Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 4t> MINNINGAR + Lise Hreiðars- son fæddist í Kaupmannahöfn hinn 24. janúar 1952. Hún lést á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn 20. októ- ber siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Birgit Mogen- sen húsmóðir og Erik Johan Mogen- sen verkfræðingur. Erik starfaði lang- dvölum á Grænlandi og dvaldist Lise um tíma með honum þar sem bam. Bræður Lise eru: Jan búsettur í Ástralíu, Claus og Jesper sem búa í Kaupmanna- höfn og þar býr móðir hennar einnig en faðir hennar lést 1991. Lise giftist Stefáni Jóni Heið- Hún Lise er dáin! Þegar slík harmafregn berst yfir hafið frá Kaupmannahöfn um miðja nótt þá er ekki auðvelt að skilja samhengi lífs og dauða og hvers vegna sumir fara burt úr okkar heimi allt of snemma. Síðustu samverustundir okkar voru jú gæddar góðri von um betra líf framundan eftir hjartaá- fall sem virtist ekki eiga að hafa nein eftirköst en svona erum við berskjölduð fyrir duttlungum æðri máttarvalda. Lise var fædd í Dan- mörku og þar náðu þau Stefán Jón mágur minn og hún saman og síð- an fluttu þau til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Lise þurfti því að laga sig að landi og þjóð og þar held ég að allir sem til þekkja muni vera sammála um að það hafi henni tekist vel án þess þó að arssyni, f. 2.5. 1951, hinn 24.3. 1973 og tók þá upp eftir- nafnið Heiðarsson. Börn þeirra eru: 1) Lóa Maja, f. 19.1. 1974, sambýlismað- ur Sigurður Þeng- ilsson, börn þeirra Leó f. 1994 og Líf f. 1998 2) Kim Björg- vin, f. 29.10. 1979. Lise og Stefán settust að á Akur- eyri 1975 og byijaði hún að vinna hjá Slippstöðinni 1976 en lengst af vann hún skrifstofu- störf hjá SS Byggi á Akureyri eða siðastliðin tíu ár. Utför Lise fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. glata sínum eigin uppruna. Lise starfaði mikið með félagi útlend- inga í Eyjafirði og var um tíma formaður þess félags. Þannig lagði hún sitt af mörkum við að gera sér og öðrum kleift að viðhalda upp- runa sínum og veit ég að á þeim vettvangi voru störf hennar vel metin. Þau góðu kynni sem ég hef undanfarna daga haft af sam- starfsfólki Lise hjá SS Byggi á Akureyri sýna á afgerandi hátt að þar er hennar sárt saknað og greinilegt að Lise var í afar mikl- um metum hjá samstarfsfólki sínu þar. Þótt okkar kynni hafi ekki staðið í mörg ár varð mér ljóst strax í upphafi að þar fór kona sem vildi allt fyrir sína eigin fjöl- skyldu gera og því er vel skiljan- legur sá harmur sem ríkir hjá þeim sem nú hafa misst fótfest- una í bili. Sturla Þengilsson. Elsku Lise. Við vorum svo stolt af þér þegar bróðir okkar kom með þig til ís- lands í fyrsta skipti. Okkur fannst svo spennandi að þú kæmir frá öðru landi. Við vildum fá að vita allt um þig og þitt land og fannst það jafnframt okkar hlutverk að kenna þér okkar tungumál og allt um ís- land. Tungumálakennslan hófst á því að við drógum fram bolla, diska o.fl. úr eldhússkápunum heima í Hrísey og þuldum allt fyrir þig á ís- lensku. Þú tókst þessu af mikilli rósemi og hógværð, brostir og byrj- aðir að glósa niður. Þannig finnst okkur þú hafa farið í gegnum lífið, staðið þig eins og hetja, færðir okk- ur Lóu Maju og Kim Björgvin og hugsaðir vel um bróður okkar. Við viljum þakka þér samveruna hér á þessum stað. Vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir það sem þú gafst okk- ur og þær stundir sem við áttum með þér. Takk fyrir það sem þú kenndir okkur með nærveru þinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð styrki Stefán Jón bróður okkar og fjölskyldu og hjálpi þeim að lifa hamingjusöm við mjög svo breyttar aðstæður án þín. Sjáumst, Heimir, Lovísa Maria og Guðbjörg. Kæra Lise. Mér er það ekki létt að setjast niður og skrifa til þín örfá kveðju- orð svo ótímabært og óréttlátt er fráfall þitt. Við erum búnar að vinna saman hjá sama fyrirtækinu í næstum tíu ár og fyrir þennan tíma langar mig að þakka þér. Það er mikils virði, þegar aðeins tvær manneskjur vinna saman, að andrúmsloftið sé gott og held ég að okkur hafi tekist að halda því. Með árunum urðum við