Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 62

Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ E r>j jmiMas A GETDIJEN gf“ ■ wF Æ H Vp 1 /fe ► | fcr |l ff /í) 1 h m#aga fe#7 £/% mm i mgg/ f Sandgeröi í björtum og rúmgóðum sölum tökum við á móti hópum og einstaklingum til að skoða fugla, fiska, fjörulíf, tjarnarlíf, fræðast um hvali og margt fleira. Hentugt fyrir ráðstefnur, fundi og litla hópa því hægt er að bjóða upp á veitingar, t.d. sjávarréttahlaðborð. Botndýrarannsóknarstöðin er í sama húsi og þar eru gestir velkomnir á virkum dögum. Opið alla daga frá kl. 13:00 til 17:00. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Aðgangseyrir kr. 200, börn kr. 100. Fræðasetrið í Sandgerði, Garðvegi 1, 245 Sandgerði, sími/fax 423 7551. FÓLK I F SIGUR Rós stóð sig vel í myndinni og er með bráð- skemmtilegt lag á disknum. GUS GUS flytur gott sýru- djassað lag sem er vel til vinsælda fallið á Bretlandi. Safnplata en ekki heimild TÓJVLIST Geisladisknr POPP I' REYKJAVÍK Popp í Reykjavík, diskur helgaður kvikmyndinni Popp í Reykjavík. Á plötunni eiga lög Björk Guðmunds- dóttir, Gus Gus, Lhooq, Bang Gang, Ensími, Móa, Aria, Súrefni, Quarashi, Botnleðja, Maus, Magga Stína, DJ Rampage vs. Dirty Bix (featuring Cell 7), Real Flavaz, Dip, Slowblow og Sigur Rós. 101 Reykjavík gefur út, Skífan dreifir. 69,39 mín. KVIKMYNDIN Popp í Reykjavík er bráðgóð skemmtun og gefur skemmtilega mynd af því sem hæst bar í íslensku tónlistarlífi sumarið 1998. A disk sem samnefndur er myndinni er að finna ýmislega tón- list, sumt með hljómsveitum sem fram koma í myndinni, en önnur ótengd henni, enda hefur greinilega verið farin sú leið að setja saman safnplötu fyrst og fremst frekar en heimild um myndina. Viðeigandi er að hefja leikinn með Hunter Bjarkar Guðmundsdóttur, því hún er að mörgu leyti fyrirmynd annarra sveita sem á disknum eru, því þær eru flestar ef ekki allar að reyna að hasla sér völl ytra; ekki endilega til að ná sömu frægð, heldur til að geta lifað af tónlist. Fyrri hluti disksins er danstónlist- arkenndur og næst á eftir Björk kemur sýi'udjassað diskó með Gus Gus, Very Important People. Fínt lag og vel unnið með mjúkiá sveiflu sem sver sig i ætt við þá tónlist sem nýtur mikillar hylli austur á Bret- landseyjum um þessar mundir. Þá kemur gott popplag með Lhooq, en Lhooq sést ekki í myndinni þó sveit- in hafi komið fram á Popp í Reykja- vík-tónleikunum sem myndin er byggð á að miklu leyti. Bang Gang flokkurinn er aftur á móti í myndinni og á disknum er lag sem áður kom út á safndiski Sprota, Sleep, skemmti- legt lag en meira gaman hefði verið að fá upptöku úr myndinni, enda stóð sveitin sig sérdeilis á sviðinu. Móeiður Júníusdóttir leggur disknum til lagið Memory Cloud og þar á eftir kemur lag með Aríu sem kallast Orange Meadows, Deep For- est-kennt fönk með góðum bassa- gangi og hryngrunni. Lagið er ágæt- lega raulað á ensku með sterkum ís- lenskum framburði, en framvinda er full lítil og raulsöngurinn leiðigjarn til lengdar. Súrefnislagið er geysigott og með bestu lögum á disknum; gefur vissu- lega fógur fyrirheit vegna breiðskíf- unnar væntanlegu. Gaman hefði ver- ið að sjá þetta lag í kvikmyndinni, með trjnnbli og gítarieikara. Lagið Speedo er gott tilraunastef frá Sölva Blöndal Quarashi-manni, en nær ekki að verða nema stef, meira hefði eflaust mátt gera úr lag- inu.. Nokkuð skiptir um hljóm þegar Botnleðja birtist með lagið Flight 666 og greinilegt að prufuupptaka er á ferð; söngur er aftarlega og hljóm- ur leðjubað. Botnleðja átti frábæran leik á þeim tónleikum og hefði að skaðlausu mátt nota upptöku þaðan, að minnsta kosti ef marka má hljóm- inn í myndinni. Maus átti ekki síðri leik á tónleikunum, en skemmtunin og stuð skilaði sér ekki í kvikmynd- ina. Lagið Poppaldin er tekið af frá- bærri breiðskífu þeirra Maus-manna sem kom út á síðasta ári, eitt besta lagið af þeirri skífu. Magga Stína á stjömuleik í mynd- inni og lagið I-Cuba er bráðgott; undir sakleysislegu yfirbragði klúkir ógnin. Skemmtilegt popplag sem mætti heyrast oftar. Þeir félagar DJ Rampage og Dir- ty Bix fá Rögnu Subta, Cell 7, til liðs við sig í ágætu lagi, en full stefnu- lausu. Ragna bjargar því sem bjarg- að verður. Real Flavaz lagið hefur oft heyi’st, kom út í sumar á For Ya Mind-safn- skífunni. Lagið er ágætt en vantar herslumuninn. Skemmtlegra hefði verið að fá eitthvað nýtt eða endur- gerð af laginu. Sigtryggur Baldursson kemur fram undir heitinu Dip, en lagið er frekar óáhugavert. Flirt er með betri lögum Slowblow og ekki skemmir að Emilíana syngur í því; gott „indie“ popplag. Lokalag skífunnar er síðan bráð- skemmtileg endurhljóðblöndun af Leit að lífi Sigur Rósar, sem stóð sig afskaplega vel í myndinni. Sá eða þeir sem settu umræddan disk saman horfa greinilega til þess að gera disk fyrir erlendan markað og hafa valið á diskinn með það fyrir augum. Valið er gott í því ljósi, en þó verður að setja spurningarmerki við Botnleðju og Maus, platan hefði væntanlega orðið heilsteyptari ef þeim lögum hefði verið sleppt. Árni Matthíasson Kílóm ef á-n fyrirhafTiar Anna Þóra Pálsdóttir Verslunarmaður; „Síðan ég byrjaði að taka NATEN hef ég lést um 12 kíló á einu ári án nokkurrar fyrirhafnar! Eg hef meira úthald og meiri orku og langur vinnudagur minn er núna miklu léttari. NATEN léttir líf mitt og ég er öll hressari." ioo% hreitit lífrænt náttúruefni og þú þarftiast engra annarra vítamína eða fæðubótarefna! 2 S: >; / fiilÍ/ , • .. 'i NATEN - er nóg I Utsölustaðir Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akureyri og Reykjavík, Apótekin, verslanir KÁ, Kaupfélögiti, Urð Raufarhöfn, Hornabær Hornafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.