Morgunblaðið - 08.10.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 55
FRÉTTIR
Rjúpum fjölgar nyrðra en
fækkar suðvestanlands
RJÚPNATALNINGAR á vegum
Náttúrufræðistofnunar íslands nú
síðsumars sýna að stofnstærðin á
Norður-, Norðaustur- og Austur-
landi er í góðu meðallagi miðað við
fyrri ár og stofninn stækkar. Fara
þarf aftur til 1989 til að fmna álíka
stóran hauststofn, segir í frétt um
ástand rjúpnastofnsins haustið
1998 frá Náttúrufræðistofnun ís-
lands.
Fækkun virðist hins vegar hafin
í rjúpnastofninum á Suðaustur-
landi. Á Suðvestur- og Vesturlandi
er lítið af rjúpum og stofninn er í
kyrrstöðu eða fækkun og stofn-
breytingar á þessum svæðum eru
ekki lengur í takt við það sem er
að gerast í öðrum landshlutum.
Þessa fækkun má rekja til mikilla
vetraraffalla og eru skotveiðar
þýðingarmesti affallaþátturinn.
Stofnvísitala rjúpu á Norðaust-
urlandi, í Hrísey og á Kvískerjum.
Karratalningar á Kvískerjum
spanna tímabilið 1963 til 1998, í
Hrísey 1963 til 1986 og 1983 til
1998 og á Norðausturlandi 1981 til
1998. Tölur fyrir Norðausturland
eru samanlagður fjöldi karra á 6
talningasvæðum. Til að gera
kvarðann sambærilegan voru töl-
ur staðlaðar með því að reikna frá-
vik hvers árs frá meðaltali við-
komandi raðar og deila í frávikið
með staðalfráviki raðarinnar.
Vortalningar hafa sýnt að stofn-
breytingar voru samstiga um allt
land á 7. og 8. áratugnum en síð-
ustu 13 ár hefur samsvörunin ekki
verið eins góð. Þannig hafa stofn-
breytingar á Kvískerjum á Suð-
austurlandi verið um tveimur ár-
um á undan því sem er á Norður-
landi og á talningasvæðum suð-
vestan- og vestanlands hefur verið
fækkun eða stöðnun síðustu ár
meðan aukning hefur verið annars
staðar.
Á Norður-, Norðaustur- og
Austurlandi var aukning karra á
talningasvæðum að meðaltali um
30% á milli 1997 og 1998 (dreifing
14-59%). Samkvæmt ungatalning-
um sem gerðar voru síðsumars á
Norðausturlandi, komst mikið upp
af ungum 1998 og voru að meðal-
tali 8,6 ungar á kvenfugl. Það þarf
því að fara aftur til 1989 til að
fínna viðlíka mikið af rjúpum í
þessum landshlutum, en þó er
þetta ekki nema 60-65% af því sem
var í síðasta hámarksári vorið
1986. Miðað við að stofnbreytingar
rjúpu á þessum svæðum séu um
tveimur árum á eftir stofnbreyt-
ingum á Kvískerjum, en þannig
hefur ástandið verið frá um 1985,
þá má búast við fækkun eftir tvö
ár.
Ástandið á rjúpnatalninga-
svæðum á Suðvestur- og Vestur-
landi er annað, þéttleiki rjúpna á
þessum svæðum er lágur, þar rík-
ir kyrrstaða eða fækkun og stofn-
breytingar eru ekki lengur í takt
við það sem er að gerast í öðrum
landshlutum. Ungatalningar hafa
sýnt að afkoma unga er ágæt.
Rannsóknir með radíómerkta
fugla í nágrenni Reykjavíkur á
síðustu árum hafa aftur á móti
sýnt mjög há vetrarafföll og eru
skotveiðar þýðingarmesti affalla-
þátturinn. Skotveiðimenn felldu
um 70% fugla á lífi í upphafi veiði-
tíma. Hliðstæðar tölur frá Eyja-
fjarðarsvæðinu 1994-1997 sýndu
að þar féllu fyrir hendi veiðimanna
að meðaltali 33% fugla á lífi í upp-
hafi veiðitíma (dreifing 25-51%).
