Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SOLVEIG ÞORA EIRÍKSDÓTTIR + Sólveig Þóra Ei- ríksddttir fædd- ist í Jörfa í Borgar- fírði eystra 3. mars 1906. Hún lést 23. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Sigfússon, póst- afgreiðslumaður á Borgarfírði eystra, f. 17.8. 1863 á Skriðuklaustri, d. 3.9. 1951, og Marín Sigurðardóttir, hús- móðir á Borgarfirði eystra, f. 30.6. 1870 á Gautlöndum, d. 31.12. 1925. Sólveig Þóra var tvígift: 1) Thomas Olesen Lokken, rithöfund- ur í Danmörku, f. 25. júní 1877, d. 26. september 1955. 2) Runólfur Péturs- son, iðnrekandi frá Geirastöðum í Hró- arstungu, f. 3. maí 1904, d. 31. ágúst 1963. Dóttir Sól- veigar og Runólfs er Ásdís, f. 1.4. 1948, og á hún fimm börn. titför Sólveigar Þóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma mín. Minningin lifir í hjarta mínu þegar ég horíi til baka. Eg er ákaf- lega þakklátur fvrir þær samveru- stundir sem við höfum átt saman, þau sterku tengsl sem hafa verið í fjölskyldunni voru okkur mikils virði, alltaf var gott þegar þú varst á leiðinni heim til okkar til að vera í . Jengri eða skemmri tíma. Þú hafðir alltaf nóg til að tala um og gefa af þér og ekki síst eftir að litla nafna þín kom í heiminn. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá og tókst því alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín. Margs er að minnast en þó er mér alltaf minnisstæðast þegar þú fórst með okkur bræðurna í sumar- húsið í Húsafelli. Einnig þegar þú spilaðir brids í tölvunni, og talaðir um að þú hefðir þurft að eiga svona tæki þegar þú varst yngri. Óskandi hefði verið að þú hefðir getað verið lengur hjá okkur en æðri máttur kallaði þig til sín. Og ég veit að þér líður vel núna með afa þér við hlið. Ég mun alltaf sakna þín og geyma þig í hjarta mínu. Því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið sem hugsar til þín aila daga sína. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki ^ um lífsins perlu í gullnu augnabliki. - (Tómas Guðm.) Far þú í Guðsfriði. Óttarr Örn Guðlaugsson. Elsku amma mín. Nú ert þú ekki lengur á Skjóli, alltaf beið ég eftir því að koma á daginn og hitta þig. Stundum fór ég ekki í leikskólann, þá gat ég verið lengur hjá þér. Ég keyrði þig í stólnum á ganginum og þá áttum við heiminn, stundum varstu með hattinn, þá hlógum við mikið. Þegar þú varst heima hjá okkur höfðum við Óttars herbergi útaf fyrir okkur og gerðum það sem okkur datt í hug. En árin urðu allt of fá, elsku amma mín, og ,'jiiú ertu komin til Jesú, segja mamma og pabbi mér. Afí hefur örugglega tekið vel á móti þér. En þú verður alltaf geymd í hjarta Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjðri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ mínu og ég veit að englarnir passa þig fyrir mig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín nafna, Sólveig Þóra. Foreldrar Sólveigar voru Marin Sigurðardóttir og Éiríkur Sigfús- son. Þau bjuggu í Borgarfirði eystra. Barnahópurinn var stór. Þar var Sólveig í miðjum hópi. Þorlákur elstur, en Ásta, kona Svavars Guðnasonar málara, yngst. Um tvítugt fer Sólveig í Kvennaskólann í Reykjavík. Fyrir 1930 er hún komin til Danmerkur. Þar kynnist hún Tove, er síðar varð kona Jóhannesar Kjarval. Um langa hríð eru tvær systur Sólveigar, Jóhanna og Ásta, bú- settar í Danmörku. Og það teygist úr dvöl Sólveigar þar í landi. Hún giftist Thomasi Olsen Lokken rit- höfundi. Þau bjuggu í Blokkhus á Jótlandi. Þar rekur Sólveig gisti- hús og þar er hún öll stríðsárin. Skömmu eftir stríð flytur