Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorvaldur Sveinsson fæddist á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal 19. des- ember 1898. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson, ættaður úr Suðursveit, bóndi á Hvalnesi Stöðvarfirði, og Jónína Þorvaldína Magnúsdóttir frá Fossárdal í Berufírði. Bróðir Þorvalds var Ingi Björgvin, f. 26.7. 1907, d. 17.5. 1962. Hinn 24. maí 1925 kvæntist Þorvaldur Guðrúnu Sigur- borgu Vilbergsdóttur, f. 27. apríl 1906, d. 1. apríl 1992. Foreldrar hennar voru Vil- bergur Magnússon bóndi á Hvalnesi og Ragnheiður Þor- grímsdóttir. Þorvaldur og Sig- urborg bjuggu á Búðum í Fáskrúðsfírði frá árinu 1925 til ársins 1954 er þau fluttust til Reykjavíkur. í Mosfellssveit fluttust þau árið 1970 og áttu þar heimili sitt upp frá því en vistuðust á Hrafnistu í Reykja- vík 1984. Þorvaldur og Sigur- borg áttu sex börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. 31.1. 1926, húsmóð- Elsku afí er dáinn, hann hefði orðið hundrað ára í desember nk. en í stað aldarafmælis er nú kom- ið að kveðjustund. Hann dvaldi á Hrafnistu í •Reykjavík síðustu 16 árin og vilj- um við og aðrir aðstandendur þakka starfsfólki á deild 4A og öðrum sem að komu hjartanlega fyrir alla umönnun og vinsemd sem aldrei er metin sem skyldi. Þeir eru ekki margir eftir 19. aldar mennirnir en þeir höfðu frá mörgu að segja og mikilli reynslu að miðla. Afi fékk ekki mikla skólagöngu, aðeins farkennara í nokkrar vikur en hann hafði ir á Eyrarbakka, gift Bjarna Jóhannssyni út- gerðarmanni, hún á tvær dætur. 2) Sonur, f. 6.8. 1927, hann lifði aðeins einn dag. 3) Hreinn, f. 19.12. 1928, múrarameist- ari í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Sigurborgu Jónas- dóttur, hann á fímm börn. 4) Ragnar, f. 8.12. 1930, vélvirki í Mosfellsbæ, kvæntur Þóru Gunnarsdóttur, þau eiga tvo syni. 5) Jóna, f. 23.7. 1935, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Eiríki Grétari Sigurjónssyni, bifvélavirkja, þau eiga fímm börn. 6) Magnús, f. 12.1. 1942, skipstjóri í Mosfellsbæ, kvænt- ur Katrínu Hjartardóttur. Fóstursonur Þorvalds og Sig- urborgar er Sveinn Rafn Inga- son, f. 12.12. 1955, rennismiður á Akranesi, kvæntur Halldóru Kristínu Guðmundsdóttur, þau eiga sex börn. Sveinn Rafn er bróðursonur Þorvalds. Barna- börnin eru 20 og langafabörn- in eru 22. Utför Þorvalds fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mikla námslöngun og keypti sjálfur námsbækur og lærði af þeim bæði stærðfræði og bók- hald. Við systurnar nutum góðs af þekkingunni, m.a. kenndi hann okkur stærðfræði sem hefur nýst okkur í gegnum lífið, sagði okkur sögur og kenndi okkur ótal spilakapla. I minningunni er hann þó oft- ast eitthvað að starfa, í vinnu eða lagfæra íbúðina og ein fyrsta minningin er þegar við sitjum og horfum á hann prjóna sokka á hringprjónavél sem okkur þótti mikil galdravél. Við systurnar nutum þeirrar gæfu að fá að alast upp í stórri fjölskyldu þar sem mamma bjó með okkur hjá ömmu og afa ásamt Magga og Svenna. Þar hef- ur oft verið þröngt í búi og lítið húspláss því þar var mikill gesta- gangur og margir sem fengu að gista en þar sem er nóg af hjarta- hlýju þar er alltaf nóg pláss og hjá þeim afa og ömmu var ómæld hjartahlýja og ástúð fyrir alla og alltaf