Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bleik og bústin bóla GUÐMUNDUR Ólafsson, rithöf- undur og leikari, hlaut nýlega Is- iensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína, Heljarstökk afturábak. Sagan segir frá Jóni Guðmunds- syni, sem er að hefja nám við Menntaskól- ann í Reykjavík og verður gagntekinn af ást sem honum reyn- ist óhemjuerfitt að koma á framfæri. Þegar Guðmundur tók við verðlaununum í Þjóðarbókhlöðunni á dögunum lét hann þau orð falla að það væri gaman að fá verðlaun en hins vegar væri það ekki alltaf jafn- mikið gamanmál að vera barna- og ung- lingabókahöfundur á íslandi. „Það sem ég átti við er það að ég hef á tilfinningunni að barna- og unglingabókahöfundar séu kannski ekki alveg gjaldgengir í hópi rithöfunda. Eg benti til dæm- is á að það væri mjög sjaldan sem bama- og unglingabókahöfundar væm fengnir í umræðuþætti um bókmenntir, sem hlýtur að segja manni að það er ekki litið á okkar verk sem bókmenntir með stómm staf,“ segir Guðmundur. Þrátt fyrir þetta kveðst hann hafa óskaplega gaman af að skrifa fyrir börn og unglinga, en Heljar- stökk afturábak er fimmta bók hans. Árið 1986 varð hann raunar lyrstur til að hljóta Islensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Emil og Skunda. „Ég á börn á aldrinum frá 13 til 22 ára, þannig að maður hef- ur fylgst með því og líka upplifað það sjálf- ur að þetta era skemmtilegir tímar. Það er svo mikið að gerast, sérstaklega á unglingsáranum,“ seg- ir hann. En hver er hann svo, þessi Jón Guð- mundsson, aðalper- sóna bókarinnar? „Ég sé hann fyrir mér sem ósköp venjulegan strák, sem gerir mjög mikið úr öllum vanköntum í eigin útliti, án þess að það sé eitthvað alvarlegt í sjálfu sér. Eins og flestir ungling- ar getur hann og kann miklu meira en hann kannski álítur sjálfur, og það er náttúralega hluti af unglingsáranum að menn fari að treysta því að þeir geti eitthvað. Hann er bara svona meðalunglingur og þess vegna læt ég hann heita Jón Guðmundsson. En það er líka í honum einhver listræn taug og hann langar til að láta að sér kveða á því sviði. Það hafa allir gengið í gegnum einhveija svona krísu á unglings- áranum, að finnast þeir vera öm- urlegir, hallærislegir og allt það. Þetta er á margan hátt dálítið fyndinn tími, þó að hann geti verið viðkomandi erfiður. Þess vegna held ég að það sé ekkert að því að lýsa þessu á svolítið gamansaman hátt,“ segir Guðmundur. Nefið, já. Hann hallaði sér nær speglinum til að skoða betur þennan óskapnað, sem Guðný hafði af elskusemi kallað vörtu. Sjitt! Hvað var ekki að gægjast fram? Auð- vitað! Menntaskólaballið var í kvöld og fremst á nefbroddinum var að brjótast fram í dagsljósið, eins og laukur á vori, bleik og bústin bóla! BÓLA! Hann fann hvernig örvæntingin greip hann heljartökum og hann kiknaði í hnjánum. Hann vissi af bit- urri reynslu hvernig þróunin yrði. Ófétið myndi dafna og fitna á ör- skömmum tíma eins og púkinn á fjós- bitanum hjá Sæmundi forðum. Og HUN hafði sama sem boðið honum upp! Hann yrði félegur dansherra með fjandans bóluna trónandi þama fremst á nefinu eins og misheppnað stafnlíkneski á aflóga seglskipi. Nonni stundi þunglega og horfði á spegilmynd sína. Þvílíkur lúser! Úr bókinni Heljarstökk afturábak. Guðmundur Ólafsson GUÐJÓN Stefán Ketilsson við eitt verka sinna. Fjölþætt dagskrá í Listasafni Arnesinga í LISTASAFNI Árnesinga verður opnuð sýning á höggmyndum Guðjóns Stefáns Ketilssonar og Adesign-hópurinn kynnir nýjung í sölu handverks gegnum Netið, laugardaginn 31. október kl. 14. Þá munu afkomendur Vatns- enda-Rósu kveða rímur og sýnendur og aðstandendur þeirra spila þjóðlög. Guðjón Stefán Ketiisson lærði höggmyndagerð hjá steinaristan- um Gerhard Köning. Guðjón er skrúðgarðyrkjumaður og hleður mikið úr torfí og gijóti. A