Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 80% vilja auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum Morgunblaðið/Kristinn Brugðið á leik BÖRNIN á leikskólanum Sæborg við Starhaga niður í miðbæ. Glatt var á hjalla hjá börnunum og far- brugðu undir sig betri fætinum á dögunum og fóru ið í leiki á Ingólfstorgi, þar sem þessi mynd er tekin. Smíði virkjana boðin út? 79,7% ÞÁTTTAKENDA í skoðana- könnun, sem Gallup á íslandi gerði fyrir skrifstofu jafnréttismála, vilja að hlutur kvenna í stjómmálum verði aukinn. 3,5% voru andvíg því að hlutur kvenna í stjómmálum verði aukinn. Þeir sem voru fylgj- andi auknum hlut kvenna vora spurðir hvort þeir teldu að stjórn- málaflokkarnir ættu að gera sér- stakt átak til að auka hlut kvenna og svöraðu 53% því játandi en 47% töldu að ekki bæri að gera sérstakt átak. Helga Guðrán Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur á skrifstofu jafnréttismála, segir að niðurstöð- umar endurspegli ákveðna óánægju með það hve fáar konur sé að finna á vettvangi stjórnmálanna. Einnig * Arangurs- laus fundur SÁTTAFUNDUR í deilu meinatækna á blóð- og mein- efnafræðideild Landspítalans og starfsmannaskrifstofu Ríkisspítalanna var haldinn í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus, að sögn Önnu Svanhildar Sigurðardóttur, talsmanns meinatæknanna. Hún sagði að nýr fundur hefði verið boðaður í dag. Anna Svanhildur sagði að ekkert nýtt hefði komið fram á fundinum. veki athygli hve almennur vilji virð- ist til þess að stjórnmálaflokkamir geri eitthvað til að auka hlut kvenna. Ábending um naflaskoðun „Þetta er mjög sterk ábending til flokkanna um að fara í naflaskoðun og skoða sitt innra umhverfi," sagði Helga Guðrún. „Það hefur verið bent á að það era þröskuldar í að- komu kvenna að flokksstarfi. Þeir þröskuldar leiða til þess að konur mynda síður bakland inni í flokkun- um, sem gerir aftur að verkum að þær eiga erfiðara um vik. Það má líka nefna það að flokksstarfið á sér oft stað á þeim tímum sólarhrings- ins, sem ekki henta konum, til dæm- is á kvöldin." Þá segir Helga Guðrán að próf- kjörin leiði í ljós þá þversögn að prófkjör hljóta mikinn hljómgrann en 76% þátttakenda kváðust hlynnt prófkjöri sem aðferð til að velja fólk á framboðslista. Hins vegar bendi flest til að prófkjör séu einmitt einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að hlutur kvenna í stjómmálum aukist. Annað, sem fram kemur í könn- uninni, er að talsverður kynjamun- ur er á afstöðu til málefnisins. Þannig vildu 60% þeirra kvenna, sem voru hlynntar aukinni þátttöku kvenna í stjómmálum en 47% karla, sem vora sama sinnis, að flokkarnir gerðu átak í þá vera. Þá voru 79,9% karla hlynnt prófkjörum en 72,5% kvenna. Könnunin var gerð meðal 1.200 manna tilviljunarúrtaks úr þjóð- skrá, dagana 28. september til 11. október, og var svarhlutfall 72,2%. HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segist allt eins reikna með að stjómvöld bjóði út smíði virkjana norðan Vatnajökuls á Evrópska efnahagssvæðinu. Orku- fyrirtæki jafnt á Islandi sem í Evr- ópusambandinu gætu þá boðið í verkin. Samkvæmt tilskipun ESB um samkeppni í orkumálum er stjómvöldum ekki heimilt að mis- muna orkufyrirtækjum þegar kemur að smíði virkjana. Tilskipunin kveður á um að að- skilja verði orkuvinnslu og dreifingu á raforku. Að lágmarki verður þessi aðskilnaður að vera bókhaldslegur, en Landsvirkjun hefur þegar skilið að kostnað við orkuöflun og raforku- dreifingu í bókhaldi. Tilskipun kveð- ur einnig á um að stjómvöld megi ekki mismuna fyrirtækjum þegar kemur að smíði virkjana. Þórður Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði að íslensk stjórnvöld gætu farið tvær leiðir til að uppfylla ákvæði til- skipunarinnar. Annars vegar að gefa út almennt leyfi til virkjana sem allir gætu þá sótt um og hins vegar að bjóða út smíði virkjananna. Stjórnvöld hefðu ekki mótað endan- lega stefnu í þessum málum og ekki væri búið að sjá fyrir hvernig ætti t.d. að standa að leyfisveitingum og vali á þeim sem fengi virkjanaleyfi. Þórður sagðist ekki eiga von á að Island ætti í neinum erfiðleikum með að uppfylla skilyrði tilskipunarinnar, hvorki hvað varðar smíði virkjana eða aðskilnað orkuvinnslu frá orku- dreifingu. Tilskipunin tekur gildi innan ESB í febráar 1999. Ekki hefur verið gengið frá því hvenær hún tekur gildi á EES. Þórður sagði að Grikkir hefðu fengið undanþágu frá tilskipuninni til 2001 og hann sagðist gera ráð fyrir að það yrði auðsótt fyrir íslendinga að fá sambærilega undanþágu. ■ Samkeppni verði/10 Hæstiréttur telur