Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 50
*' 50 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
: . ' ■ ■" ' RAGAUG L V S I I IM G A DC
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
J
|S| Fiæðslumiðstöð
l|l Reytgavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Selásskóli, sími 567 2600
Kennari í almenna kennslu í 4. bekk v/forfalla,
2/3 staða
Stuðningsfulltrúi, 50% starf, fyrir hádegi
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri skólanna.
Þessar auglýsingar, sem og annan fróðleik,
er að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíku r: www. reykj avi k. is/f mr.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Blaðbera
vantar á Snorrabraut.
^ Upplýsingar í síma 5691122.
Morgunbiaðið leggur áherslu á að færa lesendum sfnum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er f
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðbera
vantar í Laufbrekku og Auðbrekku.
| Upplýsingar í síma 5691122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er i
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
MENNTASTOFNUN ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA
Nám við Virginia
Commonwealth háskóla
Fulltrúi frá alþjóöaskrifstofu Virginia Comm-
onwealth háskólans í Bandaríkjunum, Sheldon
S. Gary, veröur á Fulbright stofnuninni föstu-
daginn 30. október kl. 13.00—16.00.
Allir, sem vilja kynna sér nám við þennan
háskóla, eru velkomnir.
Fulbright — Menntastofnun (slands og Bandarikjanna — var stofnsett
með samningi milli ríkisstjórna (slands og Bandaríkjanna árið 1957.
Stofnunin starfar með fjárveitingum beggja samningsaðila.
Stofnunin styrkir íslendinga til náms og rannsóknastarfa i Bandaríkj-
unum og Bandaríkjamenn til náms og kennslu- og rannsóknastarfa
á íslandi. Stofnunin miðlar einnig upplýsingum um sérnám og fram-
haldsmenntun í Bandaríkjunum.
Skrifstofa stofnunarinnar er á Laugavegi 59, 3. hæð, simi 551 0860.
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAViK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Keilugrandi 1,
breyting á landnotkun
í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 samanber 17. og
18. gr. sömu laga, er hér meö auglýst til
kynningar tillaga að breyttu Aðalskipulagi
Reykjavíkur hvað varðar landnotkun
lóðarinnar Keilugrandi 1. í breytingunni felst
að blandað stofnana- og íbúðasvæði verður
að blönduðu stofnana- og athafnasvæði.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgar-
skipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 30.
okt. til 27. nóv.1998. Ábendingum og
athugasemdum vegna ofangreindrar kynn-
ingar skal skila skriflega til Borgarskipulags
Reykjavíkur, eigi síðar en 11. des. 1998.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
FÉLAGSSTARF
Tilkynning
um prófkjör sjálfstæðismanna
í Reykjaneskjördæmi
Prófkjör um skipan frambodslista Sjálfstæðisfiokksins við
næstu alþingiskosningar fer fram laugardaginn 14. nóvember.
Utankjörstaðakosning hefst í dag,
föstudaginn 30.október, í Valhöll
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn i Reykjaneskjör-
dæmi, sem þar eiga lögheimili og hafa náð 16 ára aldri prófkjörsdag-
inn. Einnig þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu
kosningarétt í kjördæminu við næstu alþingiskosningar og undirrita
stuðningsyfirlýsingu samhliða þátttöku í prófkjöri. Heimilt er að ganga
í Félag ungra sjálfstæðismanna til loka kjörfundar 14. nóvember
1998.
Eftirtaldir frambjóðendur eru f kjöri:
Árni R. Árnason, Heiðarhjalla 17, Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson, Austurgerði 9, Kópavogi.
Markús Möller, Fífumýri 8, Garðabæ.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Tjarnarbraut 7, Hafnarfirði.
Kristján Pálsson, Kjarrmóa 3, Reykjanesbæ.
Stefán Þ. Tómasson, Sævangi 23, Hafnarfirði.
Jón Gunnarsson, Fífuhjalla 21, Kópavogi.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Ásabraut 11, Sandgerði.
Árni M. Mathiesen, Lindarbergi 18, Hafnarfirði.
Helga Guðrún Jónasdóttir, Marbakkabraut 24, Kópavogi.
Sigríður Anna Þórðardóttir, Mosfelli, Mosfellsbæ.
Kjósa skal 6 frambjóðendur,
hvorki fleiri né færri
Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum upp í sex fyrir framan
nöfn frambjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi endanlega
á framboðslista.
