Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 44
■ 44 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐIN fímm ár, sem ég hef starfað við sérkennslu á Suðumesjum, hef ég orðið vör við sterkar væntingar af hálfu foreldra. Ef barninu, að þeirra áliti, gengur ekki nægilega vel, þrýsta foreldrarnir á að fá sérkennslu og halda, að þar sé töfra- lausn að fínna. Skólinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við þessar kröfur for- eldra, en oft er það ekki hægt, bæði vegna skorts á kennurum, 'f tímakvóta eða af öðrum ástæðum. Eðlilegt er að við slíkar aðstæður finnist foreldrum að þeir hafi verið sviknir, þeir verða bitrir og reiðir, því að sérhvert foreldri vill það besta fyrir barnið sitt. Þar sem þetta mál snertir svo marga lesendur blaðsins, langar mig lítillega að fjalla um sér- kennsluna og lýsa því, hvemig hún lítur út frá sjónarmiði kennara. Breytt stefna Sérkennsla, eins og hvert annað fag, og sérkennslufræði, sem vís- indagrein, em hvortveggja breyt- ingum undirorpnar. Nýjar rann- sóknir leiða í ljós nýja þekkingu og þessi þekking getur af sér nýjar kenningar. Sumir þættir virðast þó standast tímans tönn og vera í íúllu gildi nú eins og þá. Fyrir um aldarfjórðungi var ríkjandi stefna enn sú að hafa fatl- aða nemendur í sérskólum, og þannig er málum enn háttað víða um lönd. Hin síðari ár hefur aftur á móti sú stefna ratt sér til rúms á Vesturlöndum, að sem flest böm, helst öll, njóti kennslu í sama bekk með jafn- öldram sínum. Þessi er einnig yfirlýst stefna yfirvalda menntamála hér á landi, og kemur ef til vill best fram í því, að orðið „sérkennsia" er ekki nefnd á nafn í nýjustu grannskóla- lögunum. Skiptar skoðanir Skoðanir um sérkennslu hafa ávallt verið mjög skiptar og eru enn og virðist hver hafa sitthvað til síns máls. Meirihluti fagmanna á Vesturlöndum virðist þó aðhyllast Sérkennsla er mál sem snertir marga. Marjatta Isberg fjallar hér um sérkennslu út frá sjónarmiði kennara. sk. blöndun, sem áður var nefnd sem stefna íslenskra skólayfir- valda. Samkvæmt þeim kenning- um er ekki æskilegt að taka barnið úr bekknum, að minnsta kosti ekki mikið. Sumir sérfræðingar telja það jafnvel skaðlegt íyrir þroska bamsins. Samkvæmt lögum á hvert bam að fá kennslu við hæfi. En ef öllum bömum er kennt saman, þýðir það, að skólaumhverfi þarf að vera allt öðravísi en á áram afa og ömmu. Til að mæta þörfum allra nemenda sinna þarf kennari að undirbúa kennslustundir sínar vandlega og taka mið af hverju barni sem einstaklingi. Þetta kall- ar bæði á endurmenntun eldri kennara, lægi-i kennsluskyldu, minni bekkjardeildir og einnig á mikla samvinnu milli allra þeirra sem við skólann starfa. Eðli kennslunnar Annað, sem mig langar að minna á í þessu sambandi, er eðli kennslunnar. I gamla daga miðlaði kennarinn af þekkingu sinni, nem- endur hlustuðu og reyndu að festa í minni. Nú getur kennslan ekki farið þannig fram. Þekkingin breytist svo ört, að ekki væri skyn- samlegt heldur að nota þess konar kennsluaðferðir. I staðinn þurfa kennararnir að virkja börnin, vísa þeim veginn að upplýsingum og kenna hvemig á að koma frá sér hugsunum sínum. I stuttu máli sagt: Kenna þeim hvernig eigi að vera virkur þátttakandi í nútíma þjóðfélagi. Aður var nefnt að ef öllum börn- um er kennt saman, geta bekkirnir ekki verið mjög fjölmennir. í Sandgerði hafa þeir sem að skól- anum standa, haft skilning á þessu og era nú mjög fáir nemendur í flestum bekkjum. I slíkum náms- hópum er auðveldara, jafnvel fyrir hægari nemendur, að tileinka sér námsefnið. Þeir nemendur, sem í stærri bekkjum fengju „sér- kennslu“ í hefðbundnum skilningi, era nú ef til vill betur settir í sín- um eigin bekk, þar sem kennari hefur góða yfirsýn og