Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 39

Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 39 % Á að krefjast upp- lýsts samþykkis? Á MÁLÞINGI rekt- ors, sem haldið var ný- lega í Háskóla Islands, hélt ég erindi undir þessari fyrirsögn. Sp- urningin vísar til gagnagrunns á heil- brigðissviði. í erindi mínu tók ég ekki af- stöðu með eða á móti gagnagrunninum, held- ur reyndi einungis að svara þessari spum- ingu með fræðilegum rökum. Þar eð mér skilst að farið sé að nota ræðu mína í um- ræðum á Alþingi finnst mér brýnt að rök mín komi fyrir almenningssjónir. Eg hélt því fram að ekki væri mögulegt að afla upplýsts samþykk- is einstaklinga fyrir rannsóknum tengdum upplýsingum í gagna- grunninum. Tvö upplýsingarstig koma til álita: 1. Áður en einstaklingur tekur ákvörðun um að leyfa að upplýsing- ar fari í grunninn. En á þessu stigi er engin leið að veita þær upplýs- ingar sem máli skipta fyrir upplýst samþykki þátttakenda í vísinda- rannsókn, svo sem um markmið rannsóknar, ávinning og áhættu sem henni kunna að fýlgja. Eina atriðið tengt upplýstu samþykki sem hægt er að upplýsa einstaklinga um, að þeir geti hætt þátttöku hvenær sem er, vantar í frumvarpið. Ástæða þess að ómögulegt er að afla upplýsts samþykkis á þessu stigi er að engin rannsóknaráætlun liggur íyrir og því eru t.a.m. engir tilteknir áhættuþættir til að upplýsa fólk um. Þeir sem heimila að upplýs- ingar um þá fari í grunninn gefa því algerlega opið samþykki sem getur falið í sér margvíslega ófyrirsjáan- lega áhættu. Þeir eru í raun að skrifa undir óútfyllta ávísun handa væntanlegum starfsleyfishafa í þeirri von að hann muni ávaxta hana! Á þessu stigi mætti þó tala um upplýsta ákvörðun í almennum og víðari skilningi en „upplýst sam- þykki fyrir þátttöku í vísindarann- sókn“ felur í sér. Einstaklingur væri þá t.d. upplýstur um hvaða Þar eð mér skilst að farið sé að nota ræðu mína í umræðum á Al- þingi, segir Vilhjálmur Árnason, finnst mér brýnt að rök mín komi fyrir almenningssjónir. upplýsingar fara í bankann, í hvaða skyni þær upplýsingar verða notað- ar, hvernig þær verða tengdar sam- an, hverjir muni hafa aðgang að þeim og hvernig persónuvernd verði tryggð. Þetta eru allt saman þættir sem umræðan í samfélaginu á undanförnum mánuðum hefur snúizt um og hver fullveðja mann- eskja hefur haft tækifæri til að mynda sér „upplýsta skoðun" á. Eða hvað: Hefur umræðan ef til vill verið svo smituð sérhagsmunum og áróðri að fólk hefur ekld fengið hlutlæga vitneskju til að byggja ákvörðun sína á? í lýðræðissamfé- lagi höfum við þó enga skárri leið en opna umræðu og í henni getur full- veðja fólk tekið þátt. Fyrir það fólk Vilhjálmur Árnason Olöglegar aðgerðir 27. OKTÓBER sl. féllst sýslumaðurinn í Hafnarfirði á kröfu Vinnuveitendasam- bands íslands um lög- bann á aðgerðir Sjó- mannafélags Reykja- víkur fyrir hönd um- bjóðenda sinna, þ.e. Eimskipafélags Islands og ísal. Við í Sjómanna- félaginu teljum það lög- leysu og siðleysu og ég bendi á að sami sýslu- maður er bróðir fyrr- verandi fjármálaráð- herra og á annan bróð- ur í abyrgðarstöðu inn- an Isal, enda þarf sá hinn sami sýslumaður ekki að rök- styðja úrskurð sinn. Þetta köllum við hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur líka siðleysu. Það fyrirtæki sem vill hafa góða ímynd í samfélaginu á ekki, segir Jónas_____________ Garðarsson, að byggja aðflutninga sína á