Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.10.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 4l"* A Ahugi á að hrossarækt geti fengið vistvæna vottun Grundvallaratriði að hross séu skráð og einstaklingsmerkt >• Ahugi hefur vaknað á því að kanna hvort möguleikar séu á að fá vistvæna vottun í hrossarækt. Ásdís Har- aldsdóttir talaði við Víking Gunnarsson, kennara á Hólum, sem sæti á í Fagráði. VÍKINGUR Gunnarsson sagði að þessar hugmyndir hafi verið rædd- ar á fundi Fagráðs í hrossarækt í síðustu viku. Bentu allar líkur til þess að þær verði ræddar áfram á haustfundum Fagráðs og Félags hrossabænda sem haldnir verða um miðjan nóvember. Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu tók gildi í ágúst á þessu ári og hafa verið gerðir við hana viðaukar fyrir ýmsar framleiðslugreinar landbún- aðarins. Hann sagði að ef samþykkt verður að stefna að því að hægt verði að bjóða upp á þennan mögu- leika í hrossaræktinni ætti að ganga íljótt og vel að koma ákvæðum um það í viðauka við reglugerðina. Fyrst og fremst þurfi að leggja áherslu á skýrsluhald og skráningu hrossa, landnýtingu og heilbrigðis- eftirlit. Nýtist við markaðssetningu Lykilatriðið fyrir slíka vottun segir hann vera að hvert dýr sé ein- staklingsmerkt og skráð. En það er einmitt stefnan hjá Bændasamtök- unum að hvert folald verði merkt og skráð meðan það gengur undir hryssunni. Víkingur sagði að hugmyndin með vistvænni vottun væri tvíþætt. Annars vegar að stuðla að auknu öryggi í ættfærslu og merkingu gripanna og hins vegar að velferð hrossanna og meðferð á landinu sé í samræmi við þær kröfur sem al- mennt eru orðnar viðurkenndar í dag. Með þetta að vopni væri hægt að nýta vottunina í markaðsmálun- um. Hún staðfestir að hrossin séu vel upp alin og örugglega undan þeim hrossum sem þau er skráð undan. Einnig að þau séu alin upp í sátt við náttúruna og landnýting sé eins og hún eigi að vera. Víkingur sagði að ef hrossarækt- arbú fengi vistvæna vottun yrði eft- irlitskerfið að vera mjög strangt. Til dæmis yrði að fá dýralækni til að koma og taka út heilbrigði hross- anna á búinu tvisvar sinnum á ári og landnýtingin yrði metin einu sinni á ári. Með nýjum upprunavott- orðum, eða nafnskírteinum, fá hross sem skráð eru sem folöld undir mæðrum sínum A-vottorð. Einungis þeir hrossaræktendur sem sinna þessum skráningum eiga möguleika á að fá vottun fyrir bú sín og yrði vistvænn stimpill færður inn á A- vottorð hrossanna. Víkingur sagði að nú væri verið að vinna að því að reikna út hvað það kosti fyrir hrossaræktarbónda að fá vistvæna vottun á bú sitt. Hann segist halda að þetta gæti orðið sterkt tæki í baráttunni um markaðinn, en íslendingar væru nú þegar að keppa við mikla fram- leiðslu á íslenskum hestum erlend- is. Valdimar Kristinsson EF til vill er gátan um uppruna Fáks frá Holti ráðin. Leó Geir Arnarson segir að hesturinn sé T ' Falur frá Barkarstöðum. Fákur frá Holti hét Falur frá Barkarstöðum VEKRINGURINN MIKLI, Fákur frá Holti, sem sagt var frá í hesta- þætti Morgunblaðsins á þriðjudag- inn, er í raun Falur frá Barkarstöð- um í Svartárdal að sögn Leós Geirs Arnarsonar tamningamanns sem segist hafa keypt hestinn fjögurra vetra gamlan frá Barkarstöðum ár- ið 1993. Leó sagði í samtali við Morgun- blaðið að þegar hann sá mynd af Karly Zingsheim í Þýskalandi, nú- verandi eiganda, á hestinum haíi hann strax þekkt hann og ekki ver-- ið í neinum vafa. Ennþá vissari varð hann í sinni