Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 GRÆNLAND MORGUNBLAÐIÐ HLUTI fískiskipaflotiins. Miðbær Aasiaat í baksýn, en þar búa um 3.200 manns. Jullur og sleðar eru ómissandi atvinnutæki Aasiaat er 3.200 manna bær á vestur- strönd Grænlands. Arnór Ragnarsson var þar á ferð í tilefni af opnum nýs flugvallar. Hér segir frá bæjarbragnum eins og hann kom honum fyrir sjónir og talað er við frú Ane Hansen bæjarstjóra. BÆRINN Aasiaat stendur við Diskóflóann á vesturströnd Grænlands. Hann er í miðj- um kjarna fimm bæja sem standa við flóann. Ibúarnir, um 3.200, eru flestir Grænlendingar en eins og víðst hvar á Grænlandi er nokkuð um Dani sem oftar en ekki stjórna fyrirtækjunum og eru í helztu valdastöðum. í Aasiaat er bæjar- stjórinn hins vegar mjög kraftmikil kona, Ane Hansen, sem stjórnar bænum af miklum myndarbrag. Bærinn er gamall, fékk nafngift- ina fyrir 235 árum, eða árið 1763. Hann hefir alla tíð verið miðpunkt- ur flutningsmiðlunar milli Norður- og Suður-Grænlands. Aasiaat er um 250 km norðan heimskauts- baugs og getur því orðið kalt á vetrum, eða allt upp í 30-40°C. Hins vegar er staðviðrasamt þannig að kólnun umfram það er ekki mikil. A sumrin er oft ágætis hiti, svipað og á Islandi og bjart, því sólin sezt ekki allan sólarhringinn. Hvergi var grasblett að sjá og engin tré ólíkt því sem er á Suður-Grænlandi, þar sem gróður er mikill. Umfang bæjarins er ekki mikið. Bæði er að nokkuð er um blokkar- byggingar og svo hitt að það búa margir í hverju húsi. Þá er mjög dýrt að byggja og húsin eru vönduð og vel einangruð en þau eru annað tveggja rafmagns- eða olíukynt og þetta veldur því að um 95% af öllu húsnæði er í eigu opinberra aðila. Islendingar nota venjulega 10 sm einangrun í hús sín, en Grænlend- ingar 15 sm. Byggingarstíllinn er kassalaga og það er ekki auðvelt að taka grunninn, því bærinn stendur á glerhörðu granítbergi, sem ís- lenzku flugvallarsmiðirnir hjá Is- lenzkum aðalverktökum fengu svo DÆMIGERÐ mynd úr gamla bænum. Tíu hunda gengi bíður þess að flóann leggi og þeir dragi húsbónda sinn að safna björg í bú. Qaanaaq ‘Nil (Tþule) KALAAI.LIT NUNAAT (G R di NI. A N D). \ V: Upernavik* llloqqörtoormiut *' ' ______II Ummannaq* Aasiaat I—\ Sislmiut- Maniitsoq Nuuk« (Godtháb) Paamiut* Narsarsuaq*': l^JjíelMS KAJJ1§BA • Tasiilaq Akureyri* ÍSLAND Keflavík hressilega að takast á við. Það er því margt sem veldur erfiðleikum hjá þeim. Allar vatnslagnir eru ofan jarðar og eru lagðar með hitaþræði og mikið einangraðar. Sömu vanda- málin eru í kring um skolp og sal- emi. Þetta leiðir af sér að það eru ekki öll hús með rennandi vatn held- ur er vantshaninn úti á homi svipað þeim brunahönum sem við þekkjum. Ibúamir fara síðan með fötu út á hom og ná sér í vatn. Salemis- vandamálin em sýnu verri. Þar em notaðir sérstakir kamrar þar sem þeir hengja gula poka neðan á set- una og svo þegar farið er að hækka í pokanum er hann tekinn niður og bundið fyrir og pokanum hent út í götukantinn. Þar liggur hann þar til bæjartarfsmennirnir koma og fjar- lægja hann og fara með hann í svo- kallaða súkkulaðiverksmiðju þar sem úrganginum er eytt. Þá geta lesendur gert sér í hugaijund hvernig það er að jarðsetja nánustu ættvini á þessum stað. Hundar sem vinnudýr Helzti atvinnuvegur bæjarbúa er sjávarútvegur. Þeir veiða mikið af rækju, krabba og grálúðu. Rækjan og krabbinn em unnin í stónn verk- smiðju, en grálúðuna flaka þeir og hengja mikið upp og þurrka. Allt er nýtt, því hryggurinn og hausinn er líka þurrkað og það gefíð hundun- um í bænum, sem eru hátt í 3.000. Reyndar er mjög