var afi sem klettur í hafinu, rólegur og yfirvegaður og fréttir austan af fjörðum voru meiri en nóg umbun fyrir næturgistingu. Afi og amma voru ákaflega samrýnd hjón og heimilið ósköp venjulegt heimili en það er hlýjan og umhyggjan sem gerir húsið að heimili og þess fengum við syst- urnar að njóta. Það er dýrmætt að eiga góðar minningar frá æsku og þær verða eins og sólargeislar sem lýsa manni á lífsins braut. Við minnumst ykkar með hlýhug og þakklæti og biðjum guð að geyma þig, elsku afi. Sigurborg og Sigríður. Afí fór eins og hann lifði, ró- lega og æðrulaust. Þannig mun- um við hann, yndislegan í um- gengni, hljóðan og rólegan, en alltaf hafði hann eitthvað fyrir stafni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og fylgdist vel með. Okkur er minnisstætt er afi fullorðinn flísalagði baðið heima á Skólabraut þar sem hann og amma bjuggu um árabil. Hann var liðtækur í heimilisstörfum, sérstaklega við uppvaskið. Ungur að árum gekk hann að eiga Sigur- borgu Vilbergsdóttur og voru þau einstaklega samhent hjón. Um- hyggja hans í veikindum hennar var aðdáunarverð. Arið 1984 fluttu amma og afi á Hrafnistu í Reykjavík og eyddu saman ævikvöldinu. Eftir að amma dó bjó afi þar á hjúkrunardeild síð- ustu æviár sín. Þar leið honum vel hjá góðu hjúkrunarfólki og var vel um hann hugsað. Við þökkum fyrir að hafa kynnst svo hógværum og eljusömum manni. Blessuð se minning hans. Hve undur hægt vaggast bátur þinn við landsteina eigin bernsku. í mjúkum silkispegli, bak við langa ævi, horfist þú í augu við litla telpu, slegið hár hverfist í leik smárra fiska, í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum inn í laufgrænan skóg. (Jón úr Vör) Sigurjón, Þorvaldur, Una Lilja, Helgi Þór og Sigrún. Elsku afi minn Þorvaldur Sveinsson er látinn nær 100 ára að aldri. Þau hjónin Þorvaldur og Sigurborg tóku við mér sem kornabarni og í þeirra umsjá var ég á meðan pabbi var að vinna en þegar hann veiktist og dó 17. maí 1962 fluttist ég alfarið til þeirra. Þau tóku mér strax sem einu af börnum sínum, vöktu yfir hverju spori mínu og sýndu mér alla þá ástúð og hlýju sem þau áttu svo mikið af. Þau vildu að ég kallaði þau ömmu og afa og pössuðu alltaf upp á að ég ræktaði sam- band mitt við móður mína og varðveitti minninguna um föður minn. Með þeim héldu heimili börn þeirra Maggi og Gunnar og dæt- ur hennar Bobba og Sigga, en við erum jafngömul og vorum mjög samrýnd. Öll þessi stóra fjöl- skylda auk hinna systkinanna sem flutt voru að heiman sýndu mér þá ástúð og umhyggju að ég fann að ég var einn af fjölskyld- unni. Það var oft mannmargt á heim- ili þeirra ömmu og afa því að vinir og kunningjar að austan áttu alltaf víst húsaskjól hjá þeim þótt húsnæðið væri ekki stórt. í minningunni sé ég afa minn sitja við eldhúsborðið og ræða við gestina um gang lífsins fyrir austan því hann hafði alltaf mik- inn áhuga á atvinnumálum og framgangi Austfjarða. Afi minn vann við múrverk og flísalagnir og var ég mikið í kringum hann að hjálpa til við alls konar verk, t.d. er í huganum mynd af litlum snáða að brjóta niður eldspýtur sem notaðar voru síðan við flísalagnirnar og margt lærði ég af honum um lífið og að umgangast alla menn jafnt því jafnaðarhugtakið var honum hug- lægt og ríkur var hann af mann- gæsku fyrir lítilmagnanum í þjóðfélaginu. Afi minn var ekki áberandi maður, alltaf rólegur og æðrulaus en það sem hann lagði til mála var alltaf vel ígrundað og rökfast. Fyrir mér voru þau amma mín og afi einn af föstu punktunum í til- verunni, eitthvað óhagganlegt og alltaf á sínum stað og það er það sem allir þurfa á að halda á upp- vaxtarárum sínum. Ég og fjölskylda mín viljum þakka þeim ömmu minni og afa fyrir allt hið liðna. