Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 08.10.1998, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MINNINGAR + Ástkasr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR frá Smáhömrum, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugar- daginn 10. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Kollafjarðarneskirkjugarði. Björn H. Karlsson, Matthildur Guðbrandsdóttir, Elínborg Karlsdóttir, Helgi Eiríksson, börn og barnabörn. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, fóstur- móðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, Engjavegi 67, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 10. október kl. 13.30. Pétur M. Sigurðsson, böm, tengdabörn, fósturdóttir og barnabörn. Kristín Ágústa Viggósdóttir, Hörður V. Jóhannsson, Rakel Margrét Viggósdóttir, Sigurður S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGGÓ NATHANAELSSON, Skjóli v/Kleppsveg, Reykjavík, sem lést 1. október sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju, á morgun, föstudaginn 9. október kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjúkrunarheimilisins Skjóls. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RÍKHARÐ ÞORSTEINSSON, Grundarbraut 28, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 10. október kl. 14.00. Pálína Halldórsdóttir, Sigrún Málfríður Sigurðardóttir, Hanns Peter Wensauer, Halldór Sigurðsson, Marý Anna Guðmundsdóttir, Steinar Sigurðsson, Hafdís Finnbogadóttir, Ragnar Matthías Sigurðsson, Jóhanna Margrét Hjartardóttir, Már Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær bróðir okkar, HALLGEIR BJARNI SIGURÐSSON, Hátúni 10b, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudag- inn 30. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu, á morgun, föstudaginn 9. október kl. 13.30. Guðmundur H. Sigurðsson, Ema G. Sigurðardóttir Ohlsson, Dóra Sigurðardóttir, Jónína B. Sigurðardóttir og fjölskyidur. + Útför móður minnar, UNNAR ARADÓTTUR HAGALÍN, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00. Þór Hagalín og fjölskylda. PÁLL ANDREASSON + Páll Andreasson fæddist í Kaup- mannahöfn 8. mars 1933. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. september síðastlið- inn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. Á Akureyrarárum bemsku minnar fannst mér Möllershús uppi á Brekkunni, við Þór- unnarstræti, vera eitt allra skemmtilegasta hús bæjarins. Húsráðendur þar voru Eðvald Eilert Möller og kona hans, Páh'na Jóhannesdóttir Möller, sem var föðursystir mín. Þau hjón áttu þrjár dætur, Sigríði, Ragnheiði og Hönnu, og soninn Friðrik. Eg naut velvildar alls þessa frændfólks míns, enda sonur kærs bróður hús- freyjunnar og langyngstur. En á vordegi árið 1931 var ég skyndi- lega búinn að fá keppinauta um hylli húsbænda því komnir voru þar í hús tveir bræður, Olgeir hét sá eldri, Páll hinn yngri. Þeir voru dóttursynir þeirra Möllershjóna, synir Sigríðar frænku minnar sem hafði gifst dönskum manni, Andre- as Fynning, en voru nú skilin og Hanna frænka þeirra hafði komið með drengina í foreldrahús alla leið frá Kaupmannahöfn þar sem þeir voru fæddir. Olgeir var á fjórða ári, en Páll á hinu fyrsta. Og síðan hef ég vitað af þessum frændum mínum úr Möllershúsi og glaðst yfir velgengni þeirra í lífinu og fjölskylduláni þótt lengst af hafi verið vík á milli vina. Það snart mig því illa og kom mér gjörsamlega á óvart þegar Olgeir sagði mér frá láti Páls bróður síns sem bar skyndilega að sunnudaginn 27. september síðastlið- inn. Páll Eiríkur hét hann fullu nafni. Voru það nöfn ömmu hans og föður míns. Hann var fæddur 8. mars 1930 í Kaupmannahöfn eins og fyrr er frá greint. Og í Möllers- húsi ólst hann upp ásamt bróður sínum Olgeiri, og frænku þeirra, Margrétu Pá- línu, dóttur Hönnu móðursystur þeirra sem varð ekkja eftir Þormóðsslysið hörmu- lega á stríðsárunum og fluttist eftir það í foreldrahús með dótturina. Það var ekki ríkidæminu fyrir að fara hjá þeim Möllershjónum. A.m.k. fannst mér stundum á skapstórri og þykkjuþungri fóður- systur minni að tekjur heimilisins væri í engu samræmi við gáfur og menntun bónda hennar. En þeir bræður hafa sagt mér að þeir hafi átt góða æsku þarna uppi á Brekkunni á Akureyri. Eðvald Möller, afi þeirra, var skemmtileg- ur maður og margfróður um inn- lend fræði sem og klassísk fræði háskólamenntunarinnar gömiu. Mér fannst hann vera snillingur viðræðulistarinnar hvort sem hann talaði við íslendinga