Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 29
Ljóðið í
Sjón-
varpinu
HJÁ Sjónvarpinu verður dag-
skrá tileinkuð ljóðinu á sunnu-
dögum fram eftir vetri. Ljóðin
eru unnin á nýstárlegan hátt,
nánasta stuttmynd í kringum
hvert ljóð þar sem umhverfið
er okkar daglegi hversdags-
heimur þar sem hugmyndirnar
fæðast og ljóð verða til. Á þann
hátt verða þau ágengari og
nærgöngulli en ekki upphafm
og sett upp á stall. Upplifun
áhorfandans verður þá meira
eins og honum sé trúað íyrir
þessum hugsunum persónu-
lega, eins og ljóðið í eðli sínu
er, náið samtal við lesandann,
segir í fréttatilkynningu. Ljóð-
in eru 50 alls eftir ólíka höf-
unda.
Ljóðin eru m.a. flutt af
Gunnari Eyjólfssyni, Guðrúnu
Ásmundsdóttur, Margréti
Helgu Jóhannsdóttur, Ragn-
heiði Steindórsdóttur, Birni
Karlssyni, Halldóriy Björns-
dóttur, Guðlaugu E. Ólafsdótt-
ur, Hörpu Amardóttur, Bene-
dikt Erlingssyni, Hilmi Snæ
Guðnasyni og Þóreyju Sig-
þórsdóttur.
Tónleikar í
Hrunakirkju
MARGRÉT Bóasdóttir
sópransöngkona og Jörg Sond-
ermann organisti halda tón-
leika í Hrunakirkju í Árnes-
sýslu sunnudaginn 1. nóvem-
berkl. 21.
Á efnisskrá er kirkjutónlist
eftir íslensk og erlend tón-
skáld. Meðal verka eru
sönglög eftir Jón Leifs og út-
setningar laga úr íslenskum
handritum eftir Snorra Sigfús
Birgisson. Einnig verða flutt
Biblíuljóð eftir Antonin
Dvorak og söngvarar þýsku
abbadísarinnar Hildigard von
Bingen. Leikin verða orgel-
verk eftir J.G. Walter, F.
Schmoll og Johann Pachelbel.
Fyrirlestrar
í MHÍ
ÁSTA Ólafsdóttir myndlistar-
maður heldur fyrirlestur í
Laugarnesi mánudaginn 2.
nóvember kl. 12.30. Þar mun
hún fjalla um eigin verk og
sýna skyggnur.
Miðvikudaginn 4. nóvember
kl. 12.30 mun Finnbogi Péturs-
son myndlistarmaður fjalla um
eigin list og sýna hljóðverk af
myndbandi í Barmahlíð, Skip-
holti 1.
Ted Hughes,
lárviðarskáld
Breta, látinn
TED Hughes, lárviðar-
skáld Breta, lést eftir
átján mánaða baráttu
við krabbamein síðast-
liðinn miðvikudag, 68
ára að aldri. Hughes var
eitt af fremstu skáldum
sinnar kynslóðar og hafa
margir gagnrýnendur
nefnt hann í sömu andrá
og mestu skáld aldar-
innar, eins og T.S. Eliot,
W.H. Auden og írska
Nóbelskáldið, Seamus
Heaney.
Ásamt Heaney hefur
honum verið þakkað að
blása nýjum og ferskari
anda í Ijóðlistina, færa
hana nær almenningi. I
huga sumra varpaði hins vegar
sjálfsvíg eiginkonu hans, bandarísku
skáldkonunnar Sylviu Plath, skugga
á feril hans. Hughes neitaði lengi vel
að tjá sig um samband sitt við Plath,
sem svipti sig lífi eftir að Hughes yf-
ii'gaf hana og tvö börn þeirra vegna
annan-ar konu, en fyrr á þessu ári
gaf hann út mikla ljóðabók, „Birt-
hdayletters“, þar sem hann rauf
þögnina. Bókin hlaut geysigóðar við-
tökur.
Hughes tók saman við eiginkonu
vinar síns, Assia Wevill, þegar hann
yfirgaf Plath árið 1962. Sjö árum síð-
ar myrti Wevill dóttur
þeirra Hughes, Shura,
og fyrirfór sér. Árið
1970 kvæntist Hughes
Carol Orchard, bónda-
dóttur frá Devon. Dró
hann sig æ meir í hlé
efth- það.
Hughes var gerður að
lárviðarskáldi Breta árið
1984 og orti ljóð í tilefni
af sextíu ára afmæli
drottningarinnar og níu-
tíu ára afmæli drottn-
ingarmóðurinnar. Hann
var fæddur í Jórvíkur-
skíri á Norður-
Englandi. Hann hafði
gaman af veiðum sem
barn og unglingur og er
sagt að hin frumstæða og villta sýn
hans á náttúruna hafi mótast af því.
Hann hóf skáldferil sinn á miðjum
sjötta áratugnum með nokkrum
kraftmiklum verkum um dýr og
náttúruna. Hann orti einnig fjölmörg
barnaljóð, samdi leikrit og þýddi sí-
gildar bókmenntir á ensku. Nýút-
komin bók hans, „Tales from Ovid“,
hefm- fengið feikigóða dóma.
Þrátt fyrir veikindi sín hélt Hug-
hes áfram að hljóta viðurkenningar
fyrir skáldskap sinn en fyrr í þessum
mánuði heiðraði Elísabet drottning
hann með orðuveitingu.
Ted
Hughes
Módel af landslagi
og olíumálverk
TVÆR sýningar verða opnaðar í
Listasafni ASI á morgun, laugardag
kl. 16.