sök þegar hann heyrði lýsingar af honum og kenjum hans. Leó sagði hestinn fæddan Þorkatli Sigurðssyni bónda á Bark- arstöðum í Svartárdal árið 1989.' Hann sé undan Heði frá Hvoli, eins og komið hefur fram, og Hreðu frá Barkarstöðum, en ekki Litlu-Jörp frá Holti, eins og talið var. Rugling- urinn gæti tengst því að Hreða þessi var undan hryssunni Litlu- Jörp frá Reykjarhóli í Seyluhreppi og Berki frá Barkarstöðum sem gekk oftast undir nafninu Bjössa- Jargur. „Ég keypti hestinn á Barkarstöð- um árið 1993 og þá hét hann Fal- ur,“ sagði Leó. „Frá byrjun var hann mjög sérstakur og áberandi kjarkaður. Hann kom alltaf beint að manni. Þorkell bóndi varaði mig og taldi að líklega væri rétt að fara vel að hestinum og koma fram við'A hann af virðingu. Og það reyndist rétt. Það var betra að standa alltaf klár á honum. I íyrsta skipti sem ég hringteymdi hann hrekkti hann hnakkinn mikið. Inni í hesthúsi stökk hann upp og spændi niður hillu. Síðan var það búið og tamn- ingin gekk vel enda var hann fljót- ur að læra. Hann sýndi strax góða skeiðtakta og því kemur þessi ár- angur mér ekki á óvart.“ Hann segist hafa verið með mörg hross á þessum tíma og í hita leiks- ins hafi hann selt Fal fljótlega. „Ég get ekki neitað því að ég sá alltaf eftir honum. Ég fylgdist svolítið með honum eftir þetta. í eitt skiptff.. var kunningi minn að ríða honum og ég keyrði á bíl við hliðina á hon- um þegar hann lagði hann á skeið. Það var varla að ég hefði við hon- um.“ Eitthvað var Falur notaður til undaneldis og átti Leó eina dóttur hans, Nös frá Barkarstöðum, sem seld var til Svíþjóðar. Þess má geta að einn hestur er skráður í gagnasafnið Feng undir nafninu Fákur frá Holti undan Heði frá Hvoli og Litlu-Jörp frá Holti. Samkvæmt númeri hans er hann fæddur í Holti í Svínavatns-"® hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Haft var samband við Halldór Guð- mundsson bónda í Holti. Hann sagðist ekki halda að þessi hestur væri frá honum kominn. Ef svo væri ætti hann að vera markaður, svo það ætti ekki að fara á milli mála. Ásdís Haraldsdóttir Hestasýning- in ISLAND- ICA haldin árið 2001 RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum 15. október sl. að fela iðnaðarráðherra að skipa nefnd til að skipuleggja, kynna og standa að alþjóðlegri sýningu á hestum og hestavörum á Islandi árið 2001 undir heitinu ISLANDICA. í erindi iðnaðarráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjómina segir meðal annars að talið sé að ferðir á hestum um byggðir og hálendi ís- lands séu einn helsti vaxtarbrodd- ur ferðaþjónustunnar. Fjöldi fyrir- tækja sérhæfir sig í ferðum af þessu tagi og hafa þau verið kynnt á erlendum vettvangi með ýmsum hætti. Einnig hafa fyrirtækin tekið þátt í ýmsum sölusýningum og ferðakynningum. Langstærsti við- burðurinn af þessu tagi er sýning- in EQUITANA sem haldin er í Þýskalandi annað hvert ár. Fram kemur einnig að hug- mynd um að halda slíka sýningu hér á landi hafi komið frá Birgi Þorgilssyni formanni Ferðamála- ráðs fyrir um þremur árum. Hug- myndin sé einnig meðal tillagna nefndar sem iðnaðar- og við- skiptaráðherra skipaði árið 1996 til að kanna möguleika á auknum útflutningi iðnaðarframleiðslu sem tengist eða tengja má ís- lenska hestinum. í skýrslu nefnd- arinnar kom meðal annars fram að slík sýning myndi vonandi í framtíðinni draga til sín fjölmörg erlend fyrirtæki og eigendur ís- lenskra hesta erlendis. Hugmyndir þessar hafa verið skoðaðar