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Sveinn Rafn Ingason. Við systkinin erum mjög hepp- in að hafa kynnst bæði langafa og langömmu okkar svona vel. Langamma dó fyrir sex árum og nú sameinast þau á ný. Það er sjálfsagt auðveldara að skilja það þegar gamalt fólk deyr en sökn- uðurinn er samt alltaf jafn mikill. Við eigum eftir margar góðar minningar, sögur frá því þegar þau voru ung en ekki má gleyma spilamennskunni en það voru ótal hlutir sem langafi vissi og eru víst margir í fjölskyldunni sem eiga eftir að hugsa til hans þegar sest er niður við spil eða kapal. Atti hann reyndar sínar eigin reglur og aðferðir til að fá allt til að ganga upp en gerði það leikinn bará mun skemmtilegri! Þau höfðu ótal sögur í fórum sínum sem við fengum að heyra hvenær sem við vildum en þó ekki fyrr en langafi hafði fengið að skreppa og kaupa handa okkur eitthvað, þ.e. gos og kex. Þessar sögur og margt annað eru ein- stakar því þau voru viskubrunnar af fróðleik, fróðleik sem ekki alltaf stendur í bókum. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega. Pá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Elsku langafi, þú kenndir okk- ur svo margt, margt sem við eig- um aldrei eftir að gleyma. Hvíl þú í friði. Guðrún, Eyjólfur og Sigrún. Fallinn er frá í hárri elli einn af merkustu íbúum héraðsins og jafnframt sá elsti í Mosfellsbæ. Hann hefði orðið 100 ára í desem- ber nk. hefði honum enst aldur. Þorvaldur var kominn af aust- firsku fólki og Skaftfellingum, en foreldrar hans bjuggu að Hval- nesi í Stöðvarfirði. Hann missti föður sinn 14 ára og við drengn- um blasti lífsbaráttan með ein- stæðri móður og yngri bróður. Þorvaldur sótti þá vinnu í Breiðdalsvík og fór fótgangandi á milli; stundum yfir fallið, en Súlnadalinn ef veður leyfði. Á þeirri leið var farið um skriður sem töldust nánast ófærar. Árið 1925 stofnuðu Þorvaldur og eiginkona hans Guðrún Sigur- borg Vilbergsdóttir bú á Búðum í Fáskrúðsfirði ásamt móður hans og bróður. Þorvaldur stefndi í að komast til sjós og gera sjó- + INGÓLFUR DAVÍÐSSON grasafræðingur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknar- og menningarstofnanir. Fjölskylda hins látna. + Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTBJÖRG LÍNEY ÁRNADÓTTIR frá Garði, sem lést 22. október, verður jarðsungin á morgun, laugardaginn 31. október kl. 14.00, frá Oddakirkju á Rangárvöllum. Borghildur Garðarsdóttir, Sveinbjörn Blöndal, Hulda Garðarsdóttir, Böðvar Valdimarsson, Páll G. Björnsson, Erla Emilsdóttir. + Ástkær móðir okkar, SUMARLÍNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR frá Kleifum, Suðurgötu 6, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju á morg- un, laugardaginn 31. október kl. 13.30. Börnin. ÞORVALDUR SVEINSSON mennsku að ævistarfi - en margt fer öðruvísi en ætlað er. Hann