Sól- veig alkomin til Islands. Það er svo 1947 eða 1948, sem ég sé þau fyrst, Runólf Pétursson frá Geirastöðum og Sólveigu, hjá systur Runólfs, Sigrúnu. Sigrún bjó þá á Berg- staðastræti 2 og rak þar matsölu. Þangað kom allt Geirastaðafólkið; Halldór og kona hans Svava, Guð- ný og maður hennar Sveinn, að ógleymdri dóttur þeirra Stellu, sem kom eins og stormsveipur. Fyrir óharðnaðan, feiminn sveita- dreng voru kynni við þetta fólk ómetanleg reynsla. Síðan lá leið mín í Kópavoginn, inn Nýbýlaveg- inn og í Snæland. Þar bjó allt þetta fólk þá í smáþorpi. Guðný og Sveinn voru bændur, ráku svína-og hænsnabú. Halldór og Runólfur bjuggu í parhúsi steinsnar frá. Fljótlega eftir að Sólveig kom heim höfðu þau Runólfur og hún ruglað saman reytum. Runólfur var danskmenntaður mjólkurfræðing- ur og vann um tíma í smjörlíkis- gerð Ragnars í Smára. Síðar kynnti hann sér sápugerð og rak um tíma fyrirtæki með frænda sín- um Einari Sæmundssyni. Frá Snælandi lá leið Runólfs, Sólveigar og Ásdísar, kjördóttur þeirra, upp á Álfhólsveg í „Himnaríki". Þar bjó ég um tíma. Það voru dýrðlegar stundir. Sólveig var mikil heims- dama. Þrátt fyrir vinnu og rekstur blaðsöluturns við Hlemmtorg, stóð hús þeirra alltaf opið gestum, nán- ast allan sólarhringinn. Og Sólveig var ótrúlega fróð og skemmtileg. Þetta lífsfjör og minni á menn og málefni varðveitti Solla fram á elli- ár. Uppátækin voru mörg. Einu sinni sem oftar var ég sestur við eldhúsborðið á Snælandi. Þar var enginn inni og ég fór að lesa blöðin. Skyndilega strunsar Halldór Pét- ursson inn með pípuhatt og í sínu fínasta skarti, rétt á eftir kemur Guðný svartklædd og fín, þar á eft- ir Skúli maður Stellu einnig drag- fínn. Ég: Hvað er um að vera? Halldór: Jarðarför aldarinnar. Ég: Hvern var verið að jarða? Guðný: Vissirðu ekki af þessu? Ég: Nei. Guðný: Blessaður drengurinn. Halldór: Merkasti íbúi Kópavogs er látinn, það átti greinilega ekki að flýta sér með fréttirnar. Skúli: Það var verið að kveðja Brand. Nú versnaði veðrið. Hver var Brandur? Halldór: Brandur var mikil- virkasti heimilisköttur hér um slóð- ir. Við jörðuðum með honum nokkrar mýs svo honum leiddist ekki lífið hinum megin. Nú er flest af þessu fólki horfið yfir móðuna miklu. Við hjónin vott- um Ásdísi, Ástu og öðnim ættingj- um innilega samúð. Sólveig Eiríks- dóttir mun lengi lifa í hugum þeirra, sem henni kynntust. Hilmar Jónsson. Frá okkur er farín góð vinkona Sólveig Eiríksdóttir. Sólveig var mér miklu meira en bara vinkona. Hún var mér sem önnur amma. Við sem þekktum hana munum minnast hennar fyrir óendanlegan kærleika hennar til lífsins og til allra þeirra sem í kringum hana voru. I hvert skipti sem mynd hennar birtist í huga mér, sé ég hana fyrir mér í íbúðinni sinni í Furugerðinu brosandi og bjóðandi mig velkominn með opinn faðminn. Þar var maður alltaf velkominn og notfærði ég mér það oft og mörg- um sinnum. Við sátum þar oft tímunum saman og spiluðum rommí og það brást aldrei að hún ætti dós af malti og smásúkkulaði handa mér. Og þar sem við sátum og spiluðum spurði hún mig um allt og alla því Solla, eins og hún var kölluð, vildi allt vita því það var henni óendanlega mikilvægt að okkur liði öllum vel. Öll þau ár sem ég hef þekkt Sollu hef ég aldrei séð hana öðruvísi en í góðu skapi. Ég held að ég geti leyft mér að segja að Solla hafí dáið sátt við líf- ið og tilveruna. Hún mun lifa áfram í hjörtum okkar sem þekkt- um hana. Við þig, Solla mín, segi ég: „Ég veit að þú situr þarna uppi og vakir yfir okkur. Ég mun aldrei gleyma þér né því sem