Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 49 ^
laug og Sif, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Heru
Newton.
Ingibjörg Friðjónsdóttir.
Hera Newton var glæsileg kona
full af geislandi lífsorku og krafti.
Við höfum mikið misst þegar hún
nú kveður okkur langt um aldur
fram. Mikill harmur kemur efst í
hugann þegar ég sest niður til að
skrifa þessi fátæklegu þakkar- og
kveðjuorð.
Hera og Birna kona mín kynnt-
ust í æsku og voru þær ávallt síðan
bundnar órjúfanlegum vináttu-
böndum. I þau hartnær 40 ár sem
ég fékk notið þeirrar vináttu bar
þar aldrei skugga á og var það
sannkölluð lífshamingja að fá að
koma þar nærri.
I tæp þrjú ár hefur Hera barist
við erfiðan sjúkdóm. I þeirri bar-
áttu undraðist maður oft hversu
mikill kraftur og lífsgleði bjó í þess-
ari fíngerðu konu. Það var einstök
lífsreynsla að fá að umgangast
Heru á þeim tíma og þrátt fyrir erf-
iða baráttu þá studdi Hera ávallt og
hvatti Birnu konu mína af einstök-
um eldmóði þegar sami sjúkdómur
herjaði á hana af fullum þunga.
í langan tíma kom Hera nær
daglega til að heimsækja og styrkja
æskuvinkonu sína og saman fóru
þær á kaffihús og mannamót og
nutu þess að vera til. Það var sama
hvemig viðraði, alltaf var Hera
mætt og alltaf var sami krafturinn
og eldmóðurinn í brjósti hennar.
Saman skyldu þær njóta lífsins þar
til yfir lyki.
En nú er baráttu Heru lokið,
baráttu sem ekki gat endað nema á
einn veg. Við sem eftir sitjum sjá-
um á bak góðum vini sem ávallt
fylgdi kraftur og hlýja. Minning
hennar mun áfram lifa. Stanley og
dætrum þeirra hjóna sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hrafn Sigurhansson.
morgni dmkkum við morgunkaffi
saman, og stundum skruppum við
til Reykjavíkur eða í Borgarnes eða
bara áttum rólega daga heima.
Þetta var góður tími fyrir okkur
báðar, að geta verið saman, en skil-
ur nú eftir ljúfsárar minningar. Það
verður dauflegt að koma heim á
Akranes núna, engin Gústa á
Mánabraut til að heimsækja og
hlæja með eða gráta.
Elsku Gústa, mín elskulega vin-
kona, þakka þér fyrir allt sem við
áttum saman. Mér finnst örlög þín
grimm og köld, eins og reyndar
mér fannst ævi þín oft vera, en ég
trúi því að þér líði vel núna, að það
hljóti að vera tilgangurinn með
þessu. Guð veri með þér hvar sem
þú ert.
Elsku Þórey, Sævar, Þórdís,
Heimir og Garðar, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ágústa.
í dag kveð ég elskulega bróður-
dóttur mína Agústu Sigmundsdótt-
ur í hinsta sinn. Þegar ég kvaddi
hana fyrir stuttu fann ég að þess
yrði ekki langt að bíða að hennar
þrautum lyki. Ekki bjóst ég þó við
að jarðvist hennar lyki á þennan
hátt. Það er erfitt að skilja hvernig
henni tókst að ganga alla þess leið,
eins veikbyggð og hún var orðin.
Biðin er leitað var að henni var
okkur öllum erfið, og getur maður
ekki fullþakkað því fólki sem leitaði
hennar, fórnfýsi þess er ómetanleg.
Eg bið góðan guð að blessa börn
hennar og ástvini alla.
Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður,
sem blindar þessi dauðleg augu vor,
en æðri dagur, dýrðarskær og bb'ður,
með Drottins ljósi skín á öll vor spor.
Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér í huga
við hveija neyð og sorg og reynslusár,
þá styrldst ég og læt mig böl ei buga,
og brosið skín í gegnum öll mín tár.
(Þýð. M. Joch.)
Olga.
