Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 35

Morgunblaðið - 30.10.1998, Side 35
+ 34 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 35 ' STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SENDIHERRA TUNGUMÁLA VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, hefur verið útnefnd sem sérlegur sendiherra tungu- mála hjá UNESCO, menningar- og vísindastofnun Sa- meinuðu þjóðanna. Federico Mayor, aðalforstjóri stofn- unarinnar, sagði að það hefði verið á grundvelli góðs orðstírs Vigdísar að hún var valin í embættið en Vigdís hefði unnið ötullega að varðveizlu og eflingu íslenzkunn- ar. Hlutverk Vigdísar verður að reyna að stuðla að varð- veizlu tungumála í heiminum en samkvæmt mati UNÉSCO eru þau um 6.000. Vigdís sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hætta væri á að þó nokkur fjöldi þessara mála hverfi í haf á næstu árum. Starf sitt yrði samt ekki einungis fólgið í að vinna að varðveizlu tungu- mála heldur og því að benda á að tungumál geti skilið milli þjóða jafnt sem sameinað þær, hún myndi því vinna að því að fá þjóðir til að skilja verðleika tungumála ann- arra þjóða. Eins og Vigdís benti á skilja fáir betur en íslendingar mikilvægi þess að tungumál lítilla samfélaga víki ekki fyr- ir tungumálum fjölmennari þjóða. Það er því afar ánægju- legt og þýðingarmikið fyrir baráttu íslendinga og ann- arra fámennisþjóða fyrir stöðu og varðveislu tungu sinnar að eiga fulltrúa í fremstu víglínu á þessu sviði. HÓTEL í ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF HÓTEL Saga og Hótel Island hafa gengið til sam- starfs við alþjóðlegu hótelkeðjuna Radisson SAS, sem er í eigu SAS-flugfélagsins. Engar breytingar verða á eignar- og starfsmannahaldi hótelanna. Innan hótel- keðjunnar Radisson SAS eru nú 84 hótel í 30 löndum og 18 hótel, þar á meðal þessi íslenzku, eru að bætast í hóp- inn. Um áramót bætist því „Radisson SAS“ framan við núverandi heiti hótelanna. Með þessum breytingum fá hótelin alþjóðlegra yfir- bragð. Þau þurfa að uppfylla gæðastaðla hótelkeðjunnar bæði hvað snertir herbergi og veitingar og búningar starfsfólksins verða eins og á öðrum Radisson SAS-hótel- um. Á móti fá hótelin faglega ráðgjöf við stjórnun. íslenzk hótel hafa hingað til ekki verið flokkuð eftir neinum sérstökum gæðastaðli. Þau hafa t.d. aldrei undir- gengizt stjörnugjöf eins og tíðkast um víða veröld. Inn- ganga í alþjóðlegar hótelkeðjur getur því verið til mikilla bóta, því að þá fær viðskiptavinurinn strax eitthvað til að miða við og þar með vitneskju um gæði þess hótels, sem hann ætlar að skrá sig á. Það er engin spurning um það, að íslenzk fyrirtæki hafa mikið gagn af því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þessu. Starfsmenn og stjórnendur læra ný vinnu- brögð, öðlast nýja þekkingu og fá aukið aðhald. Þess vegna er slíkt samstarf af hinu góða, hvort sem um er að ræða hótelrekstur eða aðrar atvinnugreinar. MENGUN OG LÍKAMSRÆKT MARGUR hefur eflaust orðið steini lostinn við lestur fréttar hér í blaðinu í gær um mengun í heitum pott- um heilsuræktarstöðva í Reykjavík. í níu af ellefu stöðv- um reyndist vatn í pottum svo gerlamengað að það fór langt fram úr viðmiðunum Hollustuverndar og Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur. Aðeins í tveimur stöðvum stóðust pottarnir gæðakröfur. í vatni hinna fundust kólígerlar, saurkólígerlar og/eða „pseudomonas“-gerlar, sem allir geta valdið sýkingum, m.a. í eyrum og þvagfærum. Heilbrigði, andlegt og líkamlegt, er dýrmætasta eign sérhvers einstaklings. Flestir kosta því kapps