frekai- af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti og landbúnaðarráðu- neyti og er niðurstaðan sú að þær sameini vel þá mörgu þætti sem koma saman í hestamennskunni en þar fara saman viðskiptaleg sjónarmið fjölmargra aðila svo sem ferðaþjónustu, framleiðenda varnings tengds hestamennsku sem og hrossabænda. Stefnt er að því að á sýningunni verði íslenski hesturinn sýndur og vörur tengdar honum, auk þess sem fram færi kynning á hesta- ferðum. Reiknað er með að undir- búningskostnaður vegna sýningar- innar verði u.þ.b. 6 milljónir króna eða á milli 2 og 3 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að sýningin sjálf standi undir sér með þátt- tökugjöldum og aðgangseyri. Formaður nefndarinnar er Ein- ar Bollason en auk hans eru í nefndinni Birgir Þorgilsson, Kjartan Lárusson, Árni Magnús- son aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ármann Kr. Ólafsson aðstoðai-maður sam- gönguráðherra og Jón Erlingur Jónasson aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra. Ásdís Haraldsdóttir Islandsmótum skipt og hjáimar á kynbótasýningum ÚTBREIÐSLU- og kynningar- nefnd Landssambands hesta- mannafélaga leggur til á 49. árs- þingi samtakanna sem hefst í dag klukkan tíu á Akureyri að sam- tökin kaupi og reki tölvukerfi fyr- ir mótahald sem tengt verði Feng, gagnabanka Bændasamtaka Is- lands. í tillögunni er gert ráð fyr- ir að kerfið verði notað á öllum mótum sem haldin eru undir merkjum LH. Um er að ræða mjög viðamikið kerfi sem býður upp á nær óendanlega möguleika með nettengingu. Sagt var frá þessu kerfi fyrir um ári í hesta- þætti. Léttir á Akureyri leggur til að áskorun um að Bændasamtökin lögleiði notkun reiðhjálma við allt sýningarhald á þess vegum verði samþykkt. Þá leggja léttismenn til að LH hætti rekstri Skógarhóla og leitað verði til félaga á suðvest- urhorninu um áframhaldandi rekstur. Léttismenn segja að LH eigi ekki að vera að reka aðstöðu fyrir hluta hestamanna innan samtakanna og benda á að því fjármagni sem varið er til Skógar- hóla sé betur varið til fræðslu- starfs. Tillaga þessa efnis hefur áður komið fram á þingum. Hörður í Mosfellsbæ leggur til að Islandsmótum verði skipt þannig að sér mót verði fyrir opna flokkinn en ungmenni, unglingar og börn verði saman á sérstöku móti. Auk þessi verði sett á lág- markseinkunn 5,5 til þátttöku í opnum flokki á íslandsmótum. Þá leggja harðai-menn til að heim- ild til flokkaskiptingar á opnum flokki á íþróttamótum verði breytt í að skylt sé að hafa flokkaskiptingu. Gustur í Kópavogi leggur til að stjórn samtakanna beiti sér fyrir stofnun nefndar sem semji neyð- aráætlun ef upp koma smitsjúk- dómar í hrossum. Einnig leggja gustsmenn til að stjórn LH skipi fjölskipaða nefnd til að vinna að heildarendurskoðun á keppnisfyr- irkomulagi og keppnisreglum hestamanna er skuli skila af sér fyrir 1. desember 1999. Þá vilja fáksmenn að sérstök for- keppni verði felld út og tekið upp gamla fyrirkomulagið þar sem fullnaðardómurinn er jafnframt forkeppni gæðingakeppninnar. Að síðustu má geta tillögu frá Andvara þar sem lagt er til að óheimilt verði að laga hófhlífar detti þær af hrossum í keppni. Einnig er minnst á skeifur í tilög- unni og sagt að ef hófhlíf eða skeifa detti undan skuli knapi ljúka keppni í því ástandi sem hann hefur komið sér og hesti sín- um í, sjái hann ekki ástæðu til að draga sig út úr keppni. Valdimar Kristinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.