fylgist dag- lega með námi og störfum sér- hvers barns. Þetta ætti einnig að koma í veg fyrir félagslega ein- angrun. í slíkum tilvikum er krafa foreldra um „sérkennslu" oft byggð á þekkingarleysi og megum við skólamenn kenna okkur um. Þessi grein er tilraun til að upp- lýsa foreldra um áherslubreyting- ar í sérkennslu, sem átt hafa sér stað síðustu árin. I vafamálum era foreldrar eindregið hvattir til að leita upplýsinga hjá kennuram. Höfundur er fil.nmg., kennari við Grunnskóla Sandgerðis. Þurfum við á sérkennslu að halda? Til foreldra á Suðurnesjum Maijatta Isberg < Krabbamein í eistum FYRIR u.þ.b. 15 ár- um leiddi krabbamein í eistum unga menn oft til dauða vegna út- breiðslu sjúkdómsins til annarra líffæra svo sem til lungna. í dag er þessi tegund krabbameins sú sem einna best gengur að lækna. Þótt krabba- mein í eistum sé frem- ur fátíður sjúkdómur er það ein algengasta tegund krabbameina hjá karlmönnum á aldrinum 15 til 35 ára. A Islandi greinast um tíu ný tilfelli árlega og hefur tíðnin farið vaxandi. Hlutverk eistnanna er að mynda sæðisframur og karl- hormón (testósterón). Orsök krabbameins í eistum er ekki þekkt. Þótt allir karlar geti fengið þennan sjúk- dóm er hættan mest þegar eistun hafa ekki gengið að fullu niður í pung. Því er mikil- vægt að fylgjast með því hvort eistu gangi niður hjá ungum drengjum og ef svo er ekki er það lagað með einfaldri aðgerð. Hver eru einkennin? Fyrstu einkenni krabbameins í eistum eru oftast verkjalaus fyr- Guðmundur Geirsson - Gæðavara Gjafavara-matar- og kaííistell. Allir verðflokkar. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. www.mbl.is / / A Islandi greinast um tíu ný tilfelli af krabbameinum í eistum árlega og tíðnin hefur farið vaxandi, segir Guðmundur Geirsson í greinarflokki um karla og krabbamein. irferðaraukning eða hnútur í eista. Stundum fá menn þó væg óþægindi í nára og/eða þyngsla- tilfinningu í eistað. Þessi sömu einkenni geta einnig komið fram við aðra sjúkdóma, t.d. sýkingu eða samsöfnun á vökva við eist- Hvað er til ráða? Krabbamein í eistum er yfirleitt vel læknanlegt og því fyrr sem meinið finnst þeim mun auðveldari er meðferðin. Mönnum er ráðlagt að þreifa á sér eistun reglulega, t.d einu sinni mánuði. Auðveldast er að skoða eistun eftir heitt bað eða sturtu því þá er húðin á pungnum slök. Rúlla skal hvora eista mjúk- lega milli þumals og fingra beggja handa. Ofan á og fyrir aftan eistað liggur flangur strengur sem heitir eistalyppa sem sér um að geyma Tökum höndum saman og bætum hag geðsjúkra KÆRU íslending- ar, horfum okkur nær. Allir eiga á hættu að þurfa að glíma við geðræn vandamál. Talið er að fimmti hver einstak- lingur eigi við alvar- leg geðræn vandamál að stríða. Hætt er við að flestir hugsi sem svo: Ekkert vandamál af geðrænum toga hendir mig eða mína nánustu. - Það er ekki fyrr en sjúkdóm- urinn fer að herja á mann sjálfan eða fjöl- skyldu manns að mað- ur fer að hugsa um geðsjúkdóma og hvað sé til ráða. Aður fyrr var fólk sagt geðveikt og ekkert við því að gera. En í dag, sökum meiri þekkingar, er hægt að hjálpa fólki mjög mikið, bæði með lyfjagjöf og endurhæfingu af ýmsu tagi. Fordómar gagnvart geðsjúkum hafa verið miklir, en nú á seinni áram er skilningur að aukast á þessum sjúkdómum og fólk með geðsjúkdóma er farið að þora að láta meira til sín heyra. Ekki ætla ég að hætta mér út á þá braut að skrifa fræðilega grein um geðsjúkdóma, enda er ég bara leikmaður eins og þú, lesandi góður. Hvað er til úrbóta? Kiwanishreyfingin á Islandi hef- ur frá árinu 1974 unnið að því að safna fé til að stuðla að bættum hag geðsjúkra, enda hafa þeir ekki átt marga málsvara. Kiwanis- hreyfingin hefur staðið fyrir lands- söfnun þriðja hvert