þrælahaldi um borð í leiguskipum. í þeim löndum sem við íslending- ar berum okkur jafnan saman við er það viðurkenndur og lögverndaður réttur stéttarfélaga að grípa til ákveðinna aðgerða til að ná fram sanngjömum kröfum umbjóðenda sinna. Sama rétt hafa jafnan samtök atvinnurekenda. Þetta er einnig ríkjandi regla í alþjóðlegum sátt- málum ILO, Alþjóða vinnumála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar samtaka launafólks og at- vinnurekenda og fulltrúar ríkis- stjórna koma að allri gerð þessara sáttmála. Það skýtur hins vegar skökku við að samtök íslenskra at- vinnurkenda standa jafnan gegn því að mikilvægir sáttmálai’ um aðstæð- ur á vinnumarkaði nái fram að ganga á íslandi, þó svo að þeir hafi margsinnis staðið að texta þeirra á alþjóðavettvangi. Þetta köllum við líka siðleysi. Réttlætiskröfur Alþjóðlegt samstarf stéttarsamtaka far- manna byggist á þeirri grundvallarkröfu að jafna sem mest sam- keppnisaðstöðu í sigl- ingum. Þetta er eðlileg krafa því allt annað bitnar á launakjörum, atvinnuöryggi og að- búnaði sjómanna og öryggi í siglingum. Þetta sjónarmið skilur einnig mikill meirihluti útgerðai-manna. Til að gera málið auðskiljanlegt almennum lesanda, byggist stefna Sjómannafélags Reykjavíkur á tveimur grundvallar- reglum ITF, Alþjóðasambands flutningaverkamanna. 1 Um alþjóðlegar kaupskipasigling- ar, aðrar en fastar áætlunarsigl- ingar, gilda lágmarkskjarasamn- ingar ITF. 2 Um fastar áætlunarsiglingar milli Evrópulanda gildir samþykkt evrópskra farmannasamtaka ITF 1995 og nánari útfærsla hennar í Miami 1997. Um borð í slíkum skipum skulu gilda kjarasamn- ingar viðkomandi landa eftir nán- ara samkomulagi þeirra stéttar- félaga farmanna sem í hlut eiga. Áætlunarsiglingar íslenskra útgerða Eimskipafélag íslands er í fost- um áætlunarsiglingum milli Islands og fastra hafna í Evrópu og Banda- ríkjunum. Evrópusamþykkt ITF á við um þessar siglingar. Þar eiga ekki að gilda aðrir kjarasamningar en samningar Sjómannafélags Reykjavíkur. Þessu til viðbótar má benda á þá samþykkt ITF um að sú útgerð sem annaðhvort á, leigir eða ræður allri áætlun kaupskips skuli vera sá aðili sem ber ábyrgð á kjarasamningagerð um borð. Þannig berast böndin aftur að Eim- skip. Enda er reyndin sú að Eim- skip hefur jafnan þá menn um borð í þessum svokölluðu leiguskipum sem þeim hentar hverju sinni. Um borð í Hanseduo eru tveir íslenskir stýrimenn á launum hjá óskabarni þjóðarinnar. Um borð í Hansewall eru íslenskur stýrimaður/hleðslu- stjóri, rafvirki og háseti. ímynd fyrirtækis ímynd Eimskipafélags íslands hefur jafnan verið jákvæð, enda var fyrirtækið stofnað til að íslendingar gætu staðið jafnfætis öðrum þjóð- um í flutningum til og frá landi sínu. Þess vegna var það kallað „Oska- barn þjóðarinnar“. Þessi ímynd leggur miklar skyldur á herðar fyr- irtækisins. Nú birtast stórar aug- lýsingar með jöfnu millibili í ís- lenskum fjölmiðlum. Þar er almenn- ingur oft og tíðum beðinn að bera virðingu fyrir íslenska fánanum. Á sama tíma hefur fyrirtækið hent ís- lenska fánanum af öllum skipum sínum nema einu. 1968 stóðu miklar deilur á íslandi um stóriðju. Umræðuefnið var ísal, erlent mengandi stóriðjufyrirtæki sem sett var niður fyrir sunnan Hafnarfjörð. Margir alvörumenn í íslensku þjóðfélagi höfðu þungar áhyggjur af þessari þróun og virt- astur í þeirra hópi var hinn kunni vatnamælingamaður Sigurjón Rist. Undanfarin ár hefur