Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 19

Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ Fiskimj ölsverksmiðj a Oslands á Höfn Kostnaður nemur 248 milljónum HÉÐINN-Smiðja hf. og Ósland hf. á Höfn í Hornafirði hafa skrifað undir samning um byggingu nýrrar fískimjölsverksmiðju fyrir Ósland á Höfn. Heildarupphæð verksamn- ingsins er tæpar 248 milljónir króna að viðbættum virðisaukaskatti. Samningurinn tekur til 1. áfanga í heildarendurnýjun verksmiðjunnar og kveður á um byggingu verk- smiðjuhúss, uppsetningu aðaltækja, smíði og uppsetningu á öðrum bún- aði, rafvæðingu og stjómbúnað, ásamt allri hönnun og skipulagn- ingu verksins. Að sögn Guðmundar Sveinssonar, framkvæmdastjóra Héðins-Smiðju, hófst vinna við fiskimjölsverksmiðj- una fyrir nokkru en þar sem breyt- ing hefur orðið á eignarhaldi Ós- lands var ekki hægt að ganga frá formlegum samningi fyrr. í sumar seldi Borgey hf. 80% eignarhlut sinn í Óslandi Olíufélag- inu hf., Vátryggingafélagi íslands hf., Hlutabréfasjóðnum Ishafi hf., Samvinnulífeyrissjóðnum og Sam- vinnusjóðnum hf. Kaupendurnir eru allir hluthafar í Borgey hf. Nóg að gera hjá Héðni-Smiðju Guðmundur segir að verkefna- staðan sé góð hjá Héðni-Smiðju. Meðal þeirra verkefna sem nú er unnið að er bygging mjölgeyma fyr- ir Síldarverksmiðjuna, uppsetning á þurrkurum og öðrum búnaði hjá Is- félagi Vestmannaeyja auk þess sem stóru verkefni er að Ijúka hjá Snæ- felli í Sandgerði. ---------------- Útboð vegna flughlaða Sements- verksmiðjan vísar ásök- unum á bug GYLFI Þórðarson, forstjóri Sem- entsverksmiðjunnar hf., vísar á bug ásökunum Hlaðbæjar-Colas hf. um undirboð og óeðlilega viðskipta- hætti vegna tilboðs verksmiðjunnar í gerð flughlaða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Gylfi segir að Sementsverksmiðj- an hafi í 15-20 ár reynt að komast inn á nýja markaði í því skyni að styrkja rekstrargrundvöll verk- smiðjunnar og fullnýta framleiðslu- tæki hennar. „Við erum með mikinn fastakostnað bundinn í rekstrinum og ónýtta framleiðslugetu. Við höf- um því leitast við að bæta afkomuna með því að afla nýrra verkefna en jafnframt að gefa kaupendum hlut- deild í þeirri hagræðingu og það þýðir lægra verð til frambúðar fyrir viðskiptavini okkar. í þessu skyni erum við að bjóða í ný verkefni og höfum oft áður boðið lægra verð þegar um er að ræða tilraunir eða nýjungar." Sementið á sama verði Gylfi segir að þess hafi sérstak- lega verið gætt í sambandi við um- rætt verk að allir, sem kynnu að bjóða í það, fengju sementið á sama verði frá Sementsverksmiðjunni. „Við erum því alls ekki að láta aðra greiða niður hráefnið og hagnaður af sölu þess er ótvíræður. Sements- verksmiðjan er hlutafélag í eigu rík- isins, sem kostar sig af eigin rekstri og hefur alltaf gert. Það væri annað mál ef ríkið kæmi að rekstrinum með ríkisábyrgðum eða ríkisstyrkj- um en því er öfugt farið,“ segir Gylfi. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 19 VIDSKIPTI I stríðs- leik gegn Microsoft Washington. Reuters. JAFNVEL forstjórar leika sér: Komið hefur fram í réttarhöldun- um gegn Microsoft að yfirmenn Netscape fyrirtækisins og Amer- ica Online Ine. töldu sig gegna sams konar hlutverki og Banda- menn í síðari heimsstyrjöld í bar- áttu sinni við Microsoft. 1 tölvupósti 19. október 1995, sem lagður var fram í réttinum, ávarpaði aðalframkvæmdastjóri Netscape, Jim Barksdale, starfs- bróður sinn hjá AOL, Steve Case, „Steve (öðru nafni Franklin D.)