Svæðisbundið veiðiálag
Merkingar hafa sýnt að rjúpan
er tiltölulega staðbundin og eins
að veiðiálag er verulega mismun-
andi á milli svæða. Við Eyjafjörð
er veiðiálagið innan þeirra marka
sem stofninn þolir en í nágrenni
Reykjavíkur er augljóslega um of-
veiði að ræða. Þetta er áhyggju-
efni í ljósi þeirrar kyrrstöðu sem
verið hefur á rjúpnatalningasvæð-
um á Suðvestur- og Vesturlandi
undanfarin ár sem bendir sterk-
lega til þess að þessi vandi sé ekki
aðeins bundinn við nágrenni
Reykjavíkur.
Rjúpnamerkin eru dýrmæt
Á vegum Náttúrufræðistofnun-
ar íslands hafa á fimmta hundrað
rjúpur verið merktar það sem af
er árinu 1998. Merkingar veita
mikilvægar upplýsingar um ferða-
lög rjúpna og afföll vegna veiða.
Merkið er fóthringur. Eitthvað af
fuglum er með radíósenda um
hálsinn.
Veiðimenn eru hvattir til að
huga vel að þeim fuglum sem þeir
fella og skila merkjum ásamt upp-
lýsingum um veiðistað og veiðidag
til Náttúrufræðistofnunar. Radíó-
sendana er hægt að endurnýta og
því er mikilvægt að fá þá til baka,
segir í frétt frá Náttúrufræði-
stofnun.
Islenski rjúpnastofninn sveiflast
mikið og um tíu ár hafa verið á
milli toppa. Munur á stofnstærð
milli hámarks- og lágmarksára
hefur verið um fimm- til tífaldur.
Síðasta hámark var 1986, síðan
fækkaði ár frá ári og lágmark var
á árunum 1991 til 1994, eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd.
Hugleiðsluvika
um allt land
ÓKEYPIS kynningarnámskeið í
hugleiðslu verða haldin um vítt og
breitt um landið dagana 12.-18.
október. Það er ætlað fólki sem
hefur áhuga á að ná fram slökun og
aukinni einbeitingu og vinna
þannig að meira jafnvægi og betri
árangri í lífi sínu, segir í fréttatil-
kynningu.
Þessi kynningarnámskeið eru
hluti af hugleiðsluviku, 12.-18.októ-
ber, sem Sri Chinmoy-miðstöðin
stendur að samtímis á fimm stöð-
um á landinu, þ.e. í Reykjavík,
Reykjanesbæ og á Selfossi, Akur-
eyri og Akranesi. Eftir kynningar-
námskeiðið býður Sri Chinmoy-
miðstöðin upp á ókeypis fjögun-a
vikna framhaldsnámskeið í jóga og
hugleiðslu fyrir þá sem vilja ná
meira valdi á hugleiðslunni.
Dagskrá hugleiðsluvikunnar er
eftirfarandi:
Reykjavík; í Sri Chinmoy-mið-
stöðinni, Skúlagötu 61b: Mánudag
kl. 15-17 og 20-22, þriðjudag kl.
15-17 og 20-22, miðvikudag kl.
15-17, fimmtudag kl. 15-17 og
20-22, fóstudag kl. 15-17 og 20-22,
laugardag kl. 10-12 og 15-17 og
sunnudag kl. 10-12 og 15-17.
Akureyri; í Menntaskólanum á
Akureyri: Laugardag kl. 15-17 og
19-21 sunnudag kl. 10-12.
Akranesi; í Grundaskóla: Þriðju-
dag kl. 20-22 og fimmtudag 20-22.
Reykjanesbæ; í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja: Þriðjudag kl. 20-22 og
fimmtudag kl. 20-22.
Selfossi; í Sólvallaskóla: Þriðju-
dag kl. 20-22 og laugardag kl.
15-17.
Það nægir að mæta á aðeins eitt
af ofantöldum námskeiðum. Á
námskeiðinu verða til sölu bækur
og diskar sem tengjast efni nám-
skeiðsins.
