Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 38
*'38 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ % Verkefni ríkisins Á þennan hátt - og raunar miklu fleiri - eru þessar Jjórar grundvallarhugmyndir um einstaklingsfrelsið, verðleikahugtak- ið, hlutverk ríkisvaldsins og forgangsröð- un röklega tengdar. Endurskoða þarf rekstur ríkisins frá grunni og skil- greina með skýr- um hætti hver verkefni ríkisins skuli vera.“ Þessi setning getur auðveldlega farið framhjá hverjum þeim, sem kynnir sér svonefnda „mál- efnaskrá" vinstri flokkanna þriggja er hyggja á sameigin- legt framboð í næstu þingkosn- ingum. „Málefnaskráin" er enda að sönnu undarlegur sam- setningur, sem hlotið hefur réttmæta gagnrýni. Þó er þar að finna ýmsar nú- tímalegar hugmyndir á sviði stjórnmálanna, sem verðskulda mun meiri um- VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson fjöllun en þær hafa hingað til fengið. Sú kenning að endurskoða beri ríkisreksturinn og skil- greina hver verkefni ríkisins skuli vera ætti, ásamt hug- myndinni um forgangsröðun, frelsi einstaklingsins og verð- leikahugtakinu, að mynda grundvöll nútímalegrar stjórn- málastefnu. Þessar fjórar grunnhugmyndir falla að flestu leyti ágætlega að íslenskri þjóðfélagsgerð. Islendingar eru þjóð samhjálpar og einstak- lingsfrelsis. Sú kenning að inn- leiða beri forgangsröðun í rík- ari mæli í opinberum rekstri fellur vel að þjóðlegri andstöðu við hvers kyns bruðl og sýndar- mennsku, sem mjög hefur sótt á hér á landi á síðustu árum. Dvergsamfélögum er á ýmsan hátt eiginlegra en hinum stærri að meta menn að verðleikum enda er dugnaður einstakling- anna einn helsti drifkraftur þeirra. Samt fer því fjarri að þessar grunnhugmyndir hafi verið leiddar til þess öndvegis sem þeim bæri með réttu á íslandi. Á þessu eru ýmsar skýringar. Sú fyrsta og nærtækasta er einfaldlega sú að kjósendur hafa ekki haft tækifæri til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri enda eru stjórnmála- flokkar fýrirbæri, sem leitast við að viðhalda sjálfum sér og leggjast því yfirleitt gegn djúp- stæðum breytingum. Þá hefur hugmyndafræðileg endumýjun ekki einkennt íslensk stjómmál með sama hætti og gerst hefur víða erlendis á síðustu ámm. Margvíslegar röksemdir liggja að baki þeirri kenningu að endurskoða beri verkefni ríkásvaldsins. Með því að þrengja þetta svið með skil- greiningum er eðlilegt að ætla að ríkisvaldið geti sinnt réttum verkefnum sínum betur en nú er. Þetta á ekki síst við mikil- vægustu svið ríkisrekstrar og þjóðlífs, sem em mennta- og heilbrigðismál. Um mikilvægi þessara málaflokka ríkir rétt- nefnd þjóðarsátt en þeir hafa ekki notið þess forgangs, sem þeim ber m.a. vegna óhóflegra ríkisafskipta á fjölmörgum sviðum. Nýjasta dæmi þessa er óheyrilegur kostnaður sem fylgir vaxandi sölumennsku rík- isins erlendis. Skipuleg herför er hafin til að sannfæra þjóðina um að forsenda velgengni fyrir- tækja á erlendum mörkuðum sé rekstur sendiráða og ráð- herra- og forsetaheimsóknir. Þessi sölustarfsemi er best geymd í höndum fyrirtækjanna sjálfra og hana á ekki að reka á kostnað skattborgaranna. Kraf- an um eðlilega forgangsröðun í samfélaginu rennur því prýði- lega saman við hugmyndina um að skilgi-eina beri hlutverk rík- isvaldsins