Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 4 góðu stundir sem við áttum saman. Elsku afi, Guð styrki þig á þess- ari sorgarstund. Jón Heiðar Gunnarsson. Elsku amma Didda. Ég var að vonast til að mig hefði verið að dreyma þegar síminn hringdi á föstudagskvöldið og mér var til- kynnt um andlát þitt. Ég vona enn að ég fari að vakna en með hverjum deginum sem líður minnka líkurnar og ég þarf að fara að horfast í augu við þetta verk Guðs. Mér finnst ósanngjarnt að hann hafi kallað þig svona hrausta og hressa til sín en hann hefur lílega ætlað þér nýtt og stærra hlutverk annars staðar. Þú og afí voruð mér alltaf svo góð og dekruðuð mjög mikið við mig. Þið gerðuð allt fyrir mig og skipti þá engu máli hvaða vesen var á mér, þið leystuð það alltaf fljótt og vel. Það var aldrei neitt mál hjá ykkur að laga hlutina. Þá tvo vetur sem ég bjó hjá ykk- ur var oft glatt á hjalla og hlóst þú oftast manna mest. Mikið líf og fjör var oft í kvöldmatnum, þegar við afí vorum að þrasa um það hvort smjör væri óhollt eða hvort skokk færi illa með hnén. Á þetta tuð hlustaðir þú með bros á vör. Áður en ég flutti inn til ykkar sagðir þú við mig að þú gætir verið fullafskiptasöm og ef svo yrði þá ætti ég að láta þig vita. Aldrei kom til þess og gekk sambúð okkar þriggjaeins og vel smurð vél. Vinkonum mínum varstu góð og passaðir upp á að við færum aldrei svangar út, ýmist heillaðir þú mag- ann í okkur með jólaköku eða daimís. Oft fannst mér þegar við sátum við eldhúsborðið að þú værir ekki aðeins amma mín heldur líka vinkona því við gátum talað um heima og geima. Þetta var góður tími sem ég átti með ykkur afa og mun ég minnast hans um ókomna tíð. Mig langar að nefna margar aðr- ar góðar stundir sem ég hef átt með ykkur en þyrfti til þess heila bók en ég verð samt að nefna Ásenda sem var paradísin ykkar og okkar hinna í fjölskyldunni. Þar áttum við marg- ar góðar stundir eins og þegar við Brynja fórum með ykkur rétt fyrir próf og ætluðum við að nota tímann til upplestrar. Þið sáuð til þess að við værum eins og prinsessur sem ekkert máttu gera. Þessi helgi var mjög skemmtileg og er hún oft rifj- uð upp af okkur frænkunum. Þegar ég sagði þér að ég væri barnshafandi og þar af leiðandi þriðja langömmubarnið á leiðinni varðstu himinlifandi og vildir segja öllum það strax. Mér fannst gott til þess að hugsa að bamið mitt fengi að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga tvær langömmur og tvo langafa en því miður gat ekki orðið af þvi. Þess í stað mun ég og afí Kalli vera dugleg að segja barninu mínu frá því hvað þú varst góð kona og mikil amma. Söknuður okkar allra er mikill en ég veit að þú, elsku afi minn, átt mjög erfitt, þið voruð svo samrýnd hjón sem gerðuð nær allt saman. Ég þykist vita að amma hefði viljað að við værum sterk í sorginni og vonast ég til að Guð muni styrkja okkur öll á þessu erfíðu tímum. Guð blessi minningu ömmu minnar, Oddnýjar Guðbjargar Þórðardótt- ur. Þín Dóra Björk. Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við mig. Þér fannst ekkert of gott fyrir mig. I hverri viku keyptuð þið afi súkkulaðisnúð, sem þið kom- uð með heim í Engjaselið, ég borð- aði reyndar bara súkkulaðið ofan af snúðnum, en það var allt í lagi. Manstu amma hvað ég var stoltur í sumar þegar ég fór einn í rútu austur í Vík til að vera með ykkur afa í bústaðnum? Ég veit að sálin er farin til guðs en það er samt svo sárt að þú sért farin og komir ekki aftur, því þú varst svo góð við mig. En ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman og hafa gert mig svo ríkan. Ég veit líka að nú ertu með englum guðs úr himnaríki að passa mig um alla eilífð. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófúllkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil; hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurbhtt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma, guð geymi þig. Oddur Ás. Elsku amma. Þú hefur gefíð okk- ur svo mikið. Það er erfítt þegar við hugsum um að það verði ekki fleiri stundir með þér. Þú fórst svo skyndilega, en við héldum að þú ættir svo mikið eftir. En minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Við vitum líka að núna ertu komin til frelsarans. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Þegar við vor- um yngri þá lékstu þér við okkur í fótbolta og körfubolta, kenndir okk- ur að sauma og margt fleira. Þú vissir hvað við vildum og hvað við þurftum. Svo eftir að Oddui- fæddist varstu mikið heima hjá okkur. Þú passaðir hann en það var ekki nóg heldur bakaðir þú fulla stampa af ömmu-vínarbrauðum og kökum, sem við úðuðum í okkur þegar við komum heim úr skólanum. Þú sást líka til þess að Kalli fengi grjóna- grautinn sinn einu sinni í viku. Leikritin, sem bamabömin fengu að leika fyrir ykkur hvenær sem var í Kópó, vom fjölda mörg. Alltaf var til full karfa af leikbúningum, og alltaf var klappað og hlegið af leik- ritunum eða tískusýningunum. Þú áttir líka alltaf til ís í kistunni fyrir ís-fólkið þitt, og alltaf galdraðir þú fram það sem okkur þótti best í hvert skipti. Það vom margar helgamar sem við fengum að dvelja hjá þér og afa í sumarbústaðnum, og oft urðu helg- amar að vikum, þar fengum við að leika okkur úti í náttúmnni og skipti engu máli hversu drullug við vomm, alltaf tókstu brosandi á móti okkur. Ekki vantaði heldur uppá að segja foreldmm okkar að við hefð- um verið stillt og prúð, þrátt fyrir að við hefðum hamast allan tímann sem við vomm hjá þér og afa. Þú varst til í að gera allt með okkur; fara í bíó, Kolaportið og þið Salóme létuð sauma á ykkur eins buxur, sem þið genguð stoltar í. Þegar fjöldskyldan flutti til Grænlands en Salóme var eftir heima gerðir þú allt til að létta henni lífið. Þú hljópst upp á þriðju hæð til þess að athuga hvort þú ætt- ir ekki að taka þvottinn og þvo hann. Svo beið hann alltaf hreinn og straujaður á sunnudögum þegar hún kom í mat. Við vitum að þeir líður vel hjá Guði. En við viljum að þú vitir líka hve missir okkar er mikill. Elsku Guð viltu veita afa, Þórði, Jóni, Gunnari, mömmu og öllum öðrum sem kveðja hana ömmu í dag styrk í sorginni. Guð blessi þig amma. Salóme Huld og Karl Jóhann. Seinustu dagar án hennar hafa verið mjög undariegir, ég trúi því varla enn að amma Didda sé farin. Amma Didda sem var alltaf svo dugleg, sterk og lífsglöð er farin. Amma gerði allt fyrir fjölskylduna og ekkert virtist veita henni meiri ánægju en þegar hún var að gera eitthvað fyrir barnabörnin sín. Enda talaði hún oft um það hvað hún væri rík að eiga þessa fjöl- skyldu en á meðan hugsuðum við hvað við værum heppin og eiga ömmu og afa eins og þau. Amma mín var einstök og við munum öll sakna hennar alveg óskaplega mik- ið. Það böl er lagt á okkur ár og síð, að undir rósum þymar sig dylja, öll hjartans elska, von, strit og stríð ei stoðar hót við neyðumst til að skilja. (Höf. óþekktur.) Elsku amma, þó að ég verði að kveðja þig í dag verður þú aldrei fjarri hjarta og huga mínum. Þín, Þórdís. Amma Didda, manstu þegar við fóium saman til Gunnars til að skoða hundinn? Það er svo stutt síð- an, og það var svo gaman. Ég skil ekki af hverju þú ert farin og kemur ekki aftur. En mamma og pabbi, líka afí Þórður og amma Steina, verða að vera dugleg að láta mig muna allt það skemmtilega sem við gerðum saman. Ég man vel eftir því þegar við fórum í fjöruna til að tína steina til að setja í stóra garðinn í bústaðnum. Takk fyrir allt amma mín. Þín, Bertha María. Elsku amma Didda, aldrei hefði ég getað trúað því að samtal okkar síðastliðið fóstudagskvöld yrði okk- ar síðasta. Þá hringdir þú til að óska okkur Arnari til hamingju með daginn. Ég sagði þér fréttir af okkur hér 1 Eyjum, og þú baðst mig um að sjá til þess að mamma færi vel með sig, og þú varst líka svo glöð að Arnar væri kominn heim frá Bretlandi þar sem hann er bú- inn að vera í námi. Ég vildi fá að vita hvemig þið hefðuð það, en alltaf þegar amma var spurð að þessu var bara talað um að afi væri hress eða hvernig honum heilsaðist. En núna sagðir þú mér að þið væruð bæði hress og ykkur liði vel. Svo baðstu mig fyrir kveðju til allra. Elsku amma, svo fórstu mjög skyndilega. Það er svo margt sem ég get skrifað um því ég á svo mildð af góðum og fallegum minningum um þig af Digranesveginum, þar sem bastkarfan með fötunum beið okkar