Alþingismenn funda
á Austurlandi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
efnir til funda á Eskifirði fimmtu-
daginn 8. október og Norðfirði
Iföstudaginn 9. október. Fundirnir
hefjast kl. 20.30.
I næstu viku er svo áformað að
halda fund á Reyðarfirði og Egils-
stöðum. Þeir fundir verða boðaðir
síðar. Umræðuefni þessara funda
verður byggðamál og orku- og stór-
iðjumál auk sjávarútvegsmála.
Málshefjandi verður Árni Ragnar
Árnason, alþingismaður, en hann á
sem kunnugt er sæti í iðnaðarnefnd
Alþingis og er varaformaður sjávar-
útvegsnefndar Alþingis. Hann er
því vel kunnugur þeim málefnum
sem fjallað er um í þessum nefnd-
um.
Enn fremur munu þingmenn
Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi,
þau Ai-nbjörg Sveindóttir og Egill
Jónsson, mæta á þessa fundi. Fund-
irnir eru öllum opnir.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Furðar sig á óút-
færðum
STJÓRN Framsóknarfélags
Reykjavíkur lýsir yfir furðu sinni á
óútfærðum tillögum forsætisráð-
herra varðandi þátttöku almenn-
ings í sjávarútvegi, í samþykkt sem
gerð var í gær.
Stjórnin telur að hugmyndir for-
sætisráðherrans um að fjármagns-
eigendum verði gefinn kostur á að
tillögum
kaupa k\7óta af útgerðai-mönnum í
formi niðurgreiddra hlutabréfa í
sjávarútvegsfyrirtækjum ekki til
þess fallnar að skapa þjóðarsátt
um sjávarútveginn.
Stjórn FR telur að skila vei'ði
þeim arði sem skapast af stjórn-
kerfi fiskveiða á annan og jafnari
hátt til samfélagsins.
Heilladísirnar gengu
í lið með Islendingum
Sk\k
Elista, Kalm.ykíu
ÓLYMPÍUSKÁKMÓT
ÁTTUNDA umferð á ólympíu-
skákmótinu í Elista, Kalmykíu,
var tefld í gær. Islendingar tefldu
við harðsnúna sveit Ai-gentínu-
manna og báru sigur
úr býtum, 2V2-V/2.
Heilladísii-nar gengu í
lið með okkar mönn-
um að þessu sinni, en
þær hafa lítið sinnt
þeim til þessa á mót-
inu. Þröstur fékk
biskup á silfurfati og
Jón Viktor vann tap-
aða stöðu, eftir mikl-
ar sviptingar.
Að sögn Áskels
Amar Kárasonar,
fréttaritara Morgun-
blaðsins í Elista, var
taflmennska okkar
manna tilviljunar-
kennd í þessari um-
ferð. Hannes Hlífar Stefánsson
tefldi með hvítu við stói-meistar-
ann Maxim Soi'okin og tefldi byrj-
unina rólega. í miðtaflinu náði Ar-
gentínumaðurinn undii'tökunum á
miðborðinu, eftir mistök Hannes-
ar, og vann tvö peð. Hannes slapp
þó út í di'ottningai'endatafl, þar
sem hann átti jafnteflismöguleika,
sem honum tókst ekki að nýta og
mátti gefast upp eftir 81 ieik.
Þi-östur Þói’hallsson hafði svart
gegn Hoffman á öðru boi'ði og
fékk örlítið lakai'a tafl út úr byrj-
uninni. Argentínumaðiu'inn er
stórmeistari, sem nýlega vann sér
í'étt til að tefla á heimsmeistai’a-
mótinu í Las Vegas í árslok. Hann
gleymdi sér illilega í skákinni við
Þi’öst og lék af sér manni og skák-
inni á sáraeinfaldan hátt. Helgi
Áss Grétarsson gerði jafntefli í 15
leikjum við Spangenberg á þriðja
borði. Jón Viktor Gunnarsson fékk
góða stöðu í friðsamlegi’i byrjun
gegn Malbran, þar sem upp kom
jafnt endatafi. Jón Viktor fói’naði
Þröstur Þórhallsson
peði til að flækja taflið og upphófst
hörð barátta. Jón Viktor teygði sig
of langt og fékk tapað tafl. Honum
tókst að rugla andstæðinginn í
tímahrakinu og snúa taflinu sér í
vil. Skákina vann hann svo í 95
leikjum, eftir að Malbran hafði
misst af jafnteflinu.
