Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/KVM
AÐALFUNDARFULLTRÚAR fyrir utan fundarstaðinn sem var samkomuhúsið í Grundarfirði.
Hagsmunamál Vestur-
lands rædd á aðalfundi SSV
Grundarfírði - Aðalfundur Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi
var haldinn í Grundarfirði 23.-24.
október. Fulltrúar frá öllum sveit-
arfélögum í Vesturlandskjördæmi
komu til fundarins og var fjallað
um hin ýmsu sameiginlegu hags-
munamál sveitarfélaganna á Vest-
urlandi.
Fyrri daginn voru fluttar skýrsl-
ur hinna ýmsu nefnda SSV og
einnig var fjallað um yfirfærslu á
málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Þar voru framsögumenn Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra, Magnús
Þorgrímsson framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu Vesturlands og
Gísli Gíslason bæjarstjóri. Það sem
þótti einna eftirtektarverðast var sú
hugmynd félagsmálaráðherra að
sveitarfélögin öll þyrftu ekki að yf-
irtaka málaflokkinn, heldur gæti yf-
irtakan orðið þannig að sum þeirra
stæðu að henni en önnur ekki og
ríkið sinnti einhverjum hluta þjón-
ustunnar áfram.
Nýjar áherslur í byggðamálum
Egill Jónsson stjórnarformaður í
Byggðastofnun flutti erindi um nýj-
ar áherslur í byggðamálum. Til þess
að snúa þeirri þróun við sem átt
hefur sér stað með fólksfækkun á
landsbyggðinni sagði hann það vera
einkum fjórir þættir sem leggja
bæri áherslu á úti á landsbyggðinni,
þ.e. nýsköpun í atvinnulífi, aukin
tækifæri til menntunar, jöfnun hit-
unarkostnaðar og vöruverðs og
betri samgöngur.
Síðari dagurinn fór að mestu í
nefndarstörf, ályktanagerð og sam-
þykktir. Þær ályktanir sem sam-
þykktar eru á þessum fundum eru
alla jafnan niðurstaða málamiðlana.
Náðu þær til samgöngumála og
menntamála, en í þeim málaflokki
var m.a. samþykkt að fela Atvinnu-
ráðgjöf Vesturlands að vinna að því
að auka möguleika vestlendinga til
menntunar á háskólastigi. Einnig
var gerð áskorun til ríkisstjómar
um að daggjöld til dvalarheimila
aldraðra í landinu verði hækkuð.
Margt annað má telja, svo sem um-
hverfismál o.fl. en hér verður staðar
numið. Þess skal þó getið að Vest-
lendingum þykir að þeir hafi borið
skarðan hlut frá borði í vegamálum
samanborið við önnur kjördæmi
landsins.
Að lokum var ný stjóm SSV kos-
in og sitja í henni 7 aðalmenn.
Framkvæmdastjóri SSV er Guðjón
Ingvi Stefánsson og er skrifstofan í
Borgamesi.
Hocine, Alsír, Agence France Presse
„Kona syrgir eftir fjöldamorðið í Bentalha, Alsír, 23. september.
Sýning World Press Photo á bestu fréttaljósmyndum ársins
1997 stendur yfir í Kringlunni 30. október til 8. nóvember.
Komið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims.
Skákþing Islands
sett í Árborg
Selfossi - Skákþing Islands var sett
27. október á Hótel Selfossi en
skákþingið fer fram í nýja sveitarfé-
laginu, Arborg, dagana 27. október
til 7. nóvember. Alls eru 12 kepp-
endur á mótinu og verður teflt á
Selfossi, Stokkseyi’i og Eyrarbakka.
Það kom fram í máli Karls
Björnssonar, bæjarstjóra Arborgar,
við setningu mótsins að Arborg hef-
ur á veraldarvefnum heimasíðu og á
þessari síðu er búið að koma upp
sérstakri undirsíðu þar sem Skák-
þingi íslands og keppendum era
gerð sérstök skil og jafnóðum og úr-
slit verða til munu þau birt þar.
Þannig verður síðan uppfærð eftir
hverja umferð mótsins. Karl vildi
hvetja menn til að kynna sér þessar
upplýsingar en þær er að finna und-
ir http:/Avww.selfoss.is/skakmot.
Margir hafa lagt hönd á plóginn
svo Skákþing íslands 1998 verði hið
glæsilegasta. Styrktaraðilar móts-
ins eru fjölmargir og er framlag
þeirra ein grannforsenda þess að
Skákþing íslands er nú haldið í Ár-
borg.
Það vakti athygli viðstaddra að
allir þingmenn Suðurlands mættu á
setningu mótsins. Það var síðan
Ingunn Guðmundsdótth’, forseti
bæjarstjói'nar, sem lék fyrsta leik
mótsins og framundan era spenn-
andi dagar fyrir alla skákáhuga-
menn.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
INGUNN Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, leikur
fyrsta leik skákþingsins.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
FRÁ undirritun samnings Samvinnuferða-Landsýnar og Körfuknatt-
leiksdeildar Keflavíkur. Frá vinstri til hægri í fremri röð eru: Egill
Ólafsson, sölustjóri Samvinnuferða-Landsýnar í Reykjanesbæ, Þor-
grímur Árnason, gjaldkeri Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og
Birgir Bragason, formaður deildarinnar. Fyrir aftan standa
stúlkurnar sem nú skipa meistaraflokk félagsins.
Körfuknattleiksdeild
Keflavíkur fékk
kærkominn styrk
Keflavík - Körfúknattleiksdeild
Keflavíkur og Samvinnuferðir-
Landsýn hafa undirritað auglýs-
inga- og styrktarsamning, sem
gilda mun til eins árs.
„Þessi samningur er afar þýð-
ingarmikill og við erum Sam-
vinnuferðum-Landsýn afar þakk-
látir fyrir þann stuðning sem fyr-
irtækið hefur sýnt kvennadeild-
inni. Einnig vil ég nefna þátt
Egils Ólafssonar sölustjóra í
Reykjanesbæ, sem með framsýni
og velvild hefur lagt þungt lóð á
vogarskálarnar og gert körfubolt-
ann að því veldi sem hann er í
dag,“ sagði Þorgrímur Árnason,
gjaldkeri Körfuknattleiksdeildar
Keflavíkur.
Þorgrímur sagði að Samvinnu-
ferðir-Landsýn hefði verið aðal
styrktaraðili meistaraflokks liðs
kvenna í körfuknattleik á undan-
förnum árum og hann vonaði svo
sannarlega að áframhald yrði á
því. Það væru því ánægjulegar
fréttir að geta sagt að merki Sam-
vinnuferða-Landsýnar myndu
áfram prýða keppnisbúninga
meistaraflokks kvenna sem nú
væru bæði íslands- og bikarmeist-
arar.