þú kenndir mér. Takk fyrir þann tíma sem þú gafst þér til að hlusta á mig og tala við mig. Ég heyri þig enn hlæja að bamslegri einfeldni minni þegar ég deildi með þér áætlunum mínum um heimsyfirráðin." Ástarkveðja, Andrés. „Þín eldgamla vinkona Solla“ var undirskrift afmæliskveðju sem ég fékk með þessum forláta konfekt- kassa þegar ég varð þrítug. Kveðju sem mér þótti ósköp vænt um að fá, því sendandinn, hún Sólveig Ei- ríksdóttir, var mér mjög kær. Eld- gamla eður ei - aldur skipti aldrei neinu máli þegar Solla var annars vegar. Hún og Helga amma á Miklubrautinni voru miklar vin- konur og eftir að amma féll frá fyr- ir rúmum þrettán árum æxlaðist það einhvern veginn svo að við Solla urðum vinkonur. Þó að um sex tugir ára væru á milli okkar var það alltaf eins og aukaatriði - þar var ekkert kynslóðabil. Það var unun að heyra hana segja frá Danmerkurárunum, þeg- ar hún rak sumarhótel í Blokhus á Norður-Jótlandi, ásamt fyiTÍ manni sínum, rithöfundinum Thomas Olesen Lokken, og fór með honum í upplestrarferðir milli lýðháskólanna og samkomuhús- anna um alla Danmörku og raunar víðar. Þá var Danmerkurkortið gjarnan dregið upp, við ferðuð- umst þvers og kruss og gleymdum stað og stund. Hún fylgdist líka vel með mér þegar ég var við nám í Danmörku og fékk um það ná- kvæmar skýrslur þegar ég kom heim á sumrin - og stundum líka í bréfum. Hún fékk ennfremur nokkuð ítarlegar lýsingar á menn- ingarástandinu í gamla landinu, um hvað systkini mín og frændsystkini voru að bardúsa í það og það skiptið - og svo mátti ekki gleyma ástamálunum. Fyrir kom að hún hafði áhyggjur af ungri og óreyndri vinkonu sinni og var kannski stundum ærin ástæða til - en mikið þótti mér vænt um það þegar ég kynnti Auðun fyrir henni og hún gaf honum hæstu einkunn. Var alveg stórhrifin og fór ekki dult með það. Runólfur, seinni maður Sollu, var löngu látinn þegar ég kynntist henni. En ég sé greinilega fyrir mér myndina af honum, sem aldrei var langt undan á heimili Sollu, hvort heldur það var í Furugerð- inu, Hátúni eða nú síðast á Skjóli, og sem ég hafði raunar áður haft fyrir augunum uppi á vegg á Miklubrautinni hjá ömmu og afa, Helgu Kolbeinsdóttur og Guð- mundi Tryggvasyni, en mikil vin- átta var milli þessara hjóna í ára- tugi. Solla hafði gaman af ferðalögum og fór gjarnan í reisur um landið ásamt öðrum austfirskum konum. Hún fór líka allmargar ferðirnar út í heim, einnig eftir að aldur færðist yfir og heilsan fór að gefa sig. Heim sneri hún aftur endur- nærð á sálinni, þó að líkaminn væri kannski lurkum laminn. En það var aukaatriði. Alveg fram á allra síðustu ár létum við oft hug- ann reika, þar sem við sátum með Danmerkurkortið á milli okkar, og létum okkur dreyma um ferðalag á fornar slóðir. Meiningin var að taka bílaleigubíl og aka um landið í rólegheitunum, hún myndi sýna mér það umhverfi sem hún lifði og hrærðist í á árum áður og ég henni mitt - og svo ætluðum við að heimsækja vini beggja og „hygge os“, því það kunni Solla svo sannarlega. Þó að ferðin sú yrði aldrei farin, svona í alvörunni, þá höfðum við báðar mikið gaman af öllum bollaleggingunum í kring- um hana. Löngu og viðburðaríku lífi merk- iskonu er lokið. Líkamlegir ki'aftar voru á þrotum en andinn lét ekki að sér hæða. Sama hversu veik hún var, sagði hún oftast að þetta hlyti nú að fara að lagast. Og yfirleitt lagaðist það, þótt ekki væri nema um stundarsakir. Nóg til þess að hún fór aftur að gera áætlanir um að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja vini og vandamenn. Eiginlega var maður