misjafnlega farið með hundana. Þetta eru vinnudýr og má oftast sjá á feldi þeirra hvernig með þá er farið. Sumir berja þá með plönkum og gefa þeim lítið að éta. Þeir eru alltaf tjóðraðir í járnkeðjum nema tíkumar þegar þær era á lóðaríi, þá valsa þær um bæinn og velja sér hvolpsföður. Það er ekki hægt að ljúka um- fjölluninni um hundana örðu vísi en nefna morgunsönginn sem upp- hefst í birtingu. Bærinn, sem ann- ars er friðsæll, lifnar við, hundarnir spangóla svo undir tekur og aðeins þeir sem hagvanir em geta sofíð. Mjög margir karlanna í bænum eiga jullur eða smábáta sem þeir nota yfir sumartímann. Þeir sigla á þessum fleyjum með nokkuð sér- stökum hætti. Þær eru allar með litlum utanborðsmótor og þeir sigla út flóann standandi. Þegar flóann leggm- í nóvemberlok eru sleðarnir teknir fram. Venjulega eiga þeir 2- 4 stærðir af sleðum. I styttri ferð- irnar nota þeir minni sleðana og þá 4 hunda og síðan fjölgar hundunum efth- því sem sleðinn stækkar. A veturna fer veiðin fram í gegnum vakh- og oftar en ekki er selur í afl- anum þegar heim er komið. Margir af stærri bátunum em með hval- byssur sem smíðaðar em í skipa- smíðastöðinni, en þessi stöð mun vera sú eina sem smíðar slíkar byssur á Grænlandi og mun hafa þó nokkuð að gera við þessar smíðar. Eitthvað mun vera veitt af hval í Diskóflóanum og er hann bæði borðaður nýr og þurrkaður. Svipað verðlag Verðlag á Grænlandi er gegnum- sneitt svipað og á íslandi. Þó má nefna að bensínið kostai- 2,80 dkr. eða liðlega 30 kr. íslenzkar og olíu- lítrinn 1.92 dkr. eða rúmar 20 kr. Vöraúrvalið í kaupfélaginu (KNI), sem er í eigu heimastjórnarinnar, er svipað og í afskekktum bæ á ís- landi. Þar ægir öllu saman, allt frá saumnálum upp í stærstu hjóma- rúm og ísskápa. Matvöruúrvalið er sæmilegt, en mér þóttu tómatarnir nokkuð dýrir, en stykkið kostaði um 30 krónur. Tímakaup verkamanns- ins er hins vegar hærra en heima, en lágmarkskaup á grænlandi er liðlega 70 kr. danskar eða um 800 krónur. Þó að kaupið sé gott þá var að heyra að þeir gleymdu stundum að mæta í vinnuna. Hins vegar eru þeir góðir verkmenn og náðu á ótrú- lega skömmum tíma tökum á flókn- ustu vinnuvélum. Flestir bílarnir í bænum eru díselbflar og þegar kaldast er em þeir bara látnir ganga. Annars er innstunga á flestum bílum sem hangir út úr gijllinu, en þetta er búnaður sem heldur vélinni volgri yfir nóttina. Fáir ferðamenn Mjög fáir ferðamenn koma til bæjarins, en búast má við að þar verði breyting á með tilkomu nýja flugvallarins sem Islenzkir aðal- verktakar luku við nú fyrir nokkmm dögum. Bærinn hefir reyndar tekið nokkrum stakkaskiptum þau 3 ár sem Islendingamir hafa verið í bæn- um. Það má sem dæmi nefna að það er aðeins eitt ár síðan Coca Cola fékkst í verzluninni, en Jolly Cola vai- allsráðandi. Þessi framþróun er hins vegar ekki öll, því aðeins fæst venjulegt kók en ekki sykurskert. Grænlendingarnir létu vel af samskiptum sínum við Islendinga, en þau vom mjög farsæl. Fólkið á Aasiaat er vinalegt og brosmilt. Fyrirsjáanlegt er að það á eftir að ganga í gegnum miklar breytingar á næstu árum á tímum internetsins og ótrúlega hraðrar framþróunar sem nú gengur yfir Grænland. Sú þróun minnir óneitanlega á íslenzkt samfélag fyrir 20 ámm. STIGAR liggja um alla byggðina, en þeir geta verið var- hugaverðir í hálkunni. Þessi liggur út í gamla bæinn. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson SÉÐ yfír höfnina í morgunhúminu. ÞESSI íbúi hengdi listaverkin utan á húsið en ekki inn í stofu eins og tíðkast hjá okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.