Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ Fiskimj ölsverksmiðj a Oslands á Höfn Kostnaður nemur 248 milljónum HÉÐINN-Smiðja hf. og Ósland hf. á Höfn í Hornafirði hafa skrifað undir samning um byggingu nýrrar fískimjölsverksmiðju fyrir Ósland á Höfn. Heildarupphæð verksamn- ingsins er tæpar 248 milljónir króna að viðbættum virðisaukaskatti. Samningurinn tekur til 1. áfanga í heildarendurnýjun verksmiðjunnar og kveður á um byggingu verk- smiðjuhúss, uppsetningu aðaltækja, smíði og uppsetningu á öðrum bún- aði, rafvæðingu og stjómbúnað, ásamt allri hönnun og skipulagn- ingu verksins. Að sögn Guðmundar Sveinssonar, framkvæmdastjóra Héðins-Smiðju, hófst vinna við fiskimjölsverksmiðj- una fyrir nokkru en þar sem breyt- ing hefur orðið á eignarhaldi Ós- lands var ekki hægt að ganga frá formlegum samningi fyrr. í sumar seldi Borgey hf. 80% eignarhlut sinn í Óslandi Olíufélag- inu hf., Vátryggingafélagi íslands hf., Hlutabréfasjóðnum Ishafi hf., Samvinnulífeyrissjóðnum og Sam- vinnusjóðnum hf. Kaupendurnir eru allir hluthafar í Borgey hf. Nóg að gera hjá Héðni-Smiðju Guðmundur segir að verkefna- staðan sé góð hjá Héðni-Smiðju. Meðal þeirra verkefna sem nú er unnið að er bygging mjölgeyma fyr- ir Síldarverksmiðjuna, uppsetning á þurrkurum og öðrum búnaði hjá Is- félagi Vestmannaeyja auk þess sem stóru verkefni er að Ijúka hjá Snæ- felli í Sandgerði. ---------------- Útboð vegna flughlaða Sements- verksmiðjan vísar ásök- unum á bug GYLFI Þórðarson, forstjóri Sem- entsverksmiðjunnar hf., vísar á bug ásökunum Hlaðbæjar-Colas hf. um undirboð og óeðlilega viðskipta- hætti vegna tilboðs verksmiðjunnar í gerð flughlaða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Gylfi segir að Sementsverksmiðj- an hafi í 15-20 ár reynt að komast inn á nýja markaði í því skyni að styrkja rekstrargrundvöll verk- smiðjunnar og fullnýta framleiðslu- tæki hennar. „Við erum með mikinn fastakostnað bundinn í rekstrinum og ónýtta framleiðslugetu. Við höf- um því leitast við að bæta afkomuna með því að afla nýrra verkefna en jafnframt að gefa kaupendum hlut- deild í þeirri hagræðingu og það þýðir lægra verð til frambúðar fyrir viðskiptavini okkar. í þessu skyni erum við að bjóða í ný verkefni og höfum oft áður boðið lægra verð þegar um er að ræða tilraunir eða nýjungar." Sementið á sama verði Gylfi segir að þess hafi sérstak- lega verið gætt í sambandi við um- rætt verk að allir, sem kynnu að bjóða í það, fengju sementið á sama verði frá Sementsverksmiðjunni. „Við erum því alls ekki að láta aðra greiða niður hráefnið og hagnaður af sölu þess er ótvíræður. Sements- verksmiðjan er hlutafélag í eigu rík- isins, sem kostar sig af eigin rekstri og hefur alltaf gert. Það væri annað mál ef ríkið kæmi að rekstrinum með ríkisábyrgðum eða ríkisstyrkj- um en því er öfugt farið,“ segir Gylfi. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 19 VIDSKIPTI I stríðs- leik gegn Microsoft Washington. Reuters. JAFNVEL forstjórar leika sér: Komið hefur fram í réttarhöldun- um gegn Microsoft að yfirmenn Netscape fyrirtækisins og Amer- ica Online Ine. töldu sig gegna sams konar hlutverki og Banda- menn í síðari heimsstyrjöld í bar- áttu sinni við Microsoft. 1 tölvupósti 19. október 1995, sem lagður var fram í réttinum, ávarpaði aðalframkvæmdastjóri Netscape, Jim Barksdale, starfs- bróður sinn hjá AOL, Steve Case, „Steve (öðru nafni Franklin D.)