Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 68
TT\ Æ KOSTA með vaxta þrepum (^) BÚNADAUBANKINN www.bi.is fltayftitiMjifrUÞ -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÖSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Arthur Treacher’s tapaði 200 milljónum BANDARÍSKA fískréttakeðjan Arthur Treacher’s sem er að stór- um hluta í eigu íslenskra fjárfesta, tapaði 2,8 milljónum dollara á síð- asta rekstrarári eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna. Þar af nam rekstrartap 800 þúsund dollurum (56 m.kr.) en 2 milljónir dollara af heildartapinu (140 m.kr.) voru að stærstum hluta vegna af- skrifta. Til samanburðar nam tap félagsins 140 milljónum króna árið 1996. Að sögn Skúla Þorvaldssonar, hluthafa og varaformanns stjórnar, skýrist tapið aðallega af því að fé- laginu tókst ekki að auka söluna að því marki sem stefnt var að. Hann segist þess fullviss að íyrirtaekið eigi eftir að rétta úr kútnum og menn sjái mikla möguleika í sölu fiskrétta á bandarískum skyndi- bitamarkaði: „Við gerðum okkur grein fyrir því fyrr á árinu að samsetning matseðla keðjunnar var ekki til _þess fallin að auka sölu. Þar skorti llðallega fleiri smærri og ódýrari rétti. Því hefur nú verið kippt í lag með nýjum og breyttum matseðli sem tekinn var í notkun í byrjun október." ■ 200 milljóna/18 Ekki bund- in af smáa letrinu HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær karl og konu af kröfu * reykvísks fyi-irtækjasala um 5% söluþóknun vegna rit- fangaverslunar sem einka- fírma hans hafði milligöngu um að selja. Fólkið hafði selt ritfangaverslunina, sem er í Reykjavík, á 3.900.000 kr. auk vörulagers eða samtals 8.400.000 kr. Neðst á prent- uðu eyðublaði fyrirtækjasöl- unnar fyrir kaupsamninga stóð að sölulaun af seldum verðmætum væru 5%. Las ekki skilmálann Karlmaðurinn, sem skrifaði undir kaupsamninginn, kvaðst ,, ekki hafa lesið þennan skil- mála og ekkert hefði verið um hann rætt. I dómnum segir að aðilar kaupsamningsins hafí verið ólöglærðir og ekki notið aðstoðar lögmanns. Þess vegna hafí milligöngumannin- um borið að kynna þeim skýrt og greinilega hvernig hann hugðist reikna sér söluþókn- un. 5% söluþóknun væri ekki óeðlileg þegar seld verðmæti væru lítil en óhæfílega mikil þegar heildarsöluverð næmi 8.400.000 króna. Fólkið hafði þegar greitt 195.000 kr. auk virðisaukaskatts í söluþóknun og mat Hæstiréttur þá fjár- hæð ekki ósanngjarna. Voru þau því sýknuð af kröfum fyr- irtækjasalans og honum gert að greiða þeim 80.000 ki\ í málskostnað í héraði og fyrir t > Hæstarétti. Friðland fugla - og katta „NÚ má ég,“ hugsar kötturinn Ifldega ef hann hefur numið boðskapinn á skiltinu atarna og friðurinn úti fyrir fuglana þar sem friðlandið er aðeins þeirra milli 15. aprfl og 1. ágúst eins og skiltið segir. Enda kannski allt í lagi núna og flestir fuglarnir farnir úr Vatnsmýrinni í Reykjavík til hlýrri heimkynna eða í aðra bústaði þar sem kettir hræða þá ekki. --------------- Utvegsmenn vilja sjávar- útvegsskóla ÚTVEGSMENN hafa uppi hug- myndir um stofnun sjálfseignar- stofnunar sem hefði það hlutverk að mennta starfsfólk í sjávarútvegi. Nefnd sem fjallað hefur um mennta- stefnu LÍÚ segir uppbyggingu slíks skóla vel geta komið til greina á landsbyggðinni. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Kristjáns Ragnarssonar, for- manns Landssambands íslenskra út- vegsmanna, á aðalfundi samtakanna í gær. Sagði Kristján sérstaks átaks þörf í menntunarmálum sjávarút- vegsins: „Kemur þar til álita að sjó- mannaskólar og vélskólai' verði gerðir að sjálfseignarstofnun þar sem útgerðin bæri ábyrgð á rekstri skólans og ákvæði námsefni í sam- ráði við þá aðila sem að rekstri skól- ans kæmu. Slíkt fyrirkomulag mundi væntanlega leiða af sér aukinn metn- að og framfarir, líkt og átt hefur sér stað með Verslunarskóla Islands." BANDARÍSKT olíufélag hefur lýst áhuga á því að kanna hvort vís- bendingar séu í gögnum hjá Orkustofnun og víðar um hvort olíu sé að finna innan íslenskrar lögsögu. Fyrirtækið hyggst beita nýrri tækni við þessar rannsóknh- og finnist vísbendingar um olíu hefur það áhuga á að hefja olíuleit. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra segir að málið sé á algjöru byrjunarstigi. Hann segir þó ljóst að komi fram ein- hverjar vísbendingar í gögnunum sé hugsanlegt að fyrirtækið hefji nýtt leitarferli innan íslenskrar lögsögu.Erindi frá bandaríska iyrir- tækinu barst til viðskiptafulltrúa utanríkisráðuneytisins í New York fyrir nokkru. „Við höfum komið erindinu til iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins til skoðunar. Gerð verður úttekt þar á málinu og ákveðið hvað skuli gert í framhaldinu," sagði ráðherra.. Utanríkisráðherra kvaðst ekki geta upplýst hvaða fyrirtæki ætti hér hlut að máli. Það væri hins vegar afar jákvætt að fyrirtækið sýndi þessu áhuga. Ekki hafí fram til þessa verið taldar miklar líkur á því að olíu væri að finna hér við land. „Við hljótum hins vegar að fagna því að ef þeir sem best þekkja til eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að komast að því hvort olíu sé að finna innan íslenskrar lögsögu. Auð- vitað er það ljóst að ef farið er út í kostnaðarsama leit þýðir það að við- komandi aðili þarf að fá tryggingu fyrir því að geta haft tækifæri til að ná þeim kostnaði til baka,“ sagði ut- ani'íkisráðherra. Bandarískt olíufélag sendir erindi til stjórnvalda Vill kanna gögn um olíu við Island Morgunblaðið/Ásdís ■ Leggur til/35 Reitangruppen-keðj an kaupir 20% í Baugi hf. ALÞJÓÐLEG verslunarkeðja, Reitangruppen, hefur samið um kaup á 20% eignarhlut í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss. Seljendur bréfanna eru Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf. (FBA) og Kaupþing hf. Þar með fær Baugur aðgang að alþjóðlegu innkaupakerfi keðjunnar og hyggjast forráðamenn fyrirtækisins m.a. nýta þann aðgang til að opna leiðir fyrir sölu á íslenskum vörum erlendis. Þá hyggjast Baugur og Reitangruppen stofna sameiginlegt félag um verslunarrekstur erlendis snemma á næsta ári. Samhliða umræddum samningi hefur verið ákveð- ið að óska eftir skráningu Baugs á Verðbréfaþingi Islands á fyrri hluta næsta árs og að þá fari fram almenn sala hlutabréfa í félaginu. Með samningnum hefst náið_ samstarf Baugs og Reitangi'uppen og segir Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, að forráðamenn verslunar- keðjanna vænti mikils af þessu samstarfi. Samstarf í verslun erlendis „Við fögnum sölunni til Reitangruppen og hlökk- um til að eiga samstarf við keðjuna. Reyndar vor- um við með í ráðum varðandi söluna til Reitangruppen en Jóhannes Jónsson í Bónus og Odd Reitan, forstjóri keðjunnar, kynntust fyrir 5-6 árum og við höfum haldið sambandi við hann síðan. Við töldum nauðsynlegt fyrir framtíð Baugs að komast í öflugt samstarf við slíka keðju enda verða magninnkaup æ mikilvægari í smá- söluviðskiptum. Þessi samningur styrkir stöðu okkar verulega í þeim efnum. Baugur fær nú að- gang að öflugu alþjóðlegu innkaupakerfi Reitan- gruppen, sem færa mun fyrirtækinu lægi'a inn- kaupsverð á vörum, leiða til lægra vöruverðs til íslenskra neytenda og auka arðsemi Baugs,“ segir Jón Ásgeir. Baugur og Reitangruppen hyggjast jafnframt eiga samstarf við uppbyggingu nýrra verslana- sviða erlendis þai' sem sérhæfing og reynsla Baugs og stærð og styrkur Reitangruppen eru tal- in nýtast. Reitangi-uppen rekur 464 verslanir í tíu löndum Evrópu, þar af 341 á Norðurlöndum. Áætlað er að velta keðjunnar nemi um 140 milljörðum islenskra króna á þessu ári. Jón Ásgeir segir að verslunum keðjunnar svipi um margt til Bónusverslananna en þar sé þó meira vöruúrval, lengi'i afgreiðslutími og meiri þjónusta. ■ Stofna félag/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.