um að varðveita eigið heilbrigði, m.a. með líkamsrækt. Þeir hinir sömu verða á hinn bóginn að geta treyst því þeir aðilar sem selja þjónustu á þessu sviði standist gæðakröfur. Gerlar af þessu tagi eiga ekki að finnast í heitum pottum. Starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir og í samtali við blaðið í gær að „samanburður við t.d. sund- laugarnar sýni að vel er hægt að hafa þessi mál í góðum farvegi“. Tafarlaust þarf úr að bæta og tryggja með við- varandi eftirliti að gæðakröfum sé framfylgt. Fimmtugasti og níundi aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna Hinn þögli meiri- hluti okkur sammála EINS og oft áður hefur um- ræða um málefni sjávarút- vegsins verið mikil á opin- berum vettvangi. Ef litið er til þess góðæris sem við nú búum við og að mestu leyti er frá sjávarútveg- inum komið hefði verið ástæða til að vænta þess að umræðan yrði jákvæð- ari en raun er á,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIU, er hann setti aðalfund samtakanna í gær. „En hvað veldur? Hin neikvæða umræða hefur nær öll snúist um stjórnkerfí fiskveiða, en einmitt það hefur orðið til þess að hér hefur ríkt stöðugleiki í efnahagslífinu og sjávarútvegurinn hefur getað staðið undir auknum kaupmætti án þess að grípa hafi þurft til breytinga á gengi krónunn- ar,“ sagði Kristján. Kristján ræddi síðan um góða af- komu þjóðarinnar, sem íyrst og fremst yrði rakin til aukinnar verð- mætasköpunar í sjávarútvegi. Hann sneri sér síðan að stjórn fiskveiða og sagði: „Sé litið til baka til upphafs þess fiskveiðistjórnkerfis sem við bú- um við í dag rifjast upp, að þá talaði enginn um gjafakvóta eða sægreifa. Hvað skyldi hafa valdið því? Skyldi það ekki hafa verið vegna þess, að þá var verið að skerða veiðiheimildir á mikilvægustu fisktegundinni um þriðjung? Þá sáu hvorki við né aðrir hvernig væri unnt að halda skipum til veiða nema kleift væri að sameina veiðiheimildir. Þá hét það ekki kvóta- brask. Þá var öllum ljóst að ekki yrði unnt að komast út úr þeim erfiðleik- um nema með minni sókn, sem leiða myndi til endurreisnar stofnsins. Þetta tókst og þá bregður svo við að til andmæla kemur. Þegar íyrir liggur að útvegurinn sjálfur hefur hjálparlaust komist yfir þessa erfið- leika vaknar andstaða við stjórnkerf- ið. Þrátt fyrir samkeppni við ríkis- styrktan sjávarútveg samkeppnis- landa hefur útveginum sjálfum tekist að hagræða með sameiningu veiði- heimilda. Kostnaðurinn hefur allur verið borinn af útveginum. íslenskur sjávarútvegur er rekinn Ræða Klristjáns Ragnarssonar á aðalfundi LÍÚ á grundvelli markaðsbúskapar. Hann er rekinn með lítilsháttar hagnaði en alls staðar annars staðar er hann rík- isstyrktur af almannafé." Aðeins 2% af heimsmarkaði sjávarafurða „Við verðum að átta okkur á því að við erum aðeins peð í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi með um 2% af heims- markaði sjávarafurða. Það er í þessu umhverfi sem við þurfum að berjast. Húsmæðurnar úti í hinum stóra heimi sem kaupa í matinn eru ekki viljugar til þess að borga okkur hærra verð fyrir afurðirnar en öðrum nema þær séu betri, ferskari og heil- næmari. Allt þetta hefur okkur tek- ist. Hér kemur fjöldi sérfræðinga víða að úr heiminum til að kynna sér íslenskan sjávarútveg og stjórnkerfi hans. Þeir ljúka upp einum munni um að þetta sé best rekni sjávarútvegur sem þeir hafi kynnst og stjómkerfið það besta í heimi. Aðrir eru að leitast við að taka það upp eftir okkur en eiga á brattann að sækja vegna nei- kvæðra o])inberra afskipta. Hér heima er hin almenna umræða neikvæð, þótt