fékk öngul í höndina, illt hljóp í sárið og olli alvarlegri bæklun á vinstri hendi. Þrátt fyrir þetta áfall tókst honum að halda fjöl- skyldunni saman. Kom þar til sterkur vilji hans og dugnaður og gerði Tómas Stangland útgerðar- maður hann að landformanni. Fórst Þorvaldi verkstjórnin ágætlega. Þorvaldur var farsæll í starfi og vakti traust samferðamanna. Hann tók þátt í ýmsum félags- störfum og sat m.a. í hreppsnefnd í Fáskrúðsfirði í rúmlega 20 ár. Þar gegndi hann störfum sem rit- ari og varaoddviti. Ennfremur sinnti hann í vaxandi mæli ýms- um eftirlitsstörfum fyrir hrepp- inn, og um fertugsaldur var hann fastráðinn. Vann hann m.a. að byggingu íþróttahúss sem var eitt af hans áhugamálum. Þegar lærður múrari var fenginn til vinnu við bygginguna komst Þor- valdur í kynni við múrverk. Hann komst upp á lagið með að smeygja múrbretti í bækluðu höndina og með ýtrustu ástundun og erfiði náði hann fullum tökum á múrverkinu. Hann öðlaðist rétt- indi í greininni sem síðan varð hans ævistarf. Þorvaldur var gjarnan valinn í sérhæfða vinnu svo sem terrasso gólflagnir og eldstæði í íbúðum. Þar fór saman smekkvísi og dugnaður. Hafa margir notið góðs af því. Það mun hafa verið um 1970 að Þorvaldur flutti heimili sitt í Mos- fellssveit, enda flest börn hans komin þangað. Stórfjölskylda Þorvaldar, hið mesta dugnaðar- og myndarfólk, vildi hafa þar bú- setu og var það góður fengur fyr- ir samfélagið. Þetta var á þeim tíma sem íbúum Mosfellssveitar fór að fjölga og tóku heimamenn öllu þessu ágætis fólki fagnandi. Geta má þess að Hreinn sonur Þorvaldar kom í sveitina fyrir 1960 sem verktaki við smíði Varmárskóla og Varmárlaugar. Hann starfaði síðan við fram- kvæmdir sveitarfélagsins sem verkstjóri, byggingafulltrúi í 12 ár og síðar byggingastjóri við Iþróttahúsið að Varmá og Gagn- fræðaskóla Mosfellssveitar. Þorvaldur vann nokkur verk- efni við byggingu íbúðarhúss míns og fjölskyldu minnar um 1966. Hann flísalagði gólf og veggi og byggði arin. Það var listilega gert. Þegar kom að því að ganga frá arninum vantaði grjót. Sumir sóttu steina austur eða vestur á land sem hæfa þættu fallegum arni. Þorvaldur gerði engar kröfur um þetta, heldur sagði: Líttu þér nær. Eigum við ekki að koma hér upp í fjallið og sjá hvað er þar? Við fundum efni og hann valdi úr því sem safnað var og raðaði kunnáttusamlega í listafínt eldstæði. Þessi fáu og fátæklegu orð verða aldrei tæmandi um lífs- hlaup 100 ára merkismanns, en við vistaskiptin er mönnum gjarnt að minnast þeirra sem gengnir eru. Þorvaldur var einn af aldamótakynslóðinni sem braut úr aldaraða örbirgð hinnar íslensku þjóðar; úr moldarkofum til bjargálna. Ævi Þorvaldar var sérstök en ekki einsdæmi þó. Hann hélt sínu fólki saman með kjarki og fyrirhyggju og sá fyrir heimili sínu og fjölskyldu þó fatlaður væri. Hann setti sér mark, slakaði aldrei á í barátt- unni og uppskar barnalán og mannvænlega afkomendur. Þor- valdur var hæglátur og orðvar og naut virðingar allra. Honum féll aldrei verk úr hendi og hann leysti þau öll af alúð og dugnaði. Nú er við kveðjum Þorvald Sveinsson fara um hugann hlýjar minningar. Megi almættið taka honum vel handan hafsins. Hafi hann þökk fyrir sitt framlag til samferðamanna. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.