Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_________LISTIR______
Á réttri hillu
„ÞETTA er viðurkenning á minni vinnu og í
minum huga staðfesting á því að ég sé á
réttri leið sem danshöfundur - sé á réttri
hillu,“ segir Lára Stefánsdóttir, sem bar sig-
ur úr býtum í dansverkasamkeppni Islenska
dansflokksins i Borgarleikhúsinu síðastliðið
miðvikudagskvöld. Nefnist verk hennar
Minha Maria Bonita.
Lára er enginn nýgræðingur á sviði dans-
listar - hefur verið félagi í Islenska dans-
flokknum í átján ár og látið sífellt meira að
sér kveða sem danshöfundur í seinni tíð.
Segir hún þessa viðurkenningu munu hvetja
sig enn frekar til dáða. „Ég bý að reynslu,
bæði sem dansari, og líka þar sem ég hef
haft tækifæri til að kynnast og vinna með
fjölmörgum frábærum danshöfundum. Þá
hef ég unnið mikið í leikhúsi. Allt nýtist
þetta mér.“
Þótt nokkur verka Láru hafi verið dönsuð
opinberlega hefur hún ekki í annan tíma átt
verk á jafn stóru sviði. Segir hún þetta
ánægjulegan áfanga. „Það var frábær til-
flnning að sjá verk sitt flutt á Stóra sviði
Borgarleikhússins að viðstöddu ljölmenni.“
Þetta er í fyrsta sinn sem keppni af þessu
tagi er haldin hér á landi. Ber Lára lof á
framtakið. „Þetta var mikil hvatning fyrir
íslenska danshöfunda og við urðum margs
vísari um efniviðinn í landinu, því verkin
átta, sem þátt tóku í keppninni, voru ekki
aðeins fjölbreytt, heldur líka góð. Um það
held ég að fólk geti verið sammála, í það
minnsta átti dómnefndin í mestu vandræð-
um með að gera upp á milli verka. Þetta fór
eiginlega fram úr björtustu vonum.“
Vel staðið að keppninni
Segir Lára vel hafa verið staðið að keppn-
inni, til dæmis hafi dómnefndin ekki haft
hugmynd um hver átti hvaða verk fyrr en
eftir á. „Það er flókið mál að koma svona
keppni saman og það tókst í flesta staði
mjög vel.“
Eigi að síður fylgdi böggull skammrifl.
„Það var fullmikil spenna í kringum keppn-
ina sem er svo sem ekkert skrítið því orðinu
keppni fylgir yfírleitt spenna, auk þess sem
lítill tími var til stefnu. Fyrir vikið voru sam-
skipti danshöfundanna ekki eins mikil og
æskilegt hefði verið.“
Minha Maria Bonita er samið fyrir fjóra
dansara og kveðst Lára hafa haft ákveðið
fólk í huga við samninguna, Chad Adam
Bantner, Cameron Corbett, Katrínu Ingva-
dóttur og Katrínu Ágústu Johnson. Dönsuðu
þau verkið í keppninni. „í verkinu er ég að
vinna með orkuna í okkur, jafnvægisleitina,
auk þess sem ég velti fyrir mér orkuflæðinu
á milli manna, óháð kyni og útliti. Þegar
upp var staðið var þetta einföld lítil mynd af
einum degi á ströndinni, þar sem hver og
einn þráði sína einu Mariu Bonita, eða fögru
Maríu.“
Tónlistina sækir Lára annars vegar til
Brasilíu - þaðan er heiti verksins komið -
og hins vegar til Rimskij-Korsakovs, nánar
tiltekið í Randafluguna sem Rússibanarnir
flytja.
Hlusta varla á tónlist öðruvísi
en að búa til spor í huganum
Guðmundur Helgason hlaut önnur verð-
laun fyrir verkið Le Divine, sólóverk sem
hann dansaði sjálfur í keppninni í Borgar-
leikhúsinu á miðvikudagskvöld. Hann segir
að verðlaunin séu sér vissulega mikil viður-
kenning. „Annars fór ég inn í þessa keppni
fyrst og fremst með það í huga að semja
verk sem mig langaði til að gera. Ég fékk
góðar viðtökur hjá áhorfendum og var mjög
ánægður með það. Svo var allt annað bón-
us,“ segir hann.
Verkið Le Divine er spunnið út frá þrem-
ur óperuaríum, Quando m’en vo’ úr La
Boheme, Næturdrottningunni og La mamma
morta úr Andrea Chenier. Guðmundur
kveðst hafa unnið verkið einn með sjálfum
sér inni í stúdiöi, með tónlistina á og mynd-
bandstökuvél í gangi. „Músíkin kveikti hjá
mér einhveija karaktera en ein aðalhug-
myndin var að hafa svolítinn húmor með,
svo fólk gæti aðeins hlegið. Mér finnst það
alltaf mjög mikilvægt að snerta áhorfendur.
Þetta er svolítið leikrænt líka, ég er sjálfur
mest fyrir verk sem eru ekki bara spor.