upp á nýtt. Sú kenning að endurskoða beri hlutverk ríkisvaldsins er einnig röklega tengd því sjón- armiði að upphefja eigi frelsi einstaklingsins í samfélaginu. Forræðishyggjan sem einkenn- ir íslenskt samfélag er ekki síst komin til af þessum sökum. Ríkisvaldið hefur óeðlileg af- skipti af daglegu lífi fólks, bannar t.d. ákveðin viðskipti en þvingar almenning til annarra t.a.m. í formi notendagjalds fyrir útvarp og sjónvarp. Þetta sama vald stendur í vegi eðli- legrar þróunar í öðrum tilfell- um líkt og hin fráleita einkasala á áfengi er glöggt dæmi um. Forræðishyggjan er til marks um vantrú hinnar pólitísku stéttar á dómgreind almenn- ings. Verði hlutverk ríkisvaldsins endurskoðað og þrengt mun það ýta undir að verðleikahug- takið hljóti þann sess sem því ber í nútímalegum stjórnmál- um. Ætla verður að almenn sátt ríki um þá skoðun að meta beri menn að verðleikum. Á ýmsum sviðum hefur þetta grundvallarviðhorf átt undir högg að sækja og kemur það ekki síst til af þeim pólitísku embættisveitingum, sem óhóf- legum ríkisumsvifum fylgja. Slíkar embættisveitingar stríða einnig gegn þeirri skoðun að frelsi einstaklingsins sé háleitt gildi í sjálfu sér. Með því að meta menn á grundvelli holl- ustu við stjórnmálaflokka en ekki verðleika gerast þeir sem völdin hafa sekir um aðför gegn einstaklingsfrelsinu og rétt- nefnda skoðanakúgun. Sama kerfi var lengi við lýði í komm- únistaríkjunum gömlu í Austur- Evrópu þar sem flokksaðild var forsenda upphafningar í stað verðleika. Á þennan hátt - og raunar miklu fleiri - eru þessar fjórar grundvallarhugmyndir um ein- staklingsfrelsið, verðleikahug- takið, hlutverk ríkisvaldsins og forgangsröðun röklega tengd- ar. Þær mynda grunn nútíma- legrar stjórnmálastefnu sem kveður á um virðingu fyrir dómgreind og frelsi einstak- lingsins og möguleikum hans til að ná árangri og umhyggju fyr- ir þeim sem af einhverjum sök- um ganga ekki heilir til skógar og geta því ekki mætt til leiks á sömu forsendum. Sjö krónur af hverjum tíu?! ÞEIR HJÁ Lands- sambandi íslenzkra út- vegsmanna auglýsa grimmt um þessar mundir, m.a. hér í Morgunblaðinu. Á ein- um stað í auglýsingum þeirra stendur þetta: „Fiskurinn leggur landsmönnum til 7 af hverjum 10 krónum.“ Að þessum upplýsing- um standa margir helztu máttarstólpar atvinnulífsins. Það er engu líkara en þeir haldi, að þetta sé svona: að fiskurinn og þá um leið þeir sjálfir séu undirstaða efnahags- lífsins í landinu. Það, sem þeir eiga við, er, að sjávarútvegurinn leggur okkur til rösklega 70% af gjaldeyristekjum af vöruútflutn- ingi, en það skiptir í reyndinni engu máli, því að við höfum einnig umtalsverðar gjaldeyristekjur af þjónustuútflutningi. Þeir hjá LÍÚ gætu alveg eins státað af því, að útvegurinn standi undir öllum - já, öllum! - gjaldeyristekjum þjóð- arinnar af útflutningi sjávaraf- urða. Það, sem skiptir máli í þessu samhengi, er þetta: útvegurinn stendur á bak við rösklega helm- inginn af gjaldeyristekjum og um 17% af þjóðartekjunum í heild - sem sagt, eina krónu af hverjum sex, ekki 7 af hverjum 10. Þorri þjóðarteknanna - 83%! - á upptök sín utan sjávarútvegs, einkum í iðnaði, verzlun og þjónustu. Þeir hjá LIÚ virð- ast ekki átta sig á því, að svimandi tölur um vægi eins atvinnuveg- ar, sem