ég ætli að hinn þöguli meirihluti skilji aðstæður okkar og sé okkur sammála. Mikið af þeirri gagn- rýni sem fram er sett er þvílíkar öfg- ar að ekki er svaravert. Það áréttar að ábyrgð okkar er mikil, að kynna fyrir almenningi hve stjórnkerfi fisk- veiða hefur skipt miklu máli fyrir af- komu sjávarútvegsins og fyrir þjóð- arheildina. Með réttu má ásaka okk- ur fyrir að hafa ekki sinnt þessu sem skyldi." Pólitísk umræða Þá ræddi Kristján hina pólitísku umræðu um sjávarútveginn: „Meðan sjávarútvegurinn gegnir jafn mikil- vægu hlutverki og raun ber vitni verður ávallt mikil umræða um helstu málefni hans, eins og um þann lag- aramma sem stjórnun veiðanna byggist á. Eg upplifi það mjög oft að þessi umræða þreytir ykkur og þið viljið vera lausir við hana. Lífið er hins vegar ekki svona auðvelt og við verðum að vera reiðubúin að útskýra sjónarmið okkar og viðhorf. Við upp- lifum þessa dagana hiuta af þessari umræðu þar sem ráðist er á stjórn- kerfi fiskveiða eða krafist gríðarlegr- ar gjaldtöku í foiTni auðlindaskatts. Þarna skiptast hópar í tvennt þar sem annar hópurinn segir að stjórn- kerfið sé svo hagkvæmt að það rétt- læti skattlagningu, en hinn hópurinn segir að stjórnkerfið sé svo ranglátt að það verði að afnema. Eins og alltaf áður er ekkert lagt til um hvað skuli koma í staðinn. Helst er þá rætt um einhverja lítt útfærða sóknarstýr- ingu.“ Verulegur ágreiningur „Upp er kominn verulegur ágrein- ingur innan raða vinstriflokkanna í samrunaferli þeiira um gjaldtöku þar sem landsbyggðarþingmenn hafa lagst mjög gegn hugmyndinni. Þeir gera sér réttilega grein fyrir að slík gjaldtaka myndi skerða og skaða at- vinnustarfsemina á landsbyggðinni, sem á allt undir því að sjávarútvegur- inn eflist. Þeir vita sem er að slíkar hugmyndir um gjaldtöku verða ekki seldar erlendum húsmæðrum með hæiTa vöraverði. Svo virðist sem gagnrýnin beinist helst að því, að stjórnkerfið gefí þeim sem kjósa að yfirgefa starfsgreinina og afsala sér starfsréttindum óeðli- lega góðan kost. Það byggist hins vegar á því að annar eða aðrir út- vegsmenn eru tilbúnir til að greiða honum gjald fyrir aflaheimildir. Það fé er ekki sótt til skattgreiðenda heldur kemur úr greininni sjálfri. Það er skrítið réttlæti sem fælist í þvi að skattleggja þá sem greitt hafa fyrir heimildirnar og eru áfram starf- KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LIÚ, setur aðalfund Lltí. Morgunblaðið/Ásdís andi í greininni í stað þeirra sem fjár- munina fá og ákveða að yfirgefa þennan starfsvettvang. Þetta er sjálf- stætt skattalegt atriði sem útgerðin hefur ekkert með að gera, en erfitt er að sjá að aðrar reglur ættu að gilda í þessu efni í sjávarútvegi frekar en þegar aðilar hætta rekstri í iðnaði eða verslun og fara með mikla fjármuni frá þeim rekstri eins og nýleg dæmi sýna.“ Kjaradeila sjómanna Kristján fjallaði síðan um kjara- deiluna við sjómenn. Sagði hann efn- isatriði kjarasamninganna ekki mikil, en áhrif kvótaþings væra þeim mun meiri: „Með stofnun Kvótaþings átti að upplýsa um viðskipti um veiði- heimildir betur en áður. í reynd hef- ur þetta verið þveröfugt. Aðeins fyrstu dagana var upplýst hverjir ættu viðskipti á þinginu en síðan var lokað fyrir allar upplýsingar um það efni. Svo virðist sem sú aðferð sem beitt er á Kvótaþingi hafi tilhneig- ingu til að þrýsta upp verði á veiði- heimildum, en ekki var það yfirlýst markmið í byrjun. Mjög auðvelt hefði verið í eldra kerfi að óska eftir upp- iýsingum um verð veiðiheimilda þeg- ar flutningur er skráður hjá Fiski- stofu og ná þannig þeim markmiðum