Islenska sveitin hefur nú hlotið
I8V2 vinning í 32
skákum, er nálægt 20.
sæti, en Bandaríkja-
menn eru efstir, hafa
22 vinninga, 2.-3.
Búlgaría og Rússland
A, 21‘/2 v. hvor sveit;
4.-5. England og
Frakkland, 21 v.
Við skulum nú sjá
tvær skákir Þrastar
Þórhallssonar. Fyrst
er það góður sigur á
kólumbíska stór-
meistaranum Zapata í
7. umferð mótsins og
síðan sigurinn á Ar-
gentínumanninum í
gær.
Svartur á engin færi á gagnsókn á
drottningarvæng og hann getur
ekki beðið þess, að hvítur leiki 18.
Rh4 og 19. Rg4. Hann reynir þess
vegna að trufla sóknaraðgerðir
hvíts.
18. Rh4 - Rf4
Eftir 18. - Rf6 19. Rh4xf5 verður
fátt um varnir hjá svarti.
19. gxf4 - Bxh6 20. Dh5 - Bg7 21.
exf5 - Bf6 22. fxe5 - dxe5
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Alonso Zapata
Sikileyjarvörn
I. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. g3 -
Þröstur teflir lokað afbrigði af
Sikileyjai’vörn að þessu sinni, en
algengast er að leika 3. d4 - cxd4 4.
Rxd4 o.s.frv.
3. - Rc6 4. Bg2 - Rf6 5. De2 - d6 6.
0-0 - Be7 7. c3 - e5 8. d3 - 0-0 9.
Rbd2 - b5
Svai-tur hefði betur undirbúið
þennan leik með 9. - Hb8.
10. d4 - Db6
Eftir 10. - cxd4 11. cxd4 - exd4 12.
Dxb5 verður peðið á d4 dauðans
matur.
II. d5 - Rd8 12. Rh4 - g6 13. f4 -
Rh5
Eftir 13. - Rd7 14. Rdf3 lendir
svai'tur í miklum þrengingum, og
ekki gengur 13. - Bg4 14. DÍ2 -
Rd7 15. Rdf3 og biskupinn stendur
illa á g4.
14. Rf5! - Bf6 15. Rh6+ - Kh8 16.
f5 - Bg7 17. Rf3 - gxf5
23. Rg6+! - fxg6 24. fxg6 - c4+
25. Hf2 - Dc7
Hvítur hótar máti á h7.
26. d6
og svartur féll á tíma í þessari
gjörtöpuðu stöðu. Eftir 26. - Dd7
27. Bg5 getur hvítur unnið að vild.
Hvítt: Alexandro Hoffman
Svart: Þröstur Þórhallsson
Di’ottningarpeðsbyrjun
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 - Rf6 4.
Dc2 - e6 5. g3 - Be7 6. Bg2 - 0-0
7. 0-0 - Rbd7 8. Hfdl - b6 9. b3 -
Bb7 10. Rc3 - Dc7 11. Bf4 - Bd6
12. Bxd6 - Dxd6 13. e4 - Rxe4 14.
Rxe4 - dxe4 15. Dxe4 - Had8 16.
Dc2 - g6 17. Hd2 - Dc7 18. Hadl -
c5 19. Db2 - cxd4 20. Hxd4 - Rc5
21. h4 - h5 22. b4 - Re4 23. Dc2 -
Rf6 24. Dd2 - Hxd4 25. Dxd4 -
Rg4 26. Dd7?? - Dxd7 27. Hxd7 -
Bxf3 28. Bxf3 - Re5 29. Hxa7 -
Rxf3+ 30. Kg2 - Re5 31. c5 - bxe5
32. bxc5 - c4 33. Hc7 - Kg7 34. b6
- Hb8 35. b7 - c3 og hvítur gafst
upp.
Bragi Kristjánsson