Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 4

Morgunblaðið - 30.10.1998, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hausthlaup UNGIR sem aldnir nota blíðuna hér suðvestanlands og skokka hvenær sem færi gefst. Þessir vösku krakkar úr Melaskóla hlupu í leikfimitímanum í gær eftir hinum ágæta stíg sem ligg- ur meðfram Ægissíðunni og allt austur í Nauthólsvík og áfram austur Fossvogsdal, upp Elliða- árdal og alveg upp í Heiðmörk. Stígurinn sá nýtur mikilla vin- sælda meðal göngumanna, skokkara, hjólreiðafólks og hundeigenda. Forsætisráðherra um deiluna við Norðmenn um Svalbarðasvæðið Alþjóðlegir dóms- stólar koma til greina ■ TIL greina kemur að fara með deiluna við Norðmenn um Svalbarðasvæð- ið fyrir alþjóðlega dómstóla, að mati Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, en þessi skoðun hans kemur fram í viðtali við hann í Utveginum, frétta- bréfi Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem nú er að koma út. Morgunblaðið/Valdimar Sverrisson í viðtalinu segir forsætisráð- herra að Norðmönnum hugnist lítt að standa frammi fyrir alþjóðleg- um dómstólum með deiluna um Svalbarðasvæðið og reyna þar að verja sjálftökurétt sinn á þessu hafsvæði. Stæðu ekki vel að vígi „Það er ekki aðeins að Norð- menn kalli þetta svæði „fisk- verndarsvæði“ heldur kalla þeir það „fiskverndarsvæði Norð- manna“. Við höfum aldrei viður- kennt þetta svæði þeirra í raun. Við höfum haft í hótunum við þá um að fara með þetta mál fyrir al- þjóðlega dómstóla og ég hef alltaf verið frekar fylgjandi því. Utan- ríkisráðherra hefur talið að það kæmi vel til álita,“ segir Davíð Oddsson. Hann segir það álit lögfræði- legra ráðunauta ráðuneytisins að Norðmenn stæðu ekki vel að vígi í slíkum málaferlum. „Við erum til- búnir að fara í þetta mál hvenær sem við kjósum og höfum aldrei af- salað okkur neinum rétti í þeim efnum. Við höfum, í fullum rétti, mótmælt núverandi fyrirkomulagi frá upphafi," segir forsætisráð- herra einnig. Álögð gjöld á Landssím- ann 697,9 milljónir LANDSSÍMI íslands hf. greiðir mest opinber gjöld lög- aðila í Reykjavík samkvæmt lista frá skattstjóranum í Reykjavík, en álagningarskrá verður lögð fram í dag. Alls greiðir Landssíminn 697,9 milljónir króna en í öðru sæti er Fiskveiðasjóður íslands sem greiða á 185,3 milljónir. I þriðja sæti yfir gjaldhæstu lögaðila er Olíufélagið hf., með 125,6 milljónir króna, Hekla hf. kemur í fjórða sæti með 120 milljónir og Hagkaup hf. eru í því fimmta og er gert að greiða rétt tæpar 100 milljónir króna. I næstu sætum eru tryggingafélögin VÍS og Sjó- vá-Almennar, en þeim er gert að greiða 99,7 og 77,3 milljónir króna. Aðrir lögaðilar sem greiða eiga yfir 50 milljónir króna eru Vífilfell hf„ Trygg- ingamiðstöðin hf„ Búnaðar- banki íslands hf„ Landsbanki ísland hf„ Fjárfestingafélagið Þor hf„ Greiðslumiðlun-Visa ísland, Húsasmiðjan hf. og Þróunarfélag Islands hf. Vamarliðið greiðir mest í Reykjanesi Vamarliðið greiðir hæst gjöld lögaðila í Reykjaneskjör- dæmi, eða 163,6 milljónir króna, Hafnarfjarðarkaup- staður er í öðru sæti og er gert að greiða 93,3 milljónir, Kópa- vogskaupstaður á að greiða 88,3 milljónir, íslenskir aðal- verktakar hf. 86,9 milljónir og Sparisjóður Hafnarfjarðar 78,1 milljón. Aðrir lögaðilar sem greiða yfir 50 milljónir eru P. Samúelsson ehf„ Bygg- ingaverktakar ehf. í Keflavík, Islenskir aðalverktakar sf„ Atlanta ehf. og íslenska álfé- lagið. Bónus