MINNINGAR
SIGRÍÐUR ÓLÖF
JÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Ólöf
Jónsdóttir fædd-
ist á Höfðaströnd í
Grunnavíkurhreppi
17. febrúar 1911.
Hún lést 19. október
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Isafjarðarkirkju
24. október.
Haustsólin er sezt til
viðar á ísafirði. Öldruð
kona hefur lokið lífs-
göngu sinni. Með lífi
sínu og starfi hafði hún
mannbætandi áhrif á
umhverfi sitt og þá, sem henni
kynntust. Hún sleit barnsskónum
við yzta haf í Furufirði á Ströndum.
Þar lærði hún að takast á við óblíð
náttúruöfl og lifa við einhver erfið-
ustu skilyrði á byggðu íslenzku bóli.
Hún varðveitti með sér dyggðir,
sem fósturforeldrar hennar höfðu
kennt henni að tileinka sér. Með
það veganesti lagði hún upp í ör-
lagaferð til Isafjarðar, sem upp frá
því varð hennar heimili. Ekki þarf
að ímynda sér, að það hafi verið
auðvelt fyrir unga konu úr sveit að
hefja nýtt líf í kaupstað, þegar
heimskreppan stóð sem hæst. En
uppeldið í Furufirði og trúin á hið
góða í lífinu gaf henni þann kraft,
sem þurfti til að standast raunina.
Hún fór að vinna fyrir sér við fata-
saum á klæðskeraverkstæði Einars
og Ki-istjáns. Þetta varð síðar iðn-
aður, sem hún stundaði á sínu
heimili og fjölmargir Isfirðingar
áttu eftir að njóta góðs af m.a. sá,
er þessar línur ritar.
Arið 1938 þegar heimurinn stóð á
barmi eins mesta hildarleiks sög-
unnar, var hamingjuár í lífi Sigríð-
ar. Þá gengur hún í hjónaband með
Guðbjarti Jónssyni skipstjóra frá
Efstadal í Ögurhreppi. Hjóna-
bandsheitið hlaut að halda til ævi-
loka, þegar í hlut áttu tvær heil-
indamanneskjur. Sigríðar beið nú
hlutverk sjómannskonunnar að
vera ein heima með syni þeirra á
meðan eiginmaðurinn sótti síld,
þorsk eða ýsu í greipar Ægis. Oft
hafa sjómannskonur þurft að lifa í
ótta um menn sína og skipsfélaga
þeirra, en trú og æðruleysi Sigríðar
létti henni róðurinn. Hún vissi
einnig, að Guðbjartur var farsæll
og jafnframt gætinn skiptjóri. Svo
fór einnig, að hann lauk skipstjórn-
arferli sínum með miklum sóma.
Mér eldri og reyndari menn telja
hann með merkustu skipstjórum
ísfirðinga. Víst er, að mikil velvild
áhafnar hans fylgdi honum í land.
Eftir nálega tveggja áratuga sam-
starf get ég sjálfur helst lýst Guð-
bjarti með orðum Bólu-Hjálmars,
„að Guð á margan gimstein þann,
er glóir í mannsorpinu". Samstarfs-
árin breyttust reyndar í samfellda
vináttu. Ég á Guðbjarti það að
þakka að mörg erfið og vandasöm
mál leystust farsællega í þeim
rekstri, sem við glímd-
um við saman, enda
var hann greindur vel
og ráðsnjall. Auk þess
var maðurinn afburða
skemmtilegur og eng-
um hef ég kynnzt fyrr
eða síðar, sem gat
beitt góðlátlegu háði af
meiri list. Fáum var
því betur ljóst en mér
hver missir Sigríðar
var, er Guðbjartur féll
frá fyrir rösklega sjö
árum.
Það var alltaf
ánægjuegt að koma á
heimili þeiiTa Sigríðar og Guð-
bjarts. Þau komu mér alltaf fyrir
sjónir sem fólk, sem kunni að lifa
lífinu og njóta þess. Þau voru gjör-
samlega laus við byrði þess stress,
sem lífsgæðakapphlaup leggur
mörgum nútímamanninum á herð-
ar. En þau gerðu allt það, sem var
þeim til ánægju og uppskára inni-
haldsríka gleði. Bæði voru þau sönn
náttúrabörn, því nutu þau göngu-
ferða og að tína ber og fjallagrös.