ár frá 1974, undir kjörorðunum „Gleymum ekki geðsjúkum". Hefur þá verið og flytja sæðisframur áfram. Finn- ist harður hnútur eða þykkildi í sjálfu eistanu skal leita læknis strax. Greining: Læknirinn skoðar eistun og finni hann eitthvað óeðlilegt mun hann e.t.v. panta ómskoðunar- rannsókn, sem er nokkurs konar hljóðbylgjumyndataka, af eistun- um. Sjúkdómsgreiningin er svo staðfest með lítilli skurðaðgerð og vefjarannsókn á eistanu. Sé um krabbamein að ræða eru teknar blóðprafur og röntgen- myndir til að kanna útbreiðslu sjúkdómsins. Meðferð: I nær öllum tilfellum er hið sjúka eista fjarlægt og það ræðst síðan af útbreiðslustigi og tegund æxlis hvort frekari meðferð er gefin. Meðferðin felst í gjöf frumudrepandi lyfja (krabba- meinslyfja) og/eða geislameðferð. Krabbamein myndast yfirleitt að- eins í öðru eistanu og þótt það sé fjarlægt verður hórmóna- og þar með kynlífsstarfsemi jafn eðlileg og áður. Horfur: í dag er árangur meðferðar mjög góður, sérstaklega ef sjúk- dómurinn er greindur og með- höndlaður snemma. Um og yfir 90% sjúklinga era á lífi fimm áram eftir greiningu. Höfundur er læknir og sérfræðing- ur íþvagfæraskurðlækningum. seldur svokallaður K- lykill til almennings og nytjahlutir seldir fyrirtækjum. Haldnir hafa verið átta K-dag- ar til þessa og hafa safnast að núvirði um 150.000.000 kr. Þessir peningar hafa komið að góðum notum til hinna ýmsu mála- flokka sem snúa að að- stoð við geðsjúka. Afrakstur fyrstu tveggja K-daganna fór í að byggja upp verndaðan vinnustað við Kleppsspítala í Reykjavík, Bergiðj- una. Agóði næstu tveggja fór í að reisa áfangastað við Alfaland í Reykjavík í samvinnu við Geð- verndarfélag íslands. Söfnunarfé af fimmta K-deginum var síðan Greinarhöfundur, Sæmundur H. Sæmundsson, hvetur landsmenn til að nota K-lykilinn til að opna dyr til bætts hags geðsjúkra. varið til uppbyggingar unglinga- geðdeildar við Dalbraut í Reykja- vík og afrakstri af þeim sjötta til kaupa á sambýlum fyrir þá sem dvalið hafa á geðdeildum eða á endurhæfingarheimilum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Arangur sjöunda K-dagsins fór í að byggja veralega við Bergiðjuna. Útkoma úr síðasta K-degi, sem haldinn var 1995, var það góð að hægt var að styrkja Bjarg á Akureyri, Sogn í Ölfusi og einnig kaupa íbúð í Reykjavík, sem hugsuð er til af- nota fyrir foreldra bama af lands- byggðinni sem dvelja um lengri eða skemmri tíma í Reykjavík meðan börn þeirra eru í meðferð á unglingageðdeildinni við Dalbraut. Nú um helgina era Kiwanisfé- lagar á ferðinni í níunda sinn að leita eftir stuðningi þjóðarinnar við það góða málefni að styrkja geðsjúka til betra lífs. Kiwanisfé- lagar hafa ákveðið að allt það fé sem safnast á þessum K-degi renni til landssamtakanna Geðhjálpar, til uppbyggingar, breytinga og endurbóta á nýju húsnæði á Tún- götu 7 í Reykjavík. Það hús gaf ríkisstjórn Islands samtökunum, að undirlagi heilbrigðisráðherra, nú fyrir nokkrum dögum. Hús- næðið gjörbreytir allri aðstöðu Geðhjálpar til að geta betur stutt umbjóðendur sína til betra lífs. Ef vel tekst til á þessum níunda K- degi er mögulegt að Geðhjálp verði komin í fullbúið eigið hús- næði í byrjun næsta árs. Undirritaður fer þess á leit við landsmenn að þeir taki vel á móti Kiwanisfélögum og fólki á vegum Kiwanishreyfingarinnar sem verð- ur á ferðinni um helgina að selja K-lykilinn. Sölumenn verða við verslanii' sem víðast en einnig verður gengið í hús um land allt. K-lykillinn er lykill að framtíð Geðhjálpar. Kæra landsmenn, gleymum ekki geðsjúkum. Höfundur er formaður K-dags- ncfndar og fyrrverandi umdæmis- stjóri Kiwanishreyfingarinnar á Is- landi og i Færeyjum. Sæmundur H. Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.