keypti í Lækjargötu BÓNUS hefur keypt lóðina númer 22b við Austurstræti af Reykjavíkurborg fyrir 30 miHj- ónir króna og hefur borgarráð samþykkt söluna. Á lóðinni, sem snýr út að Lækjargötu, var Nýja bíó til húsa í eina tíð en húsið brann til kaldra kola síðastliðinn vetur, eins og kunnugt er. Samkvæmt kaupsamningi eru 10 milljónir króna greiddar við undirritun kaupsamnings, 10 milljónir þegar byggingar- leyfi er gefið út og 10 milljónir 1. maí á næsta ári. Ámi Þór Sigurðsson, aðstoð- armaður borgarstjóra, sagði að skipulagsskilmálar væru á hús- inu á lóðinni og samkvæmt þeim væri gert ráð fyrir verslun eða hliðstæðri þjónustu á götuhæð. Á annarri hæð mættu vera skrif- stofur eða verslunarstarfsemi sem tengdist versluninni á fyrstu hæð, en ekki væri gert ráð fyrir sjálfstæðri verslun þar. Á þriðju og fjórðu hæð væri síð- an gert ráð fyrir íbúðum. Mistök við dreifíngu VIÐ dreifingu á auglýsingablaði með Morgunblaðinu fyrir Landsbanka íslands og Fram- tíðarböm þriðjudaginn 27. októ- ber sl. urðu þau mistök að hluti áskrifenda fékk mörg eintök af auglýsingablaðinu send til sín. Lesendur eru beðnir velvirðing- ar á mistökunum. Atlanta verður áfram undir eftirliti bresku flugmálastj órnarinnar Fékk ábendingu veg’na meðferðar á varahlutum BRESKA flugmálastjórnin, CAA, segir að flug- félaginu Atlanta hafi verið kunnugt um ástæður áhyggna stofnunarinnar varðandi viðhaldsmál félagsins er leiddu til þess að flugbann var sett á flugvélaflota Atlanta í Bretlandi sl. fostudag. í samráði við Flugmálastjóm íslands hafi orðið að samkomulagi að fylgjast á næstunni sérstaklega með viðhaldsmálum Átlanta í Bretlandi. Pétur K. Maack, framkvæmdastjóri flugör- yggissviðs Flugmálastjómar, tjáði Morgunblað- inu að athugasemdir bresku og íslensku eftirlits- mannanna hefðu snúist um sömu atriðin. „Þær snemst um stjómunaraðferðir í kringum með- höndlun á varahlutum. Þetta var ekki skyndi- skoðun hjá okkur heldur reglubundin athugun eins og við gemm þar sem íslenskir flugrekend- ur em með starfsemi. Athugasemdimar komu fram vegna gagna um meðferð varahluta. Gögn- in verða að sýna óyggjandi hver hluturinn er og til þess þarf ákveðið verklag, ákveðin gögn verða að vera fyrir hendi og athugasemdir okkar sner- ust um að þeir hefðu viðurkennt formlegt verk- lag og gætu sýnt fram á að þeir fæm eftir því verklagi. Þeir gátu ekki sýnt fram á það við skoðun,“ sagði Pétur K. Maack og sagði að síðar hefðu starfsmenn Atlanta sýnt fram á að þau væm fyrir hendi. „Þessar athugasemdir þurfa ekki að snúast um annað en að ákveðnar möppur séu ekki við höndina eða að tölvukerflð hafi stöðvast en við sáum ekki ástæðu til að banna flug vegna þessara athugasemda." I tilkynningu sem CAA gaf út í fyrradag eftir að hafa aflétt flugbanni af þotum Atlanta í Bret- landi segir, að félaginu hafi verið kunnugt um að stofnunin hafi ekki verið þess fullviss að fyrir- komulag viðhaldsmála félagsins fullnægði flug- öryggiskröfum stofnunarinnar. Hafi félaginu verið tilkynnt það formlega sl. fóstudag. í yfirlýsingu CAA segir að í framhaldi af flug- banninu hafi í ljós komið við sameiginlega skoð- un fulltrúa íslensku og bresku flugmálastjóm- anna á viðhaldsmálum Atlanta, að fullnægjandi framfarir hefðu átt sér stað er tryggja ættu að ósamþykktir varahlutir yrðu ekki settir í flugvél- ar fyrirtækisins. Ennfremur segir, að stofnan- imar tvær hefðu haft fullt samstarf um að Athugasemdir