hefur þar að auki safnað skuldum, sem hann sér ekki fram úr, og oftast nær verið á hvínandi kúp- unni svo lengi sem elztu menn muna, eru yfirleitt ekki hafðar til marks um annað en vanþróun efnahags- lífsins í því landi, sem um er að tefla. Ef þeir halda það í raun og veru, að fiskurinn leggi okkur til 7 krónur af hverjum 10, þá ættu þeir að fara með þetta eins og manns- morð - og láta útlendinga fyrir alla muni ekki komast í þetta, því að erlendir bankar myndu þá trúlega girða með hraði fyrir frekari lán- veitingar hingað heim. Engin sjálf- stæð þjóð á byggðu bóli sækir 7 krónur af hverjum 10 til eins at- vinnuvegar eða einnar auðlindar, enda væri það óðs manns æði. Auglýsingar LÍÚ bera það með sér, ekki aðeins dæmið að ofan, heldur einnig margt annað, sem þar er haldið fram, að margir helztu máttarstólpar útvegsins, a.m.k. stjórnarmennimir, sem bera ábyrgð á auglýsingunum, eru ískyggilega illa að sér um einföld- ustu atriði efnahagsmála, nema þeir auglýsi gegn betri vitund. Eg Þorvaldur Gylfason ætlast ekki til þess, að tannlæknir- inn minn kunni nákvæm skil á skerfi sjávarútvegsins til þjóðar- búsins. Og þó: kannski ættum við einmitt að ætlast til þess af hverj- um manni, að hann kunni skil á at- riðum eins og þessu, þó ekki væri nema í sjálfsvörn - landvörn! - gegn ásælni ófyrirleitinna sér- hagsmunahópa. Þetta er í rauninni spuming um þrifnað. Hvað sem því líður, þá hljótum við að ætlast til þess, að menn, sem stýra stórum fyrirtækjum, fari ekki rangt með hlutdeild út- s Utvegurinn stendur á bak við rösklega helm- inginn af gjaldeyris- tekjum og um 17% af þjóðartekjunum í heild, segir Þorvaldur Gylfa- son. Sem sagt: eina krónu af hverjum sex, ekki 7 af hverjum 10. vegsins, sem þeir stunda, í þjóðar- framleiðslunni. Það fer ekki heldur vel á því, að menn, sem stýra fyrir- tækjum, sem hafa um langt skeið fengið gríðarlega meðgjöf af al- mannafé, ýmist með gengisfelling- um eftir pöntun, niðurgreiðslu launakostnaðar, fyrirgefningu skulda og síðast en ekki sízt með ókeypis aflaheimildum, allt úr hendi ríkisins, skuli stæra sig af því í auglýsingum, að íslenzkur út- vegur þiggi ekki ríkisstyrk. Það fer yfirhöfuð ekki vel á því að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Höfundur er prófessor í hagfræði í Háskóla Islands. Frelsi velferðarinnar LÆGRI skattar og aukin þjónusta - þess- ar áherslur hafa löng- um verið hin sígilda þversögn stjómmál- anna. Við viljum geta gengið að bættri þjón- ustu hjá hinu opinbera, hvort heldur litið er til menntakerfisins eða trygginga- og heil- brigðiskerfisins, svo að dæmi séu nefnd. Þeir eru hins vegar ekki margir sem greiða með glöðu geði öllu hærri skatt en við gjöldum þegar. En er þessi þversögn með öllu óumbreytanleg? Fátækt eða velferð? Það er lífsnauðsyn fyrir hagkerfi okkar að lækka raunskatta enn frekar á næstu árum og fylgja þannig fast eftir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við „skatt; mann“. Margt hjálpast þar að. I fyrsta lagi er hættulega hár hluti ráðstöfunartekna almenns launa- fólks skattbundinn. Það þykir ekki góð hagfræði heldur slæm fátækt- arhagfræði. I öðru lagi bendir margt til að við gætum með aukn- um ráðstöfunartekjum ýtt undir innlendan spamað og dregið úr skuldum heimilanna; hvort