Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 29 Ljóðið í Sjón- varpinu HJÁ Sjónvarpinu verður dag- skrá tileinkuð ljóðinu á sunnu- dögum fram eftir vetri. Ljóðin eru unnin á nýstárlegan hátt, nánasta stuttmynd í kringum hvert ljóð þar sem umhverfið er okkar daglegi hversdags- heimur þar sem hugmyndirnar fæðast og ljóð verða til. Á þann hátt verða þau ágengari og nærgöngulli en ekki upphafm og sett upp á stall. Upplifun áhorfandans verður þá meira eins og honum sé trúað íyrir þessum hugsunum persónu- lega, eins og ljóðið í eðli sínu er, náið samtal við lesandann, segir í fréttatilkynningu. Ljóð- in eru 50 alls eftir ólíka höf- unda. Ljóðin eru m.a. flutt af Gunnari Eyjólfssyni, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Ragn- heiði Steindórsdóttur, Birni Karlssyni, Halldóriy Björns- dóttur, Guðlaugu E. Ólafsdótt- ur, Hörpu Amardóttur, Bene- dikt Erlingssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Þóreyju Sig- þórsdóttur. Tónleikar í Hrunakirkju MARGRÉT Bóasdóttir sópransöngkona og Jörg Sond- ermann organisti halda tón- leika í Hrunakirkju í Árnes- sýslu sunnudaginn 1. nóvem- berkl. 21. Á efnisskrá er kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tón- skáld. Meðal verka eru sönglög eftir Jón Leifs og út- setningar laga úr íslenskum handritum eftir Snorra Sigfús Birgisson. Einnig verða flutt Biblíuljóð eftir Antonin Dvorak og söngvarar þýsku abbadísarinnar Hildigard von Bingen. Leikin verða orgel- verk eftir J.G. Walter, F. Schmoll og Johann Pachelbel. Fyrirlestrar í MHÍ ÁSTA Ólafsdóttir myndlistar- maður heldur fyrirlestur í Laugarnesi mánudaginn 2. nóvember kl. 12.30. Þar mun hún fjalla um eigin verk og sýna skyggnur. Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12.30 mun Finnbogi Péturs- son myndlistarmaður fjalla um eigin list og sýna hljóðverk af myndbandi í Barmahlíð, Skip- holti 1. Ted Hughes, lárviðarskáld Breta, látinn TED Hughes, lárviðar- skáld Breta, lést eftir átján mánaða baráttu við krabbamein síðast- liðinn miðvikudag, 68 ára að aldri. Hughes var eitt af fremstu skáldum sinnar kynslóðar og hafa margir gagnrýnendur nefnt hann í sömu andrá og mestu skáld aldar- innar, eins og T.S. Eliot, W.H. Auden og írska Nóbelskáldið, Seamus Heaney. Ásamt Heaney hefur honum verið þakkað að blása nýjum og ferskari anda í Ijóðlistina, færa hana nær almenningi. I huga sumra varpaði hins vegar sjálfsvíg eiginkonu hans, bandarísku skáldkonunnar Sylviu Plath, skugga á feril hans. Hughes neitaði lengi vel að tjá sig um samband sitt við Plath, sem svipti sig lífi eftir að Hughes yf- ii'gaf hana og tvö börn þeirra vegna annan-ar konu, en fyrr á þessu ári gaf hann út mikla ljóðabók, „Birt- hdayletters“, þar sem hann rauf þögnina. Bókin hlaut geysigóðar við- tökur. Hughes tók saman við eiginkonu vinar síns, Assia Wevill, þegar hann yfirgaf Plath árið 1962. Sjö árum síð- ar myrti Wevill dóttur þeirra Hughes, Shura, og fyrirfór sér. Árið 1970 kvæntist Hughes Carol Orchard, bónda- dóttur frá Devon. Dró hann sig æ meir í hlé efth- það. Hughes var gerður að lárviðarskáldi Breta árið 1984 og orti ljóð í tilefni af sextíu ára afmæli drottningarinnar og níu- tíu ára afmæli drottn- ingarmóðurinnar. Hann var fæddur í Jórvíkur- skíri á Norður- Englandi. Hann hafði gaman af veiðum sem barn og unglingur og er sagt að hin frumstæða og villta sýn hans á náttúruna hafi mótast af því. Hann hóf skáldferil sinn á miðjum sjötta áratugnum með nokkrum kraftmiklum verkum um dýr og náttúruna. Hann orti einnig fjölmörg barnaljóð, samdi leikrit og þýddi sí- gildar bókmenntir á ensku. Nýút- komin bók hans, „Tales from Ovid“, hefm- fengið feikigóða dóma. Þrátt fyrir veikindi sín hélt Hug- hes áfram að hljóta viðurkenningar fyrir skáldskap sinn en fyrr í þessum mánuði heiðraði Elísabet drottning hann með orðuveitingu. Ted Hughes Módel af landslagi og olíumálverk TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASI á morgun, laugardag kl. 16. Sýning Katrínar Sigurðardóttur „Fyrinnynd“ í Ásmundarsal er ferða-landslag minnis og ímyndunar. I fréttatilkynningu segh' að Katrín varpi saman mismunandi stærðar- hlutföllum