Víði- staðatúni í Hafnarfirði er tréverk eftir Guðjón. Adesign-hópurinn, Ásdís Birg- isdóttir, Katrín Andrésdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, halda kynningu og sýningu á efri hæð safnsins á vörum net-sölu- hópsins Adesign. Þær hafa feng- ið til samstarfs marga af bestu handverksmönnum landsins, seg- ir í fréttatilkynningu, og verða verk þeirra kynnt á sýningunni. Listasafn Árnesinga er opið alla daga, nema mánudagas, kl. 14-17. ErkiTíð hyllir Atla Heimi og Þorkel V etrarmenning í Snæfellsbæ Lesið úr verkum Jóhanns Jónssonar Á VEGUM Lista- og menning- arnefndar Snæfellsbæjar verð- ur dagskrá um Jóhann Jónsson skáld frá Ólafsvík, sunnudaginn 1. nóvember kl. 15.30 í félags- heimilinu Klifi í Ólafs- vík. Dagskráin nefnist Jó- hann Jónsson skáld - Ólafs- vík og hafið og verður upplestur úr æskuverkum Jóhanns. Það eru þau Egill Þórðarson, Sveinn Elínbergs- son, Jenný Guðmundsdóttir og Friðrik J. Hjartarson. Umsjón með dagskránni hefur Egill Þórðarson. Nemendur úr Tón- listarskóla Ólafsvíkur, Snæfells- bæ, flytja tónlistaratriði. Jóhann fæddist í Staðarstað í Staðarsveit árið 1896 en fluttist ungur til Ólafsvíkur. Foreldrar hans voru Steinunn Kristjáns- dóttir ættuð frá Skógarnesi í Miklaholtshreppi og Jón Þor- steinsson. Jóhann fór til Þýska- lands haustið 1921 og las bók- menntir við háskólann í Leipzig og Berlín fjóra vetur, en hafðist lengi við á heilsuhælum veikur af tæringu. Jóhann þýddi nokkrar af skáldsögum Gunn- ars Gunnarssonar úr dönsku á þýzka tungu. Hann orti mikið í skóla, og kvæði hans Söknuður, sem birtist í tímaritinu Vöku ár- ið 1928, gerði hann þjóðkunnan löngu áður en ljóðum hans var safnað til bóka. Eftir Jóhann liggur bókin Kvæði og ritgerðir sem Halldór Laxness gaf út og ritaði formála að árið 1952. M.a. ritar Halldór Laxness grein um Jóhann í rit- inu Af skáldum árið 1972 og í grein Jóhanns Hjálmarssonar, Islenzkri nútímaljóðlist árið 1971, Fyrstu nútímaljóðin, fjall- ar hann um nafna sinn Jónsson. TÓNLISTARHÁTÍÐIN ErkiTíð 1998 verður haldin um helgina í Tjarnarbíói, hefst á morgun ki. 16.00 og lýkur á margmiðlunartónleikum sunnudagskvöld. Á hátíðinni verða m.a. frumflutt sjö ný íslensk verk eftir helstu raftón- skáld Islands en efn- iskráin er byggð upp af verkum sem bæði eni flutt af bandi, myndbandi og með flytjendum. Kjartan Ólafsson tónskáld var frum- kvöðull að ErkiTíð á sínum tíma og annast um hana enn. Hann segir að hátíðin hafi upphaflega verið haldin í tilefni lýð- veldishátíðar 1994 og annað hvert ár upp frá því. Árið 1994 voru fluttar á hátíð- inni allar helstu raf- og tölvutónsmíðar ís- lenskra tónskálda frá upphafi. Heiðurstón- skáld hátíðarinnar þá var einn af frum- kvöðlum raftónlistar á Islandi, Magnús Blöndal Jóhannsson. ErkiTíð 1996 var tál- einkuð ungum flytj- endum og var hátíðin haldin í samvinnu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á þeirri hátíð fluttu ungir hljóðfæraleikarar samtímatónlist und- ir leiðsögn kennara og í samstarfi við CAPUT-hópinn. CAPUT-hópurinn sér um hljóðfæraslátt á ErkiTíð 1998. „í ár beinist athyglin að tveimur af okkar fremstu tónskáldum; Atla Heimi Sveinssyni og Þorkeli Sigur- björnssyni. Þeir eiga það sameigin- legt að vera meðal upphafsmanna raftónlistar á íslandi og báðir urðu þeir sextugir á árinu,“ segir Kjartan, en aðrir sem eiga verk á hátíðinni eru Atli Ingólfsson, Finnbogi Pét- ursson, Hilmar Þórðarson, Kjartan Ólafsson, Lárus H. Grímsson, Rík- harður H. Friðriksson og Sveinn Lúðvík Björnsson. Stef hátíðarinnar er tvílist að sögn Kjartans og nefnir að á sunnudags- kvöld verði haidin sýning á mynd- bandsverkum. Þar eigi þeir verk Þorkell og Atli Heimir, en einnig Finnbogi Pétursson myndlistarmað- ur, sem er með vídeó-verk og tónlist eftir sjálfan sig við, og Kjartan, sem er með