ekki aðeins góð- ir vinnufélagar, heldur einnig góð- ar vinkonur. Við töluðum oft um það hve einmanalegt væri í vinn- unni þegar aðra okkar vantaði. Mikið á ég nú eftir að verða ein- mana. Það var augljóst hve mikils virði fjölskyldan þín var þér, þú varst svo stolt af þeim öllum, Stefáni, Lóu, Kim, Sigga og litlu ömmu- bömunum sem voru augasteinarn- ir þínir. Þau hafa misst mikið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- insdegi, hin ljúfii og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð styrki ástvini þína. Hafðu þökk fyrir allt. Kristín. Mig langar að kveðja þig, elsku Lise mín, með nokkrum orðum. Ekki ætla ég að fara að skrifa langa lofræðu enda hefðir þú ekki kært þig um það. Mig langar að þakka þér fyrir góðu stundimar sem við áttum, alla göngutúrana sem áttu að verða miklu fleiri, og ætluðum við nú heldur betur að vera duglegar þegar þú kæmir frá Danmörku aftur og værir búin að skreppa út á Bjarg til að hressa þig eftir veikindin sem þú varst að rísa upp úr, og við áttum von á að þú kæmir hress og endumærð til baka. En þér hefur verið ætlað eitthvert annað hlutverk. Elsku Stefán, Kim, Lóa og Siggi og litlu bamabömin, Leó og Liv. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Og hvfl þú í friði, elsku Lise mín. Ágústína. Kæra vinkona og samstarfsféla^ Mikið var höggið þegar þú veikt- ist skyndilega og varst send til Reykjavíkur í aðgerð. Fyrirhuguð var ferð til ættingja þinna í Kaup- mannahöfn og mildl tilhlökkun hjá ykkur hjónum. Alit gekk að óskum . eftir sjúkrahúsdvölina og þið ákváðuð að fara í ferðina. En þá kom kallið, svo skyndilega, svo sárt og öllum að óvörum. Lise tók til starfa hjá fyrirtæki okkar SS Byggir árið 1988 og starfaði þar til dauðadags. Henni var mjög umhugað um fyrirtækí'#? og skilaði starfi sínu á sinn rólega og yfirvegaða hátt með miklum sóma. Við kveðjum þig í dag og þökkum þér, Lise mín, fyrir samfylgdina og vináttuna í gegnum árin hjá fyrir- tæki okkar og utan þess. Þau ijós sem skærast lýsa þau ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast Og fyrr en okkur uggir ferumþauharðurbylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skiiur. En skinið loga skæra ^ sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum, nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Kæri Stefán, Lóa, Kim, Siggi, bamabömin litlu tvö og aðrir ætt- ingjar og vinir. Við vottum ykkur dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur. _ Sigurður, Auður, Birgir Örn, Sölveig Rósa, Tinna Rut, Jón Þór. LISE HEIÐARSSON + Gylfi Heiðar Þorsteinsson fæddist á Akureyri 31. október 1934. Hann andaðist á Hjúkruuarheimilinu Seii 17. október síð- astliðinn eftir rúm- lega eins árs sjúkra- húslegu vegna slyss sem hann varð fyr- ir. Foreldrar hans vom Þorsteinn Jónsson, f. 25.3. 1898 á Engimýri Öxnadal, d. 6.1. 1968, og Sigrún Björasdóttir, f. 13.12. 1902 á Hafragili í Laxárdal, Skaga- fjarðarsýslu, d. 25.5. 1984. Þau vora lengst af til heimilis á Rán- argötu 24 á Akureyri. Systkini Gylfa era: 1) Jón Heiðar, f. 4.3.1926. 2) Björa Marinó Heiðar, f. 6.7. 1927, d. 8.2. 1959. 3) Ottó Heiðar, f. 23.12. 1929, d. 21.3. 1994. 4) Sigríður Heiða, f. 26.11. 1931. 5) Rafn Heiðar, f. 20.3. 1933. 6) Tví- burasystir hans Gyða Heiða, f. 31.10.1934. 30. desember 1955 kvæntist Gylfi eftirlif- andi eiginkonu sinni Huidu Karls frá Laugum, Súganda- firði, f. 1.2. 1937. Synir þeirra era: 1) Guðmundur Heiðar, f. 9.5. 1953, maki Jóna Þorvaldsdóttir og eiga þau fjögur böm. 2) Rúnar Þór, f. 2.11. 1955, maki Sigríður Guðmundsdóttir og eiga þau tvö böm. Fyrir á Rúnar tvo syni. 3) Ingpvar Valur, f. 16.10. 1958, maki Fjóla Birkisdóttir og eiga þau þijár dætur. 4) Ómar Sæ- berg, f. 12.8. 1961, maki Hildur Búadóttir og eiga þau tvo syni. 5) Björn Viðar, f. 24.12. 1966. 6) Högni Elfar, f. 22.1. 1968, maki Björk Hjálmarsdóttir. 