krakkanna. Spenningurinn og kátínan var alltaf mikill þegar þið afí voruð að koma til Eyja og við stelpumar hans Jóns vorum að met- ast um hvar þið ættuð að sofa. Alltaf varð að skipta nóttunum jafnt á milli. Þá var sem betur fer ekki langt á milli húsa. Einnig eigum við yndislegar minningar úr sumarbú- staðnum sem þið afí hafið gert svo myndarlegan í Reynishverfinu. Um jólin 1994 áttum við yndislegt og ógleymanlegt símtal. Þá var ég að tilkynna ykkur að það væri langömmubam á leiðinni. Gleðin hjá þér var ólýsanleg. Þú sagðist vera búin að bíða eftir þessu. Svo loks þegar Bertha María fæddist um sumarið var farið beint úr bústaðn- um út í Eyjar til að skoða fyrsta Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. langömmubamið. Núna era rúm- lega tveir mánuðir þar til lang- ömmubömin verða orðin fjögur. Erfitt er að útskýra fyrir Berthu Maríu hvers vegna amma Didda fór til Guðs, þar sem hún er aðeins þriggja ára. En við lofum þér því að allir verða duglegir að deila minn- ingunum um þig til Berthu Maríu, Unu og einnig litlu ófæddu lang- ömmubarnanna. Góður Guð viltu styi'kja afa Kalla, pabba, Jón, Gunnar, Ásu og okkur hin í þessari miklu sorg. Elsku amma Didda þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Guð geymi þig. Þín, Kristbjörg Oddný. Elsku amma Didda, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman á Digranes- veginum, austur í bústað og hér úti í Eyjum. Við munum ávallt geyma minningamar í hjörtum okkar og hugsa til þín með söknuði. Þú varst einstaklega sterk og dugleg. Hver minning dýrmæt perla aó liðnum lífsins degi, hin jjúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Góði Guð viltu gefa afa Kalla og okkur öllum styrk á þessari erfiðu stundu. Eyþór, Steina og Baldvin Þór. Kveðja frá Digranesskóla Síst granaði okkur að loknum vinnudegi, föstudaginn 23. október, að Oddný kæmi ekki aftur í skól- ann. Að hún tæki ekki á móti okkur í anddyrinu á mánudagsmorgni eins og hún hafði gert alla morgna und- anfarin ár, hress og tilbúin að sinna starfínu af þeim dugnaði og sam- viskusemi sem einkenndu hana. Hún hóf störf í Digranesskóla í ársbyrjun 1989 sem ræstir og gangavörður. Það kom strax í ljós^ að hún var afburðastarfsmaður, harðdugleg og áreiðanleg. Henni varð sjaldan misdægurt. Hún bar hag nemenda mjög fyrir brjósti og sinnti þeim af kostgæfni. Hún var amma þeirra allra og þeir og starfsfólk skólans sakna hennar sárt. Oddný var okkur samstarfsfólk- inu góður félagi sem gaman var að spjalla við um dægurmálin, Mýrdal- inn, stjórnmál og hvaðeina. Um leið og við kveðjum mæta manneskju vil ég fyrir hönd Digra- nesskóla þakka henni fyrir vel unn- in störf og samfylgdina. Við sendum eiginmanni, börnum og fjölskyldum þeirra einlægan* - samúðarkveðjur. Sveinn Jóhannsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA AXELSDÓTTIR, Hlaðbrekku 1, Kópavogi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju á morg- un, laugardaginn 31. október, kl. 13.30. Ólafur Ágústsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Matthildur Ágústsdóttir, Jakob Matthíasson, Friðfinnur Ágústsson, Helga Hafberg, Reynir Ölversson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Viðey, Vestmannaeyjum, Árskógum 8, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mið- vikudaginn 14. október, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 31. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Björgvin Guðmundsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Gunnar St. Jónsson, Guðmundur Ó. Björgvinsson, Björg Valgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURÐSSON frá Vindási, Klapparholti 12, Hafnarfirði, var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 22. október. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát hans og útför. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala, heimahjúkrunarinnar í Hafnarfirði og sjúkrahússins Sólvangs, fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á þessar stofnanir. Bjarnfríður Guðmundsdóttir, Sigurður Haukur Gíslason, Sigurleif E. Andrésdóttir, Margrét Gyða G. Wangen, Per A. Wangen, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.