Hreyfingarnar verða að segja eitthvað, það
verður að vera einhver saga á bak við þær,“
segir Guðmundur, sem sjálfur er dansari í
Islenska dansflokknum og kennir jafnframt
í Listdansskóla Islands.
Hann segist lengi hafa verið hriflnn af óp-
erum en þakkar það fyrst og fremst söng-
konunni Diddú að hann varð forfallinn óp-
eruaðdáandi. „Það var þegar ég var enn í
skóla og tók þátt í Rigoletto með íslensku
óperunni," segir hann.
Aðspurður um hvaða þýðingu verðlaunin
hafi fyrir hann kveðst hann vona að þau hafi
í för með sér að hann fái að semja meira.
„Ég hef mjög gaman af að semja og hlusta
varla á tónlist öðruvísi en að vera að búa til
einhver spor í huganum. Ég vildi gjarnan fá
tækifæri til að gera meira af því í framtíð-
inni.“
Spannar allan tilfinningaskalann
Sveinbjörg Þórhallsdóttir hlaut þriðju
verðlaun fyrir verk sitt, Vegir liggja til allra
átta, sem hún segir að fjalli um hvorki meira
né minna en lífið í heild sinni, allt frá fæð-
ingu til dauða. Verkið er flutt af fjórum
dönsurum. „Ég skyggnist inn í líf tveggja
heima. Annar þeirra er túlkaður af pari sem
er tákn fyrir hið jákvæða í lífinu, það sem
fer vel. Það sem ég vildi ná fram þar var
mikil gleði, ást og umhyggja. Hitt parið er
tákn fyrir hið neikvæða, það sem iniður fer.
Þar er ofboðslega mikil ergja og óréttlæti,
og mikil togstreita, og það endar illa,“ segir
hún og bætir við að einnig sé fjallað um
tengsl við aðra einstaklinga og þrýstinginn
frá þjóðfélaginu. „Svo endar þetta eiginlega
með því að það springa allir, okkar tími
kemur,“ segir Sveinbjörg og á við dauðann.
I heildina segir hún að verkið spanni allan
tilfinningaskalann eins og hann leggur sig.
Um búninga dansaranna sá Hildur Haf-
stein og Guðmundur Pétursson gítarleikari
samdi tónlistina, en þetta er að sögn Svein-
bjargar í fyrsta sinn sem hann semur tónlist
fyrir dans.
Sveinbjörg segir verðlaunin hafa mikla
þýðingu fyrir sig. „Það er fyrst og fremst al-
veg rosalega þroskandi og gott fyrir mann
sjálfan að takast á við þetta, ekki síst vegna
þess að dansheimurinn er svo lokaður heim-
ur. Ég kem ekki úr ballettheiminum sjálfum,
svo það er mjög þýðingarmikið fyrir mig að
fá að sýna hvað í mér býr. Það er alltaf gott
að geta látið aðra sjá hvað maður er að pæla
og vonandi getur það haft í för með sér
áframhaldandi samstarf. En það er eitthvað
sem tíminn verður að leiða í Ijós,“ segir
Sveinbjörg, sem kennir jazz- og móderndans
í stúdíóinu Verkstæðinu, sem hefur aðsetur í
Kramhúsinu. Meðfram því vinnur hún í
lausamennsku við að dansa og semja, en hún
hefur t.d. samið dansa fyrir sýninguna
Bugsy Malone. „Ég hef aldrei samið áður
fyrir dansflokk en það er náttúrulega
draumurinn."
Morgunblaðið/Golli
LÁRA Stefánsdóttir, Guðmundur Helgason og Sveinbjörg Þórhallsdóttir taka við verð-
launum sfnum úr hendi dómnefndarmannsins Stevens Sheriffs.
MYND EFTIR AGÚST Gl ÐMl NDSSON
rk mew m Jbf
er seíí1and^n <>’
að sja Dan -
tisk o9 m,',,1 eWr 519
lnPrð, rffinnWð
"Veilea
^ '4r
?■
GAT Bylgjan
# *
HASKOLABIO
Fjölbreytt dans-
höfundakeppni
LISTPANS
Borgarleikhús
DANSHÖFUNDAKEPPNI 98
Islenski dansflokkurinn. Keppendur:
Guðmundur Helgason, Jóhann Freyr
Björgvinsson, Lára Stefánsdóttir,
Margrét Gísladóttir, Nadia Banine,
Ólöf Ingólfsdóttir, Ragna Sara Jóns-
dóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Miðvikudagur 28. október.
