Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
A
Fjallað um list Sigríðar Asgeirsdóttur
í bandarísku riti um glerlistamenn
Búist aðeins við
hinu óvænta
FJALLAÐ er um Sigríði
Asgeirsdóttur glerlista-
mann í bók, sem kom út
fyrr á þessu ári í
Bandaríkjunum og ber
nafnið „List hins
steinda glers: Verk 21
glerlistamanns í
fre_mstu röð“.
I umsögn bókarinnar
um Sigríði, sem um
þessar mundir er að
vinna glugga í Lang-
holtskirkju, segir að
hún brjóti reglurnar.
„Þessi frumlegi íslenski
glerlistamaður býður
birginn þeirri hefð, sem
þegar allt kemur til alls
sker glerið úr: gagnsæ- j
inu,“ segir Chris Peter-
son, höfundur bókar-
innar. „Hún notar
dökkleitt gler og dökka
liti til að beina athyglinni
að hönnuninni, staðsetn-
ingu verkanna og
samspili skugga og SKÖPUNIN eftir Sig-
ljóss á brúnum og yf- ríði Ásgeirsdóttur.
irborði þeirra.“
I umsögninni segir að löngum
hafí verið spenna í glerlist Sig-
ríðar og nýleg sýningarverk
hennar grafí undan öllum þeim
hugmyndum, sem áhorfandinn
kunni að hafa um gler. Hún hafi
búið sér til tungumál úr hvössum
hornum og ofsafengnum máln-
ingarslettum. Hún leggi grunn
að öldungis nýrri leið til að skoða
efnið með því að nota endurtekn-
ingu og stilla glerverk-
unum upp hlið við hlið.
„Listgagnrýnendur
og starfssystkini henn-
ar hafa bent á að þessi
dramatík andstæðna
og voldugrar fram-
setningar sé endur-
varp hrjóstrugrar
náttúru og fegurðar
föðurlands SigiTðar,"
skrifar Peterson. „Sú
túlkun gerir hins veg-
ar lítið úr frumleika
innblásturs hennar og
sköpunargleði. Hún
laðaðist fyrst að gleri
vegna mótsagna þess -
spennunnar milli þess
hvað efnið er við-
kvæmt og kraftmikið."
Sigríður segir nokk-
ur orð um þá tækni,
sem hún beitir, í bók-
inni. Tekur hún þar
fram að hún hafi hlotið
góða tilsögn og því hafi
hún ætíð í huga kröf-
ur um tæknileg atriði
og uppbyggingu, en í
verkum sínum leiki hún sér að
þeim.
í bókinni er fjallað um gler-
listamenn frá öllum heimshorn-
um, þar á meðal Lutz Haufschild,
Rachel Mesrahi, Kuni Kajiwara,
David Wilson, Larry Zgoda,
Shelley Jurs, Kenneth von
Roenn, Carl Powell, Marie
Foucault, Debora Coombs, Lindu
Lichtman og Patrick Reyntiens.
Erfið staða í
kennaradeilu á
Seltjarnarnesi
NÆSTI samningafundur kennara í
Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla á
Seltjarnarnesi og bæjaryfii’valda
hefur ekki verið ákveðinn, en 30
kennarar hafa sagt upp störfum frá
og með 1. febrúar. Að sögn Sigur-
geirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á
Seltjarnarnesi, var kennurum boðin
hækkun á launum, sem jafnast á við
9-13% hækkun á grunnlaunum eða
hækkun, sem svarar mest 18 þús-
und krónum. „Þessu tilboði höfnuðu
kennarar og við erum mjög skúffuð
yfir því vegna þess að við héldum
okkur vera á réttri leið,“ sagði Sig-
urgeir. Aðspurður hvort bæjar-
stjóm myndi koma ennfrekar til
móts við kennara og bjóða hærri yf-
irborganir sagði Sigurgeir að það
sem gerði samningaviðræður við
kennarana erfiðar væri heildar-
myndin á launakjörum starfsmanna
sveitarfélagsins. Kennarar væra
einungis hluti starfsmanna, þriðj-
ungur eða fjórðungur, og líka þyrfti
að hugsa um þá sem á eftir kæmu
með kröfur um launahækkanir þar
sem launahækkanir kennaranna
hefðu fordæmisgildi. Sigurgeir
sagðist vona að launadeilan leystist
fljótt því hún bitnaði einna helst á
nemendum skólans.
Dregur sögulegan
rétt til veiða í efa
„SKAGSTRENDINGAR eiga ekki
sögulegan rétt til skelfiskveiða við
Hornstrandir, eins og Gunnar Þór
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Norðurstrandar, heldur fram,“ segir
Viggó J. Einarsson á Hofsósi, en
hann hefur stundað tilraunaveiðar á
skelfiski undan Hornströndum.