eða útlenda ferðamenn sem ég var oft vitni að. Og amma, Pálína, var vönduð til orðs og æðis, kappsfull í störfum sínum og fyrirmynd um virðulega framkomu. Þá má ekki gleyma henni Hönnu frænku okkar sem tók við stjórn heimilisins eftir and- lát Pálínu. Eg þekki vel mannkosti hennar. Hanna dvelur nú í hárri elli á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þeir Olgeir og Páll hafa því áreiðanlega fengið gott vegar- nesti út í lífið í uppeldinu hjá frændfólkinu í Möllershúsi. Eg veit ekki hvort hún er enn til myndin sem Páll málaði af afa sín- um í rauða eldhúsinu í Möllers- húsi. Hún sýndi vel að eitthvað skemmtilegt hefur borið á góma í samskiptum þeirra frænda. Páll var mjög snjaU að teikna, og naut um tíma tiisagnar í Myndlistar- skólanum. Hann hélt málverka- sýningar og málverk hans, sem voru mörg, fundust mér afburða góð. En Páll ætlaði sér ekki að verða listamaður. Árið 1951 tók hann kennarapróf frá Kennara- skólanum. En einhvern veginn fannst honum kennsla ekki hæfa sér svo hann lagði hana á hilluna og sneri sér að öðru. Fyrst varð hann skrifstofumaður á Keflavík- urflugvelli og svo hjá Agli Vil- hjálmssyni. Og ég man hvað það snerti frændhjartað þegar góður kunningi minn hældi þessum sölu- manni hjá Agli fyrir vönduð vinnu- brögð og vissi hann ekki af frænd- semi okkar Páls. Á fleiri stöðum mun hann hafa unnið við verslun- arstörf. Um tíma stóð hugur hans til athafnasemi. Hann varð kaupfé- lagsstjóri vestur á Þingeyri og stóð þar fyrir útgerð. Einnig varð hann um skamman tíma fram- kvæmdastjóri hjá Meitlinum í Þor- lákshöfn. En þegar hann stofnaði eigin heildsöluverslun hefur hann án efa fundið starfsvettvang sem hentaði honum vel. Og við eigið fyrirtæki starfaði hann til hinstu stundar. Árið 1953 kvæntist Páll Guðríði Björgvinsdóttur héðan úr Reykjavík. Þau eignuðust þrjár dætur og einn son. Þessi börn eru öll uppkomin og hið mannvænleg- asta fólk. Eg drúpi höfði í virðingu fyrir þessum látna frænda mínum og þakka kynnin meðan þeirra naut við. Og við Rósa, kona mín, færum Guðríði og frændfólkinu dýpstu samúðarkveðjur og óskum þeim velfamaðar á framtíðarbraut. Olgeiri, Hönnu, Margréti Pálínu, og þeirra fólki, sendum við einnig samúðarkveðjur því við vissum vei hvaða sess Páll Eiríkur átti í hug- um þeirra. Eiríkur Eiríksson. NANNA SÖRLADÓTTIR + Nanna Sörla- dóttir fæddist í Kjós ( Árneshreppi í Strandasýslu 10. maí 1931. Hún lést á Landspítalanum 15. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Patreksfjarðar- kirkju 19. septem- ber. Elsku Bára og Kolla. Þegar ég sit hér heima í Garðabæ og læt hugann reika til baka til þeirra ára heima á Patró þegar ég kynntist ykkur systrum og fjölskyldu ykkar rifjast upp margar góðar og skemmtilegar minn- ingar. Við urðum allar þrjár góðar vinkonur. Alltaf var mér tekið vel á heimili foreldra ykkar á Aðalstræti 37 á Klifinu eins og það er kallað, eins og ég væri eitt af börnunum Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali ena nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. þeirra. Mamma ykkar og pabbi sýndu mér alltaf gott viðmót og hlýju. Mamma ykkar gaf sér alltaf tíma til að setjast niður með okk- ur til að spjalla við eldhúsborðið þó að hún hefði nóg annað að gera á sínu stóra heimili og nóg af ný- löguðu kaffi ásamt nýbökuðu heimabakkelsi var okkur ætíð boðið upp á. Kæra Bára og Kolla, við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Oft sakna ég þess- ara ára. Heima hver hjá annarri spjölluðum við mikið saman, og gátum hlegið og slegið á létta strengi svo ég tali nú ekki um all- ar pælingamar sem oft voru í gangi hjá ykkur systrum. Aldrei slóst neitt upp á vinskap okkar. Kynni okkar byrjuðu á símstöð- inni á Patró þar sem við unnum á næturvöktum á símanum hver á móti ver annarri, og oft var þar mikið um glens og grín okkar á milli. Ég veit að missir ykkar allra systkinanna er mikill og ekki síst pabba ykkar sem á nú um sárt að binda svo ég tali nú ekki um öll barnabörnin sem sakna ömmu sinnar mikið. Megi góður guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning um góða og mæta konu, eiginkonu, móður og ömmu sem stóð alltaf eins og klettur við hlið ykkar allra. Ég votta Páli, eiginmanni Nönnu, og svo öllum stóra fjölskylduhópnum mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? - Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? (M. Joch.) Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.