Seinna fóru þau að stunda skíði og
golf og taka þátt í félagsstarfi aldr-
aða á Hlíf eftir að þau fluttu þang-
að. Þau sáu mikið af okkar fagra
landi og notuðu þá litla bflinn sinn,
sem um árabil var Volkswagen
bjalla. Fyrir tveimur til þremur
áratugum var lítið um bundið slit-
lag á íslenzkum þjóðvegum. Mörg-
um fannst því lítið tfl um að keyra í
rykmekki annarra bíla um þjóðveg-
ina. Sigríður og Guðbjartur sáu við
þessu. Þau vora alltaf komin á veg-
inn löngu áður en aðrir ferðalangar
vöknuðu, keyrðu drjúgan spöl í
morgunsárið og tjölduðu síðan í
guðsgrænni náttúranni um það
leyti er aðrir vora að skreiðast á
fætur.
Eftir að synirnir þrír fóru að
heiman og stofnuðu sín eigin heim-
ili, færði lífið þeim nýja hamingju;
barnabömin. Þau nutu þess að
koma í heimsókn til afa og ömmu
þar sem allt var í röð og reglu en
yndislega afslappað og alltaf átti
amma til bakstur, sem við ekkert
varð jafnað. Börn, sem hafa átt
slíka ömmu og afa taka með sér
óviðjafnanlegan fjársjóð út í lífið.
Isafjörður hefur auðgast á þess-
ari öld af kjamafólki frá Djúpi og
Ströndum. Sigríður og Guðbjartur
vora verðugir fulltrúar þess góða
fólks. Ég stend í meiri þakkarskuld
við þessi hjón en hægt er að segja
frá í stuttu minningargreinarkorni.
Að lokum vil ég senda þeim Sveini,
Benedikt, Jóni, eiginkonum þeirra
og börnum innilegar samúðarkveð-
ur. Ég bið þess að sá Guð, sem
stýrir upphafi og endi lífs okkar,
geri endurfundi þeirra Sigríðar
Ölafar og Guðbjarts að samfelldri
hamingjugöngu. Megi minning
þessara heiðurshjóna lifa og vera
okkur, sem eftir lifum, fyrirmynd.
Ólafur B. Hallddrsson.
Enginn með
fullt hús á
Skákþingi
Islands
SKAK
Árborg
SKÁKÞING ÍSLANDS
LANDSLIÐSFLOKKUR
Engum keppanda tókst að
vinna tvær fyrstu skákirnar. Útlit
er fyrir jafna og tvísýna keppni.
27. okt. - 8. ndv.
KEPPNI er nú hafin í lands-
liðsflokki á Skákþingi Islands. Að
þessu sinni fer mótið fram í Ár-
borg. Keppt er á þremur stöðum:
Hótel Selfossi, Stað á Eyrar-
bakka og í Iþróttahúsinu á
Stokkseyri. í fyrstu umferð urðu
úrslit þessi:
Helgi Áss Grétarss. - Arnar E. Gunnarss.
1-0
Þröstur Þórhallss. - Róbert Harðars. 0-1
Þorsteinn Þorsteinss. - Sævar Bjamas.
Vz-'h
Bragi Þorfínnss. - Bergsteinn Einarss. 1-0
Jón V. Gunnarss. - Davíð Kjartanss. 1-0
Jón G. Viðarsson - Hannes H. Stefánss.
Vz-Vt
Óvæntustu úrslitin í fyrstu
umferð voru tvímælalaust sigur
Róberts Harðarsonar á stór-
meistaranum Þresti Þórhalls-
syni. Einnig vekur nokkra at-
hygli að Jón Garðar Viðarsson
nær jafntefli við Hannes Hlífar
Stefánsson. Það er þó engin
nýlunda að Jón Garðar standi í
okkar sterkustu meisturam.
Þannig gerði hann t.d. jafntefli
við Jóhann Hjartarson á Skák-
þingi íslands í Garðabæ 1996.