þetta fyrirtæki tekið á ímynd sinni, bætt aðbúnað og dregið verulega úr mengun starfseminnar. Á sama tíma byggist fyrirtækið á samstarfi við Eimskip um flutninga á framleiðslu sinni og aðföngum. Flutningafyrirtæki sem stöðugt efnir til illdeilna við stéttarfélög umhverfis starfsemi sína valda slík- um viðskiptavinum alvarlegum skaða, ekki bara í efnahagslegu til- liti. Hvernig væri að bjóða almenn- ingi að skoða slík flutningaskip í Straumsvík þegar boðið verður til næsta fjölskyldudags í álverinu? Það er ekki gott til afspurnar fyr- ir fyrirtæki sem vill hafa góða ímynd í samfélaginu að byggja að- flutninga sína á þrælahaldi um borð í slíkum skipum. Það má vel vera að aðgerðir til að breyta slíkum að- stæðum verði um ókomin ár „ólög- legar aðgerðir“ samkvæmt íslenskri vinnulöggjöf og lögbannshæfar samkvæmt túlkun sýslumanna. En siðlausar verða þær aðgerðir aldrei. Höfundur er formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Jónas Garðarsson sýnist mér að rétturinn til að neita þátttöku geti dugað. Það er síðan sérstakur vandi, sem alltof lítið hefur verið ræddur, hvernig tryggja á hagsmuni fólks sem af einhverjum ástæðum er ófært um að mynda sér skoðun á þessu máli. Hverjir eiga að taka ákvörðun fyrir þá og við hvað eiga þeir aðilar að miða? Þetta fólk er stundum kallað „lítilmagninn“ og kirkjan segist vera málsvari þeirra. Hvergi hef ég séð neitt frá þeirri stofnun um þetta mál. 2. Afla mætti upplýsts samþykk- is einstaklinga fyrir hverri einstakri rannsókn sem gerð verður á grund- velli heilbrigðisupplýsinga um þá. Á þessu stigi væri mögulegt að upplýsa fólk um tilteknar rannsókn- ir, en hin gríðarlega áherzla sem lögð er á persónuvemdina gerir þetta ókleift, því á þessu stigi á eng- inn að vita hvaða einstaklingar eiga í hlut. Ég hef nú fært rök fyrir því að ómögulegt sé að afla upplýsts sam- þykkis á þeim tveimur stigum sem til greina koma. Af þessu má ekki draga þá ályktun að leysa eigi rann- sakanda fyrirvaralaust undan kröf- unni um að afla upplýsts samþykk- is. Hvaða ályktun má þá draga af rökum mínum? Mér sýnast þrír kostir koma til álita: A. Að veita ekki leyfi fyrir starf- semi gagnagrunnsins. Ovissan um þá áhættu sem fólk tæki sé of mikil og engin vissa um ávinning. En spyrja má: Leyfist fullveðja fólki ekki að taka slíka áhættu fyrir sjálft sig? B. Að fá svo hnitmiðaða starfs- lýsingu frá starfsleysishafa að vit verði í hugmyndinni um upplýst samþykki. Einstakar siðanefndir myndu meta þessa starfslýsingu eins og um rannsóknarumsókn væri að ræða. En spyrja má: Liggur það ekki nánast í eðli málsins að ókleift er að gefa slíka starfslýsingu? C. Að gefa kröfuna um upplýst samþykki einstaklinga upp á bátinn og leitast við að verja þá hagsmuni sem þeirri kröfu er ætlað að vernda með öðrum hætti. Þetta mætti gera með eftirliti Vísindasiðanefndar sem fengi sérhverja umsókn um vís- indarannsókn til umfjöllunar. Færa má rök fyrir öllum þessum kostum sem ýmist fela í sér að frumvarpinu verði hafnað eða að á því verði gerðar mikilvægar breyt- ingar. í erindinu færði ég nokkur rök fyrir kosti C vegna þess að mér finnst hann raunhæfastur. Helztu rökin fyrir honum tel ég vera að með því móti verði bezt gætt hags- muna allra sem upplýsingar verða til um í grunninum, fullveðja sem ófullveðja, lifandi sem látinna. Vís- indasiðanefnd myndi vinna sam- kvæmt þeirri reglu að undanþágu frá upplýstu