Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ^TIK^/ FRÍTT í BÍÓ Laugard. 31. okt. og sunnud. 1. nóv. kl. 13.00 ætla Hóskólabíó og íslenska Kvikmynda samsteypan að bjóða frítt í bíó ó kvikmyndina STIKKFRÍ. Húsið opnar 12.15 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur tólks í fasteignaleit - mbl.is/fasteignir í DAG VELVAKAJ\DI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Rangt að drepa þ vottabj örninn VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: Kæri Velvakandi. Eg er tólf ára stelpa og bý á Seltjarnarnesi. Eg var að horfa á íréttirnar og sá frétt ura þvottabjörn sem komst lifandi til lands- ins í gámi með heitum pottum í. Ég heyrði líka að hann hafi víst nagað tré- pottana og eyðilagt einn þeiiTa. Þrátt fyrir að hann hafi komist af alla þessa leið sáu „heitupottainn- flytjendur" ástæðu til að kalla á lögreglu og láta af- lífa dýrið. Þótt þvotta- björninn hafi nagað og eyðilagt einn heitan pott þá held ég virkilega ekki að hann hafi ætlað sér að laumast inní gáminn og gera þetta. Mér finnst rangt og frekar barnalegt að láta drepa dýrið vegna heits potts því þeir vita að þvottabjörninn getur ekki bætt fyrir það með pening- um. Og hvað sjúkdóma varðar þá er til sóttkví. Það hefði verið hægt að at- huga hvar hann gæti verið, kannski í húsdýragarðin- um. Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir (Móa). Þvottabjörninn átti að lifa ÉG sá í sjónvarpinu í gær- kvöldi lítinn sætan þvotta- björn sem kom með gámi til landsins. I morgun las ég svo í blaði að lögreglan hefði skotið hann á staðn- um. Þvílíkt! Hvers vegna var ekki kallaður tii dýra- læknir til að aflífa hann? Lítil stúlka fór að gráta yf- ir þessu og spurði: Af hverju mátti ekki litli þvottabjörninn fá að lifa?“ Ég tók undir þessi orð hennar meðan ég þurrkaði tár af hvarminum. Ég hefði líka viljað að honum hefði verið gefið líf. Ég mótmæli þessum vinnu- brögðum harðlega og skora á yfirvöld að láta slikt ekki gerast aftur. Sigrún Reynisdóttir. Enn um þvottabjöminn ÞVÍ mátti þvottabjörninn ekki lifa og fara í sóttkvi og flytjast til landsins eins og Keikó? Annað eins af skepnum hefur verið flutt hingað til lands. Finnst mér þetta óréttlátt. Ein sár. Gömlu skýlin áfram VIÐ Kópavogsbúar viljum þakka meirihlutanum fyiir að fá að hafa grænu góðu skýlin hérna áfram í Kópa- voginum. Við vonumst eft- ir að fá að hafa þau áfram sem lengst. Farþegi. Tapað/fundið Uppáhaldsbangsinn er týndur! LÍTIL stúlka var á ferð með foreldrum sínum frá Skagafirði til Reykjavíkur laugardaginn 24. október. Komið var við í Hyrnunni í Borgarnesi og var uppá- haldsbangsinn, hann Hrafnkell, tekinn með inn. Varð hann trúlega eftir á skiptiborði inni á snyrting- unni. Allir þekkja hvað bangsi getur verið mikil- væg persóna í lífi ungra barna og er óþarft að lýsa vandræðaástandinu sem skapaðist þegar átti að fara að sofa um kvöldið. Bangsi er brúnn og dá- lítið úfinn með köflótta slaufu um hálsinn. Ef finn- andinn_ vildi gleðja lítið hjarta er hann vinsamlega beðinn um að hringja í símja 5641669. Fundar- laun. Viskustykki fundust endur hafi samband í síma 565 1125. Rider-fjallahjól týndist BLÁTT Rider-fjallahjól týndist frá Eiðistorgi mánudaginn 19. október. Þeir sem hafa orðið hjóls- ins varir hafi samband í síma 561 1523. Svört skjalataska týndist á Argentínu SVÖRT skjalataska sem innihélt myndir af mál- verkum og ýmis skjöl því tengdu týndist á Argent- ínu steikhúsi við Baróns- stíg sl. þriðjudag. Skilvís finnandi hafi samband i síma 562 8689. FJÖGUR góð viskustykki fundust við Flyðrugranda 4 fyrir rúmri viku. Upplýs- ingar í síma 562 0508. Dömuúr í óskilum DÖMUÚR fannst við Menningarmiðstöðina Gerðuberg mánudaginn 26. október. Upplýsingar í félagsstarfinu í Gerðu- bergi frá kl. 9-17, í sima 557-9020. Gleraugu týndust við Spóahóla GLERAUGU í svörtu hörðu hulstri týndust sl. miðvikudag 21. október, líklega á bílaplaninu við Spóahóla 16-20. Skilvís finnandi hafi samband í sima 893 4017. Veski - peysa - skólataska SVART, meðalstórt veski, úr gúmmíefni með breiðu axlarbandi, týndist 12. september sl. Svört v-háls- málspeysa týndist á In- fernó 15. okt. sl. Einnig týndist blá taska með skóladóti. Skilvisir finn- Jakki tekinn í misgrip- um á Broadway FÖSTUDAGINN 16. október, á skemmtun Álftagerðisbræðra á Broa- dway, var tekinn dökkblár, tvíhnepptur dragtarjakki nr. 50 af stólbaki og skilinn eftir á sama stólbaki dökk- blár einhnepptur jakki nr. ca. 40. Sá sem tók þennan jakka er vinsamlega beð- inn að skila honum á Broa- dway en þar var minni jakkinn skilinn eftir. Dýrahald Leó er týndur HVÍTUR og svartflekkótt- ur köttur, eyi-namerktur en án ólar, týndist í byrjun mánaðarins frá Spítalastíg. Mjög líklega hefur hann farið í Austurbæ Kópavogs þar sem hann bjó áður. Leó gegnir nafninu sínu. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 551 3546. Hvítar mýs fást gefíns HVÍTAR mýs fást gefins. Upplýsinar í síma 561 1523. I Víkverji skrifar... FRÓÐLEGT rit rak á fjörur Vík- verja á dögunum, Afmælisrit rafeindavirkja 1938-1998. Er hér miðað við fyrsta fagfélag rafeinda- virkja sem stofnað var 1938 en það var Félag íslenzkra útvarpsvirkja. Var ekki vonum seinna að félagið væri stofnað því útvarpsrekstur hafði verið í landinu um margra ára skeið og langt um liðið síðan fyrsta Marconi-skeytið barst hingað til lands, en það var 26. júní 1905. 150 feta mastur hafði verið reist við Höfða í Reykjavík og um það mast- ur barst fyrsta loftskeytið. Uppsetning þessa masturs mark- aði þáttaskil. Fréttir af atburðum úti í heimi bárust nú til landsins um leið og þeir gerðust. 42 ái-um áður hafði fregnin um lát Friðriks VII Danakonungs borist til landsins fjórum og hálfum mánuði eftir að hann andaðist. XXX IRITINU er skemmtileg grein um fyrsta Norðurlandabúann sem lauk námi í loftskeytafræðum. Það var Vilhjálmur Finsen, sem lauk námi í skóla Marconifélagsins í Li- verpool sumarið 1907. Síðar varð Vilhjálmur loftskeytamaður um borð í þýzka hafskipinu „Kaiser Wilhelm der Grosse“, en fyrstu loft- skeytatækin höfðu einmitt verið sett um borð í það skip árið 1900. í bók sinni „Alltaf á heimleið" lýs- ir Vilhjálmur starfi sínu um borð. Margt fréttnæmt gerðist um borð í stóru farþegaskipunum sem sigldu milli Evrópu og Ameríku og loft- skeytamaðurinn fékk fyrstur að heyra fréttirnar. Og hið ljúfa líf blómstraði um borð. „Ein þessara fögru kvenna er mér sérstaklega minnisstæð. Hún var portúgölsk, en búsett í París, auðvitað, og óvenju andlitsfögur og vel vaxin. Hún hafði komið á skipsfjöl í Cherbourg. Kom hún upp á Marconistöðina til mín og afhenti loftskeyti til sendingar. Skeytið var til einhvers greifa í París og hljóðaði svo: „Mon coeur est á toi Mimi.“ (Hjarta mitt er hjá þér, Mimi.) Ég tók á móti skeytinu og taldi orðin, og um leið og ég sagði henni hvað skeytið kostaði, varð mér litið í augu hennar og sá þá þegar, hvers konar kvenmaður hún var. Við karlmennirnir finnum þetta fljótt. Um klukkustundu síðar, um það bil sem greifinn í París mun hafa fengið skeyti hennar, gekk ég út á bátaþilfarið og sá hana í faðm- lögum við einn farþeganna." Vilhjálmur Finsen starfaði fyrir Marconifélagið til ársins 1913. Þá kom hann heim til Islands og stofn- aði Morgunblaðið. XXX OKS er gaman að geta bréfs sem birt er í afmælisritinu og segir meira en þúsund orð um þann vanda sem menn urðu að glíma við á svokölluðum haftaárum. Ólafur Jónsson útvarpsvirkjameistari skrifar bréfið til Viðskiptaráðs 16. maí 1947. Það er svohljóðandi: „Vegna umsóknar minnar um gjaldeyris- og innflutningsleyfi frá Svíþjóð að upphæð kr. 4.400,00 skal tekið fram að umbeðnir varahlutir eru íyrir vélbátinn „Fram“ frá Akranesi. Bergmálsdýptarmælir bátsins er bilaður og er algjörlega ónothæfur eins og er, og ekki hægt að koma honum í lag nema umbeðn- ir varahlutir fáist. Þar sem dýptar- mælarnir eru eitt aðal öryggistæki skipanna, svo og að þeir hafa mikil áhrif á aflabrögð þeirra, sérstaklega þó á síldveiðum, vonast ég fastlega eftir því að Viðskiptaráðið sjái sér fært að veita leyfi þetta. Vegna þess hve áliðið er sumars vænti ég þess að afgreiðslu umsóknarinnar verði hraðað eftir því, sem tök eru á. Virðingarfyllst Ólafur Jónsson." Neðst á bréfið hefur útgerðarmaður Fram, Pétur Jóhannsson ritað: „Ofanritaðar upplýsingar eru réttar og má af þeim sjá hversu nauðsyn- legir varahlutir þessir eru bát okk- ar. Eru því vinsamleg tilmæli okkar að leyfið verði veitt.“ Og ofan í bréfið hefur svo verið stimplað: Umsókn þessari er hér með synjað, Viðskiptanefndin(!!). Ólafur Jónsson er enn á lífi á ní- ræðisaldri, vel ern. Hann tjáði Vík- verja að lyktir málsins hafi orðið þær að útgerðarmaðurinn neyddist til að kaupa sér nýjan bergmáls- dýptarmæli og henda þeim bilaða á haugana! Sem betur fer hefur mikið breyst í fjálsræðisátt á öllum sviðum þjóð- lífsins í þau 50 ár sem liðin eru síðan Ólafm- Jónsson ritaði þetta bréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.