Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Sjávarútvegsráðuneytið svarar umsókn Jóns Kristjánssonar um rannsóknaleyfi
Lít á svarið sem synjun
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur svarað umsókn Jóns Kristjáns-
sonar, fískifræðings, um heimild til
fískifræðilegra rannsókna við ísland.
Jón segist ekki geta stundað rann-
sóknir eftir þeim skilyrðum sem sett
eru í svarinu og telur að með því hafi
ráðuneytið í raun sett sér stólinn fyr-
ir dyrnai’.
Jón sótti um leyfi til sjávarútvegs-
ráðuneytisins fyrr í sumar til að
rannsaka hvort þorskur á Vestfjarða-
miðum væri af mörgum staðbundn-
um stofnum. I svari ráðuneytisins,
sem barst í síðustu viku, kemur fram
að Hafrannsóknastofnunin telur að
gagnagrunnur sem til er á stofnun-
inni sé mun líklegri til að veita þær
upplýsingar sem óskað sé eftir
í rannsókninni en rannsókn Jóns.
I svarinu segir ennfremur að telji
Jón ástæðu til að afla gagna sem ekki
liggi fyrir á Hafrannsóknastofnun
geti ráðuneytið fallist á að veita hon-
um leyfi tH sjálfstæðra rannsókna.
Leyfið þurfi hins vegar að vera háð
þeim skilyrðum að eftirlitsmaður
verði um borð í skipi, sé talin nauð-
syn á að nota veiðarfæri með minni
möskvastærð en almennt er heimilað
að nota eða taka sýni á svæðum þar
sem veiðar eru bannaðar. Ennfremur
að Hafrannsóknastofnunin fái ná-
kvæmar upplýsingar um niðurstöður
rannsókna þegar þær liggja fyrir.
Hafnar beiðni um rannsókna-
veiðar utan kvóta
Sjávarútvegsráðuneytið hafnar
hins vegar beiðni Jóns um að sá fisk-
ur sem fæst við öflun nýrra gagna
reiknist ekki til aflaheimilda þess
skips sem hann veiðir. I svarinu segh-
að í þeim tilvikum þar sem öflun sýna
leiðir til slikra skemmda á fiski verði
hann ekki hæfur til vinnslu, geti
ráðuneytið fallist á að fiskurinn drag-
ist ekki frá veiðiheimildum skipsins,
enda yi’ði um óverulegt magn að
ræða. Þá segir einnig í svarinu að
ráðuneytinu sé Ijóst að sá tími sem
Jón hugðist stunda rannsóknir sínar
sé liðinn í ár en ýmsar ástæður hafi
valdið því að mjög hafi dregist að
svara umsókn hans.
Er í rauninni synjun
Jón Kristjánsson segist ekki í að-
stöðu til að fara eftir þeim skilyrðum
sem sett eru í svarinu og því líti hann
þannig á að ráðuneytið sé í raun að
synja honum um rannsóknaleyfið.
„Ég get ekki kostað eftirlitsmann frá
Hafrannsóknastofnun né veitt sýni
án þess að aflinn sé undanþeginn
kvóta. Ég get ekki farið fram á við
nokkum mann að fá að vinna að vís-
indarannsóknum í hans vinnutíma.“
Jón segist líta þannig á að Haf-
rannsóknastofnun hafi ekki áhuga á
auknum fiskirannsóknum við Island.
„I framhaldinu má þá spyi’ja í hvaða
stöðu stofnunin er þegar hún sækir
um auknar fjárveitingar til meh'i
rannsókna. Þeir telja gi'einilega að í
gagnabanka stofnunarinnar séu til
gögn um þá þætti sem ég vildi
skoða.“
Hann segist ekki hafa ákveðið
hvert næsta skref hans verður.
Þróunin heldur áfram.
Nú er mbl.is enn fjölbreyttari
og ríkari að innihaldi. Á hverri
stundu er ailtaf eitthvað nýtt að
gerast á mörgum sviðum og það
sérðu á mbl.is. Hraði, fjölbreytni,
vandað efni.