sem að var stefnt með Kvótaþingi í stað þess að stofna til enn einnar rík- isstofnunarinnar. Nú liggur fyrir að af þeim 50 fyrir- tækjum sem hæstu launin gi-eiða eru 29 útgerðarfyrirtæki og í 14 efstu sætunum eru útgerðarfyrirtæki. Það er þvi ljóst að sjómenn era best laun- aðir allra stétta." Endurskoða verður launakerfí sjómanna „Mikil þörf er á að endurskoða launakerfi sjómanna. Hlutaskipta- kerfið er farið að virka gegn endur- nýjun fiskiskipaflotans og nauðsyn- legi’i hagi’æðingu. Meðan því fæst ekki breytt að fækkun manna leiði til minni launakostnaðar vegna fjárfest- inga í nýrri tækni sem leysa manns- höndina af velli erum við á rangri leið. Það sýnir best ósveigjanleika forustu sjómanna þegar þeir fást ekki ekki til að breyta því að launakostn- aður í heild skuli hækka við fækkun manna. Við umrædda lagasetningu í vetur heyktist ríkissjórnin á að leið- rétta þetta. Svona vitlaust Iaunakerfi held ég að finnist ekki á nokkra byggðu bóli.“ Þorsteini færðar þakkir I lok ræðu sinnar vék Kristján að því að Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra myndi hætta afskiptum af stjórnmálum, þegar þessu kjör- tímabili lýkur í vor. „Ég veit að ég mæli fyi-ir munn okkar allra þegar ég færi honum þakkir fyi-ir árangursríkt samstarf á liðnum nær átta áram. Sérstaklega vil ég nefna eindregna afstöðu hans til ábyrgrar fiskveiði- stjórnunar og gegn nýjum álögum á útgerðina í fonni auðlindaskatts. Því fer fjarri að hann hafi verið okkur sammála um alla hluti og dró mest í milli okkar og hans í afstöðu til lausn- ar þeirrar kjaradeilu sem við áttum í sl. vetur. Það verður ekki erft og við óskum honum alls hins besta á þeim starfsvettvangi sem hann kýs að velja sér að loknum starfsdegi í sjávarút- vegsráðuneytinu," sagði Kristján Ragnarsson. Afkoma í sjávarútvegi Horfur góðar þrátt fyrir blikur á lofti ÞEGAR horft er til framtíðar má sjá ýmsai’ blikur á lofti. Reyndar er óvenju mikil óvissa um framtíð efna- hagsmála heimsins vegna alvariegrar stöðu efnahagsmála í A-Asíu og í Rúss- landi. Þessir markaðir skipta nokkra fyi’ir íslenskan sjávarútveg en þangað fóru tæplega 15% af sjávarvöruútflutn- ingnum á árinu 1997,“ sagði Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, á aðalfundi LIÚ. Friðrik fjallaði um afkomu sjávarút- vegsins og hafði þetta um horfurnar að segja: „Þessir markaðir skipta miklu máli fyrir einstaka afurðaflokka eins og frysta loðnu, karfa, rækju í skel og síld. Ekki er gott að segja fyrir um framþróun efnahagsmála í A-Ásíu og Rússlandi. Ekki er að sjá að efna- hagssamdrættinum sé að Ijúka en ekki er heldur líklegt að efnahagssamdrátt- urinn í þessum heimshluta leiði til samdráttar í V-Evrópu og N-Ameríku þar sem mikilvægustu markaðirnir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru. Þess- ir síðasttöldu markaðir hafa leitt verð- hækkanir á botnfiskafurðum og fleiri sjávarafurðum á undanfornum 12 mánuðum. Gæti haft óbein áhrif Þótt efnahagssamdrátturinn í A-As- íu og Rússlandi hafi ekki haft mikil bein áhrif á íslenskan sjávai’útveg, þá gæti hann haft mikil óbein áhrif. Þær þjóðir sem byggja þessi svæði neyta mikils sjávarfangs og gæti minni eftir- spurn á þessum mörkuðum leitt til verðlækkana á mörkuðum í V-Evrópu og N-Ameríku. Það verður þó að telj- ast frekar ólíklegt að eftirspurn þess- ai’a þjóða eftir sjávarafurðum minnki mjög mikið, enda hafa þær mjög sterkar hefðir fyrir neyslu sjávar- fangs. Þess ber að gæta í þessu sam- hengi að þrátt fyrir efnahagserfiðleika nú, eru þjóðartekjur á mann í Japan, sem er langmikilvægasti markaður- inn, enn mjög háar. Þær verðhækkanir sem orðið hafa á síðustu 12 mánuðum orsakast annars vegar af aukinni eftirspurn og hins vegar af minna framboði. Veruleg minnkun hefur orðið á framboði á þorski vegna minni afla úr Barentshafi og svo virðist sem framboð á öðrum botnfiskafurðum hafi heldur dregist saman, birgðir á helstu mörkuðum eru litlar og verð hækkar. Engar áþreifan- legar vísbendingar eru um að þetta ástand muni breytast á næstunni. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir und- anfarna mánuði er raunverð sjávaraf- urða enn mun lægra en það var á ár- unum 1990-1991 þegar raunverðið var hæst. Verð á mjöli og lýsi hefur verið mjög hátt að undanförnu. Helstu ástæður þessa háa verðs era annars vegar aukin eftirspurn eftir þessum afurðum til nota í fiskeldi og minna framboð frá S-Ameríku þar sem heit- sjávarstraumurinn E1 Ni~no hefur haft mikil áhrif á allt lífríkið. Venju- lega er reiknað með því að það taki líf- ríkið á þessu svæði 1-2 ár að jafna sig eftir E1 Ni~no. Það er því ástæða til að ætla að verð á mjöli og lýsi verði hátt enn um sinn. Lækkandi rækjuverð og minni kvóti Verð á pillaðri rækju hefur heldur verið að lækka síðustu mánuðina, rækjukvótinn hefur einnig verið að minnka og aflabrögð farið versnandi. Þetta er í samræmi við spár sérfræð- inga um afleiðingar þess að þorsk- stofninn myndi stækka. Þessi þróun mun væntanlega gera afkomu í veið- um og vinnslu á rækju erfiða en stærri þorskstofn mun hins vegar bæta af- komu botnfiskveiðanna mikið. I skýrslu vinnuhóps um nýtingu fiski- stofna frá 1994 var áætlað að rækju- aflinn myndi minnka niður í 20-30 þús. tonn samfara því að þorskstofninn næði kjörstærð og þorskaflinn ykist í 350 þús. tonn. Þótt nokkrar blikur séu á lofti varð- andi afkomu einstakra greina eins og rækjuvinnslu, síldarsöltunar og síldar- og loðnufrystingar og þrátt fyrir nokkrar kostnaðarhækkanir innan- lands á næstunni, þá virðast horfur nokkuð góðar hvað varðar afkomu ís- lensks sjávarútvegs í heild,“ sagði Friðrik Már Baldursson. Þorsteinn Pálsson um fiskveiðistjórnun á Islandi Sj ávarútvegurinn þarf ekki að óttast kollsteypu ÞAÐ er mín niðurstaða að við mun- um á komandi árum og í byrjun nýrrar aldar halda áfram að byggja nýtingarstefnu okkar á meginreglunni um sjálfbæra þróun. Að við munum halda áfram að stjórna veiðunum efna- hagslega á grandvelli markaðskerfis- ins og að í hinu alþjóðlega umhverfi muni erlendar þjóðir í vaxandi mæli líta til íslands sem fyi’irmyndar um fiskveiðistjórnun," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, í ávarpi sínu á aðalfundi LÍÚ í gær. Þorsteinn kom víða við í ítarlegri ræðu. Hann rakti sögu kvótakerfisins og þróun þess, kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna síðastliðinn vetur og lausn hennar og fór yfir kosti núver- andi fiskveiðistjórnunar. Taldi víst að kvótakerfið yrði áfram við lýði lítið breytt og skattlagning á sjávarútveg- inn yrði ekki aukin. Hann taldi hverf- andi líkur á því, kæmust núverandi stjórnarandstæðingar til valda í sjáv- arútvegsráðuneytinu að loknum al- þingiskosningum í vor, að þeir treystu sér til að beita sér fyrir veigamiklum breytingum á núverandi fiskveiði- stjórn. Hagsmunaágreiningur eðlilegur Þorsteinn sagði að mikill ágreining- ur hefði verið um sjávarútvegsmál. „Býsna mikið hefur farið fyrir þeirri umræðu um nokkurn tíma,“ sagði Þor- steinn. „Aflahlutdeildai’kerfið hefur verið gagnrýnt. En hvers vegna eru allar þessar deilur? Svarið við því er í sjálfu sér einfalt. Það er mjög eðlilegt að það komi upp og