Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Á slóð „Condorsins“ Herforingjar í Rómönsku Ameríku komu á fót „fjöl- þjóðlegu kúgunartæki“ á áttunda áratugnum til þess að geta í sameiningu upprætt óvini sína. Asgeir Sverr- isson segir frá „Condor-áætluninni“ en einn helsti höf- undur hennar er talinn hafa verið Augusto Pinochet. MEÐ kröfu sinni um að Augusto Pin- ochet, fyrrum forseti Chile, verði framseldur til Spánar vonast rann- sóknardómarinn Baltasar Garzón til þess að afla upplýsinga um „Condor-áætl- unina“ en svo nefndist samstarf sem herfor- ingjastjómir í Rómönsku Ameríku komu á fót á áttunda áratugnum. Tilgangurinn með sam- starfi þessu var að samræma aðgerðir gegn vinstrisinnuðum stjórnarandstæðingum, sem sættu handtökum, pyntingum og voru myrtir. Garzón rannsóknardómari hefur varið mikl- um tíma í að rannsaka þetta réttnefnda net kúgunar og mannréttindabrota, sem herfor- ingjamir riðu til að treysta völd sín. Þetta framtak Garzón vakti fyrst verulega athygli í fyrra er hann fékk handtekinn á Spáni Adolofo nokkum Scilingo, fyrrum höfuðsmann í her Argentínu. Scilingo tók þátt í „dauða- fiugferðunum" svonefndu en talið er að rúm- lega 4.000 vinstrisinnuðum stjóm- arandstæðingum hafi verið varpað lifandi í hafið úr flugvélum í tíð herforingjastjómarinnar þar frá 1976 til 1983. Scilingo játaði sekt sína og veitti margvíslegar upplýs- ingar sem tengjast pyntingum og morðum á um 600 Spánverjum, sem bættust í hóp fómarlamba herforingjanna. Baltasar Garzón fór þann 15. þessa mánað- ar fram á að Augusto Pinochet yrði handtek- inn í Lundúnum. Er hann fyrsti herforinginn frá Chile sem Garzón hefur tekist að nálgast en í máli hans er um að ræða 94 spænska ríkis- borgara sem „hurfu“ á meðan Pinochet var við völd. Dómarinn hefur einsett sér að afla upplýs- inga um „Condor-áætlunina“ (Operación Cóndor sem stundum var einnig nefnd Oper- ación Murciélago á spænskri tungu) svonefndu og Ijóst er að Pinochet gæti við yfirheyrslur brugðið skýrara ljósi á þetta samstarf herfor- ingjastjómanna í Argentínu, Brasilíu, Chile, Paraguay og Uruguay. Handtökur, pyntingar og morð Fyrstu drög að þessu samstarfi vora lögð á fundi yfirmanna leyniþjónustustofnana ríkj- anna fimm í októbermánuði 1975. Fundurinn var haldinn í Santiago í Chile að framkvæði Manuel Contreras herforingja, sem þá var einn nánasti undirsáti Pinochets og yfirmaður leyniþjónustu hans er nefndist DINA. Contreras var í októbermánuði 1995 dæmdur í sjö ára fangelsi fyr- ir hlut sinn í morðinu á Orlando Letelier, fyrram utanríkisráðherra Chile, sem flugumenn Pinochets myrtu í Washington árið 1976. Samstarfíð sem ákveðið var að koma á fót tók m.a. til þess að starfræktur var sameiginlegur gagnabanki til að auðvelda herforingjastjórnunum að fylgjast með ferð- um mikils fjölda stjórnarandstæðinga, sem handteknir voru, pyntaðir og oft myrtir í þessum fimm ríkjum. Samstarfið kvað á um Reuters BALTASAR Garzón, rannsóknardómari frá Spáni. að hefðbundin landamæri skyldu ekki gilda í þessu viðfangi og voru erlendir vinstrimenn því oft handteknir utan heimalanda sinna. Voru þeir þá ýmist framseldir eða pyntaðir og myrtir í því landi þar sem þeir voru hand- teknir. Hermönnum öryggissveita einræðis- herra í einu ríkinu var heimilt að starfa í hin- um og gátu þannig elt uppi meinta vinstris- inna, handtekið þá og flutt með leynd yfir landamæri. „Condor-áætlunin" kostaði þús- undir manna lífið. „Fjölþjóðlegt kúgunartæki“ Einna gleggstu lýsinguna á „Condor-áætl- uninni" er að