Helgi Áss Grétarss. - Þröstur Þórhallss. Vi-
Vz
Róbert Harðars. - Þorsteinn Þorsteinss.
Vi-Vi
Sævar Bjarnas. - Bragi Þorfínnss. V2-V2
Bergsteinn Einarss. - Jón V. Gunnarss. Vz-Vi
Amar E. Gunnarss. - Hannes H. Stefánss.
0-1
Davíð Kjartanss. - Jón G. Viðarss. 0-1
Eftir fyrstu tvær umferðirnar
era sex skákmenn efstir og jafnir
með F/2 vinning:
1-6 Helgi Áss Grétarsson IV2 v.
1-6 Bragi Þorfinnsson IV2 v.
1-6 Jón Viktor Gunnarsson IV2 v.
1-6 Jón Garðar Viðarsson l'Æ v.
1-6 Hannes H. Stefánsson V/i v.
1-6 Róbert Harðarson l'Æ v.
7-8 Þorsteinn Þorsteinsson 1 v.
7-8 Sævar Bjarnason 1 v.
9-10 Þröstur Þórhallsson V2 v.
9-10 Bergsteinn Einarsson Vi v.
11-12 Davíð Kjartansson 0 v.
11-12 Arnar E. Gunnarsson 0 v.
Þriðja umferð var tefld í gær,
fimmtudaginn 29. október.
Heimsmeistaramdt
barna og unglinga
Úrslit í þriðju umferð á
heimsmeistaramóti barna og
unglinga, sem haldið er í Oropesa
del Mar á Spáni urðu þessi:
Einar Hjalti Jenss. - Andras Toth (Ung-
verjal., 2330) V4-V4
Stefán Kristjánss. - Michael Roiz (ísrael,
2355)1-0
Halldór B. Halldórss. - A. Amidzic (Bosn.-
Herz.) Vi-Vi
C. Mursabekov (Kazakstan) - Dagur Am-
grímss. 0-1
Guðmundur Kjartanss. - M. Tazbir (Póll.)
VirVi
Harpa Ingólfsd. - S. Ericsson (Svíþj.) 1-0
Aldís Rún Lámsd. - V. Breen (Svíþj.) 0-1
Ingibjörg E. Birgisd. - L. Kmmina (Lettl.)
0-1
Eftir þrjár umferðir er vinn-
ingafjöldi Islendinganna þessi:
Einar Hjalti Jensson IV2 v.
Stefán Kristjánsson 2'A v.
Halldór B. Halldórsson '/2 v.
Dagur Arngn'msson 2 v.
Guðmundur Kjartansson IV2 v.
Harpa Ingólfsdóttir 1 v.
Aldís Rún Lárusdóttir 0 v.
Ingibjörg Edda Birgisdóttir 0 v.
I fjórðu umferð tefla saman:
Petar Benkovic (Júgósl., 2310) - Einar
Hjalti Jenss.
Joan Fluvia Poyatos (Spánn, 2295) - Stefán
Kristjánss.
Abdulla Abdulrahman (Sam. arab. fúrstad.)
- Halldór B. Halldórss.
Dagur Amgrímss. - Dewald Niemandt
(RSA)
Paula Deiai (Brasilía) - Harpa Ingólfsd.
Mayagozel Gurbanova (Turkmenistan) -
Ingibjörg E. Birgisd.
Aldís Rún Lárasdóttir situr
hjá í 4. umferð
Meistaramót Hellis
Meistaramót Taflfélagsins
Hellis hófst miðvikudaginn 28.
október. Teflt er á mánudögum,
miðvikudögum og fostudögum.
Úrslit fyrstu umferðar urðu
sem hér segir:
Gústaf Smári Björass. - Birkir Öra
Hreinss. 0-1
Björn Þorfínnss. - Guðni Stefán Péturss.
i-0
Kjartan Guðmundss. - Ólafur Kjartanss.
0-1
Jóhann H. Ragnarss. - Eiríkur Garðar Ein-
arss. 1-0
Ragnar Már Stefánss. - Sigurjón Kjærne-
stedt 1-0
Valdimar Leifss. - Vigfús Óðinn Vigfúss.