Komdu á mbl.is og upplifðu
augnablikið á Netinu.
mbl.is
FRÉTTIR Innlent • Erlent • Athafnalíf • Tölvur og tækni • Veður og færð
FflSTtlBNIR Eignaleit • Fasteignafréttir • Handbókin • Lánareiknir • Fasteignasalar • Gagnlegar slóðir
, Iþróttafréttir • Meistaradeild kvenna • Landsslmadeildin • Enski boltinn • Handbolti
DÆGRADVÖL Dilbert • Stjðrnuspá • Fréttagetraun • Leikir
SÉRVEFIR Svipmyndir vikunnar • Laxness • HM '98 • Kosningar '98
UPPLÝSINGAR Morgunblaðið • Auglýsingar • Aðsent efni • Samskipti • Blaðberinn
-ALLTA.f= ei7~rH\SA£} /VK/ /
Loðnuveiðar
Lítil veiði
vegna
brælu
„ÞAÐ ERU flestir með bræluslatta,
enda enginn kraftur verið í veiðun-
um síðustu daga vegna veðurs,"
sagði Sveinn ísaksson, skipstjóri á
Víkingi AK, í samtali við Morgun-
blaðið í gær en skipið var þá á land-
leið með um 700 tonn af loðnu. Eng-
in loðnuveiði var á miðunum norð-
austur af Langanesi í fyrrinótt og
voru flest loðnuskipin á landleið í
gær, með frá 200 og upp í 700 tonna
afla. Skipin fengu aflann aðfaranótt
miðvikudags, yfirleitt aðeins um 50
til 70 tonn í kasti. „Loðnan er ill-
veiðanleg þessa dagana. Við fengum
eitt 200 tonna kast en annars voru
þetta bara smá slattar. Það virðist
ekki vera mikið af loðnu á svæðinu
og hún er auk þess mjög dreifð hér
og hvar í Langaneskantinum. Ofan í
allt saman hefur verið mikil ótíð síð-
ustu daga og það er erfitt að eiga
við þetta í brælum.“
Loðnan týnd norðvestur
af Kolbeinsey
Sveinn sagði nokkur skip nú hafa
fikrað sig vestur á bóginn í leit að
loðnu. „Vonandi förum við að finna
stóru torfuna og þykjumst nokkuð
vissir um að hún sé týnd einhvers-
staðar norðvestur af Kolbeinsey.
Þar sýndi hún sig um miðjan nóv-
ember í fyrra,“ sagði Sveinn.
Hvorki gengur né rekur í síldveið-
unum. Flest skipin voru í gær í Hér-
aðsflóadýpi en þar var lítið sem ekk-
ert að sjá af sfld að sögn skipstjórn-
armanna. Mjög dræm síldveiði hef-
ur verið síðustu vikurnar og hafa
skipin nú dreifst nokkuð við leit.
--------------------
Kælitækni
Samstarf
við norsk
fyrirtæki
KÆLITÆKNI hefur tekið upp sam-
starf við norska fyrirtækið Finsam
Refrigeration AS um kynningu á
Flo-Ice krapaísvélum sem eru sam-
settar efth' forskrift frá Kælitækni,
að því er kemur fram í fréttatilkynn-
ingu. Finsam hefur m.a. þróað eigin
aðferð við að blanda saman
ferskvatnsís og vatni í ferskvatns-
krapa, sem hægt er að dæla sjálf-
virkt. Verksmiðjur Finsam Refriger-
ation AS eru þær stærstu sinnar teg-
undar í Noregi.
Þá hefur einnig verið hafið sam-
starf við norska fyrirtækið
Teknotherm AS, sem sérhæfir sig í
RSW-kerfum og kæli- og frystikerf-
um fyrir fiski- og vöruflutningaskip.
Teknotherm leitast sérstaklega við
að finna heildarlausnir á kælingu og
frystingu í fiski- og vöruflutninga-
skipum.