sé viðvarandi og ríkjandi ákveðinn hagsmunaágrein- ingur. Við eram að fjalla um leikreglur sem lúta að stjórnun veiða úr tak- markaðri auðlind. Það geta ekki allir átt þess kost að stunda fiskveiðar af líffræðilegum ástæðum. Þess vegna er nauðsynlegt að setja leikreglur. Það vilja fieiri komast að, ekki sízt þegar vel gengur. Við búum við mark- aðskerfi sem felui’ það í sér, að þeir, sem vel vegnar, halda áfram, einhverj- ir fara halloka og ágreiningurinn er fyrst og fremst fólginn í því að þeir, sem utan við standa eða hafa farið halloka á grundvelli markaðskerfisins, setja fram hugmyndir um nýjar leik- reglur til að styrkja stöðu sína á kostnað annan-a. í reynd er hér um að ræða ágreining milli þeirra sem vilja almennar leikreglur mai’kaðskerfisins eða sértækar lausnir fyrir einstaka hagsmunahópa eða einstök útgerðar- félög eða einstakar byggðir. Það er öllum Ijóst að stjórnkerfi sem á að byggjast á pólitísku mati á sérþörfum einstakra aðila í atvinnu- grein getur aldrei skilað þeim efna- hagslega árangri, sem íslenzka þjóðin gerir kröfu til að sjávarútvegurinn skili. Það er ekkert óeðlilegt við það að þessir hagsmunaárekstrar komi fram í umræðunni um sjávarútvegsmálin. Við eigum bara þessa tvo kosti. Að fara eftir leið almennra leikreglna á gi’undvelli markaðsskipulags eða fara inn í handstýringu stjórnmálamanna, sem meta sérþarfir einstakra hópa í dag og á morgun og kostar það að við þurfum að stíga til baka í lífskjörum. Þetta eru þeir kostir sem við stöndum frammi fyrir. Þó ýmsir gerist formæl- endur fyi-ir því að breyta eigi leikregl- unum til að koma til móts við þennan sérhagsmunahópinn í dag og hinn á morgun, þá er það svo að sérhagsmun- ir þessara hópa eru svo ólíkir, að menn geta aldrei búið til samstæðar leik- reglur, sem koma til móts við þarfir þeirra allra. Þess vegna er það að í allri þessari umræðu hefur enginn komið fram með heildstæðar tillögur, sem valkost á móti aflahlutdeildar- kerfinu. Þröngir hagsmunir Það er engin tilviljun. Það er ein- faldlega vegna þess að upphrópanirn- ar, sem við verðum vör við í umræð- unni, eru andsvar við svo þröngum hagsmunum í dag og öðrum á morgun, að samnefnai’inn verður ekki til. Ef menn ætla sér síðan að fela stjórnvöld- Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, slær á létta strengi með Kristján Ragnarssyni, formanni LÍtí, við upphaf fundarins í gær. um að starfa á slíkum grundvelli, þar sem þau hafa umboð til þess að mæta þessum ólíku þörfum með breyttum reglum frá einum degi til annars, þýðir það ekkert annað en efnahagslega stöðnun eða hnignun. Það þýðir ekkert annað en að menn viðurkenna að þeir ætla sér ekki að ná þeim efnahagslega ái’angri, sem þjóðin kallar eftir. Ég hef engan stjómmálamann heyrt lýsa því yfir að hann vilji taka ábyrgð á slíkum breytingum.“ Engar heildstæðar tillögur um annað kerfl Þorsteinn fór síðan yfir þrjá megin- þætti fiskveiðistjórnunarinnar og sagði þá: „Þegar við horfum á efna- hagslegan árangur af þessu kerfi og reynum að átta okkur á hvort sú um- ræða, sem hefur farið fram að undan- fórnu, muni leiða til bi’eytinga, þegar við göngum inn í nýja öld, er niður- staða mín sú, í Ijósi þess að enginn hefur sett fram heiidstæðar tillögur ■JLír um annað kerfi, enginn hefur komið fram og sagzt vera reiðubúinn til að fylgja stóryrðum eftir um breytingar á þann veg að dragi úr lífskjörum þjóðarinnar, að í öllum grundvallarat- riðum muni menn halda áfram með aflahlutdeildarkeifíð sem uppistöðu í hinni hagfræðilegu fiskveiðistjórnun á Islandi. Jafnvel þótt pó’itískir