAR OC OBVCCISPUDAR MLUTI «1= RÍKUtECUM 5TADALBÚNAÐI Í ÓLLUM PAJERO JEPPUM. MtÁTT PVRIR ÞAD ER VTERDW ÓBREVTT. HKK LA MSTSUBISHt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.