„Sannleikurinn er sá að aðkomubátar
hafa stundað mestai- veiðar á þessum
slóðum og Skagstrendingar nánast
engar.“ Viggó ítrekar þau ummæli
sín að atvinna á Hofsósi standi eða
falli með skelveiðunum. Atvinnuá-
stand sé með allt öðram og betri
hætti á Skagaströnd, m.a. vegna þess
að þar eigi menn nógan kvóta.
Viggó ber lof á Hafrannsókna-
stofnun og segist hafa átt gott sam-
starf við hana. „Hafrannsóknastofn-
un hefur allar upplýsingar um til-
raunaveiðarnar sem ég stundaði og
þær staðfesta að þetta eru ný mið
sem ég fann fyi-ir vestan,“ segir
Viggó. „Þegar Hafró fór með upplýs-
ingarnar frá mér og mældi svæðið
ráðlögðu þeir veiðar á 500 tonnum af
skelfiski, eftir að ég var búinn að
taka á fjórða hundrað tonn. Þegar
menn uppgötvuðu um hversu mikið
magn er að ræða, vildu allir gripa
gæsina.“
Harpa
vann
Eriksson
ÚRSLIT í þriðju umferð á
heimsmeistaramóti barna og
unglinga, sem haldið er í
Oropesa del Mar á Spáni urðu
þessi:
Einar Hjalti Jensson -
Andras Toth (Ungverjalandi,
2330) V2-V2, Stefán Kristjáns-
son - Michael Roiz (Israel,
2355) 1-0, Halldór B. Halldórs-
son - A. Amidzic (Bosn.-Herz.)
V2-V2, C. Mursabekov (Kaz-
akstan) - Dagur Arngrímsson
0-1, Guðmundur Kjartansson -
M. Tazbir (Póllandi) V2-V2,
Harpa Ingólfsdóttir - S. Erics-
son (Svíþjóð) 1-0, AJdís Rún
Lárusdóttir - V. Breen (Sví-
þjóð) 0-1 og Ingibjörg Edda
Birgisdóttir - L. Krumina
(Lettlandi) 0-1.
Eftir þrjár umferðir er vinn-
ingafjöldi Islendinganna þessi:
Einar Hjalti Jensson I/2 v.,
Stefán KiTstjánsson 2% v.,
Halldór B. Halldórsson Vz v.,
Dagur Arngrímsson 2 v., Guð-
mundur Kjartansson IV2 v.,
Harpa Ingólfsdóttir 1 v., Aldís
Rún Lárusdóttir 0 v. og Ingi-
björg Edda Birgisdóttir 0 v.
í fjórðu umferð tefla saman:
Petar Benkovic (Júgóslavía,
2310) - Einar Hjalti Jensson,
Joan Fluvia Poyatos (Spánn,
2295) - Stefán Kristjánsson,
Abdulla Abdulrahman (Sam.
arab. furstad.) - Halldór B.
Halldórsson, Dagur Ai-ngiTms-
son - Dewald Niemandt
(RSA), Paula Delai (Brasilía) -
Harpa Ingólfsdóttir og Maya-
gozel Gurbanova (Tui'kmenist-
an) - Ingibjörg E. Birgisdóttir.
Aldís Rún Lárusdóttir situr
hjá í 4. umferð.
Náttúruverndarsamtök skora á borgarstjórn
Náttúruverndarsamtök, úti-
vistarfélög og listafólk stóðu
fyrir ljóðaupplestri við Ráðhús
Reykjavíkur í gær. Anna Krist-
ín Arngrímsdóttir leikkona las
ljóð í um hálfa klukkustund og
að því loknu var Árna Þór Sig-
urðssyni, aðstoðarmanni borg-
arstjóra, afhent áskorun þar
sem skorað er á borgarstjórn
að beita sér fyrir því að Lands-
virkjun framfylgi ábyrgri
stefnu í náttúruverndarmálum.
Reykjavíkurborg á 45% eign-
arhlut í Landsvirkjun og af því
Abyrg
stefna í
málefnum
hálendisins
tilefni er skorað á fulltrúa
borgarinnar í sljórn Lands-
virkjunar, að þeir sjái að lág-
marki til þess að fram fari lög-
formlegt mat á umhverfisáhrif-
um Fljótsdalsvirkjunar.