tveggja mikilvæg þjóðþrifamál. I þriðja lagi má nefna sálfræði skattheimt- unnar. Samkvæmt henni ýtir há skattprósenta undir skattsvik, sem þýðir að lækkun skatta þarf ekki að skerða tekjur ríkissjóðs jafn- mikið og lækkunin segir til um. Þessu íylgja enn fremur blendnar tilfinningar óréttlæti og reiði hjá almennum skattgreiðendum, þegar skattprósentan nálgast hættulega mikið helmingshlut tekna. Slíkar tilfinningar ber skatttökuvaldi al- mennt að forðast. Margt fleira mætti nefna, s.s. nauð- syn arðmjmdunar inn- an atvinnulífsins, mik- ilvægi aðhalds í opin- beram rekstri, kosti einfaldra skattkerfa og fleira og fleira. Stóraukin útgjaldaþörf Það er nokkuð ljóst að við skemm ekki op- inbera þjónustu öllu meira niður. Þvert á móti bendir hækkandi meðalaldur þjóðarinn- ar og fækkandi bams- fæðingar til (mann- fjöldafræðilegt vanda- mál sem við lögum ekki nema tekið sé af alvöru á jafnréttismálunum) stóraukinnar útgjaldaþarfar þess Lækka þarf raunskatta enn frekar á næstu ár- um, segir Helga Guðrún Jónasddttir, og fylgja þannig fast eftir þeim árangri sem náðst hefur í barátt- unni við „skattmann“. opinbera á næstu áratugum, jafnt innan heilbrigðiskerfisins sem öldmnarþjónustu. Jafnframt þurf- um við að endurbæta menntakerfið okkar mikið. Ein helsta auðlind okkar og framtíð felst í mannauðn- um en nýting hans er í nánum tengslum við menntakerfíð og sam- spil þess við atvinnulífið. Þá þarf að bæta stöðu aldraðra og öryrkja, með því að auka svigrúm þeirra til sjálfshjálpar og fjölga þeim úrræð- um sem til boða standa. Þetta svarthvíta taflborð velferðarkerfis- ins sem dæmir fólk undir fátæktar- mörk fyrir að þiggja opinbera að- stoð, og ekkert þar á milli, er ekki vænlegt. Og fleira má tína til um aukna útgjaldaþörf, s.s. aukin fæð- ingarorlofsréttindi beggja foreldra, auknar skattalegar ívilnanir til bamafjölskyldna, en margt ungt fólk er að sligast undan kostnaðar- byrðum húsnæðiskaupa, menntun- ar og dagvistunar bama sinna. Lækkum skatta og bætum jafnframt opinberu þjónustuna Þessi erfiða staða, brýn þörf á jafnt skattalækkun sem bættri op- inberri þjónustu, kann við fyrstu sýn að fela í sér tvö ósamrýmanleg markmið. Svo þarf þó ekki að vera. Með því að tryggja byltingar- kenndan árangur Sjálfstæðis- flokksins á þessum áratug í at- vinnu- og efnahagsmálum myndum við forsendur fyrir aukinn hagvöxt sem staðið getur undir væntingum okkar til framtíðarinnar og lækkað skattagreiðslur okkar um leið. Á grundvelli samkeppni, frelsis og stöðugleika getum byggt upp vel- ferðarkerfi bæði fyrirtækja og ein- staklinga, sem er í raun aðeins tvær mismunandi hliðar á sama pening. Lykilatriðin til skemmri tíma litið era lokahnykkur einka- væðingar, þá sérstaklega peninga- stofnana og grunnkerfis fjarskipta, endurskoðun opinbera eftirlits- kerfisins með það að markmiði að gera vottaða umhverfis- og gæða- stjórnun að grunnreglu íslensks at- vinnulífs og lækkun erlendra skulda ásamt áframhaldandi styrkri hagstjóm. Gangi þetta eftir þurfum við ekki að kvíða framtíð- inni. Höfundur er sérfræðingur á Skrif- stofu jafnréttismóla og frambjóð- andi i' fimmta sæti iprófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Helga Guðrún Jónasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.