til að benda á að eftir því sem hlutirnir eru minni, ógreinilegri, þeim mun meira vald er gefið ímynd- un og hlutdrægri túlkun áhorfand- ans. Hún notar efni og aðferðh' sem draga fram óraunverulegt en um leið staðlað umhverfi til að undh'strika nostalgíuna sem gjarnan liggur í þessari skynjun. Módel af Iandslagi má einnig skilja sem fyrirmynd að landslagi. Fyrh'mynd/módelið sem Katrín sýnir er byggt á skýringarteikning- um af boðleiðakerfi rafeinda innan heilans. I Gryfjunni opnar Guðrún Ein- arsdóttir sýningu á olíumálverk- um. Guðrún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum, hér heima og erlendis. Guðrún hlaut tveggja ára starfslaun á þessu ári hjá Launasjóði myndlist- armanna. Sýningarnar standa til 15. nóvem- ber og er opin þriðjudaga til sunnu- daga kl. 14-18. Söng-leikir á fsafírði SÖNGSKEMMTUNIN Söng-leikir verður í sal Grunnskóla Isafjarðar á morgun, laugardag kl. 15.30. Það eru þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópransöngkona og píanóleikarinn Gerrit Schuil sem flytja munu lög úr söngleikjum, kvikmyndum og leikritum. Einnig eru á efnisskránni lög úr leikritum. Söngskemmtunin ei' lokadagskrá listavikunnar Vetur- nætur, sem staðið hefur yfir á ísa- firði sl. viku. Yopnafjörður Dagskrá til heiðurs Þorsteini frá Teigi DAGSKRÁIN „Skáldið og tónlistar- maðurinn“ verður haldin í félags- heimilinu Miklagarði, Vopnafirði, á morgun, laugai'dag, kl. 15. Dagskrá- in er helguð minningu Þorsteins Valdimarssonar frá Teigi í Vopna- fh'ði en hann hefði orðið 80 ára þann dag. Þorsteinn lést árið 1977. Nokkrir samferðamenn Þorsteins segja frá kynnum sínum af skáldinu; tónlist eftir Þorstein verður leikin og sungin; fluttur leikþáttur og lesin ljóð, svo eitthvað sé nefnt. Flytjendur efnis era á ýmsum aldri og bæði heimamenn og að- fengnir. Má þar sérstaklega benda á að leikarinn góðkunni, Hjalti Rögn- valdsson, mun lesa nokkur ljóða Þor- steins, segir í fréttatilkynningu. Siirefnisvörur Karin Herzog • vinna gegn öklrunareinkennum • enduruppbyggja liúðma • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabólum • viðbalda ferskleika húðarinnar Ferskir vindar í umliirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Grafarvogsapóteki, Hverafold, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur erValentino www.mbl.is Fjórir kórar á Þorkelstónleikum í Hallgrímskirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Hall- grímskirkju laugai’daginn 31. október kl. 17 og eru þeir til heiðurs Þorkeli Sigurbjörnssyni, en hann varð sex- tugur fyrr á þessu ári. Á tónleikun- um koma fram fjórir kórar og flytja valin kór- verk ásamt hljóð- færaleikurum. Kórarnir sem fram koma eru Hamrahlíðarkór- inn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Barnakór Hallgrímskirkju, undir stjórn Bjarn- eyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, Mótettukór Hallgi'ímskirkju og Schola cantorum, undir stjói'n Harð- ar Áskelssonar. Douglas Á. Brotchie leikur kói’alfantasíuna Auf meinen, lieben Gott á Klaisoi'gelið. Hami'a- hlíðarkórinn flytur Te Deum ásamt hörpuleikai-anum Sophie Schoonj- ans, Schola contarum flytur vei'kið Clarsitas fyrir kór og orgel og Mótettukór Hallgrímskirkju flytur 117. Davíðssálm og Kvöldbænir, en í því verki syngur Margrét Bóasdótt- ir, sópransöngkona, einsöng. Kór- ax-nir syngja saman sálmana Heyr himnasmiður, Englar hæsth' og Til þín Drottinn hnatta og heima. Kór- vei'kin 117. Davíðsskálmur og Clars- itas hejnrast nú í fyrsta skipti á ís- landi, segh' í fi'éttatilkynningu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Þorkell Signrbjörnsson AUKIN ÖKURÉTTINDI Leigubiíreió • Vörubifreió • Hópbifieid • Eftiivagn Nær góðærið til þín? Aukin ökuréttindi = Auknir möguleikar Við bjóðum þér nú nám til aukinna ökuréttinda, leigubiíreiða vörubifreiða og hópbifreiða fyrir aðeins kr. 88.000!* Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 3. nóvember nk. Skiáning stendui yfii í símum 581 1919 og 6981919 LEIGUBIFREIIl VÖRUBIFREID • HÚPBIFREID *Verðið miðast við staðgreiðslu og gildir aðeins fyrir þetta einstaka námskeið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.