farinn að halda að hún gæti ekki dáið - en auðvitað hlaut að koma að því. Tími er kominn til að þakka samfylgd- ina, mörg hlý handtök og margar skemmtilegar stundir - með og án landakorts. Ásdísi, dóttur Sollu, og fjölskyld- unni allri færi ég innilegar samúð- arkveðjur. Margrét Sveinbjörnsdóttir. Sólveig Eiríksdóttir frá Borgar- firði eystra er látin á 93. aldursári. Lífsganga Sollu, eins og hún var ævinlega kölluð, var orðin löng og líkaminn lúinn. Þrátt fyrir það hélt hún andlegu þreki allt fram í and- látið. Solla og Bubba móðir mín þekktust frá unga aldri og bund- ust vináttuböndum sem aldrei slitnuðu meðan báðar lifðu. Solla hafði stórt hjarta og alla tíð vakti hún yfir velferð fjölskyldu okkar. Um alllangt árabil var Solla ár- legur gestur hjá fjölskyldunni á gamlárskvöld í Sætúni á Seltjarn- arnesi. Sætún, sem var heimili okkar í yfir 20 ár, höfðu áður átt góðvinir Sollu, þau Sveinn og Guðrún Kjarval. Það var fyrir til- stuðlan Sollu að við festum kaup á húsinu árið 1970. Á síðasta áratug var Solla sem guðmóðir fjölskyld- unnar, fyrst í brúðkaupi Hrafns og síðar í brúðkaupi Arndísar. Við minnumst Sollu frá slíkum gleði- stundum. Hún var hafsjór fróð- leiks og hafði lifað tímana tvenna. Solla sagði skemmtilega frá og hafði gaman af að rifja upp dvöl sína í Kaupmannahöfn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Solla flutti heim skömmu eftir stríðslok en alla tíð mátta heyra að hún unni Danmörku og hafði mikið dá- læti á danskri þjóð. Æskustöðv- arnar fyrir austan voru Sollu þó alltaf kærastar. Ferðalög voru Sollu hugleikin og hún ferðaðist innanlands og utan eins lengi og kraftar hennar þoldu. Oft ferðuð- ust þær saman hún og Bubba og í nokkur skipti voru synir okkar, Hrafn og Halldór, svo lánsamir að fá að fljóta með. Þessara ferða- laga er oft minnst og sérstaklega er minnisstæð ferðin norður í Bjarnarfjörð á Ströndum. Solla var með afbrigðum félagslynd og þekkti alla tíð mikinn fjölda fólks sem hún hélt góðu sambandi við. Alltaf var hún óþreytandi við að spyrja um hagi þeirra sem hún náði ekki til. Síðustu misserin hafa verið Sollu erfið vegna heilsubrests en þrátt fyrir þung áföll þá hresstist hún ævinlega aftur og að minnsta kosti nægi- lega til að geta spjallað við þá sem heimsóttu hana. Blessuð sé minning Sólveigar Eiríksdóttur. Þorgeir og Lára. SIGURBJORG AÐALHEIÐUR WELBES + Sigurbjörg Að- alheiður Wel- bes var fædd 21. maí 1994. Hún lést 23. október síðast- liðinn. Foreldrar Sigurbjargar eru Arnbjörg Sigríður Ingólfsdóttir og Wilhelm Welbes. títför Sigurbjargar Aðalheiðar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. hjarta okkar og sál þegar við minnumst þín. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með þér, þótt við hefð- um viljað hafa þig lengur hjá okkur. Hvi var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: Kom til mín kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum hólpin sál með ljóssins önd- Elsku lita frænka, þó að líf þitt hafi verið stutt kenndir þú okkur margt. Þú sýndir okkur að þó lífið geti verið erfitt er hægt að ganga í gegnum það með bros á vör. Bros þitt var birta í erfiðum heimi og styrkur þinn var ómetanlegur okk- ur öllum. Þú gafst okkur góðar minningar sem skilja eftir ánægju í um. (Björn Halldórsson) Elsku Adda Sigga, Willi og börn. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi ljós, kraftur og styrkur vera með ykkur í fram- tíðinni. Laufey Anna, Kristi Jo, Nancy Lyn og börn, Ásta og Þorkell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.