samantekt sína Þrír heimar í einum og sýnir vídeó-verk við sem hann gerði sjálfur. Einnig verður sýnt myndband eftir ungt listafólk sem það gerði við verk Magnúsar Blöndal Jóhannssonar, sem er eitt elsta raftónlistarverk íslendinga. „Tímaperspektíf ‘ á Atla Heiini og Þorkel Kjartan segir að þeir Atli Heimir og Þorkell hafi komið inn í íslenskt tónlistarlíf á sjöunda áratugnum af miklum krafti og fullt af nýjungum með sér. Dæmi um tónsmíðar þeirra á þessum tíma verða flutt á hátíðinni í bland við ný verk eftir þá þar sem þeir beita rafeindatækni og hefð- bundum hljóðfærum, „þannig að við fáum tímaperspektíf á þá“. Eins og fram kemur er ErkiTíð haldin nú meðai annars til að hylla þá Atla Heimi og Þorkel, enda séu þeir ásamt Magnúsi Blöndal Jóhannssyni meðal helstu braut- ryðjenda á þessu sviði. Einnig verða verk yngri manna flutt á hátíðinni; verk eftir Atla Sigurðsson, Lárus Grímsson og Svein Lúðvík Björns- son. Kjartan segir að yngri tónskáldin séu hálfgildings nemend- ur þeirra Atla Heimis og Þorkels, „áður en við gerðum okkar uppreisn". Kjartan segir að þótt raftónlist sé í dag metin eins og hver önnur tónhst eigi sérstök hátíð henni helguð vissu- lega rétt á sér, líkt og hátíð með barokktón- list eða kórtónlist. „Þessi hátíð hefur reyndar sprengt utan af sér alla ramma sem ég gerði ráð fyr- ir í upphafi og það fer ekki á milli mála að áhuginn á svona tón- list er er mjög mikill og víðtækur, enda eru raftónar orðnir hluti af umhverfi okkar hvar sem við erum, í hvaða tónlist sem er.“ Kjartan hefur áður haft erlenda gesti á ErkiTíð en segir að enginn slíkur sé á ferð núna, mönnum hafi þótt rétt að beina sjónum að Atla Heimi og Þorkeli. „Þótt þeir hafi aldrei talið sig vera neina frum- kvöðla raftónlistar þá eru þeir það, hvort sem þeim líkar betur eða verr, og það er ástæða til að heiðra þá.“ Sjö ný verk verða frumflutt á há- tíðinni, þar af fimm sem ErkiTíð pantar. Sent verður út beint frá tón- leikum á hátíðinni á sunnudag, en tónleikarnir verða allir hljóðritaðir af Ríkisútvarpinu með útsendingu síðar og hugsanlega útgáfu í huga. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Dagskrá til heiðurs Þor- steini Valdi- marssyni STARFSFÓLK Stýrimannaskólans í Reykjavík ætlar, með stuðningi velunnara, að minnast Þorsteins Valdimarssonar, skálds og kennara við skólann, á morgun, laugardag, kl. 14 í hátíðarsal Sjómannaskól- ans. Þorsteinn var kennari við skólann til margra ára og lést í ágúst 1977. Hann hefði orðið áttræður 31. október hefði honum enst ald- ur til. Erindi um skáldið flytur Eysteinn Þorvaldsson prófessor. Sigríður Ella Magnús- dóttir og Ólafur Vignir Albertsson flytja lög úr söngleiknum Carmen, flutt verða lög eftir skáldið, Gunnar Stefánsson les úr ljóðum skáldsins og Kári Valvesson flytur erindið Kennarinn Þorsteinn Valdimarsson. Þorsteinn var mikill náttúruunn- andi og birtist það glögglega í mörgum af ljóðum hans, segir í fréttatilkynningu. Hann var einn af frumkvöðlum limrunnar á íslensku. Þorsteinn þýddi einnig talsvert og má þar nefna texta við söngleikinn Carmen sem sýndur var í Þjóðleik- húsinu árið 1975. Þorsteinn var einnig tónlistarmenntaður og samdi tónlist. Nú fyrir jólin er væntanleg bók um Þorstein Valdimarsson hjá Há- skólaútgáfunni. --------------- Hádegistónleikar í Dómkirkjunni ORGELTÓNLEIKAR verða í Dómkirkjunni í hádeginu laugar- daginn 31. október. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti leikur verk eftir J.S. Bach, F. Mendels- sohn, C. Franck, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Jóhann Jónsson Morgunblaðið/Golli Á ERKITÍÐ ’98 verða þeir Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson heiðraðir fyrir brautryðjandastörf sín í ís- lenskri raftónlist. Þorsteinn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.