breskra og ís- lenskra eftirlitsmanna flugmála- stofnana landanna hjá Atlanta í Englandi snerust um hvort rátt væri staðið að meðferð vara- hluta. Töldu þeir vanta á að gögn sem sýndu óyggjandi meðferð hlutanna væru fyrir hendi en við síðara eftirlit sl. þriðjudag sögðu eftirlitsmenn verklagið fullnægjandi. tryggja að Atlanta færi að gildandi flugöryggis- reglum og fyrirkomulagi viðhaldsmála. Fengu ábendingar um að meðferð varahluta væri ekki samkvæmt reglum Er reynt var að grennslast fyrir um það hjá CAA hvaða efnislegu ástæður hefðu legið til gmndvallar flugbanninu svaraði Jonathan Nicholson, talsmaður CAA: „Við vomm ósáttir við hvað okkur hafði verið sagt um varahluta- notkun félagsins og ákváðum því að kanna málið, sem var gert og leiddi til flugbannsins. Eg er ekki viss hvaðan upplýsingarnar bárast en aug- ljóslega verður að kanna þegar í stað hvað hæft sé í alvarlegum ásökunum er varða flugöryggi, og það var gert.“ Pétur K. Maack sagði að eftirlit Flugmála- stjórnar hefði ekki komið til vegna ábendinga heldur liti stofnunin jafnan eftir starfsemi ís- lenskra flugrekenda erlendis. En hverjir em til þess bærir að leggja fram ásakanir af þessu tagi? „Hver sá sem hefur þekkingu til þess að meta hvort ranglega hafi verið staðið að málum kemur með ábendingar og við föram á vettvang og könnum málið eftir slíkar ábendingar. Ekki get- um við gripið til flugbanns á flugrekstraraðila nema að athuguðu máli. Okkur var talin trú um að við þyrftum að líta eftir því hvernig þeir hjá Atlanta meðhöndluðu og dreifðu varahlutum sín- um vegna viðhalds á flugvélum sínum, og það var gert,“ sagði Nicholson. Hann sagði að fylgjast yrði mjög stíft með flugvélavarahlutum. Vottorð sem verða að fylgja þeim, um meðhöndlun þeirra og notkun, eru bráðnauðsynleg vegna flugöryggis. „Sviknir varahlutir geta verið stórvarasamir. í Evrópu gilda mjög strangar reglur, sem framfylgja verður, og það hefur gert okkur kleift að ná tök- um á vandanum sem sviknum varahlutum fylgja. Víða annars staðar í heiminum er vandi af þessu tagi mjög alvarlegur. Við verðum að vera vissir um og ganga úr skugga um það með eftirliti að flugrekendur uppfylli reglur um meðferð vara- hluta,“ sagði Nicholson. Skýrslugerðin á að útiloka svikna varahluti Aðspurður kvaðst Nicholson ekki telja að sviknir varahlutir hefðu komið við sögu vegna flugbannsins á þotur Atlanta. „Við voram ósáttir við það hvemig flugrekandinn hélt við vara- hlutaskýrslum sínum og skrám. Upphaflega gef- ur framleiðandi út vottorð um upprana og sam- þykki varahlutar og þaðan í frá á líftíma hlutar- ins, hvort sem hann hefur verið settur í flugvél, tekinn úr einni vél og settur í aðra verða fylgi- skýrslur hlutarins að sýna nákvæmlega hvai' hann hefur verið, hvert hlutverk hans hefur ver- ið, hvernig hann hefur verið notaður, hvar og hversu lengi. Þessi vottorð eiga að tryggja að sviknir varahlutir komist ekki inn í kerfið, lager- ana eða flugvélarnar,“ sagði Nicholson. Hvað er átt við þegar sagt er að fullnægjandi framfarir hefðu átt sér stað er tryggja ættu að ósamþykktir varahlutir yrðu ekki settir í flugvél- ar fyrirtækisins? „Að tryggt sé að sviknir varahlutir geti ekki komist inn í varahlutalager og að allir varahlutir séu réttilega merktir og réttilega notaðir". Hann sagðist ekkert geta sagt um það hvort varahlutir Atlanta hefðu ekki verið réttilega skráðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.