and- stæðingar núverandi stjórnvalda kæmust í stjórnarráðið að loknum næstu kosningum, ýmsir aðilar sem hafa tekið stórt upp í sig í þessum efn- um, þá á ég ekki von á því að neinn þeirra, setjist hann í stól sjávarútvegs- ráðherra, muni treysta sér, þegai’ á hólminn er komið, til að taka ákvarð- anir, sem veikja rekstrarlega stöðu at- vinnugreinarinnar og rýra lífskjörin í landinu. Þess vegna munu menn halda áfram á þessari braut og ég held að sjávarútvegurinn þurfi ekki að óttast að það verði kollsteypa að því er varð- ar þessi grundvallaratriði,“ sagði Þor- steinn Fálsson. Menntanefnd LÍÚ segir átaks þörf í menntunarmálum Leggur til stofnun sj álfseignar stofnunar MENNTANEFND LIU hefur lagt til að LÍÚ taki þátt í að stofna sjálfseignarstofnun sem hef- ur það að markmiði að mennta starfsfólk í sjávarútvegi. Formaður nefndarinnar segir útgerðarmenn verða að gera sér grein fyrir mikil- vægi menntamála innan greinar- innar. Á aðalfundi LIÚ í fyrra var skipuð nefnd til að móta hugmyndir um með hvaða hætti sjávarútvegur gæti eflt og styrkt nám og menntun innan atvinnugreinarinnar. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður er for- maður nefndarinnar og kynnti hann hugmyndir hennar á aðalfundinum í gær. Guðmundur sagði ljóst að ekki hefði verið stutt markvisst við nám um veiðar og vinnslu í sjávarútvegi. „í mínum huga er núverandi tómlæti útvegsmanna gagnvart menntamál- um sjávarútvegsins alvarlegt. Ann- aðhvort ýta menn vandanum á und- an sér vísvitandi, dæma þessi mál léttvæg eða einfaldlega gera sér ekki grein fyrir umfangi vandans. Því miður er engin skyndilausn til á því hvernig leysa á menntunar- vandamál sjávarútvegsins. Ef LIÚ ákveður að vera beinn þátttakandi í Námsskrá vélstjóra og stýrimanna verði endurskoðuð menntun sjómanna mun það kosta mikla vinnu fyrir samtökin og mikla fjármuni. Það er einnig nauðsynlegt að útvegsmenn sjálfir sýni málefn- inu áhuga,“ sagði Guðmundur. Áhugi á Akureyri Menntanefndin lagði til að samtök útvegsmanna tækju þátt í stofnun sjálfeignarstofnunar sem stuðlaði að menntun innan sjávarútvegsins. Guðmundur nefndi að vel kæmi til greina að sjálfseignarstofnun að þessu tagi yrði staðsett á lands- byggðinni og þegar væri mikill áhugi á Akureyri fyrir slíku. Nefndin lagði til að ráðinn yrði starfsmaður sem vinna myndi að grunnvinnu fyrir samtökin en einnig væri nauðsynlegt að stjórn og framkvæmdastjóri LIÚ komi náið að þessari vinnu. Guð- mundur sagði í ræðu sinni að mikil- vægt væri að sterkur bakhjarl stæði að þessu námi og nauðsynlegt að samtökt atvinnurekenda í sjávarút- vegi komi að því. Nefndin lagði ennfremur til að LIÚ beitti sér fyrir því að námsskrá vélstjóra og stýrimanna yrði endur- „ skoðuð þannig að námið yrði mark- vissara fyrir sjávarútveginn og fært nær breyttu rekstarformi íslenskra fiskiskipa. Guðmundur benti á í ræðu sinni að töluvert hafi dregið úr aðsókn í Stýrimannaskólann og Vél- skóla Islands. Á sama tíma hafi fjöldi stöðugilda skipstjórnarmanna verið næstum óbreyttur og stöðu- gildum 4. stigs vélstjóra fjölgað. Sagði Guðmundur að ef svo héldi fram sem horfði gætu útgerðarmenn lent í erfiðleikum með að manna skip sín á næstu árum. ^ Á fundinum í gær var skipað í um- ræðuhópa sem meðal annars mun fjalla um tillögur menntanefndarinn- ar í dag. Ennfremur verður í um- ræðuhópunum fjallað um Kvótaþing íslands og Verðlagsstofu skiptaverð og umhverfismál. Þá mun Halldór Ásgi’ímsson utanríkisráðherra flytja erindi um fiskveiðistjórnun í fram-A tíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.