FJÖLBREYTNI og dansgleði
einkenndi danshöfundakeppni Is-
lenska dansflokksins. Verkin átta
sem kepptu til verðlauna voru ólík
innbyrðis bæði að uppbyggingu og
dansstíl, enda áttu ólíkir danshöf-
undar hlut að máli. Flest verkanna
voru frekar hefðbundin og sneiddu
hjá listrænni áhættu. Það er vel við
hæfi að Islenski dansflokkurinn efni
til þessarar keppni á 25 ára afmæli
sínu og sýnir að þrátt fyrir allt býr
víða efniviður til danssköpunar. Von-
andi verður framhald á þessu hvort
sem efnt er til danshöfundakeppni,
sem vissulega er alltaf umdeilt þegar
listsköpun á í hlut, eða sérstakra
danshöfundakvölda þar sem ungir ís-
lenskir höfundar fá notið sín.
Örn Guðmundsson, formaður
dómnefndar sagði að val hennar
hefði verið erfitt sem er vissulega
skiljanlegt, en dómnefndin vissi ekki
um höfunda einstakra verka fyrr en í
lokin. Verðlaunaverk Láru Stefáns-
dóttur, Minha Maria Bonita bar ým-
is höfundareinkenni Láru. Verkið
reyndi á ólíka túlkun dansara þar
sem slegið var á ljóðræna, leikræna,
glettna og viðkvæma strengi. Margt
var mjög fallega útfært og dansspor-
in víða frumleg. Það kom ekki á
óvart að verk Láru yrði hlutskarpast
enda er hér á ferðinni reyndasti
danshöfundurinn í keppninni. En
einmitt vegna þess að hér er þrosk-
aður listamaður á ferð gerir maður
enn meiri kröfur og hefði verkið
mátt vera hnitmiðaðra í uppbygg-
ingu og útfærslu.
Guðmundur Helgason dansaði
sjálfur í sólóverki sínu Le Devine
sem var í öðru sæti. Það er samið út
frá óperutónlist og sprottið af vinnu
hans í íslensku óperunni og aðdáun
á söngvurum á borð við Diddú, eins
og sagði í efnisskrá. Verkið var mjög
leikrænt í framsetningu en helst til
sundurlaust í uppbyggingu. Guð-
mundur lagði upp með glettni,
dramatík og klunnalegar hreyfingar,
sem vissulega einkenna ýmsar óp-
eruuppfærslur, en urðu nánast skop
að óperum frekar en að lýsa aðdáun
á þeim.
Verk Sveinbjargar Þórhallsdóttur,
Vegir liggja til allra átta, hlaut
þriðju verðlaun. Það er tileinkað
minningu bróður hennar og var
áferðarfallegt verk með fallegum
samsetningum.
Af þeim verkum sem ekki unnu til
verðlauna vakti mesta athygli mína
verk Ólafar Ingólfsdóttur, Maðurinn
er alltaf einn. Það byggði eins og tit-
illinn gefur til kynna á því að maður-
inn sé alltaf einn og upplifanir hans
séu einstakar. Þessi hugmynd komst
vel til skila hjá dönsurunum og var
verkið í uppbyggingu ágætlega hnit-
miðað. Ég hefði gjarnan viljað sjá
þetta verk vinna til verðlauna.
Jóhann Björgvinsson samdi verkið
Other women... og byggir það á
klisjunni að konur séu konum verst-
ar. Verkið var smart og stílhreint og
ungu konurnar í dansflokknum nutu
sín mjög vel. Hugmyndin að baki
verkinu komst vel til skila hvað svo
sem við viljum annars segja um
hana. Mér fannst raunar skondið að
dansari úr Dansflokknum skyldi
leggja upp með þessa hugmynd en
tilvera dansflokksins hefur ekki síst
byggt á samstöðu kvenna í gegnum
tíðina, en það er önnur saga.
Ólíkt verki Jóhanns voru karl-
dansarar flokksins í aðalhlutverkum
í verki Margrétar Gísladóttur,
Hverjum klukkan glymur. Dansinn
var fallegur og stílhreinn. Svipaða
sögu er að segja um sólódans Nadiu
Banine sem er saminn fyrir Katrínu
Ingvadóttur. Katrín naut sín vel og
gaman að sjá hvað hún hefur vaxið
sem dansari að undanförnu. Hug-
myndin að baki verkinu, sem fengin
var úr grískri goðafræði um fyrstu
konuna, komst að mörgu leyti vel til
skila en verkið var helst til of langt.
í lokin var hressilegur dans
Rögnu Söru Jónsdóttur, Kraftaverk.
Verkið reyndi mikið á þol dansara,
ekki síst í lok kvöldsins, og var það
tilgangurinn. Þetta var kröftugur
djassdans með flottum dönsurum og
hressilegri tónlist.
Islenski dansflokkurinn hefur
sjaldan verið eins sterkur og um
þessar mundir. Hann hefur á að
skipa dönsurum sem eru mjög jafnir
og mynda sterka heild. En innan
þessarar heildar eru sterkir einstak-
lingar sem mæðir oft mikið á. Það
sýndi sig líka í sýningunni. Dansar-
arnir báru hana uppi og skiluðu
verkunum með stakri prýði en sterk-
ir og spennandi dansarar eru for-
senda þess að ný verk verði samin
hér á landi.
Salvör Nordal