0-1
Atli Freyr Kristjánss. - Benedikt Öra
Bjaraas. 0-1
Hjörtur Ingvi Jóhannss. - Hafliði Hafliðas.
0-1
Einar Kristinn Einarss. - Sigurður Daði
Sigfúss. V2-V2
Sigimbjöra Björnss. - Ólafur í. Hanness. 1-0
Önnur umferð verður tefld
föstudaginn 30. október kl. 19:30
og þá tefla saman:
Birkir Öra Hreinss. - Björa Þorfinnss.
Jóhann H. Ragnarss. - Kjartan Guð-
mundss.
Ragnar Már Stefánss. - Vigfús Óðinn Vig-
fúss.
Hafliði Hafliðas. - Benedikt Öra Bjaraas.
Sigurður Daði Sigfúss. - Sigurbjöra
Björass.
Gústaf Smári Björass. - Einar Kristinn
Einarss.
Ólafur Kjartanss. - Guðni Stefán Péturss.
Eiríkur Garðar Einarss. - Sigurjón
Kjæraestedt
Atli Freyr Kristjánss. - Valdimar Leifss.
Ólafur Isberg Hanness. - Hjörtur Ingvi Jó-
hannss.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
ÁHORFENDUR eru velkomnir á Islandsmdtið um helgina.
BRIDS
úmsjón Arnór G.
Ragnarsson
íslandsmót í tvímenningi
um helgina
ÚRSLITIN verða spiluð nú um
helgina. í úrslitunum spila 40 pör,
allir við alla alls 117 spil. Spilað er á
skermum. í undanúrslitum 10.—11.
okt. spiluðu 33 pör sig inn í úrslitin.
Að auki mæta sjö svæðameistarar,
en Islandsmeistarar og Reykjavík-
urmeistarar síðasta árs hafa til-
kynnt forföll.
Guðl. Bessas. - Stefán Garðarss. Vesturl.
Sigríður Hrönn Eliasd. - Óskar Elíass. Vestf.
Birkir Jónsson - Ari Már Arason N. vestra
Anton Haraidss. - Sigurbjöm Haraldss.N. eystra
Bemharð Bogas. - Stefán Kristmannss. Austurl.
SigfinnurSnorras.-ÞrösturÁmas. Suðurland
Þórður Bjömss. - Þröstur Ingimarss.Reykjanes
Mótið byrjar kl. 11 á laugardag
og lýkur um kl. 18.30 á sunnudag.
íslandsmót (h)eldri
og yngri spilara
íslandsmót eldri og yngri spilara
í tvímenningi verður spilað helgina
7.-8. nóv. Skráning er hafin á skrif-
stofunni s. 587-9360 og isbridge@is-
landia.is. Þátttaka fyrir yngri spil-
ara (25 ára og yngri) er ókeypis. í
flokki (h)eldri spilara er lágmarks-
aldur 50 ár og samanlagður aldur
beggja í parinu 110 ár skilyrði fyrir
þátttöku.
Bridsfélag
Borgarfjarðar
Vetrarstarfsemin hófst 19. októ-
ber sl. með eins kvölds tvímenningi
með þátttöku 8 para. Keppnin var
hnífjöfn og má með sanni segja að^,
hvert útspil hafi getað ráðið röð
efstu para. Úrslit urðu annars sem
hér segir:
Sveinbjöm og Sigurður 73
Jón Þ. og Þorsteinn 72
Kristján og Öm 71
26. október var aftur spilaður
eins kvölds tvímenningur og nú með
þátttöku 10 para. Enn og aftur var
spennan mögnuð og þrátt fyrir að
Sveinbjöm og Þorvaldur hafi farið
mjög illa með Borgnesingana Rún-
ar og Jón í síðustu setu (22-2) þá
dugði það ekki til.
Örslit urðu:
Rúnar og Jón E. 139
Sveinbjöm og Þorvaldur 138
Öm og Kristján 126
Kristján og Alda 112
Næsta keppni félagsins verður
aðaltvimenningurinn og hefst hann
2. nóvember. Eins og undanfarin ár
er spilað í Logalandi og hefst spila- T
mennskan kl. 20.