Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 5F
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Minning
látinna í
Dómkirkjunni
AÐ vanda verður látinna minnst við
guðsþjónustu kl. 14 á sunnudaginn
kemur, á „Allra sálna messu“. Pá er
þeirra minnst sem við okkur hafa
skilist, einkanlega þeirra sem kvödd
hafa verið í Dómkirkjunni. Kveikt
er á ljósi þeirra vegna og líf þeirra
þakkað og vonin um eilíft líf og end-
urfundi í himni Guðs. Guðsþjónust-
an er í umsjá sr. Jakobs Agústs
Hjálmarssonar og einleikur á fiðlu
er í höndum Rutar Ingólfsdóttur.
Einnig er messa með altaris-
göngu kl. 11 og helgast hún af öðru
tilefni þessa dags, sem einnig er
„Allra heilagra messa“. Þá er trúar-
hetjanna minnst sérstaklega, þeirra
sem fóru á undan með góðu for-
dæmi.
Dómkórinn syngur við báðar
þessar guðsþjónustur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar og eru
þær liður í Tónlistardögum Dóm-
kirkjunnar, eins og orgeltónleikar
Marteins kl. 12 á laugardag og
barokktónleikar á sunnudag kl. 17
þar sem leikið verður á hinn nýja
sembal Dómkirkjunnar.
Þorkelstónleikar
í Hallgríms-
kirkju
TÓNLEIKAR verða haldnir í Hall-
gi'ímskirkju á morgun, laugardag,
til heiðurs Þorkeli Sigurbjömssyni
en hann varð sextugur fyi-r á þessu
ári. Þar koma fram fjórir kórar og
flytja valin kórverk ásamt hljóð-
færaleikurum.
Kóramir sem koma fram eru
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur, Barnakór
Hallgrímskirkju undir stjórn Bjarn-
eyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur,
Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantorum undir stjórn Harð-
ar Áskelssonar. Douglas A.
Brotchie leikur kóralfantasíuna Auf
meinen lieben Gott á Klaisorgelið.
Hamrahlíðarkórinn flytur litla lat-
neska messu og mótettuna
Resessionale, Bamakór Hallgríms-
kirkju flytur Te Deum ásamt
hörpuleikaranum Sophie Schoonj-
ans, Schola cantoram flytur verkið
Clarsitas fyrir kór og orgel og
Mótettukór Hallgrímskirkju flytur
Davíðssálm 117 og Kvöldbænir, en í
því verki syngur Marrét Bóasdóttir
sópransöngkona einsöng. Kórarnir
syngja saman sálmana Heyr himna-
smiður, Engla hæstir og Til þín
Drottinn hnatta og heima. Kórverk-
in 117. Davíðssálmur og Clarsitas
heyrast nú í fyrsta skipti á íslandi.
Þorkell Sigurbjörnsson hefur
verið mjög afkastamikill á sviði
kirkjutónlistar. Kórverk hans og
sálmar hafa náð mikilli útbreiðslu,
sum þeirra eru í flokki helstu perla
íslensks kirkjusöngs. Hann hefur
komið mikið við sögu í tónlistarlífi
Hallgrimskirkju, sá um útsetningar
tónhstar fyrir vígslu Hallgríms-
kirkju árið 1986 og samdi tvö orgel-
verk fyrir vígslu Klaisorgelsins árið
1992.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17
og er aðgangur ókeypis.
Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl.
12.15-12.30. Orgelleikur, ritninga-
lestur og bæn.
Langholtskirkja. Opið hús kl.
11-13. Kyrrðar- og bænastund kl.
12.10. Eftir stundina verður boðið
upp á súpu, brauð og salat.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Ung-
lingasamkoma kl. 20.30. Ræðumað-
ur ívar ísak Guðjónsson. Allir
hjartanlega velkomnir.
Sjöunda dags aðventistar á Islandi:
A laugardag:
Allar kirkjur aðventista ætla að
hafa sameiginlega guðsþjónustu í
safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavfk. Ræðumaður þar
verður Birthe Kendel, sem er leið-
togi barna- og kvennastarfs Aðvent-
kirkjunnar í Norður-Evrópu.
SMÁAUGLÝSINGAR
TIL SÖLU
Aukakílóin af — hringdu.
Klara, sími 898 1783.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F.12 = 17910308V2 = 9.I
Félag trérennismiða
Fundur í Skipholti 37, 2. hæð,
laugardaginn 31. október
kl. 10.00.
Guðmundur Magnússon segir
frá trérennismiðum í Noregi o.fl.
Frá Guðspeki-
félaginu
Ipgólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
I kvöld kl. 21.00 heldur séra Þórir
Stephensen erindi, „Kórherrar
og klaustur þeirra", í húsi félags-
ins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15.00—17.00 er
opið hús með fræðslu og um-
ræðum, kl. 15.30 í umsjón Karls
Sigurðssonar.
Á sunnudögum kl. 17.00—18.00
er hugleiðingarstund með leið-
beiningum fyrir almenning.
Áfimmtudögum kl. 16.30—18.30
er bókaþjónustan opin. Mikið úr-
val andlegra bókmennta. Guð-
spekifélagið hvetur til saman-
burðar trúarbragða, heimspeki
og náttúruvísinda. Félagar njóta
algers skoðanafrelsis.
I.O.O.F. 1 = 17910308V2 —
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Föstudagur 30. október
kl. 20.30
Myndakvöld
Austfirdir: Víknasvæðid/
Gerpissvæðið
Á þetta myndakvöld í Ferðafé-
lagssalnum í Mörkinni 6 koma
góðir gestir að austan, þær Inga
Rósa Þórðardóttir, formaður
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og
ína D. Gísladóttir, formaður
Ferðafélags Fjarðamanna. Þær
sýna myndir og segja frá spenn-
andi gönguleiðum á Austfjörð-
um á svæðinu frá Borgarfirði
eystra til Reyðarfjarðar þar sem
Víknasvæðið og Gerpissvæðið
koma helst við sögu. M.a. sýnt
frá Breiðavik þar sem FFF reisti
nýjan skála í sumar. Óvíða er til-
komumeira útsýni en af fjalla-
skörðum Austfjarða. Góðar kaffi-
veitingar. Aðgangseyrir 500 kr.
(kaffi og meðlæti innifalið).
Missið ekki af þessu sérstaka
myndakvöldi. Allir velkomnir.
Gerist félagar og eignist ár-
bókina 1998: Fjallajarðir og
Framafréttir Biskupstungna.
Árgjald er 3.400 kr.
Sunnudagsferð 1. nóvember
kl. 13.00
Hafnarfjörður — Kaldársel,
gömul þjóðleið
Aðventuferð í Þórsmörk
27.-29. nóvember og ára-
mótaferð í Þórsmörk
30.12.-2.1.
Barnarúm *;&r J*§^
a©ajia <^\I
Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. SMASKOR sérverslun með bamaskó,
í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919
Urval af töskum
Háaleitisbraut 58-60, sími 581 3525
www.mbl.is
Húsgagnavika 23.okt til 1 .nóv.
Glœsilegur aldamótastíll
Tilboðsdagar í sýningarsa! Blómavals,Sigtúni
á vönduðum sígildum húsgögnum. 30%-50% afsláttur.
Aðeins ein vika - sendum heim.
a vegum
COLONY ehf.
Sími 893 8100
bll©m<wd