Árni Þór þakkaði fyrir áskor-
unina við afhendinguna og
sagðist mundu koma henni til
borgarstjóra, sem væri erlendis
um þessar mundir. „Ég á von á
því að borgarstjóri muni ræða
við fulltrúa borgarinnar í stjórn
Landsvirkjunar um framhald
málsins og afstöðu borgarinnar.
Á þessu stigi get ég hins vegar
ekkert sagt um viðbrögð borg-
arinnar við áskoruninni," sagði
Árni Þór.
Morgunblaðið/Ásdís
ANNA Kristín Arngrímsdóttir leikkona las ljóð við Ráðhús Reykjavíkur í gær til varnar miðhálendi íslands.
Að lestrinum loknum var Árna Þór Sigurðssyni, aðstoðarmanni borgarstjóra, afhent áskorun þar sem skor-
að er á borgina að beita sér fyrir því að Landsvirkjun framfylgi ábyrgri stefnu í náttúruverndarmálum.
Aflaverð-
mæti 80
milljónir
TOGARARNIR Baldvin Þor-
steinsson og Sléttbakur öfl-
uðu vel í síðustu veiðiferðum
sínum en Baldvin kom til
hafnar í gær og Sléttbakur
fyrr í vikunni.
Baldvin Þorsteinsson EA
kom til hafnar í gærmorgun
eftir 40 daga túr í grænlensku
lögsöguna. Skipið var þar á
karfaveiðum og er afli skips-
ins um 255 tonn af frystum af-
urðum, eða rám 1.000 tonn
upp úr sjó og er aflaverðmæt-
ið nálægt 80 milljónum króna.
Sléttbakur EÁ kom einnig
úr góðum 30 daga túr í vik-
unni af heimamiðum. Aflinn
var tæp 190 tonn af blönduð-
um afla, eða um 350 tonn upp
úr sjó og var uppistaðan
þorskflök og heilfryst grálúða.
Aflaverðmæti Sléttbaks var
um 57 milljónir króna.
Opið hús Prímu
og Heimsklúbbs
Ingólfs
HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og
ferðaskrifstofan Príma hafa stækk-
að og endurhannað húsnæði sitt í
Austurstræti 17. Af því tilefni verð-
ur opið hús á morgun, laugardag,
milli kl. 14 og 16 þar sem m.a. verð-
ur kynnt nýja félagsdeildin Edda,
sem sér um sérþjónustu við ýmsa
hópa og einstaklinga.
Fulltráum Heimsklúbbsins, sem
taka á móti farþegum fjölgar jafnt
og þétt um heiminn, samkvæmt því
sem segir í fréttatilkynningu frá
Heimsklúbbi Ingólfs. Einnig segir
að nýlega hafi Adda Steina Bjöms-
dóttir verið ráðin til að annast far-
þega í Malasíu, en hún er búsett í
Kuala Lumpur ásamt manni sínum
Þóri Guðmundssyni fyri'verandi
fréttamanni. Þegar séu m.a. starf-
andi fulltráarnir Sigrán Cline, sem
býr í Flórída og annast farþega
Heimsklúbbsins, sem fara í sigling-
ar og dvelja í Flórída eða á eyjum
Karíbahafs, Sigrán Sveinsson, sem
tekur á móti farþegum á Bali og
Miss Nui í Tælandi.
Á opnu húsi verður veittur af-
sláttur af öllum pöntunum í skipu-
lagðar ferðir, sem gestir staðfesta
á opnunardaginn.
----------------
Fjórar hljóm-
sveitir á for-
varnatónleikum
STUÐ gegn vímu er slagorð for-
varnatónleika sem haldnir verða á
morgun milli klukkan 14 og 18 í
Miðgarði í Skagafirði. Tónleikarnir
eru ætlaðir nemendum í sjöunda til
tíunda bekk nokkuira grunnskóla
á Norðurlandi.
Fjórar hljómsveitir koma fram á
tónleikunum, Skítamórall, Sóldögg,
Súrefni og Real Flavez og á milli
þess sem skipt verður um hljóm-
sveitir verða skemmtiatriði frá
tveimur skólanna og happdrætti.
Gefinn hefur verið út litprentaður
bæklingur sem sendur hefur verið
nemendum í þessum árgöngum en
þar er að finna ávarpsorð frá for-
seta íslands, menntamálaráðherra,
heilbrigðisráðherra og vígslubisk-
upi Hólastiftis ásamt fleirum.
Yfirskrift tónleikanna er Ungt
fólk í Evrópu - íslensk æska gegn
vímu ásamt slagorðinu stuð gegn
vímu og er með því bent á að hægt
er að skemmta sér án efna og að
með vímuefnalausri skemmtun eigi
að vera hægt að draga úr notkun
vímuefna í þessum aldurshópum.