leiðbeiningar heilbrigðisráðuneytisins um ferliverk skaðlegar samkeppni Lækni dæmdar skaða- bætur vegna tekjumissis HÆSTIRÉTTUR dæmdi íslenska ríkið í gær til að greiða sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalækni 5.500.000 kr. í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum frá 18. október 1996. Taldist hann hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmætrar framkvæmdar reglugerðar um ferliverk sem fól í sér minni þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði af ferliverkum utan sjúkrahúsanna en innan þeirra. Málavextir vora þeir að málshefj- andi, Ámi Ingólfsson kvensjúkdóma- læknir, tók árið 1990 ásamt um tut> tugu öðram læknum á leigu húsnæði við Þorfinnsgötu í Reykjavík undir skurðstofurekstur. Hófu læknamir þar í félagi sjálfstæða starfsemi hver á sínu sviði, en leigðu skurðstofudaga af félaginu, sem nefndist Skurðstofa Reykjavíkur hf. Þá giltu þær reglur að sjúklingar þurftu aðeins að greiða fast komugjald fyrir hveija aðgerð en Tryggingastofnun ríkisins bar kostn- að af aðgerð að öðra leyti. Nam gjald- ið 1.500 krónum til skurðlæknis og sömu fjárhæð til svæfingarlæknis, kæmi tfi kasta hans. Með reglugerð 14/1993 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu var sjúklingum gert að greiða 1.200 kr. lágmarksgjald til hvors læknis auk 40% af þeim aðgerðarkostnaði sem umfram væri. Gjaldtaka vegna sams konar aðgerða á göngudeildum sjúkrahúsanna hélst hins vegar óbreytt. Þar studdust sjúkrahúsin við leiðbeiningar um framkvæmd hinnar nýju reglugerðar, sem heilbrigðis- ráðuneytið gaf út 19. janúar 1993. Hélt málshöfðandi því fram að þessi mismunun hefði leitt til samdráttar í skurðstofurekstrinum og hefði hluta- félagið lagt upp laupana. Hafi hann eftir það ekki sinnt skurðaðgerðum svo neinu skipti, heldur stundað önn- ur störf í grein sinni uns hann hætti læknisstörfum í árslok 1995, 66 ára. I dómi Hæstaréttar segir að málið varði í senn skipulag sjúkratrygg- inga hér á landi og læknisþjónustu innan og utan sjúkrahúsa á því sviði. Hvort tveggja verði talið atvinnu- starfsemi í víðtækri merkingu og taki samkeppnislög til hennar eins og við geti átt, enda sé hún ekki bundin af reglum annarra laga er þeim standi framar. Sú tilhögun á rekstri sjúkrahúsa ríkisins að taka ekki upp hlutfallsgjald gagnvart göngudeildarsjúklingum hafi greini- lega verið til þess fallin að raska samkeppnisstöðu sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna við sambærileg störf utan sjúkrahúsanna. Sjúklingum mismunað með ólögmætum hætti Segir Hæstiréttur að leiðbeining- amar hafi ekki verið í samræmi við reglugerð um ferliverk nr. 340/1992 sem kvað á um það skýrum stöfum að greiðslur sjúklinga fyrir slík verk skyldu vera hinar sömu og utan sjúkrahúsanna. íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á atvik eða hagsmuni sem réttlæti fyrirmælin gagnvart málshöfðanda og sjúklingum hans. „Samkvæmt þessu verður að líta svo á, að umrædd tilhögun á rekstri sjúkrahúsanna hafi ekki stuðst við lögmætar stjómvaldsákvarðanir á grundvelli viðeigandi lagaheimilda og hún jafnframt falið í sér hömlur á samkeppnisaðstöðu sjálfstæðra sér- fræðilækna, er telja verði skaðlegar í merkingu 17. gr. samkeppnislaga. Hafi sjúklingum læknanna og þeim sjálfum þannig verið mismunað með ólögmætum hætti, er einnig fari í bága við 20. gr. sömu laga. Jafnframt verður að álykta, að þessi mismunun hafi komið niður á starfsemi gagn- áfrýjanda, og eigi hann rétt til skaða- bóta úr hendi aðaláfrýjanda fyrir tjón á atvinnu sinni af þessum sökum.“ Árni gerði kröfm- um bætur að fjárhæð 16.721.000 kr. ásamt drátt- arvöxtum og studdist þar við álit lög- gilts endurskoðanda á missi tekna og viðskiptavildar og verðmæti óseldra lækningatækja. Hæstiréttur taldi rétt að hafa álitið til hliðsjónar en taka einnig tilllit til þess að skerð- ingu tekna mætti að hluta rekja til annarra aðstæðna en þeirra er ríkið bæri ábyrgð á. Málið fluttu Sigurbjörn Magnús- son hrl. af hálfu Árna Ingólfssonar og Jón G. Tómasson hrl. og Kristinn Bjamason hdl. fyrir hönd íslenska ríkisins. Sigurbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fleiri læknar væru í svipaðri stöðu og Árni og hefðu beðið átekta eftir niðurstöðu þessa máls. Vissulega yrði að meta aðstæður hvers og eins en sjálfsagt væri fyrir þá sem teldu sig hafa orð- ið fyrir tekjumissi vegna fram- kvæmdar reglugerðarinnar að snúa sér til heilbrigðisráðuneytisins með bótakröfur. Á FÖSTUDÖGUM Magnús Sigurðsson sleit hásin í Þýskalandi / C4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.