Sýning Katrínar Sigurðardóttur
„Fyrinnynd“ í Ásmundarsal er
ferða-landslag minnis og ímyndunar.
I fréttatilkynningu segh' að Katrín
varpi saman mismunandi stærðar-
hlutföllum til að benda á að eftir því
sem hlutirnir eru minni, ógreinilegri,
þeim mun meira vald er gefið ímynd-
un og hlutdrægri túlkun áhorfand-
ans. Hún notar efni og aðferðh' sem
draga fram óraunverulegt en um leið
staðlað umhverfi til að undh'strika
nostalgíuna sem gjarnan liggur í
þessari skynjun. Módel af Iandslagi
má einnig skilja sem fyrirmynd að
landslagi.
Fyrh'mynd/módelið sem Katrín
sýnir er byggt á skýringarteikning-
um af boðleiðakerfi rafeinda innan
heilans.
I Gryfjunni opnar Guðrún Ein-
arsdóttir sýningu á olíumálverk-
um. Guðrún hefur haldið einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum,
hér heima og erlendis. Guðrún
hlaut tveggja ára starfslaun á
þessu ári hjá Launasjóði myndlist-
armanna.
Sýningarnar standa til 15. nóvem-
ber og er opin þriðjudaga til sunnu-
daga kl. 14-18.
Söng-leikir á fsafírði
SÖNGSKEMMTUNIN Söng-leikir
verður í sal Grunnskóla Isafjarðar á
morgun, laugardag kl. 15.30. Það
eru þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir
sópransöngkona og píanóleikarinn
Gerrit Schuil sem flytja munu lög
úr söngleikjum, kvikmyndum og
leikritum. Einnig eru á efnisskránni
lög úr leikritum. Söngskemmtunin
ei' lokadagskrá listavikunnar Vetur-
nætur, sem staðið hefur yfir á ísa-
firði sl. viku.
Yopnafjörður
Dagskrá
til heiðurs
Þorsteini
frá Teigi
DAGSKRÁIN „Skáldið og tónlistar-
maðurinn“ verður haldin í félags-
heimilinu Miklagarði, Vopnafirði, á
morgun, laugai'dag, kl. 15. Dagskrá-
in er helguð minningu Þorsteins
Valdimarssonar frá Teigi í Vopna-
fh'ði en hann hefði orðið 80 ára þann
dag. Þorsteinn lést árið 1977.
Nokkrir samferðamenn Þorsteins
segja frá kynnum sínum af skáldinu;
tónlist eftir Þorstein verður leikin og
sungin; fluttur leikþáttur og lesin
ljóð, svo eitthvað sé nefnt.
Flytjendur efnis era á ýmsum
aldri og bæði heimamenn og að-
fengnir. Má þar sérstaklega benda á
að leikarinn góðkunni, Hjalti Rögn-
valdsson, mun lesa nokkur ljóða Þor-
steins, segir í fréttatilkynningu.
Siirefnisvörur
Karin
Herzog
• vinna gegn
öklrunareinkennum
• enduruppbyggja liúðma
• vinna á appelsínuhúð
og sliti
• vinna á unglingabólum
• viðbalda ferskleika
húðarinnar
Ferskir vindar í
umliirðu húðar
Ráðgjöf og kynning
í Grafarvogsapóteki,
Hverafold,
í dag kl. 14-18
Kynningarafsláttur
erValentino
www.mbl.is
Fjórir kórar á
Þorkelstónleikum
í Hallgrímskirkju
TÓNLEIKAR verða haldnir í Hall-
grímskirkju laugai’daginn 31. október
kl. 17 og eru þeir til heiðurs Þorkeli
Sigurbjörnssyni,
en hann varð sex-
tugur fyrr á þessu
ári. Á tónleikun-
um koma fram
fjórir kórar og
flytja valin kór-
verk ásamt hljóð-
færaleikurum.
Kórarnir sem
fram koma eru
Hamrahlíðarkór-
inn, undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur, Barnakór
Hallgrímskirkju, undir stjórn Bjarn-
eyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur,
Mótettukór Hallgi'ímskirkju og
Schola cantorum, undir stjói'n Harð-
ar Áskelssonar. Douglas Á. Brotchie
leikur kói’alfantasíuna Auf meinen,
lieben Gott á Klaisoi'gelið. Hami'a-
hlíðarkórinn flytur Te Deum ásamt
hörpuleikai-anum Sophie Schoonj-
ans, Schola contarum flytur vei'kið
Clarsitas fyrir kór og orgel og
Mótettukór Hallgrímskirkju flytur
117. Davíðssálm og Kvöldbænir, en í
því verki syngur Margrét Bóasdótt-
ir, sópransöngkona, einsöng. Kór-
ax-nir syngja saman sálmana Heyr
himnasmiður, Englar hæsth' og Til
þín Drottinn hnatta og heima. Kór-
vei'kin 117. Davíðsskálmur og Clars-
itas hejnrast nú í fyrsta skipti á ís-
landi, segh' í fi'éttatilkynningu.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Þorkell
Signrbjörnsson
AUKIN ÖKURÉTTINDI
Leigubiíreió • Vörubifreió • Hópbifieid • Eftiivagn
Nær góðærið til þín?
Aukin ökuréttindi = Auknir möguleikar
Við bjóðum þér nú nám til aukinna ökuréttinda, leigubiíreiða
vörubifreiða og hópbifreiða fyrir aðeins kr. 88.000!*
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 3. nóvember nk.
Skiáning stendui yfii í símum 581 1919 og 6981919
LEIGUBIFREIIl VÖRUBIFREID • HÚPBIFREID
*Verðið miðast við staðgreiðslu og gildir aðeins fyrir þetta einstaka námskeið.