finna í skýrslu Conadep-nefndar- innar svonefndu (Comisión Nacional para la Desaparición de Personas) sem Raúl Alfonsín, forseti Argentínu, kom á fót eftir að lýðræði hafði verið endurreist í landinu. Nefndin sem rannsakaði manns- hvörf í tíð herforingjastjórnarinnar lagði fram margvísleg sönnunar- gögn fyrir því að argentínskir stjórnarandstæðingar hefðu verið handteknir og myrtir jafnt í Ar- gentínu sem í nágrannalöndunum. „Condor- samstarfinu" lýsti nefndin m.a. með þessum hætti: (Myndað var) „fjölþjóðlegt kúgunar- tæki. Fyrir tilstilli þess komust flugumenn kúgunaraflanna inn í hópa stjómarandstæð- inga sem flúið höfðu heimalönd sín til Argent- ínu. Þessir menn höfðu það starf með höndum að taka þetta fólk í gíslingu, pynta það til sagna og myrða auk þess sem margir vora fluttir í fangabúðir í heimalöndum sínum.“ Krafa Garzón dómara um framsal Pin- ochets tengist þessu samstarfi þar sem rann- sókn hans beinist að örlögum Spánverja eða chileanska ríkisborgara af spænskum ættum sem flúið höfðu frá Chile til Argentínu. Þetta fólk bættist síðan í hóp „los desaparecidos“, hinna „horfnu". Vitað er að hundruð annarra óbreyttra borgara frá Chile, Paraguay og Uruguay, sem granuð voru um „undirróðurs- starfsemi" „hurfu“ einnig á þessum árum í Argentínu og sýnir það að „Condor-samstarf- ið“ skilaði tilætluðum árangri. A móti var Ar- gentínumönnum rænt í Uruguay og mikill fjöldi Argentínumanna, Chilebúa og Urugu- aymanna „hvarf' einnig í Paraguay og Bras- ilíu. „Skjalasöfn hryllingsins“ Þótt „Condor-áætluninni" hafi formlega verið hleypt af stokkunum á fundinum í Santi- ago de Chile 1975 era til eldri dæmi um slíkt samstarf herforingja í Rómönsku Ameríku. Þekktasta dæmi þessa er trúlega morðið á Carlos Prats, fyrrum yfirhershöfðingja Chile, og eiginkonu hans í Buenos Aires í Argentínu árið 1974, ári eftir að Pinochet hafði steypt Salvador Allende af forsetastóli. Fyrram for- seti Bólivíu, Juán José Torres var einnig myrtur í höfuðborg Argentínu þetta sama ár. „Condor-áætlunin“ er hins vegar nefnd í fyrsta skipti á nafn í bréfi sem Contreras her- foringi sendi starfsbræðram sínum í Argent- ínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay í desem- ber 1975. Þetta bréf fannst í „skjalasöfnum hryllingsins“ í Paraguay eftir að endi hafði verið bundinn á einræðisstjórn Alfredo Stroessners. í safni þessu hefur og fundist samningur sem herforingjastjórnimar í Paraguay og Argentínu gerðu með sér 28. júní 1978 sem m.a. kveður á um „samstarf við yfir- heyrslur yfir föngum, fangaskipti og skilyrði gagnkvæmra fanga- skipta." Pinochet, sem ríkti í Chile fram til ársins 1990, gortaði sig einn- hverju sinni af því að „laufblað hreyfðist ekki í landinu án þess að hann vissi af því.“ Smám saman hefur fengist skýrari mynd af því hvernig „condorinn" sem hann skapaði hnitaði hringi yfir ríkjum Rómönsku Ameríku og boðaði hrylling og dauða. Ef til vill verður sagan síð- ar sögð í heild sinni fyrir tilstilli manna á borð við Baltasar Garzón. Samræmdar aðgerðir gegn stjórnarand- stæðingum Hundruð óbreyttra borgara hurfu í Argentínu TILBOÐSDAGAR á hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, blöndunartækjum o.m.fl. 20—50% afsláttur VATNS VIRKINN ehf Ármúla 21, sími 533 2020. http://www.islandia.is/vavirk Pinochet fluttur á annað sjúkrahús London, Madrid, París. Reuters. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var fluttur á annað sjúkrahús í London í gær en var enn í haldi lögreglunnar þótt breskur dómstóll hefði ógilt handtökuheimild á hendur hon- um. Talsmaður bresku lögreglunn- ar sagði að Pinochet hefði verið fluttur á annað sjúkrahús eftir að læknar hans hefðu ráðfært sig við sérfræðinga lögreglunnar. „Ekk- ert bendir til þess að ástand hans hafi versnað," bætti hann við. Heimildamenn innan lögreglunn- ar segja að hann liggi nú á Grovelands Priory-sjúkrahúsinu, sem sérhæfir sig í geðsjúkdómum, en það hafi verið valið af öryggis- ástæðum. Talsmaður lögreglunnar vildi þó ekki staðfesta þetta og neitaði að greina frá því hvers vegna Pin- ochet var fluttur af skjúkrahúsinu í miðborg London þar sem hann hafði dvalið frá því hann gekkst undir aðgerð á baki fyrr í mánuð- inum. Pinochet var fluttur með sjúkrabíl í gærmorgun áður en út- lægir Chilebúar komu saman við sjúkrahúsið til að halda áfram daglegum mótmælum sínum. Pinochet hefur verið í haldi lög- reglunnar á sjúkrahúsi í miðborg London frá 16. þessa mánaðar vegna beiðni spænsks dómara, Baltasars Garzóns, um að einræð- isherrann fyrrverandi yrði fram- seldur til Spánar svo hægt yrði að sækja hann til saka fyrir morð og pyntingar á spænskum borgurum. Blendin viðbrögð við úrskurðinum Dómstóll í London úrskurðaði á miðvikudag að Pinochet nyti frið- helgi þar sem hann gegndi emb- ætti þjóðhöfðingja á þeim tíma sem meintir glæpir hans voru framdir. Embætti saksóknara áfrýjaði úrskurðinum og dóm- stóllinn gaf fyrirmæli um að Pin- ochet yrði ekki sleppt fyrr en lá- varðadeild breska þingsins, æðsta dómstig landsins, kveður upp úr- skurð sinn. Gert er ráð fyrir að áfrýjunin verði tekin fyrir í næstu viku. Breskir lögspekingar telja ólík- legt að lávarðadeildin hnekki úr- skurðinum þar sem Bingham lá- varður, æðsti dómari Bretlands, kvað hann upp. Verði úrskurður- inn staðfestur getur Pinochet snú- ið aftur til Chile. Búist er við að lögfræðingar hans óski eftir því í dag eða á næstu dögum að hann verði látinn laus gegn tryggingu. Viðbrögð breskra dagblaða við úrskurðinum voru blcndin. Mörg þeirra sögðu að hann kæmi sljórn breska Verkamannaflokksins í vandræðalega stöðu en önnur, svo sem Guardian, sögðu að það væri „ekkert réttlæti fyrir fómarlömb" einræðisherrans fyri’verandi. The Daily Telegraph sagði að það sætti furðu að ráðherrar Verkamannaflokksins skyldu hafa haldið að hægt væri að sækja Pin- ochet til saka samkvæmt breskum framsalslögum. Blaðið sagði að ráðherrarnir hlytu að annaðhvort að hafa hunsað lögfræðilega ráð- gjafa sína eða fengið mjög slæma ráðgjöf. Sljórn Tonys Blairs forsætis- ráðherra hefur sagt að handtaka Pinochet sé dómsmál en ekki póli- tískt málefni og að dómstólarnir einir eigi að ákveða hvort Pin- ochet verði framseldur. Robin Cook utanríkisráðherra hefur haldið því fram að Pinochet njóti ekki friðhelgi og Peter Mandelson viðskiptaráðherra hefur tekið undir það. Sljórn Chile fagnaði úrskurðin- um en útlagar frá Chile og mann- réttindasamtök mótmæltu honum. Baltazar Garzón ætlar að halda áfram tilraunum sínum til að fá Pinochet framseldan þrátt fyrir úrskurð breska dómstólsins. Nefnd, skipuð ellefu spænskum dómurum, kom saman í gær til að skera úr um hvort spænskir dóm- stólar hefðu lögsögu í málum sem varða mannréttindabrot í Ró- mönsku Ameríku á áttunda og ní- unda áratugnum. Spænskir fjöhniðlar sögðu að úrskurður dómnefndarinnar kynni að verða birtur í dag. Þótt áfrýjun- in snúist ekki um handtöku Pin- ochets hefur úrskurðurinn mikla þýðingu fyrir tilraunir Garzons til að fá Pinochet framseldan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.