“, en með því átti hann við Franklin Roosevelt forseta. Barksdale undirritaði tölvupóst- inn „þinn félagi, Jósef Stalín", og bætti við innan sviga: „... ég er ekki hrifinn af þessu hlutverki. Hann var ekki mjög p.c. (rétttrú- aður í stjórnmálum) ... Hér eftir vil ég vera Winston C.,“ það er forsætisráðherra Breta, Winston Churchill. „... Tókst þér að verða eins og Churchill?’" spurði lögfræðingur Microsoft, John Warden, í yfir- heyrslu. „... Nei,“ svaraði Barksdale. Samning’ur Murdochs- Man. Utd. lagður í dóm London. Reuters. BREZKA stjórnin hefur vísað til- boði BSkyB gervihnattasjónvarps Ruperts Murdochs í knattspyrnu- liðið Manchester United til nefnd- ar, sem kemur fram í dómarahlut- verki. Peter Mandelson viðskiptaráð- herra sagði að umdeildum 623,4 milljóna punda samningi liðsins og Murdochs yrði vísað til brezku einokunar- og samrunanefndar- innar (MMC) vegna þess að málið vekti spurningar um samkeppni fjölmiðla og almannahagsmuni. Almennt hafði verið talið að þessi leið yrði farin og afleiðingin er sú að BSkyB - sem News Corp fyrirtæki Murdochs á 40% í - verður að bíða fram á næsta ár til að komast að því hvort það getur keypt United. MMC hefur frest til 12. marz til að gefa skýrslu um tilboðið. Samkvæmt samningnum er til- boð BSkyB fymt í fræðilegum skilningi. Ef ríkisstjórnin sar þykkir það getur sjónvarps endurnýjað tilboð sitt í Mam er United. BSkyB og United svöruðu út- spili ríkisstjórnarinnar með sam- eiginlegri yfirlýsingu og strengdu þess heit að berjast til þrautar. Italir lækka vexti um 1% Róm. Reuters. ÍTALÍUBANKI hefur lækkað vexti um 1%, sex mánuðum eftir að barátta fyrir vaxtalækkun hófst á fjármálamörkuðum, og vextir hafa ekki verið lægri á Ítalíu í 26*/2 ár. Bankinn lækkaði forvexti í 4% úr 5% og millibankavexti einnig um 1%, í 5,5% úr 6,5%. Vextir voru 4% í apríl 1972. Talið er að vaxtalækkunin sé fyrir löngu orðin tímabær. Sér- fræðingar segja að þegar forvextir lækki um 1% spari Italir 12,3 milljarða dollara í endurgreiðslur af erlendum lánum. ——- OERIAÐRIR BETUR! Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Baðkar. 170x70cm. ‘•SÍB bK6kat»hte'aSa' Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru —..—framleidd hjá W sama aðila sem : / tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. VERSIUN FYRIR ALLA ! EBLDSOj iRSLUNI -irySI V» Fellsmúío Sími S88 7332 verbi! I Mánudaginn 2. nóvember kl. 11:00 rnrrn fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni er 3ja mánaða ríkisvíxill síðan 16. október endurútgefinn, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Þús. kr. Flokkux Gjalddagi Lánsdmi RV99-0118 18. janúar 1999 2V2 mánuður iljónir króna. Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 19. október 17.250 milljónir Áæduð hámarksstærð og sala og 2., 11. og 17. nóvember 1998. Núverandi staða* 1.800 Áædað hámark tekinna tilboða* 2.500 Sölnfyrirkomulag: Ríkisvixlamir verða seldir með tilboðsiyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvixla að þvi tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafelögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tílboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, mánudaginn 2. nóvember. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar era veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.