7) Gylfi Svafar, f. 13.3.1969, maki María Jóhannesardóttir og eiga þau einn son. Afkomendur Gylfa era 25. Gylfi byrjaði að vinna fljót- lega eftir fermingu almenna verkamannavinnu en fljótlega hóf hann að stunda sjóinn. Gylfi vann við sjómennsku meira og minna í 45 ár mest hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa en einnig fór hann á síldveiðar og vertíð- ar. Hann hætti á sjónum 1996 og hóf þá störf hjá fiskvinnslu UA. Útför Gylfa verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. GYLFIHEIÐAR ÞORS TEINSSON Þegar maður heyrir að einhver nákominn manni hafi verið að deyja fylgir því oft einhver vantrú á eftir. Svo var einnig þegar til eyrna barst að afi Gylfi væri dáinn. Sjálfsagt hefur hann orðið hvfldinni feginn eftir erfiða baráttu síðasta árið. Sú staðreynd að afi Gylfi skuli nú vera dáinn skilur eftir sig ákveðið tóma- rúm, sem erfitt verður að fylla, ekki síst hjá þeim barnabörnum og barnabarnabörnum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum. í þeirra hópi verður hans sárt saknað. Alltaf tók hann vel á móti börnunum og vildi þeim vel, jafnvel þó að þeim fylgdu læti og hávaði eins og börnum er eðlislægt. Þegar eldri sonur okkar, Darri Hrannar, fór að greina á milli manna tók hann strax miklu ást- fóstri við langafa sinn. Ailtaf þegar hann kom í Hvannavellina byrjaði hann á því að spyrja eftir afa sín- um. Svo var einnig í langan tíma eftir að afi slasaðist en smám sam- an áttaði hann sig á því að afi Gylfi lá veikur á sjúkrahúsinu. Ekki veit ég hvort Darri hefur áttað sig á því að langafi hans á aldrei eftir að leika við hann aftur í Hvannavöll- unum en hitt veit ég að Darri væri alveg til í að fara í eins og einn felu- leik við afa sinn. Mestum hluta starfsævinnar eyddi Gylfi í glímu við Ægi konung og átti hann mjög farsæi ár á sjón- um. Lengst af starfaði hann á tog- urum Útgerðarfélags Akureyringa sem bátsmaður og undi hann sér vel þar í góðra vina hópi. Margar sögurnar var maður búinn að heyra hann segja frá siglingunum, árun- um á síðutogurunum eða af ein- hverjum samferðamönnum hans á togurunum. Um áramótin 95/96 kom Gylfi alfarið í land og hóf stuttu seinna að vinna í fiskmóttöku frystihúss ÚA þar sem hann starf- aði allt þar til fyrir ári. Afi Gylfi var hlédrægur maður og ekki mikið gefinn fyrir að láta ljós sitt skína. Þegar hann var fyrst spurður að því hvort heiðra mætti hann fyrir störf á sjónum hélt hann nú ekki, menn ættu ekkert með að heiðra hann fyrir að sinna vinnunni sinni. Svo fór þó að lokum að hann var heiðraður fyrir störf sín á sjón- um, ásamt fleiri heiðursmönnum, á sjómannadaginn 1997. Innst inni held ég að honum hafi þótt vænt um þessa viðurkenningu og víst er að hann var jafn vel að henni kom- inn og hver annar. Nú þegar afi Gylfi er kvaddur sendum við ömmu Huldu og sonum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir r Blómdbúðin > öaúðsKom k v/ T-ossvogsUirkjugat*3 j ^X^Sími. 554 0500 allt og farnist þér vel á nýjum slóð- um. Hulda Hrönn, Björa, Darri Hrannar og Almar Daði Gylfi minn, nú er komið að kveðjustund. Við áttum margar góðar stundir saman. Við höfðum gaman af að stríða hvort öðru, þú og ég, og gerðum það óspart þegar þannig lá á okkur og hlógum mikið. Það var gott að eiga þig að þegar eitthvað bjátaði á, því það var ekk- ert sem þú vildir ekki fyrir mann gera. Þannig mun ég minnast þín. En síðastliðið ár er búið að vera þér erfitt. Og það var okkur öllum erfitt að horfa á þig þjást og geta ekkert fyrir þig gert. En nú er þjáningum þínum lokið og nú líður þér örugglega betur og ert hvfld- inni feginn. Ég kveð þig með söknuði. Megi góður Guð geyma þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í ffiði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Elsku Hulda, ég bið góðan Guð að styrkja þig og fjölskylduna í sorg okkar og söknuði. Þín tengdadóttir Sigríður. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN - Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, Botnum, Meðallandi, lést á Klausturhólum miðvikudaginn 28. októ- ber sl. Ólafur Sveinsson, Kjartan Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir, Bárður Níelsson, Helga Ólafsdóttir, Bjarni Jón Finnsson, Guðrún Ólafsdóttir, Gísli Daníel Reynisson, Valgerður Ólafsdóttir, Knútur Halldórsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.