“, en með því átti hann við Franklin Roosevelt forseta. Barksdale undirritaði tölvupóst- inn „þinn félagi, Jósef Stalín", og bætti við innan sviga: „... ég er ekki hrifinn af þessu hlutverki. Hann var ekki mjög p.c. (rétttrú- aður í stjórnmálum) ... Hér eftir vil ég vera Winston C.,“ það er forsætisráðherra Breta, Winston Churchill. „... Tókst þér að verða eins og Churchill?’" spurði lögfræðingur Microsoft, John Warden, í yfir- heyrslu. „... Nei,“ svaraði Barksdale. Samning’ur Murdochs- Man. Utd. lagður í dóm London. Reuters. BREZKA stjórnin hefur vísað til- boði BSkyB gervihnattasjónvarps Ruperts Murdochs í knattspyrnu- liðið Manchester United til nefnd- ar, sem kemur fram í dómarahlut- verki. Peter Mandelson viðskiptaráð- herra sagði að umdeildum 623,4 milljóna punda samningi liðsins og Murdochs yrði vísað til brezku einokunar- og samrunanefndar- innar (MMC) vegna þess að málið vekti spurningar um samkeppni fjölmiðla og almannahagsmuni. Almennt hafði verið talið að þessi leið yrði farin og afleiðingin er sú að BSkyB - sem News Corp fyrirtæki Murdochs á 40% í - verður að bíða fram á næsta ár til að komast að því hvort það getur keypt United. MMC hefur frest til 12. marz til að gefa skýrslu um tilboðið. Samkvæmt samningnum er til- boð BSkyB fymt í fræðilegum skilningi. Ef ríkisstjórnin sar þykkir það getur sjónvarps endurnýjað tilboð sitt í Mam er United. BSkyB og United svöruðu út- spili ríkisstjórnarinnar með sam- eiginlegri yfirlýsingu og strengdu þess heit að berjast til þrautar. Italir lækka vexti um 1% Róm. Reuters. ÍTALÍUBANKI hefur lækkað vexti um 1%, sex mánuðum eftir að barátta fyrir vaxtalækkun hófst á fjármálamörkuðum, og vextir hafa ekki verið lægri á Ítalíu í 26*/2 ár. Bankinn lækkaði forvexti í 4% úr 5% og millibankavexti einnig um 1%, í 5,5% úr 6,5%. Vextir voru 4% í apríl 1972. Talið er að vaxtalækkunin sé fyrir löngu orðin tímabær. Sér- fræðingar segja að þegar forvextir lækki um 1% spari Italir 12,3 milljarða dollara í endurgreiðslur af erlendum lánum. ——- OERIAÐRIR BETUR! Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Baðkar. 170x70cm. ‘•SÍB bK6kat»hte'aSa' Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru —..—framleidd hjá W sama aðila sem : / tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. VERSIUN FYRIR ALLA ! EBLDSOj iRSLUNI -irySI V» Fellsmúío Sími S88 7332 verbi! I Mánudaginn 2. nóvember kl. 11:00 rnrrn fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni er 3ja mánaða ríkisvíxill síðan 16. október endurútgefinn, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Þús. kr. Flokkux Gjalddagi Lánsdmi RV99-0118 18. janúar 1999 2V2 mánuður iljónir króna. Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 19. október 17.250 milljónir Áæduð hámarksstærð og sala og 2., 11. og 17. nóvember 1998. Núverandi staða* 1.800 Áædað hámark tekinna tilboða* 2.500 Sölnfyrirkomulag: Ríkisvixlamir verða seldir með tilboðsiyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvixla að þvi tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafelögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tílboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, mánudaginn 2. nóvember. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar era veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.