samþykki megi einung- is gera þegar rannsókn felur í sér nánast enga áhættu fýrir þátttak- r* endur. Og það er höfuðatriði að á þessu stigi er fyrst hægt að meta þessa áhættu. Ef aflað er svokallaðs „upplýsts samþykkis“ einstaklinga fyrir öllum hugsanlegum rannsókn- um áður en þeir ákveða að láta upp- lýsingar um sig fara í grunninn er hætta á því að starfsleyfishafa verði gefið sterkara umboð til að ráðskast með upplýsingarnar en hann fengi ella. Væntanlegur starfsleyfishafi berst fyrir því að verða laus undan eftirliti Vísindasiðanefndar. Það er fráleitt. Annaðhvort verður umsókn starfsleyfishafa að standast mat Vísindasiðanefndar í upphafi, sbr. kost B að ofan, eða sérhver tiltekirr rannsóknarumsókn verður að standast skoðun hennar, sbr. kost C (nema hvort tveggja sé). Að biðja Alþingi um undanþágu frá þessari kröfu, sem hefur verið kjarninn í siðfræði rannsókna allt frá seinna stríði, jafngildir þvi að láta stjórn- málamenn gegna hlutverki faglegra siðanefnda. Það geta þeir ekki gert. Við skulum láta nægja að gera þá kröfu til þeirra að þeir taki upplýsta og málefnalega ákvörðun um þetta mikilvæga mál, ákvörðun sem tekur. mið af almannaheill en ekki sér- hagsmunum einstakra aðila. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands. Gunnar I. Birgis- son í 1. sæti HINN 14. nóvember nk. fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi vegna alþingiskosn- inga sem fram eiga að fara í maí 1999. í íyrsta sæti listans hef- m- Gunnar I. Birgis- son, forystumaður sjálfstæðismanna í Kópavogi, ákveðið að gefa kost á sér og tel ég það mikinn feng fyrir okkur Reyknes- inga. Þeir sem fylgst hafa með uppgangi Kópa- vogs á undanfömum árum, hafa undrað sig á þeim mikla ki’afti sem að baki þeirri uppbygg- ingu stendur. Iðnaðai'- og íbúðar- Það yrði mikið happ fyrir Reykjaneskjör- dæmi, segir Helgi Hall- varðsson, að fá slíkan kjarnorkumann í for- ystusveit sjálfstæðis- manna á Alþingi. bygginginar rísa eins og hendi sé veifað og keppnissundlaug, hafnar- mannvirki, skólar og leikskólar eru þar ekki undanskilin. Svefnbær hefur vaknað til iðandi mannlífs á öllum sviðum. Á bak við þessar miklu framfarir stendur Gunnar I. Birgisson sem nú stefnir á fyrsta sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. .. Ég tel að það yrði mik- ið happ fyrir Reykja- neskjördæmi að fá slíkan kjamorkumann í forystusveit sjálf- stæðismanna á Al- þingi. Gunnar hefur mik- inn áhuga á tvöföldun Reykjanesbrautar, sem ekki aðeins mun minnka slysatíðni á Reykjanesbraut, held- m’ einnig auka áhuga manna á iðnvæðingu á svæðinu þar sem allur landflutningur að og frá svæðinu yrði mun auðveldari og öruggarií Auk þessa hefur Gunnar mikinn áhuga á að vinna að aukinni heilsugæslu á svæðinu, sem verið hefur í mikilli lægð, og síðast en ekki síst að efla löggæsluna svo hægt verði að stöðva innflutning og dreifingu fíkniefna. Margt fleira er Gunnari hugleikið til að efla byggð og atvinnulíf í Reykja- neskjördæmi sem of langt yrði að telja upp hér, en Gunnar mun ör- ugglega koma að á þeim fundum sem hann mun halda í kjördæm- inu á næstu dögum. -*• Ég vil að lokum skora á alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi að greiða Gunnari I. Birgissyni atkvæði sitt í fyrsta sæti í prófkjörinu 14. nóv- ember nk. Höfundur er yfírmaður gæslufram- kvæmda Landhelgisgæslunnar. 'r Helgi Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.