Utankjörstaðakosning fer fram
á eftirtöldum stöðum:
4. nóv. kl. 17-19 í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1,3. hæð, Kópav-
ogi,
í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfirði,
í Nótastöðinni, Miðgarði 2, Grindavík,
7. nóv. kl. 14-16 í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Reykjanesbæ.
8. nóv. kl. 14-16 í Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavík og Reykjanesbæ.
10. nóv. kl. 17-19 í Hafnarfiröi.
13. nóv. kl. 17-19 í Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavik og Reykjanesbæ.
í Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavík og Reykjanesbæ.
í Valhöll, Háaleitisbraut 1, alla virka daga f rá 30. okt.—13. nóv.
1998 kl. 9.00-17.00.
Yfirkjörstjórn
Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.
NAUOUNGAR5ALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum
1, Selfossi, þriðjudaginn 3. nóvember 1998 kl. 10.00 á eftirfar-
andi eignum:
Eyrarvegur 22, Selfossi, 1. hæð, 0101, þingl. eig. Arnar Ö. Christensen,
gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, (slandsbanki
hf., höfuðst. 500, Ríkisútvarpið og sýslumaðurinn á Selfossi.
Hrauntjörn 4, Selfossi, þingl. eig. Ketill Leósson, gerðarbeiðandi
Sunnuiðn, sunnlenska iðnfélagið.
Neðristígur nr. 2 í landi Kárastaða, Þingvallahreppi, þingl. eig. Fanney
Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldskil sf. og íslandsbanki hf. höfuðst.
500.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
29. október 1998.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Mánagata 6A, 0201, e.h., (safirði, þingl. eig. Ólafur Ásberg Árnason,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild og Epsilon
ehf., (P '67 ehf.), mánudaginn 2. nóvember 1998 kl. 11.30.
Sólbakki, Flateyri, þingl. eig. Einar Oddur Kristjánsson, geröarbeiöend-
ur Eiríkur H. Sigurgeirsson og ísafjarðarbær, mánudaginn 2. nóvem-
ber 1998 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á (safirði,
29. október 1998.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
1, Isafirði, þriðjudaginn 3. nóvember 1998 kl. 14.00 á eftirfar-
andi eignum:
Hlíðarvegur 15, neðri hæð, ísafirði, þingl. eig. Einar Garðar Hjaltason
og Bergljót Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Hlíðarvegur7, 0102, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðarbæj-
ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna.
Sýslumaðurinn á (safirði,
29. október 1998.
KEIMIMSLA
STÝRIMANNASKÓLINN
REYKJAVÍK
Þorsteinn Valdimarsson
Laugardaginn 31. október kl. 14.00 verðursam-
koma í hátíðarsal Sjómannaskólanstil að
minnast þess að þann dag hefði Þorsteinn
Valdimarsson, skáld og kennari, orðið áttræður
hefði hann lifað.
Dagskrá:
1. Skáldið Þorsteinn Valdimarsson. Eysteinn
Þorvaldsson prófessor.
2. Söngur, lög úr Carmen og lög eftir skáldið.
SigríðurElla Magnúsdóttir, undirleikari:
Ólafur Vignir Albertsson.
3. Upplestur úr Ijóðum og limrum skáldsins.
Gunnar Stefánsson.
4. Kennarinn Þorsteinn Valdimarsson. Kári
Valvesson.
Allir eru velkomnir.
Stýrimannaskólinn í
Reykjavík og starfsfólk.
FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR
Rafeindavirkjar — rafeindavirkjar
Afmælishátíð
Sameiginleg hátíð Félags rafeindavirkja og
Meistarafélags rafeindavirkja verður haldin
í Kiwanishúsinu við Engjateig 11, laugar-
daginn 31. október nk. og stendur hátíðin
frá kl. 15.00-17.00.
Haldið er upp á 70 ára afmæli iðngreinarinnar
og 60 ára afmæli Félags íslenskra útvarps-
virkja, sem var sameiginlegt félag sveina og
meistara til margra ára.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og veit-
ingar.
Allir rafeindavirkjar og makar þeirra eru
bodnir velkomnir.
Aiiir rafeindavirkjar eru minntir á áhuga-
verða sýningu gamalla tækja í Útvarps-
húsinu á Vatnsenda sunnudaginn 1. nóv-
ember frá kl. 13.00—17.00
Aðalfundur Hestamanna-
félagsins Harðar
verður haldinn í Harðarbóli miðvikudags-
kvöldið 11. nóvember kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.