Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 54
A 54 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska i Ferdinand FIR5T ME PU5HE5 ME OFF THE 5WIN6JHEN HE 5AV5 HETHINK6 l'M CUTE.. r~~z( --------- I IF 50MEONE TELL5 YOU YOU'RE CUTE UIHEN YOU KNOW YOU'RE MOTCUTE, WHATDOYOU PO? NEVER MIND.. I ALREAPY KNOW í^o 5TUPIP KIP'Í FÁSTU ekki um það ... ég veit það nú þegar. STRÁKASNI!! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Vér aldraðir Frá Sófusi Berthelssyni: ÉG VIL þakka Páli Daníelssyni fyrir hans ágætu og fróðlegu skrif í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 22. okt. síðastliðinn um upplýsing- ar um kauphækkanir núverandi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og um sjálftöku hennar á launum sér til handa. Páll segir á einum stað í greininni: „Pað var á sínum tíma talað um að kratar hygluðu sér og sínum með bitlingum og það gagnrýnt harkalega. Nú eru stig- in stærri skref í slíkri iðju en þeir hafa nokkurntíma gert hér í bæ.“ - En nú er mér spurn, fyrst þeir tóku upp eyðslusemi kratanna, gátu þeir þá ekki gert það fyrir sama kaup og þeir? En litlar skitnar 17 milljónir kr. í árslaun er annað og aðeins betra en ve- sæll verkamaðurinn og konan fær í laun til að tóra á. Að vísu las ég það í fréttum mér til undrunar, þegar bæjarstjórnin tók sér kaup- hækkun, en mig grunaði ekki að hækkunin gerði 17 milljónir á ári fyrir bæjarsjóð, eins og Páll segir, mér kom bara í hug, að bæjar- sjóður hefði ef til vill efni á að láta okkur gamlingjana hætta að gj-eiða fasteignagjald, að minnsta kosti þá sem eru orðnir áttræðir og þar yfir, en ég varð 84 ára í þessum mánuði. Mér telst til að ég sé búinn að greiða útsvör og önnur gjöld í rúmlega 65 ár í bæj- arsjóð, hvað ætli það séu nú margar milljónir? En ég á þó ekki miklar eignir eftir þetta strit og basl á langri ævi, jú, ég á hálfa þjónustuíbúð, hinn helminginn tók ég að láni hjá Byggingasjóði ríkisins, 3 milljónir, aðrar 3 átti ég sjálfur. I 9 ár hef ég greitt 20 þús. kr. á mánuði í þeirri trú að ég væri að greiða niður lánið, en mér til stórrar undrunar hefur skuldin alltaf hækkað því meir sem ég greiði. I þessi 9 ár er skuldin orð- in 3 milljónir 739 þúsund 964 krónur sem þýðir í raun, að ef ég tek þessar 3 milljónir mínar og greiði þær sem ég fékk lánaðar, þá væri ég eignalaus, og gott bet- ur því ég skuldaði þá í Bygginga- sjóð kr. 739.964 og af hvaða eign- um er ég að greiða fasteignagjald í bæjarsjóð? Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hef horft á byggð- ina breiðast út í hinu hrjúfa Hafn- arfjarðarhrauni, ég man tímana tvenna allt frá bernskudögum til dagsins í dag og hef horft á mikl- ar breytingar og framfarir og vaxtarkippir hafa alltaf átt sér stað. Það hefur ekki farið fram hjá mér að mestar framfarirnar hafa verið þá tíma sem Alþýðu- flokkurinn hefur haft meirihluta í bæjarstjórn hvað svo sem hægt er að segja um fráfarandi bæjar- stjórn, og ég vona að ung og ný kynslóð alþýðunnar eigi eftir að taka við stjórnartaumunum í mín- um kæra fæðingarbæ, afkomend- um mínum til hagsbóta og betri afkomu, og ekki meira um það. En fyrst ég annars tók penna í hönd til að pára á blað, vil ég víkja nokkrum orðum að góðærisbull- aranum forsætisráðherra vorum. Vér aldraðir höfum ekki fundið fyrir þessu góðæri sem hann er alltaf að lofsyngja, enda gleymd- umst við aldraðir í stefnuræðu hans. Kannski er honum ekki kunnugt um að við, aldraða verka- fólkið sem byggði upp þetta þjóð- félag, við strituðum og unnum þau verk sem vinna þurfti. Póli- tíkusarnb’ voru bara með uppá- stungurnar. Við hjónin erum búin að greiða skatta í ríkissjóð í rúm- lega 65 ár, laglegur skildingur það og enn erum við að greiða skatt í ríkissjóð bæði komin yfir áttrætt. Við fáum til samans í ellilífeyi’i og tekjutryggingu kr. 82.870 á mán- uði, af þeim upphæð greiðum við í skatt kr. 8.851. Væri til of mikils mælst að við fengjum að njóta þessara launa skattfrítt? Við hjónin eigum 77 afkomendur, dá- lagleg upphæð sem þeir eru búnir að greiða og eiga eftir að greiða í ríkissjóð, og eins þeirra afkom- endur óbornir. Varla er hægt að segja að við hjónin höfum verið þjóðfélaginu óþörf. Aftur vík ég orðum mínum að Davíð og hans margumtalaða góðæri. Vér aldraðir höfum ekki fundið fyrir góðærinu, en við vit- um hvar það er, það er hjá eigna- mönnunum sem eru að kaupa fasteignirnar í eigu ríkisins og ríkisstjórnin er að selja þeim, og einnig hjá sægreifunum sem fá gefins kvóta. Ég á dótturdóttur sem flúði til Noregs með sína 6 manna fjölskyldu þrátt fyrir góð- ærið hans Davíðs, endar náðu ekki saman hjá þeim hjónum þótt þau ynnu bæði úti. Þau eru búin að vera ár í Noregi og gera það gott. Ég á tvo syni sem hafa verið til sjós frá 14 ára aldri, þeir eru báðir tæplega fimmtugir, varla er hægt að segja að þeir séu mennt- unarlausir, þeir hafa báðir skip- stjórnarréttindi og annar þeirra uppá nokkur þúsund tonn. Þeir segja báðir að það sé ekki verandi hér til sjós vegna spillingar og svínarís í íslenskri útgerð. Þeir fara á morgun, þegar þetta er skrifað, til Noregs í von um betri afkomu. Það verða alþingiskosningar á vori komanda, nú um stundir virð- ast ætla að verða margir kosn- ingalistar í boði, það margir að ég er oftar í vafa heldur en hitt við hvaða lista ég á að merkja, en ég er ekki í neinum vafa um við hvaða lista ég á ekki að merkja. Sagt var frá því nýlega í fréttum að Davíð hefði sett nýtt met í setu í forsætisráðherrastóli, ég vona að þjóð mín verði það viti borin og lánsöm, að þau met verði ekki fleiri. SÓFUS BERTHELSSON eldri, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. FYRST hrindir hann mér úr EF einhver segir að þú sért rólunni, síðan segir hann að ég sæt þegar þú ert það ekki, \ sé sæt... hvað gerirðu þá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.